Tíminn - 29.02.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.02.1992, Blaðsíða 1
Laugardagur 29. febrúar 1992 43. tbl. 76. árg. VERÐí LAUSASÖLU KR. 110.- Alþingi samþykkir að fresta hluta beinna greiðslna til bænda: Breyting gerð á búvörulögum Alþingi samþykkti í gær breytingu á búvörulögum sem m.a. felur í sér beinar greiðslur til sauðfjárfram- leiðenda. Beinar greiðslur til bænda hefjast 1. mars. í frumvarpinu er bráðabirgðaákvæði sem frestar 1/6 hluta beinu greiðslnanna til bænda á þessu ári til næsta árs. Stjómar- andstaðan var andvíg því að fresta þessum greiðslum. Lagabreytingin er forsenda fyrir gildistöku nýja búvörusamningsins sem á að taka gildi 1. september næstkomandi. Helstu breytingar sem lögin fela í sér eru að útflutn- ingsbætur verða feildar niður, verð- ábyrgð ríkissjóðs er felld niður og beinar greiðslur til bænda koma í stað niðurgreiðslna. Við afgreiðslu fjárlaga var ákveðið að fresta 1/6 hluta af beinum greiðslum sem bændur áttu að fá á þessu ári til næsta árs. Þetta var endanlega lögfest með samþykkt frumvarpsins í gær. Stjórnarliðar greiddu allir atkvæði með frestun- inni, en stjórnarandstæðingar greiddu atkvæði gegn henni. Að öðru leyti var samstaða um af- greiðslu frumvarpsins. -EÓ Hæstirréttur dæmdi mann sem sló konu sína í höfuðið með hamri, dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundið: Dómur undirréttar mildaður til muna Hæstiréttur dæmdi mann, sem lagði til konu sinnar með hamri í júní 1991, í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundið, sem fellur niður eftir tvö ár, haldi hann skilorð sitt. Þar með mildaði Hæstiréttur dóm undirréttar í Hafn- arfirði, en þar var maðurinn dæmd- ur í 12 mánaða óskilorðsbundið fangelsi, vegna brota á lögum um líkamsmeiðingar. Maðurinn var bæði í Hæstarétti og undirrétti sýknaður af tilraun til manndráps. Maðurinn á þá aðeins eftir að sitja af sér ellefu daga í fangelsi, þarsem frá dómnum dragast þeir 79 dagar sem hann sat í gæsluvarðhaldi. Málsatvik voru á þá leið að maður- inn sagðist ætla til Amsterdam, en kom fyrr heim en hann ætlaði sér og kom að konu sinni sofandi í húsi þeirra í Garðabæ og lamdi hana í höfuðið. Hinum dæmda er gert að greiða allan málskostnað sem er um 150 þúsundir króna. -PS Rftllo l-. — ■ 10 Bolludagurinn verður haldinn hátíölegur á mánudaginn, með tilheyrandi DOIIa DOIISI bolluáti og hafa bakarar í Smárabakaríi við Kleppsveg verið að undirbúa daginn frá því um síðustu helgi. Að sögn Helgu Hilmarsdóttur, starfsstúlku í Smárabakaríi, verða bakaðarfast að 10 þúsund boliurá þessu tímabili. Helga segirað mikið hafi ver- ið að gera í bollusölunni, en hún komi til með að ná hámarki á sunnudag og mánudag. Á meðfylgjandi mynd má sjá Helgu Hilmarsdóttur kampakáta með fullan bakka af girnilegum rjómabollum. -PS/Tímamynd Áml Bjama Skotrokkur finnst uppi á háalofti í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg: Er rokkur Skúla fógeta fundinn? Fyrir stuttu fundu starfsmenn Árbæjarsafns í Reykjavík rokk uppi á háalofti í austurálmu Hegningarhússins við Skólavörðu- stíg. Sérfræðingar telja að hér sé á ferðinni svokallaður skotrokk- ur, sem er af eldri gerð rokka og ekki mjög algengur hér á Iandi. Getgátur hafa verið uppi um að rokkurinn sé frá tímum Innrétt- inga Skúla Magnússonar, en vitað er að þar voru margir skotrokk- ar í notkun. Þaö kom starfsmönnum Árbæjar- safns nokkuð á óvart að rekast á skotrokk uppi á háalofti í Hegning- arhúsinu. Rokkurinn var falinn á bak við þiljaöan hanabjálka og er því líklegt að hann hafi verið þarna mjög lengi. Hegningarhúsið var byggt 1873. Skotrokkar eru ófullkomnari að allri gerð en spunarokkar sem voru hvað algengastir á íslandi og náðu hér mikilli útbreiðslu á 19. öld. Skotrokkar hafa ekki snældu sem snýr þræöinum heldur aðeins tein. Rokknum er snúið meö hendi, en ekki fæti eins gert er þegar spunn- ið er á spunarokk. Rokkar komu fyrst til íslands með Innréttingum Skúla fógeta og spunastofu Magnúsar Gíslasonar amtmanns. Þeir fluttu inn þrjár gerðir af rokkum, skotrokka. spólurokka og spunarokka. Skot- rokkarnir urðu tiltölulega snemma úreltir og því er talið að á 19. öld hafi fáir rokkar af þeirri teg- und verið fluttir inn. Hins vegar er talið að íslenskir hagleiksmenn hafi smíðað skotrokka á 19. öld. Samkvæmt úttektum á húsum og eignum Innréttinganna voru til sex skotrokkar í „dugmagerhuset" (Aðalstræti 12) árið 1759. Árið 1774 voru skotrokkar Innrétting- anna alls 40, en þar af voru 20 ónothæfir. Á skotrokknum sem fannst í Hegningarhúsinu stendur „Reykjavík n-13“. Hvort hann er frá tímum Innréttinganna er erfitt að fullyrða, en áletrunin bendir til að hann hafi tilheyrt einhverri stofnun en hafi ekki verið í eigu einstaklings. Á 18. öld unnu fangar í Innrétt- Sögur eru til um að Steinunn á Sjöundá hafi spunnið á rokkinn meðan hún beið dauöa síns. Steinunn lést í fangelsinu við Lækj- argötu (Stjórnarráðshúsinu) árið 1805 og var dysjuð á Skóla- vörðuholtinu. Maður sem hugðist gera við rokkinn taldi sig verða varan við afturgengna konu. Tímamynd Árni Bjama ingunum. Einnig er vitað að kven- fangar stunduðu ullarvinnu í Hegningarhúsinu við Skólavörðu- stíg og fangelsinu við Lækjartorg (Stjórnarráðshúsinu). Það er því freistandi aö álykta sem svo að fangar sem setið hafa í Stjómar- ráðshúsinu og jafnvel í húsum Innréttinganna við Aðalstræti, hafi spunnið á skotrokkinn sem fannst í Hegningarhúsinu við Skóla- vörðustíg, líkt og fangar í Hegn- ingarhúsinu hafa án efa gert. Nokkrir skotrokkar eru til hér á landi, en þeir eru þó ekki nærri eins margir og hefðbundnir spuna- rokkar. Helgi Sigurðsson, starfsmaður á Árbæjarsafni og sá sem fann rokk- inn, sagði að því hefði verið skotið að sér að Steinunn á Sjöundá, sem dæmd var til dauða árið 1805, hefði spunnið á rokkinn. Sú saga er sögð af rokknum að maður hafi tekið rokkinn heim með sér í þeim tilgangi að gera við hann og nota hann. Hann skilaði honum þremur dögum síðar vegna þess að hann taldi sig verða fyrir ásókn frá aftur- genginni konu. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.