Tíminn - 01.05.1992, Page 7

Tíminn - 01.05.1992, Page 7
6 Tíminn Föstudagur 1. maí 1992 „Enn sárara en fátæktin var hve alla menntun skorti“ Rætt við Tryggva Emilsson, rithöfund og frömuð verkalýðs- baráttu í áratugi, um kjör almúgafólks á fyrri tíð Fyrsti maí er í dag — frídagur verkalýðsins. Menn staldra við og spyrja fyrir hvaða hugsjónir og hugmyndir þessi dag- ur standi árið 1992. Dagurinn var valinn í minningu blóðugra átaka verkamanna og lögreglu vestur í Chicago seint á fyrri öld og síöan hefur hann verið hátiðlegur haldinn til þess að minna á og skerpa bar- áttuhug verkafólks fyrir fegurra og réttlátara mannlífi. En heimurinn hefur breyst og verkalýðsríkið, sem menn dreymdi marga um á fyrri áratugum aldarinnar, er víst ekki á dagskrá lengur. Verkalýðs- baráttan er með öðru sniði, hún er einkum háð með tölvuútreikning- um og hagfiæðilegum álitsgerðum meðan það gerist sjaldgæft að verkfallsverðir þreyi vikum saman við bundin skip eða loki aðkomu- leiðum að bæ og borg, eins og fyrr á árum. Þó verðum við vitni að þvi þessa dagana að áfram er tekist á um kjörin. Samningaþóf hefur staðið yfir hér á (slandi og menn telja vegið að lífsafkomu sinni með ýmsu móti. Úti í Þýskalandi búast launþegar nú til verkfalla í fyrsta sinn í áraraðir. Þeir hafa sumir þegar sett á „skmfu“, eins og verk- föll hétu í munni íslenskra verka- manna hér fyrst á öldinni. En bar- áttuaöferðimar eru orönar ólíkar og dagurinn í dag er vel til þess fallinn að rifja upp |3ann mun sem á er orðinn og einnig kjörin á fýrri áratugum þegar verkföll voru háð nær þvi upp á líf og dauða og orð- ið „öreigi“ var meira en rómantiskt slagorð. Til þess að minnast þess- ara daga fengum við Tryggva Em- ilsson, einn elsta núlifandi baráttu- mann verkalýðshreyfingarinnar á (slandi, sem á síöari árum hefur gerst landskunnur rithöfundur fyrir frásagnir sinar af högum almúga- fólks á yngri dögum sínum. Tryggvi er fæddur þann 20. október 1902 á Akureyri og verður því níræður nú á þessu ári. „Ég missti móður mína sex ára gamall og man betur eftir þeim degi en mörgu því sem nýrra er,“ segir TVyggvi Emilsson. „Hún lést úr blæðingum af bamsförum af áttunda baminu. En ég mun ekki rekja það nánar hér, því það hef ég gert annars staðar. Ég ólst síð- an upp í Reykjavík og á ýmsum stöðum norðanlands. Bæði í sveitinni og síðar er ég var sestur að á Akureyri kynntist ég fátækt- inni vel. Árið 1930 fluttist ég til Akureyr- ar framan úr Öxnadal, en þar hafði ég stundað búskap. Tengda- foreldrar mínir höfðu þá flutt til okkar hjónanna. Á Akureyri stundaði ég búskap meðfram verkamannavinnu og hafði alltaf nokkrar kindur og tvær eða þrjár kýr, því öðmvísi var varla hægt að draga fram lífið. Ég þjáðist af berklum og var veikur í tólf ár. Um tíma var ég á Kristneshæli og það var hörmulegt að horfa á fólkið þama, svo að segja deyjandi. Berklamir urðu svo til þess að mörg verk sem ég var ófær um að sinna lentu á kon- unni minni. Hún varð að hugsa um kýmar og gefa fénu. Svona komu veikindin niður á vinnu- þrekinu. Á Akureyri var það líka þannig að mjög litla vinnu var að hafa langtímum saman fyrir margan. Heilu vetuma var bókstalega ekkert að gera. Það var fátæktin þama sem varð þess valdandi að ég fór að berjast fyrir kjömm fólksins eftir mætti. Allt var af skornum skammti Ég gekk í verkalýðsfélagið og tók þátt í störfum þess og var orðinn formaður áður en ég flutti til Reykjavíkur 1947. Þá gekk ég í Kommúnistaflokkinn við stofnun hans 1930. Mér fannst ég eiga þar heima vegna þess að hann hafði svo margt á stefnuskrá sinni sem ég aðhylltist og hann vildi bæta hag alþýðunnar. Einar Olgeirsson var þá enn fyrir norðan og hann liðsinnti okkur og var úrvalsmað- ur gagnvart þessu öllu. Einar var Akureyringur eins og ég. Hann var frá Barði, en ég frá Hamar- koti. En svo fór hann suður og settist á þing og var á þingi í 30 ár. Þá var margt sem mátti bæta og ólíkt því sem núna er, því nú hafa íslendingar átt góð ár. Þótt eitt- hvað kunni að finnast af fátækt enn, þá er það ekki svipað því sem var. Állt var af skomum skammti og ekki aðeins matur, klæði og húsaskjól, heldur líka menning og menntun. Mér fannst enn sár- ara en fátæktin hve alla menntun skorti hjá fólkinu. Fæstir fóm í annan skóla en bamaskólann. Gegn menntunarleysinu reyndi ég að berjast, bæði í flokknum og eins í bæjarstjóminni á Akureyri, en í henni sat ég um tíma. Sjálfur fór ég aldrei í skóla, gat það ekki vegna kirtlaveiki sem þjáði mig. En áður en ég fermdist var ég í sex vikur hjá séra Bem- harði Stefánssyni á Bægisá. Það var mér dásamlegur tími, því þama var svo mikið af bókum og ég mátti lesa eins og ég vildi. Svo bætti það mér nokkuð upp skóla- gönguna líka hve pabbi kunni mikið af kvæðum. Þótt hann væri löngum það sem kallað var íhaldsmegin í stjómmálum, þá kunni hann til dæmis Þorstein Erlingsson utanbókar að heita mátti, þótt Þorsteinn þætti rót- tækt skáld, og líka þá Guðmund skólaskáld, Steingrím, Matthías og fleiri. Af honum lærði ég fiölda kvæða og fékk snemma sjálfur áhuga á að yrkja. Saga af neyðinni Þú biður mig að nefna dæmi um fátæktina eins og hún var hjá mörgum á Akureyri þá. Þar er af Tryggvi Emilsson: „Þótt eitthvaö kunni a mörgu að taka. Ég var snemma skipaður fátækrafulltrúi að til- hlutan Sósíalistaflokksins og fór því mikið til fátæklinganna. Ástandið var víða óskaplegt Ég man eftir að ég kom til hjóna einna inni í bæ. Maðurinn var drykkfelldur og hann var fuilur þegar ég kom. Konan var með tvö böm og það var enginn matarbiti til á heimilinu — alls ekki neitt Ég fór undir eins og útvegaði þeim eitthvað á bæjarins kostnað. Sem betur fór var því alltaf vel tekið. Sá maður sem umsjón hafði með fiárframlögum til þess- ara mála var íhaldsmaður, eins og við kölluðum það. Sveinn hét hann. Margur fældist að tala við hann og töldu hann andvígan fá- tækum, enda þótti hann önugur og þurr á manninn. En ég fór ein- mitt til hans og reyndi hann að allt öðm og kunni satt að segja vel við hann. Nú liðu nokkrir dagar og þessi umræddi fiölskyldufaðir kom heim til mín. Ég átti þá heima að Flúðum sem vom rétt fyrir utan bæinn. Það var þá uppurið sem þau höfðu fengið og leitaði hann nú ásjár hjá mér. Ég sagði að hann skyldi fara og ræða við Svein og kvaðst ég mundu koma með honum. Við héldum gang- andi að húsi Sveins og ég kvaddi dyra, en þá var maðurinn horfinn. Hann hafði hlaupið burtu, þorði Föstudagur 1. maí 1992 Tíminn 7 ’.finnast af fátækt enn þá er þaö ekki svipaö því sem var." Á veggnum til vinstri er mynd af húsi Stephans G. Stephanssonar í Kanada, sem er uppáhaldsljóöskáld Tryggva. (Tímamynd Árni Bjarna) ekki að hitta Svein, því einhver hafði sagt honum að Sveinn mundi aldeilis láta hann fá það óþvegið. Ég fór nú að leita að manninum, fann hann brátt og fékk talið hann á að koma með mér. En hvað gerist? Sveinn hafði beðið okkar úti og nú lét maður- inn dynja á honum blóðugar skammimar. Kannske hefur hann verið eitthvað kenndur. Ég skal ekki segja um það. Á eftir sagði ég við Svein að maðurinn væri sjúk- lingur sem ekki réði við sig. Sveinn tók þessu létt, sagðist van- ur að fa slíkar dembur og maður- inn var skráður á bæjarframfæri. En tveimur dögum seinna fór ég á þetta heimili til þess að vita hvemig fólkinu heilsaðisL Þá hafði maðurinn dáið um nóttina, lá þama inni í rúmi og konan ráðalaus. Ég fór að spyrja hvort hún ætti nokkra að og reyndist hún eiga eitthvert frændfólk í Hörgárdal. Það varð úr að þangað fór hún með bæði bömin og sá ég hana ekki framar. Þetta er eitt dæmi af mörgum svipuðum. ffyrsta kröfugangan Eg man eftir fyrstu kröfugöng- unni sem verkalýðsfélagið á Akur- eyri efndi til, en hún var farin 1. maí 1931. Áður hafði Jafnaðar- mannafélagið þó farið í kröfu- göngur. Ég átti mikinn þátt í að undirbúa þessa göngu og á enn rauðan borða sem ég bar um handlegginn þennan dag. Einnig á ég merki dagsins sem ungur skólasveinn í menntaskólanum seldi mér, en hann var Ásgeir Blöndal Magnússon síðar mál- fræðingur og orðabókarhöfundur. Nokkrir karlmenn gengu með- fram göngunni beggja vegna, svo ekki yrði ráðist á fólkið. Það var mikið af betri borgara bömum svonefndum á ferli úti og þau köstuðu á okkur aur og leðju. En við höfðum samþykkt áður en gangan var farin að láta engan mann erta okkur til reiði. Til þess kom heldur aldrei. „Á fegursta kjördegi vinnandi manna" Það var mikið sungið á fundum í verkalýðsfélaginu á Akureyri á þessum ámm, enda var sönghefð rík í bænum, m.a. af því að þar var starfandi fiöldi safnaða sem mikið söng á samkomum sínum. Ég og fleiri fylgdumst með því starfi og kannske barst sönghefð- in þaðan inn í verkalýðslfélagið. Ég orti líka söngva handa okkur í félaginu og þennan dag, l.maí 1931, birtist eftir mig kvæði í Verkamanninnum og er fyrsta er- indið svona: „Vérfylkjum oss öreigar 1. maí á fegursta kjördegi vinnandi marma. Með dómsorð á vörum sem drynjandi sæ og drottnandi fjör hvaðsem andstæður barma. Vér komum og forum um borgir ogbæ með beiskustu svörum hins rétt- láta og sarma." Það voru 120 manns í þessari fyrstu kröfugöngu og þar á meðal böm sem fullorðna fólkið leiddi. Ég gat um aðsúg betri borgara bamanna. Síðar gerðist það einu sinni að þau klæddust nasista- búningi og gerðu hróp að okkur með húfur á kollinum sem ein- hver maður hafði útvegað þeim ffá Þýskalandi. Það vakti óskapa reiði hjá fólki þegar myndir af bömum þess birtust í múndér- ingu sem þessari í Verkamannin- um. Maðurinn sem fyrir þessu stóð varð að hrekjast frá Akureyri. Skólastjóranum var gefið að sök að hafa gefið krökkunum frí til þess að veitast að göngunni. Hann varð mjög sár yfir þeim að- dróttunum og kom í ljós að krakkamir höfðu sjálfir tekið sér frí og skrópað úr skólanum. Hann svaraði þessu í Verkamanninum og kenndi foreldrunum sjálfúm um. Nú er þaö atvinnan Ég óttast að fólki hætti til að gleyma þeirri baráttu sem það kostaði að ná fram þeim kjömm sem þjóðin nú býr við. Fólk man þetta ekki eða vill ekki muna það. Ég veit ekki hvort heldur er. Ég hef fylgst með þróuninni, þótt tímamir séu breyttir. Nú heyri ég að það er atvinnan sem mest ríð- ur á að tryggja. Það er farið að bera á atvinnuleysi aftur, sem ég átti ekki von á að verða vitni á ný. En ég heyri á formanni Alþýðu- sambandsins að hann hefur kynnt sér að fólkið er ekki tilbúið til bar- áttunnar. Mér kemur það í sjálfu sér ekki á óvart, því þjóðfélagið sem við nú byggjum er svo allt annað en ég hef verið að ræða um hér. Þó mun baráttunni fyrir kjör- unum ekki ljúka, hún verður allt- af að halda áfram. Ég orti enn í tilefni af 1. maí árið 1985 þegar 54 ár vom liðin frá því er ljóðið mitt í Verkamanninum birtist og þar í em m.a. þessi erindi: ,jfve oft var gatan gengin á glóð sem öllum brarm, þegar baráttan um brauðið eins og blóð um æðar rarm. Þegar krafan, óskin eina var atvirma og brauð uns bjargráðið var bylting gegn böli ogsultamauð. Nú er öldin örmur, en öll vor ráð og dáð er á brautinni sem vér byggjum þarsem baráttan var háð. Þar sem kröfugangan glæsta fer greitt og hraðar sér í takt við kröfur tímans og táknin sem hún ber. “ Ný Ijóðabók Hér með þökkum við hinum aldna baráttumanni spallið. Tryggvi býr nú einn að Safamýri 56 í Reykjavík, en kona hans Steinunn Guðrún lést árið 1977. Þau hjón eignuðust tvær dætur og á Tryggvi fimm bamaböm og ellefú bamabamaböm, svo félags- skap hefur hann nægan á friðar- stóli sínum. Hann hefúr sem öll- um er kunnugt skipað sér í röð fremri rithöfúnda eftir að hann lét af þátttöku í verkalýðsbaráttu og baráttu fyrir bindindismálum fyrir nær tveimur áratugum, en bindindismálin hafa einnig verið stór liður í viðleitni hans til sköp- unar fegurra mannlífs alla ævi. Em bækur hans orðnar tíu tals- ins. Hann vinnur nú að ljóðasafni sem vænta má að út komi á ní- ræðisafmæli hans í hausL Það verður þriðja ljóðabók hans. Sum ljóðanna segir hann fialla um vinnuna og ættjörðina, en önnur em um regnið, vorið og blíðuna — „um allt þetta góða,“ eins og hann orðar það. AM

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.