Tíminn - 01.05.1992, Síða 8
8 Tíminn
Föstudagur 1. maí 1992
Fulltrúaráðs verka-
lýðsfélaganna í
Reykjavík,
Bandalags starfs-
manna ríkis og
bæja og Iðnnema-
sambands íslands
1. maí ávarp
Samstaða er styrkur
Baráttudagur launafólks er í dag
haldinn í lok erfiðrar samningalotu.
í átta mánuði hefur verkalýðs-
hreyfingin átt í erfiðum samninga-
viðræðum, sem nú er lokið með
miðlunartillögu frá sáttasemjara. í
Ijósi erfiðrar efhahagsstöðu og at-
vinnuleysis í þjóðfélaginu tókst ekki
að komast lengra án átaka á vinnu-
markaðnum.
Kröfur samtaka launafólks hafa
verið skýrar og afdráttarlausar. Höf-
uðáhersla hefur verið lögð á aukinn
kaupmátt þeirra sem minnstan
kaupmátt hafa, að viðhalda kaup-
mætti hinna og verja velferðarkerfið.
Samtök launafólks hafa staðið saman
um þessar kröfur og fylgt þeim eftir í
samningaviðræðunum.
Allt frá því núverandi ríkisstjórn
tók við völdum, hefur hún staðið í
samfelldu stríði við launafólk. Hún
hefur fyrst og fremst beint spjótum
sínum að þeim hópum í þjóðfélag-
inu, sem erfiðast eiga um vamir. í
stað þess að skattleggja fjármagns-
og eignatekjur, koma böndum á
skattsvik og ná þannig auknu fé til að
standa undir velferðinni, hefur hún
einbeitt sér að því að rýra kjör sjúk-
linga, aldraðra og öryrkja, auk þess
sem hún hefur þrengt að kjörum
barnafólks og námsmanna. Þá hafa
sparnaðaraðgerðir ríkisstjórnarinnar
í heilbrigðiskerfinu einkennst af van-
hugsun og flumbrugangi. Aðferð rík-
isstjórnarinnar hefur jafnan verið sú
að skjóta fyrst og spyrja svo. Verka-
lýðshreyfingin hefur allan þennan
tíma staðið í harðri vamarbaráttu
um kjarna velferðarkerfisins. Á
verkalýðsdaginn heitir hún á lands-
menn alla að standa vörð um horn-
steina velferðarinnar.
í þessum deilum við ríkisvald og
atvinnurekendur hefúr orðið ljóst
hve nauðsynlegt það er að samtök
launafólks standi saman og mæti
fjandsamlegri afstöðu með fullum
þunga og með þeim krafti, sem býr í
breiðfylkingu launafólks.
• Við munum aldrei fallast á að
velferðarkerfi okkar verði skerL
• Við krefjumst þess að heiibrigð-
iskerfið verði áfram opið öllum, án
tillits til efnahags.
• Við höfnum öllum hugmyndum
um skólakerfi hinna efnameiri.
• Við minnum á að atvinnuleysis-
tryggingasjóður er eign launafólks
og við vörum við öllum hugmyndum
um skerðingar á bótum eða réttind-
um launafólks.
• Við mótmælum enn og aftur tví-
sköttun í lífeyriskerfinu.
• Við höfnum öllum skerðingum
á ellilífeyri.
Sættum okkur aldrei
við atvinnuleysið
í nær aldarfjórðung hefur fjöldaat-
vinnuleysi verið óþekkt hér á landi.
Hættumerkin eru nú sýnileg. At-
vinnuleysi er ekki lengur staðbundið
eða tímabundið. Fjöldi fólks er án
vinnu mánuðum saman. Atvinnu-
leysið er staðreynd. Það er óþolandi.
íslensk verkalýðshreyfing sættir sig
ekki við að atvinnuleysi festist í sessi.
Við munum ekki sætta okkur við at-
vinnuleysi hér á landi til frambúðar.
Aldrei fyrr hafa svo stórir hópar
ungs fólks gengið atvinnulausir.
Aldrei fyrr hafa samtök aldraðra þurft
að minna á atvinnuþátttöku eldra
fólks, sem á í vök að verjast á vinnu-
markaði. Aldrei fyrr hefur ungt fólk,
sem er að hefja lífsbaráttuna eftir
margra ára undirbúning í skóla,
komið út á vinnumarkað þar sem
enga vinnu er að hafa. Við megum
ekki láta þetta viðgangast.
I umræðu um atvinnumál innan
verkalýðshreyfingarinnar hefur kom-
ið fram að við íslendingar eigum
mikla vannýtta möguleika í sjávarút-
vegi, ferðaþjónustu og iðnaði. Við er-
um auðugt þjóðfélag af auðlindum
og hugviti. Hér verður að eiga sér
stað markviss umræða um þá kosti,
sem fyrir liggja, og verkalýðshreyf-
ingin að hafa forystu í því efríi.
Avarp Alþjóðasambands frjálsra ve
Alþjóðasamband frjálsra verkalýðs-
félaga lítur björtum augum til fram-
tíðar. Okkur hafa verið falin mörg og
vaxandi verkefni með launafólki,
sem tekur þátt í skipulegri starfsemi
stéttarfélaga í fimm heimsálfum og
sameinast um grundvallarreglur
fyrir starfsemi frjálsra verkalýðsfé-
laga og alþjóðlegrar samstöðu. Við
eigum þá sannfæringu að auðlindir
jarðar beri að nýta til þess að tryggja
jarðarbúum félagslegt réttlæti, ör-
uggan efnahag, vistvænt umhverfi,
frelsi, frið og jöfnuð. Við stöndum
dyggan vörð um grundvallarmann-
réttindi.
Við staðhæfum að hornsteinn
efnahagsstefnu og velferðarþjón-
ustu sé næg nytsamleg atvinna að
eigin vali. Fjöldaatvinnuleysi er ekki
eðlilegt ástand, heldur afleiðing
rangrar efnahagsstefnu og pólitísks
viljaleysis. Fjöldaatvinnuleysi er
frumástæða sárrar fátæktar og jarð-
vegur fyrir kynþáttahatur, þjóðern-
isrembing og trúarofstæki. Með því
að útrýma atvinnuleysi og arðráni
vinnuafls færist heimurinn nær því
að uppræta fátækt.
Við lítum á kröfur launafólks um
betri efnahag, bætta félagslega
stöðu og betri lífsskilyrði sem rétt-
mætar allstaðar. Mikill og vaxandi
ójöfnuður milli iðnaðar- og þróun-
arlanda er til vansæmdar. Saman
eiga iðnríkin og þróunarlöndin að
leggja sig fram um að koma á lýð-
ræðislegri stjórn í samskiptum
þjóða, til þess að greiða fyrir því að
sem flestar þjóðir nái markmiðum
sínum um frelsi og jöfnuð.
Við erum þess fullviss að frjáls
verkalýðshreyfing er afar mikilvæg-
ur þáttur lýðræðis og aflmikið verk-
færi til þess að byggja réttlátt og
efnahagslega skilvirkt þjóðfélag. Við
höfnum falskenningunni um að fá-
tækt og atvinnuleysi sé óumflýjan-
leg eða nauðsynleg, og vísum því á
bug að til þess að öðlast efnahags-
legt öryggi og félagslegt réttlæti
verði að fórna frelsi og lýðræði. Til
þess að auðlindum heimsins verði
skipt af sanngirni og réttlæti, þarf
frjálsa verkalýðshreyfingu í lýðræð-
islegu stjórnkerfi þar sem grund-
vallarréttur hennar er virtur.
Við hvetjum frjálsa verkalýðs-
hreyfingu allstaðar í heiminum til
að starfa í anda Iýðræðislegrar og
sjálfstæðrar verkalýðshreyfingar
undir forustu Alþjóðasambands
frjálsra verkalýðsfélaga í baráttunni
fyrir brauði, frelsi og friði.
Við fullyrðum að félagafrelsi —
réttur verkafólks til þess að stofna
og eiga aðild að skipulögðum sam-
tökum án íhlutunar — eru grund-
vallarmannréttindi. Félagafrelsi er
grunnurinn, sem launafólk byggir
frjálsa verkalýðshreyfingu á, og
meginforsenda fyrir því að hún geti
starfað óáreitt að því að bæta og
gæta réttinda þess. Launafólk þarf á
verkalýðsfélögum að halda til þess
að minna á og auka réttindi sín, sem
atvinnurekendur eða stjórnvöld
gleyma, hafa að engu eða hafna ann-
ars. Eini lögformlegi málsvari
verkafólks eru frjáls verkalýðsfélög.
Við krefjumst þess að rétturinn til
félagafrelsis og samningafrelsis
stéttarfélaga fyrir hönd félagsmanna
sinna og verkafólks almennt verði
að fullu viðurkenndur um allan
heim. Við höldum uppi vömum fyr-
ir rétti verkafólks til að leggja niður
vinnu í þeim tilgangi að fylgja eftir
kröfum sínum.
Við erum þeirrar skoðunar að
vegna hraðra tæknibreytinga og
nánara alþjóðlegs samstarfs sé
nauðsynlegt að leggja meiri áherslu
á að alþjóðlegar reglur, sem hvetja
til framfara í launamálum og vinnu-
umhverfi, taki gildi um allan heim.
Ný tækni kallar á greiðan aðgang að
verkmenntun og endurmenntun.
Við heitum stuðningi okkar við
verkafólk, sem enn á í baráttu við
einræðisstjómir, undirokun, kyn-
þáttahatur og óþolandi mismunun.
Við krefjumst þess að allir skuli eiga
rétt til að velja sér nýtt eða breyta
núverandi stjórnmálalegu, efna-
hagslegu eða félagslegu skipulagi,
að því tilskildu að það sé gert á lýð-
ræðislegan hátt. Félagslegu réttlæti
öllum til handa verður aðeins náð
þar sem er borin virðing fyrir verka-