Tíminn - 01.05.1992, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Föstudagur 1. maí 1992
Tíminn oskar verkalyðshreyfingu og launafóiki til hamingju með 1. maí:
Baráttu- og hátíðis
dagur vinnandi fólks
1. maí baráttu- og hátíð-
isdagur launafólks er í
dag og af því tilefni lagði
Tíminn eftirfarandi spurn-
ingar fyrir nokkra forystu-
menn íslenskra launþega
og fara þær hér á eftir:
1.
Með hliðsjón af árangri
samflotsins í nýafstöðnum
kjarasamningum mætti ætla
að styrkur verkalýðshreyf-
ingarinnar sé þess eðlis að
honum sé í raun ómögulegt
að beita. Er hreyfingin því
máttlaus sem kjarabaráttu-
vopn hins almenna félags-
manns?
2.
Ertu sátt(ur) við úrslit nýaf-
staðinna kjaraviöræðna og
þá niðurstöðu sem felst í
miðlunartillögu sáttasemj-
ara?
3.
Hvaða gildi hefur 1. maí í
þínum huga?
Ögmundur Jónasson, formaður BSRB:
Barátta gegn þvergirð-
ingshætti og skammsýni
i.
Hreyfingin samanstendur af einstak-
lingum — hinum almenna félags-
manni eins og það er orðað í spurn-
ingunni. í sameiningu myndum við
öll hreyfingu í þeirri vissu að samein-
uð náum við meiri árangri en við
myndum gera ein á báti.
Sú spuming sem við jafnan stöndum
frammi fyrir er hvemig við kjósum að
beita samtakamætti okkar. Um átta
mánaða skeið höfðu einstök aðildarfé-
lög heildarbandalaganna reynt að ná
fram kjarasamningum en án árang-
urs. Þess vegna var leitað inn á sam-
eiginlegt borð. Þar varð niðurstaðan
sú að ekki væri vilji til þess að beita
verkfallsvopni eða öðmm slíkum
þrýstiaðgerðum að sinni til að knýja á
um kröfur. Við slíkar aðstæður verða
menn að láta sér nægja að höfða til
sanngimi og skynsemi viðsemjandans
með röksemdir og fortölur einar að
vopni. Slíkar röksemdir féllu hins veg-
ar í svo grýttan jarðveg að himinn og
haf skildu viðsemjendur að og var ljóst
að niðurstaðan yrði aldrei kennd við
neins konar sátt. Það á ekki síst við
varðandi velferðarmálin en einnig bar
í milli í sambandi við kaupið. Þess
vegna kom sáttasemjari fram með
miðlunartillögu sína og hjó á hnút-
inn. Þetta er samhengi hlutanna og
segir ekkert til um það hvers verka-
lýðshreyfingin er megnug. Þetta segir
hins vegar miklu meira um viðsemj-
endur okkar og ríkisstjóm — þver-
girðingshátt og skammsýni þessara
aðila. Nú þarf hver og einn að draga
rétta lærdóma af þessari niðurstöðu.
En varðandi styrk verkalýðshreyfing-
arinnar er það að segja að með styrk
hennar og afli er hægt að standa vörð
um lífskjörin, - - koma í veg fyrir að
stoðir þess samfélags sem hér hefur
verið byggt upp verði nagaðar í sund-
ur. En þá verða menn líka að vera til-
búnir til þess að beita afli. Og það á við
um hinn almenna félagsmann. Hann
gerir sér að sjálfsögðu grein fyrir því
að með sérsamningum einstaklinga
við atvinnurekandann getur stöku
maður potað sér eitthvaö áfram. En
einn á báti smíðar hann ekki neitt
þjóðfélag. Þar þurfa fleiri að koma til
sögunnar. Einmitt þess vegna mynd-
um við hreyfingu.
2.
Ég er mjög ósáttur við úrslit nýaf-
staðinna kjaraviðræðna. Á hinn bög-
inn fannst mér rétt með hliðsjón af
öllum aðstæðum að taka á móti miðl-
unartillögu sáttasemjara. Mér finnst
rökrétt að fólk sem ekki vill knýja á
um kröfur sínar með beinum þrýsti-
aðgerðum samþykki þessatillögu. Það
er ekki þar með sagt að menn þurfi að
vera sáttir við niðurstöðuna.
3.
Baráttudagur verkalýðsins hefúr
táknrænt gildi fyrst og fremst. Hann
er dagur samstöðu þegar minnt er á
baráttumál þeirra afla sem vilja stuðla
að lýðræði og jöfnuði í þjóðfélaginu. í
þeirri baráttu hefur mikið áunnist í ís-
lensku samfélagi á liðnum áratugum
þótt langt sé frá því að ásættanlegt sé.
Það sem við stöndum frammi fyrir
núna er skipuiögð og yfirveguð niður-
rifsstarfsemi frá hendi stjómvalda.
Það er harkalegt að þurfa að orða það
svona. En þetta er raunveruleikinn og
1. maí er öðrum dögum fremur
ástæða til að minna á hann og þá ekki
síður hitt hvemig við fömm að því að
breyta honum.
Jón Agnar Eggertsson, formaður Verkalýðsfélags Borgarness:
Ríkisstjórnin varö aö
sveigja frá stefnunni
i.
Ég tel að verkalýðshreyfingin hafi
í nýafstöðnum kjaraviðræöum sýnt
mikinn styrk í mjög erfiðri stöðu.
Verkalýðshreyfingin hefur haft
veruleg áhrif á stefnuna í velferðar-
málum. Ríkisstjórnin varð að gefa
eftir og breyta fyrri ákvörðunum.
Mörgum skerðingaráformum, sem
rfkisstjómin hafði uppi, var af sam-
einaðri verkalýðshreyfingu breytt
launamönnum í hag.
Verkalýðshreyfingin er sterkt bar-
áttutæki launafólks sem vissulega
þarf að endurskoða margt í starfs-
háttum sínum. Gera þarf hvern fé-
lagsmann virkan í ákvarðanatöku
innan félaganna. Verkföll og átök
eru ekki einhlítur mælikvarði á
styrk verkalýðshreyfingarinnar. Afl
samtaka launafólks getur birst í
ýmsum myndum en aðstæður á
hverjum tíma ráða því hvaða bar-
áttuaðferð er beitt. Slíkt er ekki
veikleikamerki.
2.
Ég tel að lengra hafi ekki verið
komist án verkfallsátaka. Félags-
menn virtust ekki tilbúnir til verk-
falla að þessu sinni. Þeir sem hafa
lægstu launin fá meira en aðrir.
Vissulega hefði þurft að ganga mun
lengra í þá átt. Ég tel að gera ætti
sérstaka úttekt á þeim fyrirtækjum
sem greiða lægstu launin, þ.e.
slétta taxta án álaga. Leita þarf leiða
til að bæta kjör þessara starfshópa.
Verulega áherslu þarf að leggja á
úrbætur í atvinnumálum. Hefja
þarf sem fyrst undirbúning fyrir
næstu kjarasamninga með víðtæk-
um umræðum innan félaganna.
3.
Að mínu áliti hefur 1. maí mikið
gildi sem baráttudagur. Verkafólk
ætti þá að minnast þess sem áunn-
ist hefur og hvað er framundan.
Verkalýðshreyfingin hefur á liðnum
áratugum stuðlað að efnahagslegri
umbyltingu á liðnum áratugum,
stuðlað að efnahagslegri umbylt-
ingu íslensks þjóðfélags. Fjölmörg
félagsleg atriði hafa náðst fram. í
nútíð og framtíð þurfum við að
standa vörð um þessi atriði.
Sjaldan hefur verið meiri nauðsyn
en að þessu sinni að félagshyggju-
fólk standi saman og berjist gegn
sérhyggju sem er of áberandi í þjóð-
félaginu.