Tíminn - 01.05.1992, Page 20

Tíminn - 01.05.1992, Page 20
20 Tlminn BÆNDUR - VERKTAKAR Höfum hafiö innflutning á úr- vals skoskum sturtuvögnum. FRASER F-73 5 tonna með Ijósabúnaði og bremsum. Hjólbarðar 11,5x15, 12-laga — hægt að taka skjólborðin af allan hringinn. Verð aðeins kr. 283,000,- án vask. SANNKALLAÐUR FJÖLNOTAVAGN TiZ UÁs tidfq HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000 HH Uff Flokksstarf Hafnarfjördur Skrifstofa Framsóknarfélaganna að Hverfisgötu 25, er opin alla þriðjudaga frá kl. 17.00-19.00. Lltið inn I kaffi og spjall. Framsóknarfélögin i Hafnarfirðl. Landsstjórn L.F.K. Fundurverður I Landsstjórn L.F.K. laugardaginn 2. mal n.k. kl. 8.30-10.30 i Bænda- höllinni I Reykjavlk, 3. hæð. Allar konur, sem eru aðal- og varamenn, eru hvattar til að mæta. Ath. breyttan fundartima. Framkvæmdastjóm L.F.K. Miðstjórnarmenn Hinn geysivinsæli og viðburðariki SUF-klúbbur undir stjórn Ingu Óskar og Þórólfs verður haldinn með sinu hefðbundna sniði i Ármúla ss40, 2. hæð, laugardagskvöld- ið 2. maí n.k. Húsið opnar kl. 21.00 og verður opið fram eftir nóttu. Allir glaðlyndirframsóknarménn velkomnir meðan húsrúm leyfir. Miðstjórnarmenn SUF 5. miðstjómarfundur SUF verður haldinn þann 2. mai kl. 10.00-13.00 I A-sal Hótel Sögu. Nánari dagskrá samkvæmt útsendu fundarboði. Framkvæmdastjórn SUF. Konur og Evrópu- samstarf Landssamband framsóknarkvenna gengst fyrir fundi i Kom- hlööunni, Reykjavlk, föstudaginn 1. mai kl. 16 til 18.30. Á fundinum fjallar Ragnheiður Guðmundsdóttir, sem hef- ur B.A.-próf I stjómmálafræði, um stöðu kvenna i Evr- ópusamstarfi. Á eftir verða umræður og fyrirspumir. Allar áhugakonur eru hvattar til að mæta. Framkvæmdastjóm LFK. Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins Miðstjómarfundur Framsóknarflokksins verður haldlnn á Hótel Sögu, Átt- hagasal, dagana 2.-3. mai n.k. Dagskrá verður sem hér segir: Laugardagur 2. mai. Kl. 10:30 Setning. Steingrlmur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins. Kl. 10:35 Kosning starfsmanna fundarins: 2 fundarstjórar 2 ritarar Kl. 10:40 Yfiriitsræöa formanns Kl. 11:40 Samþykktir flokksins um EES og EB. Guömundur Bjamason, ritari Framsóknarfiokksins. MATARHLÉ Kl. 13:00 Pallborðsumræður — Fyrirspumir úr sal. Þátttakendun Ámi Benediktsson, Haukur Halldórsson, Halldór Ásgríms- son, Páll Pétursson, Bjarni Einarsson, Valgerður Sverrisdóttir. Stjómandi: Helgi Pétursson. Kl. 14:30 Lög fram drög að ályktun um EES. Steingrimur Hermannsson. Kl. 14:45 Almennar umræður. Kl. 17:25 Skipun nefndar um EES- ályktun. Kl. 17:30 Fundi frestað. Nefndarstörf. Sunnudagur 3. maí. Kl. 10:00 Lögð fram drög að stjómmálaályktun. Halldór Ásgrimsson, varaformaður Framsóknarflokksins. Kl. 10:15 Almennar umræður. Kl. 12:00 Skipun nefndar um stjómmálaályktun. XI. 12:05 Matarhlé. Kl. 13:05 Afgreiðsla ályktunar um EES. Kl. 14:30 Afgreiösla stjómmálaályktunar. Kl. 16:00 Fundarslit. Steingrimur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins. Föstudagur 1. maí 1992 Farnar hafa verið 638 ferðir vegna gerðar samnings um EES: Ferðakostnað- ur vegna EES er 85 milljónir Ferðakostnaður vegna gerðar samnings um Evrópskt efnahags- svæði (EES) nemur rúmlega 85 milljónum króna. Þar af nema dag- peningagreiðslur tæplega 37 milljónum króna. Kostnaður vegna ferða Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra nemur 3,6 milljónum. Alis hafa verið farnar 638 ferðir vegna samningsins. Þessar upplýsingar koma fram í svari við fyrirspura frá Finni Ing- ólfssyni (Frfl.) sem iagt var fram á Alþingi í gær. Vegna geröar samnings um EES hafa ráðherrar og embættismenn þurft að fara margar ferðir til fundar við samningamenn EB og EFTA. Samningarnir hafa staðið vel á fjórða ár og enn kalla þeir á ferðalög. I dag fór utanríkisráðherra til Portú- gals til að undirrita sjálfan EES- samninginn. Frá árinu 1989 hefur ferðakostn- aður vegna samningsgerðarinnar numið 85,3 milljónum króna. Mest- ur var kostnaðurinn 1991 og 1992, tæplega 35 milljónir hvort ár fyrir sig. Alls hafa verið farnar 638 ferðir vegna samningsgerðarinnar. Jón Baldvin fór sjálfur 19 ferðir, þar af nokkrar vegna formennsku í EFTA- ráðinu. Finnur spurði einnig um launa- kostnað samningamanna heima og erlendis við samningsgerðina, svo og kostnað við ráðgjafarstörf. í svarinu segir að erfitt sé að meta launakostnað vegna samninganna. Starfsmenn utanríkisþjónustunnar og annarra ráðuneyta hafi unnið að samningunum samhliða öðrum störfum og erfitt sé því að fá heillega mynd af kostnaðinum. Þó megi ætla að liðlega hundrað einstaklingar hafi komið að þessari vinnu á einn eða annan hátt á þessum árum. Kostnaður við ráðgjafarstörf frá upphafi árs 1989 til loka febrúar 1992 nemur liðlega þremur milljón- um króna. Trígir manna hafa unnið við það í langan tíma að þýða EES-samning- inn og skjöl honum tengd. Kostnað- ur við þessa vinnu skiptir tugum milljóna. Af framansögðu ætti að vera Ijóst að gerð EES-samningsins kostar íslensk stjórnvöld hundruð milljóna króna. Erfitt er hins vegar að meta þennan kostnað nákvæm- lega. -EÓ Aðalfundur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga: Tillaga um breytt skipulag hjá SASS Víðtækar breytingar munu eiga sér stað á starfsemi Samtaka sunn- lenskra sveitarfélaga, SASS, ef tillögur nefndar sem unnið hefur að endurskoðun á starfi og lögum samtakanna ná fram að ganga. Gert er ráð fyrir því að héraðsnefndirnar muni í framtíðinni eiga aðild að samtökunum í stað sveitarstjórna eins og hingað til. Fram kom í máli Steingrímms Ingvarssonar, formanns SASS, á aðafundi samtakanna sem haldinn var um síðustu helgi, að undanfarin misseri hafi staðið yfir endurskoðun á starfseminni, en ljóst væri að hún hafi legið undir allmikilli gagnrýni um nokkurt skeið. Þeir allra nei- kvæðustu hafi jafnvel sagt að fátt væri það sem hægt væri að benda á sem samtökin hafi skilað. Steingrímur sagði þessa gagnrýni ósanngjarna, en á hinn bóginn yrði því ekki neitað að starfsemin þyrfti endurskoðunar við. Endurskoðunarnefndin vill að SASS verði í framtíðinni byggt á að- ild héraðsnefndanna í stað sveitarfé- laga. „Með þessu taldi nefndin að hægara væri að koma við skýrari verkaskiptingu milli þessara aðila og að tryggt væri að ekki kæmi til tog- streitu milli þeirra. Einnig ætti þetta fyrirkomulag að stuðla að því að héraðsnefndimar nýttu sér þjónustu við skrifstofúna á sama hátt og sveitarfélögin hafa gert. Neikvætt við þetta fyrirkomu- lag gæti hugsanlega orðið það að samtökin yrðu fjarlægari sveitarfé- lögunum en áður,“ sagði Steingrím- ur. - SBS/Selfossi Viðskiptaráðherra segir að þrátt fyrir að dregið hafi úr hagnaði íslenskra banka standi þeir sem betur fer mun betur fjárhagslega en bankar í nágrannalöndunum: Bankarnir högnuðust um 723 milljónir í fyrra Átta stærstu viðskiptabankar og sparisjóðir landsins högnuðust fyr- ir greiðslu skatta um 723 milljónir á síðasta ári. Hagnaður bank- anna á árinu 1990 var 1.167 milljónir króna. „Hagur íslenskra banka og sparisjóða er og hefur verið traustari en fjárhagur hlið- stæðra stofnana í nágrannalöndum okkar. Þetta ættum við ekki að gagnrýna heldur fagna því,“ sagði viðskiptaráðherra á Alþingi í gær. Þessar upplýsingar komu fram þegar viðskiptaráðherra svaraði fyr- irspurn frá Svavari Gestssyni (Alb.) um hagnað banka og sparisjóða. Hagnaður bankanna eftir að þeir höfðu greitt tekju- og eignaskatt nam 380 milljónum króna á síðasta ári, en 903 milljónir árið 1990. Arð- semi eigin fjár nam 2,4% í fyrra, en 6,5% árið á undan. „Hagnaður banka og sparisjóða var lítill í fyrra og arðsemi mun minni en verið hefur á undanförn- um árum. Skýringarnar eru fyrst og fremst þær að vaxtabilið hefur minnkað og samkeppni hefur auk- ist. Einnig hefur orðið nokkur hækkun á útlánaafskriftum, en það á reyndar ekki við um síðasta ár," sagði viðskiptaráðherra. Hagnaður Seðlabankans fyrir skatta nam 1.164 milljónum króna á síðasta ári. Árið 1990 tapaði Seðla- bankinn 118 milljónum. Hagnaður eftir skatta nam 478 milljónum króna í fyrra, en tap bankans árið á undan var 888 milljónir. Seðlabank- inn greiðir skatta sem nema um helmingi af hagnaði miðað við með- altal hagnaðar á þremur árum. Þetta leiddi til þess að bankinn greiddi umtalsverða skatta á árinu 1990 þrátt fyrir rekstrartap. Skýringin á miklum hagnaði Seðlabankans á síðasta ári er fyrst og fremst endurmat á gengi vegna breytinga á gengi erlendra gjald- miðla í gjaldeyrisvaraforða landsins. Breytingar á gengi valda jafnan miklum sveiflum í afkomu bankans. Á síðasta ári var sveiflan jákvæð fyrir afkomu bankans. Svavar Gestsson sagði að gósentíð hefði runnið upp fyrir bankakerfið þegar ný ríkisstjórn tók við völdum fyrir ári, en þá hækkuðu vextir veru- lega. Hann sagði að hagnaður bankakerfisins hefði aukist um 70% á síðasta ári. Jón Sigurðsson sagði þetta ekki rétt og sagði markleysu að draga afkomu Seðlabankans inn í þennan samanburð vegna þess að hagnaður hans væri ekki til kominn vegna beinna viðskiptalegra ástæðna heldur vegna breytinga á gengi. Kristinn H. Gunnarsson (Alb.) sagði greinilegt að bankarnir hefðu grætt mikið á síðari hluta ársins því að talað sé um að þeir hafi tapað á fyrrí hluta þess. -EÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.