Tíminn - 01.05.1992, Side 21

Tíminn - 01.05.1992, Side 21
Föstudagur 1. maí 1992 Tíminn 21 Sighvatur og Jón Baldvin eyddu rúmum átta milljónum króna í að kynna sín mál á fundum víða um landið: GATT og EES-fundir Jóns Baldvins kostuðu 4,5 millj. Kostnaður vegna fundaherferða Jóns Baldvins Hannibalssonar ut- anríkisráðherra á Iiðnu ári var um 4,5 milljónir króna. Rúmlega 1,3 milljónir voru vegna kynningar á GATT-samkomulagsdrögunum og 3,1 milijón var vegna kynningar á EES- samningnum. Utanríkisráð- herra segir að þessu fé hafi verið vel varið, en Kristinn H. Gunnars- son (Alb.), sem spurði um þennan kostnað á Alþingi í gær, segir á ferðinni kostnað vegna pólitísks áróðurs utanríkisráðherra sem skattgreiðendur séu látnir borga. Fyrir páska var lagt fram svar við fyrirspurn um kostnað við funda- og kynningaherferðir Sighvats Björg- vinssonar heilbrigðisráðherra. í svarinu kom fram að kostnaður var um 3,8 milljónir króna. Heildar- kostnaður við kynningar og funda- herferðir þessara tveggja ráðuneyta er um 8,2 milljónir króna frá 1. maí 1991 til 1. mars á þessu ári. Jón Baldvin sagði á Alþingi í gær að það væri nauðsynlegt að kynna vel þessi stóru og mikilvægu mál, EES og GATT. Hann minnti á að ut- anríkisráðuneytið hefði verið gagn- rýnt fyrir að kynna málin ekki nægi- lega vel. Hann sagði það því vera sína skoðun að fénu hefði verið vel varið. Kristinn H. Gunnarsson sagði að á fundum sem utanríkisráðherra hefði haldið um þessi mál hefði hann kynnt þau með sínum hætti. Þar hefði þess ekki verið gætt að önnur sjónarmið kæmust að. Krist- inn minnti á að þegar fundirnir hefðu verið haldnir hefðu EES- samningarnir ekki verið frágengnir og því hafi ráðherra verið að túlka það sem hann teldi líklegt að kæmi út úr samningunum. Kristinn sagði það sína skoðun að stjórnmálaflokk- ar ættu sjálfir að greiða sinn pólit- íska áróður. Verði hins vegar tekin um það ákvörðun að ríkið kosti áróður af þessu tagi eigi bæði stjóm og stjórnarandstaða áð eiga kost á því að láta ríkið greiða áróðurinn. Jón Baldvin mótmælti því að á fundunum hafí verið borinn á borð pólitískur áróður. Hann sagði að fyr- irhugað væri að kynna fyririiggjandi EES-samning á komandi vikum og mánuðum. Kynningin fari fram með útgáfu kynningarbæklings og með fundum. Svavar Gestsson (Alb.) sagði at- hyglisvert að Jón Baldvin skuli ætla í nýja fundaherferð einmitt nú þegar flokksþing Alþýðuflokksins stendur fyrir dyrum og flest bendi til að for- maður flokksins standi þar höllum fæti. Óeðlilegt sé að kostnaður af þessum fundum sé greiddur af skattgreiðendum. -EÓ Samband íslenskra kristniboðsfélaga: Kristniboðavígsla í Dómkirkjunni Næstkomandi sunnudag, kl. 14.00 fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík kristniboðavígsla. Það verður séra Sigurður Pálsson sem vígir hjónin Ragnheiði Guðmundsdóttur og Karl Jónas Gíslason til kristniboðs- starfa á vegum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga og mun Karl Jón- as prédika. Hjónin hafa dvalist við nám í Noregi og Engiandi undan- farin ár til að búa sig undir kristni- boðsstarf og fara þau til Addis Abeba á miðju þessu sumri og hefja nám í ríkismáli Eþíópíu áður en þau hefja starf. Þau hjónin eiga tvö böm, sex og níu ára. Alls starfa átta manns í Afríku á vegum Kristniboðssambandsins um þessar mundir, þrír í Kenýu og fimm í Eþíópíu. Nýlega var haídin vígslu- hátíð í Voito í S-Eþíópíu þar sem ís- lensk hjón hafa dvaiist undanfarin ár. Þau bjuggu þar lengi í tjöldum og strákofum, en nýlega voru tekin í notkun hús þar. Nokkrir íslendingar starfa auk þess í Afríku á kostnað norskra samtaka. -PS Tímamót í flugsögu íslendinga: 45 ár frá samnings- gerð um alþjóðaflug í gær vom liðin 45 ár frá því að samstarf íslands og Alþjóðaflug- málastofnunarínnar um þjónustu við alþjóðaflug á Norður-Atlants- hafl hófst Samningurinn var um rekstur loranstöðvar í Vík í Mýrdal, en þá stöð höfðu Bandaríkjamenn reist á stríðsárunum og rekið þar til ísland yfirtók rekstur hennar. Árið 1947 fóru um 5500 alþjóðleg flug um íslenska flugstjórnarsvæðið sem var 1 milljón ferkflómetra að stærð en í dag fara 70.000 alþjóðleg flug þar um svæðið sem er orðið um fimm sinnum stærra. Hagnaður af samstarfi íslands og aðila samkomulagsins hefur aðal- lega verið tvíþættur, þ.e.a.s. gjald- eyristekjur og innlend tækniþekk- ing, sem ómetanleg er m.a. fyrir Háskóla íslands. í ár verður tekinn í notkun há- þróaður tölvubúnaður til notkunar fyrir Alþjóðaflugþjónustuna. Árið 1993 verður svo 3000 fermetra flug- stjórnarmiðstöð tekin í notkun sem ætluð er til sömu nota. Erlendir að- ilar kosta nær að öllu leyti fram- kvæmdirnar. Guðmundur Matthíasson, fram- kvæmdastjóri flugumferðarþjón- ustu, hefur verið valinn af Norður- löndum til þess að vera í framboði til setu í fastaráði Alþjóðaflugmála- stofnunnarinnar 1993-1995 og verður það í fyrsta sinn sem íslend- ingur gegnir þeirri stöðu. —GKG. Norrænir tónleikar í Nor- ræna húsinu: Börnin skemmta Tónleikar verða í Norræna hús- inu þann 3. maí kl. 17:00 á veg- um verkefnis um norræna tón- list í skólum. Um er að ræða þriggja ára samvinnuverkefni milli tónlist- arkennara frá Danmörku, Finn- landi, íslandi, Noregi og Svíþjóð. Tónvísindastofnun Gautaborg- arháskóla hefur yfirumsjón með verkefninu og er því m.a. ætlað að efla norræna tónlist og þróa kennsluaðferðir sem byggja á norrænum hefðum og sjónar- miðum. Hér á landi taka þrír bekkir í jafnmörgum skólum þátt í verk- efninu. Á tónleikunum syngja nemendurnir og leika norræn lög en þeir eru á aldrinum 8-10 ára. Þeir sýna líka íslenska dansa sem þeir hafa lært í vetur. Þjóðd- ansafélag íslands sýnir dansa frá hinum Norðurlöndunum og ýmsir hljóðfæraleikarar spila. —GKG. Roljirt Rafstöðvar og dælur frá Fyrir bændur, verktaka, sumarhús o.fl. Bensín eða diesel Rafstöðvar: Dælur: 12 v og 220 v 130-2000 I á mín. 600-5000 W Verð frá kr. 21.000,- Verð frá kr. 44.000,- Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Sími674000 Sendnm viðskiptavinum okkar og öllu launafólki árnaðaróskir á hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí. ^(gnnkPG^ÐÍkD TUldsviÍ-fa HOFÐABAKKA 9 112 REYKJAVlK SIMI 91-670000 Sendum viðskiptavinum okkar og öllu launafólki árnaðaróskir á hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí. Prentsmiðjan Edda Sendum viðskiptavinum okkar og öllu launafólki ámaðaróskir á hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí. Tryggingastofnun ríkisins MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Auglýsing frá menntamálaráðuneytinu Auglýst er eftir umsóknum um störf námstjóra i gmnnskóla- deild menntamálaráöuneytisins. Um er að ræöa þrjár stöður sem ráðiö er í til tveggja ára til að sinna sérstökum verkefnum. Verkefnin fela einkum i sér að afia upplýsinga um stööu mála á neöangreindum stigum, gera fillögur um Orbætur og fylgja þeim eftir. Ennfremur felst í starfi námstjóra að fylgjast meö námi og kennslu í grunn- skólum landsins, skólaþróun, eftirlit, miðlun upplýsinga, svo og ráðgjöf. 1. Unglingastigiö (ein staða). Megináhersla er lögð á nám og kennslu i þremur efstu bekkjum grunnskóla og tengsl grnnn- skóla og framhaldsskóla. 2. Neytendafræðsla, hollusta og heimilisfræöi (ein staða). Áhersla er lögð á almenna hollustu og heilbrigði, aö efla neyt- endafræöslu á sem flestum sviðum grunnskólanáms, svo og aö fylgja eftir uppbyggingu heimilisfræðikennslu. 3. Náttúrufræði, einkum eðlis- og efnafræði (ein staöa). Áhersla er lögð á nám og kennslu eðlis- og efnafræöi I grnnn- skólum. Verkefniö felur einnig I sér að fylgjast meö og efla llf- fræöikennslu, umhverfisfræöslu, tækni og visindi. Auglýst er eftir fólki sem hefur menntun i uppeldis- og kennslufræöum og reynslu af störfum I skólakerfinu. Störfin krefjast frumkvæðis, sjálfstæðra vinnubragða og skipulags- hæfni. Mjög reynir á samstarf viö aöra. Ráðiö er i þessar stöður frá 1. ágúst 1992. Um laun og kjör fer samkvæmt launakerfi rlkisins. Umsóknarfrestur er til 25. mal nk. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráöuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavlk. Ekki spyrja n ro -fc+-k Segjum frekar „Hvað varstu lengi HEILBRIGD SKYNSEMI! „Ég ók á löglegum á leiðinni ?“ hraða,og eins og Ekki segja ég vil að aðrir geri!“ „Ég var ekki ...nema. ■ ■ mIUMFERÐAR Uráð

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.