Tíminn - 01.05.1992, Page 26
26 Tíminn
Föstudagur 1. maí 1992
Biöm Jónsson
UA-U Vj-TT'i:
Fæddur 24. nóvember 1907
Dáinn 21. april 1992
Bjöm var fæddur að Fossi á Skaga í
Skagafjarðarsýslu og voru foreldrar
hans hjónin Jón Jósefsson og Þórunn
Sigurðardóttir, búendur þar. Hann
nam við búnaðarskólann á Hvann-
eyri 1925-1927. Gerðist bóndi á Ytra-
Hóli í Vindhælishreppi í Austur-
Húnavatnssýslu vorið 1930. í hrepps-
nefnd Vindhælishrepps 1929 og síð-
an og oddviti frá 1956.
Sýslunefndarmaður frá 1958. Eigin-
kona 16. júní 1937, Bjórg, f. 3. febrú-
ar 1918, Björnsdóttir hreppstjóra á
Örlygsstöðum (í Skagahreppi) Guð-
mundssonar. Þessar upplýsingar er
að hafa í bókinni íslenskir samtíðar-
menn, sem út kom árið 1965. Sýni-
legt er að Bjöm hefur ekki hirt um að
segja nema sem minnst um sjálfan
sig, og í bókinni Æviskrár samtíðar-
manna, sem út kom árið 1982, em
þessar upplýsingar endurprentaðar,
er mjög bendir til þess að hann hafi
ekki talið ástæðu til þess að bæta þar
við. Hefði hann þó getað sagt frá fleiri
störfum er sveitungarnir fólu hon-
um, því varla er ofsagt að hann sinnti
flestum þeim opinbemm störfúm í
sveitarfélaginu, sem til féllu um ára-
tuga skeið. Hann var deildarstjóri og
fulltrúi á aðalfundum samvinnufé-
laganna og búnaðarsambands sýsl-
unnar mjög lengi, og var gerður
heiðursfélagi þess síðamefnda á
hálfrar aldar afinæli þess 1978. Verð-
ur ekki farið nánar út í að greina frá
störfum Bjöms umfram búskapinn,
en mjög var það í samræmi við lát-
leysi Björns um ævina að halda slíku
ekki á lofti.
Björn missti móður sína aðeins
rúmlega ársgamall, en móðurmissir-
inn reyndist honum ekki sár, því fað-
ir hans kvæntist aftur mikilli ágætis-
konu, sem gekk hinum komunga
dreng í móðurstað. Hún hét Sigríð-
ur, dóttir Áma bónda og hreppstjóra
á Þverá í Hallárdal og konu hans
Svanlaugar Björnsdóttur. Sjálfur
segir Björn um þessa stjúpu sína í
stuttri minningargrein, sem hann
skrifaði um uppeldisbróður sinn lát-
inn, Þormóð Jakob'son, sem Hún-
vetningum var ao , Jðu kunnur um
árabil, m.a. sem pakkhúsmaður hjá
Kaupfélagi Húnvetninga, Blönduósi:
„Hún reyndist okkur svo í raun að
bóndi Ytra-Hóli
þar gat engin móðir verið betri eða
hugsunarsamari um velferð okkar,
heill og hamingju. Ég tek undir með
stórskáldinu: „Hvað er engill í parad-
ís hjá góðri og göfugri móður“.“
Þessi ágæta kona dvaldi með Birni
til æviloka 6. janúar árið 1958, en
faðir Björns, Jón Jósefsson, dó 19.
júní árið 1917. Þau hjón höfðu flutt
að Ytra-Hóli árið 1915, og átti Björn
þar heimili upp frá því. Er Sigríður
Árnadóttir var orðin ekkja, gerðist
hún um mörg ár matráðskona við
sjúkrahúsið á Blönduósi, og dvaldi
Bjöm þar hjá henni um nokkur ár,
þar til hann hóf sjálfur búskap á Ytra-
Hóli. Jósef, afi Björns, var einn af
hinum mörgu og kunnu Háagerðis-
systkinum og sonur hans, Jón, faðir
Bjöms, var fjörgefmn og orðlagður
dugnaðarmaður.
Bjöm á Ytra-Hóli var einbirni og
eignaðist ekki systkini, þar sem síð-
ara hjónaband föður hans var barn-
laust. Þormóður Jakobsson, sá er áð-
ur hefur verið nefndur, gekk honum í
bróðurstað og var með þeim full-
kominn bróðurkærleikur. Sjálfum
varð þeim Ytra-Hólshjónum sex
barna auðið og samheldinnar og
góðrar fjölskyldu. Börnin fæddust í
þessari aldursröð: Elst var Sigríður,
hún lést á fjórtánda aldursári 2. mars
árið 1950. Ásgeir Sigmar var næstur,
varð lektor við Kennaraháskóla ís-
lands, en lést þann 20. ágúst árið
1989. Hann var frábærlega vinsæll og
vel gerður maður. Sigríður, búsett í
Þorlákshöfn, er þriðja í röðinni. Sig-
rún, hjúkrunarfræðingur á Blöndu-
ósi en búsett á Ytra-Hóli, sú fjórða,
og svo þau Björg Sigríður og Björn
Þormóður, einnig búsett þar heima,
og á þeim hvíldi búskapurinn þar á
heimilinu hin síðari árin.
Missir tveggja bama varð þeim
Ytra-Hólshjónum mikil lífsreynsla
og harmur, sem þau bám þó af miklu
æðmleysi. En nú gerðist skammt
stórra högga á milli í lífi Ytra- Hóls-
fjölskyldunnar. Björg húsfreyja and-
aðist þann 11. nóvember árið 1989,
aðeins tæpum þrem mánuðum eftir
lát sonarins Ásgeirs. Þormóður Jak-
obsson andaðist svo 8. september á
sl. ári.
Hár aldur tók að sækja fast á
Bjöm bónda og honum þyngdist fót-
ur. Af meðfæddri forsjá hafði hann
látið af umsvifum, bæði heima fyrir
Trillu-dýptarmælir
óskast
Upplýsingar í síma 680001 kl. 8-17 og 41224 eftir kl. 18.
Allsherjarat-
kvæðagreiðsla um
miðlunartillögu
ríkissáttasemjara
Allsherjaratkvæðagreiðsla um miðlunartillögu
ríkissáttasemjara, sem var lögð fram þann 26.
apríl sl., hefst á félagsfundi V.R. mánudaginn 4.
maí á Hótel Sögu, Súlnasal, og verður framhald-
ið þriðjudaginn 5. maí og miðvikudaginn 6. maí í
húsakynnum félagsins á 9. hæð í Húsi verslun-
arinnar, Kringlunni 7.
Kjörfundur stendur báða dag-
ana frá kl. 09:00 til 21:00.
Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu félagsins.
Kjörstjórn.
og utan heimilis. Hann tók því, sem
verða vildi, af mikilli rósemi og karl-
mennsku, en ekki leyndi sér að hann
var tilbúinn að taka vistaskiptunum,
hvenær sem þau bæri að höndum.
Vissi vel að hlutverki hans í lífinu var
að ljúka og leit það, sem koma skyldi,
í auðmýkt og trúnaðartrausti. Biðin
reyndist ekki löng. Hann varð að fara
á Héraðssjúkrahúsið á Blönduósi um
skamman tíma á öndverðu þessu ári,
en auðnáðist að komast aftur heim
að Ytra-Hóli og andaðist þar síðdegis
þann 21. þ.m. Varð það u.þ.b. tveim-
ur og hálfu ári eftir lát konu hans, en
hún dó einnig þar heima.
Með Birni á Ytra-Hóli er genginn
merkur samferðamaður, sem átti
óskorað traust allra sem honum
kynntust. Gæfa hans bjó í honum
sjálfum, í rólegri skapgerð og yfirveg-
un um hlutina, erfærði honum tiltrú
og ábyrgð á herðar. í því hlutverki
brást hann ekki.
í ágætri grein, sem Jón ísberg
sýslumaður ritaði um Björn áttræð-
an, segir:
„Bjöm var gætinn í fjármálum og
var forsjármaður minnsta hrepps
sýslunnar. Hann var eins konar loft-
vog þegar rætt var um fjármál. Teldi
Bjöm áætlun í hófi létu aðrir af mót-
stöðu. En þótt Bjöm vildi sjá fótum
sínum forráð, var hann ekki hemill á
framkvæmdir."
Sýslumaður nefnir síðan dæmi um
það að Bjöm studdi að framfaramál-
um Austur-Húnavatnssýslu í sýslu-
nefnd, s.s. sjúkrahúsmálum og mál-
efnum aldraðra. Ráð Bjöms voru
mikils metin, en hann hafði ekki
mörg orð þar um og lét ekki á sér
bera umfram það sem hann taldi
nauðsynlegt. Slíkum mönnum sem
Birni á Ytra-Hóli vinnst oft vel og til
farsældar.
Áðumefndum minningarorðum
um uppeldisbróður sinn lauk Bjöm
með tilvitnun í eitt af þremur erind-
um skáldsins Davíðs Stefánssonar í
kvæðinu Við dánarbeð:
„Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóstið þitt fái svala.“
Þeim, er þessi minningarorð ritar,
finnast að þetta tilfærða erindi lýsi
viðhorfi Bjöms á Ytra-Hóli til al-
mættisins. Honum skal þökkuð löng
samfylgd og vinátta, sem alltaf óx eft-
ir því sem árunum fjölgaði. Bömum
hans, barnabörnum og öðrum, er
næstir honum stóðu, em færðar
samúðarkveðjur. Enginn harmur
hefur orðið, heldur miklu fremur
langþráð hvíld göngulúnum, öldn-
um vegfaranda.
Bjöm Jónsson verður jarðsettur að
Höskuldsstöðum á Skagaströnd
laugardaginn 2. maí 1992.
Grímur Gíslason
Eggert Eggertsson
Fæddur 17. júlí 1897
Dáinn 25. apríl 1992
Góður vinur okkar og félagi, Eggert
Eggertsson, fæddist að Hávarðsstöð-
um í Leirársveit 17. júlí 1897. For-
eldrar Eggerts hétu Eggert Ólafsson
og Halldóra Jónsdóttir. Áttu þau ell-
efu börn og var hann fjórði elstur.
Tíu ára að aldri fór hann að Hurð-
arbaki til þess að vinna fyrir sér. Þar
var hann hjá Þorsteini Bjamasyni og
Guðrúnu Sveinbjamardóttur. Egg-
ert dvaldi á Hurðarbaki til ársins
1921. Um tíma var hann þó kaupa-
maður á Breiðabólstað í Reykholts-
dal og einnig á Stóraási í Hálsasveit.
Um haustið 1921 fór Eggert að Reyk-
holti til séra Einars Pálssonar og Jó-
hönnu Briem Eggertsdóttur.
Vorið 1923 kom Eggert að Arn-
bjargarlæk og gerðist vinnumaður
hjá langafa okkar, Davíð Þorsteins-
syni. Á Árnbjargarlæk var Eggert allt
til ársins 1948, með nokkmm hléum
þó. Fór hann síðan að Norðtungu og
var þar til ársins 1949. Haustið 1949
gerðist Eggert bóndi að Bjargarstöð-
um í Miðfirði, en hélt þó til á Aðal-
bóli. Árið 1967 brá hann búi, en hélt
áfram til á Aðalbóli og síðar að
Gmndarási. Fyrst var hann til heim-
ilis hjá afa okkar og ömmu, Aðal-
steini Davíðssyni og Brynhildi Eyj-
ólfsdóttur, og síðan hjá föður okkar
og móður, Davíð og Guðrúnu.
Öll afspurn af Eggert frá fyrri tíma
ber vitni um það hversu harðger
hann var, fylginn sér og hamhleypa
til allra verka. Þessu kynntumst við
af eigin raun, þótt Eggert væri kom-
inn á fullorðinsár. Hann var okkur
góður félagi í leik og starfi, og var
ætíð til staðar er eitthvað bjátaði á.
Þær eru margar minningarnar, sem
koma upp í huga okkar þegar við lít-
um til baka. Flestum okkar systkin-
anna kenndi hann að dansa, og vom
sporin óspart stigin á stofugólfinu.
Ekki vomm við há í loftinu og því lét
hann okkur standa á tám sér og
sveiflaði okkur til og frá. Eggert
hafði gaman af spilamennsku og
ekki síður af tónlist, en hafði þó
aldrei tækifæri til að læra á hljóð-
færi.
Eggert hafði mikla kímnigáfu, ól
hann upp í okkur svolitla stríðni og
ekki síður þann kost að líta alltaf á
björtu hliðamar. Þróttur Eggerts var
mikill langt fram eftir aldri og þótti
okkur það mikill áfangi að vinna
hann í kapphlaupi, þá kominn á ní-
ræðisaldur.
í herbergi Eggerts leyndust miklir
fjársjóðir, sem litlum bömum þótti
fengur að komast í, enda vom þeir
byggðir súkkulaðikúlum og öðru
góðgæti. Vissi það því alltaf á gott,
þegar Eggert kallaði á okkur inn í
herbergið sitt.
Rímur og annar kveðskapur var í
miklu uppáhaldi hjá Eggert og
kunni hann ógrynnin öll af vísum,
sem hann reyndi að kenna okkur,
með misjöfnum árangri þó.
Síðustu ár sín átti Eggert við veik-
indi að stríða, en var þó ætíð traust-
ur félagi. Um leið og við kveðjum
kæran vin okkar með sorg í hjarta,
vitum við að nú er hann kominn
þangað sem hann þráði að fara: á ný
til móður sinnar, sem hann hafði
varla séð frá tíu ára aldri. Blessuð sé
minning hans.
Farþú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem)
Binna, Inga, Rósa,
Maren og Addi
Prófessor teygir lopann
Enn einn langhundur-
inn eftir Ólaf Bjömsson,
fv. prófessor, birtist í
Morgunblaðinu 16. þ.m.
Ólafur er á móti orðunum fjár-
magn og fjármagnstekjur. í íslenskri
orðabók Menningarsjóðs er fjár-
magn þó talið merkja bankainn-
stæður, verðbréf og peninga. Ein-
mitt tekjur af þeim er ætlunin að
skattleggja. Rétta þýðingin á orðinu
kapital, sem Ólafur vitnar til, er hins
vegar höfuðstóll.
Auðvitað vill Ólafur ekki skatt-
leggja vexti eða afföll og annan gróða
á verðbréfamarkaði. Slíkt myndi,
segir hann, valda vaxtahækkunum,
og ef reynt yrði að halda vöxtunum
niðri, minnkaði sparnaður. Þannig
gefur hann sér falskar forsendur og
leggur út af þeim á tveim nálega
heilum síðum í Morgunblaðinu.
Alls engin vissa er fyrir því, að
skattlagning fjármagnstekna myndi
leiða til vaxtahækkana. Enn síður er
líklegt, að spamaður myndi minnka,
ef vöxtum er haldið niðri. Það er fyr-
ir löngu vitað af banka- og fjármála-
mönnum að lítið samband, ef nokk-
urt, er milli vaxta og spamaðar. Ótal
ástæður fá menn til að leggja hluta
Lesendur skrifa
tekna sinna til hliðar. Gildandi vaxta-
prósenta ræður engum úrslitum um
það.
Vaxtahækkun getur beinlínis
minnkað sparnað. Tökum eitt lítið
dæmi. Algeng skuld á
meðalíbúð er kr. 4 millj.
Hækkun vaxta um 3%
eykur greiðslubyrðina um
kr. 120 þús., þ.e. kr. 10 þús. á mán-
uði. Það er meira en flestar fjölskyld-
ur geta sparað. Tála sparisjóðsbóka
er há, en lítið inni á hverri.
Bankamaður
Abyrgðarleysi
Ofanritað er fyrirsögn á grein í
Morgunblaðinu 7. þ.m. eftir Þorvald
Gylfason prófessor. Hún vakti mig til
umhugsunar um þá ábyrgð, sem
hvflir á kennurum við Háskóla ís-
lands, þegar þeir skrifa í blöð eða
tala opinberlega. Vissulega er fengur
að því að fá álit menntamanna á
landsmálum. Þorvaldur er hæfur
maður, enda af merku fólki kominn
og greindu í báðar ættir. Hann verð-
ur hins vegar — sem og embættis-
bræður hans — að vanda vel mál-
flutning sinn. Hann má t.d. með
engu móti beita áróðri.
Einmitt það hendir hann í nefndri
blaðagrein, er hann vill gera Seðla-
bankann valdameiri en ríkisstjóm-
ina, sem er í hæsta máta ólýðræðis-
legt.
Með áróðursskrifum rýrir höfund-
ur viröingu fyrir H.Í., einkum þó
deildinni sem hann starfar við. Fólk
tekur að efast um hlutleysi hennar
og getu til að útskrifa fullgilda nem-
endur.
Fleiri -prófessorar hafa leiðst út í
áróðursskrif, og ber að víta það. Ekki
er þó við Hannes Hólmstein dósent
að sakast, því að ekki er tekið mark á
því sem hann segir.
Fræðimaður