Tíminn - 11.07.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.07.1992, Blaðsíða 1
Laugardagur 11. júlí 1992 126. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Milliuppgjör sjö fiskvinnslustöðva bendir til: Tæplega átta prósenta halla á fiskvinnslunni Tölur sem Sigurður Stefánsson, löggiltur endurskoðandi, hefur unnið úr milliuppgjörum sjö fiskvinnslufyrirtækja úr öllum lands- hlutum og sem jafnframt eru í útgerð, sýna að fiskvinnslan er rek- in með 7,83% tapi fyrstu fjóra mánuði ársins. Yfirlitið var unnið fyrir m.a. Samtök fiskvinnslustöðva. Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, segist telja að þessi niðurstaða sé þó nokk- uð betri en meðaltalið í afkomu fisk- vinnslunar í heild. „Við höfum hald- ið því fram að staðan í botnfisk- vinnslunni á þessu tímabili sem þarna er um að ræða væri nálægt 10% halla og mat Þjóðhagsstofnun- ar var ekki langt frá því. Þessi fyrir- tæki sem um ræðir eru öflug sjávar- útvegsfyrirtæki með eigin útgerð og þurfa ekki að kaupa hráefni hjá öðr- um. Því óttast ég að meðaltalið sé jafnvel öllu lakara en þessi 10% sem við vorum að reikna með,“ segir Arnar. — Hvað er þá til ráða? „Nú er þetta ekki spurning um tekjuskiptingu í sjávarútvegi því út- gerðin í þessu milliuppgjöri er und- ir núllinu líka. En auðvitað verður margt að koma til eigi að takast að koma sjávarútveginum í heild yfir núllið. Nú horfum við fram á afla- samdrátt í haust, hvað mikill hann verður veit auðvitað enginn á þess- ari stundu, en hann verður allavega töluverður því þorskurinn vegur svo þungt. - En hvað er til ráða, við höf- um bent á að ríkisvaldið á þessu ári ákvað að leggja á ný gjöld sem að einhverju leyti eiga að koma til framkvæmda og önnur ekki. Við höfum líka sagt það að vextir áttu að byrja að lækka í kjölfar kjarasamn- inga, fyrsta skrefið var stigið, en síð- an hefur það staðið í stað. Síðan höf- um við í fiskvinnslunni sagt aö það þurfi að koma fram þessi lækkun á raforku til fiskvinnslunnar og eigum nú í viðræðum við Landsvirkjun og dreifiveitur um það mál. Þá þurfum við sjálfir að halda áfram okkar sam- einingu og hagræðingu. Það þarf að ná niður öllum kostnaði eins og hægt er. Með þessu móti ætti okkur að geta tekist að minnka hallann." -BS Atvinnulausum fjölgaði um 300 milli maí og júní: Fjölgunin nær öll meöal kvenna á höfuðborgarsvæðinu Skráð atvinnuleysi var nær þrefalt meira nú í júní en það hefur verið um mörg undanfarin ár. Atvinnulausum fjölgaði úr 3.200 að meðaltali í maí- mánuði í 3.500 að meðaltali í júní (2,6%). Athygli vekur að nær öll þessi fjölgun milli mánaða varð hjá konum á höfuðborgarsvæðinu. Og að enn fleiri, eða 3.900 manns, skyldu atvinnulausir síðasta dag mánaðarins þykir síður en svo benda til að þess sé að vænta að atvinnulausum fækki á næst- unm. Það vekur sérstaka athygli að skráðum heldur áfram að fjölga á höfuðborgarsvæðinu og þar eru nú 53% af heildarfjölda atvinnulausra á landinu öllu. „Þetta gerist þrátt fyrir að sveitarfélög á þessu svæði hafi gert verulegt átak, í atvinnumálum t.d. að því er varðar námsmenn," segir í yfirliti vinnumálaskrifstof- unnar. Atvinnuleysi á höfuðborgar- svæðinu er nú komið í 2,4% eða mjög nálægt landsmeðaltali, sem er óvenjulegt. Af 3.500 atvinnulausum í júní eru um 1.900 konur. Af þeim eru um 1.000 á höfuðborgarsvæðinu og hafði fjölgað um 260 frá því í maí, þ.e. um meira en þriðjung milli mánaða. Atvinnuleysi er þó hvergi yfir 3% nema á Suðurnesjum, þar er það hátt í tvöfalt meira, eða 5,6%. Svo er komið að 10. hver kona á Suður- nesjum er nú atvinnulaus. - HEI 2x2! Fjölburamæðurfóru i vikunni á fund heilbrigðisráðherra vegna rétt- indamála er varða það að kerfið gerir lítinn greinarmun á þvi hvort fólk eignast eitt bam i einu eða mörg. Af því tilefni hittum við að máli ung hjón f Reykjavík sem nýlega eignuðust tvíbura — i annað sinn á fjórum ár- uml Sjá blaðsiðu 6 og 7 Atta manna nefnd í Englandi endurmetur aðferðir Hafró Eftir að Hafrannsóknastofnun gaf í síðasta mánuði út dökka skýrslu sína um ástand þorskstofnsins, fól Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra sérfræðingi að fara yfir reikniaðferðir stofnunarinnar. Sá heitir John Pope og hefur aðsetur í bænum Lowertoft á Englandi, en þar er eins konar Hafró Bretlands. Átta manna lið hans vinnur nú aö athugun- um á reiknilíkunum Hafrannsóknastofnunar. Árni Kolbeinsson, ráðuneytis- stjóri í sjávarútvegsráðuneyti segir að búist sé við áliti enska sérfræðingsins í lok næstu viku. Það mun síðan verða haft til hlið- sjónar þegar ákvörðun verður endanlega tekin um þorskafla næsta árs, en það á að gerast fyrir 1. ágúst. - Gunnar Stefánsson, tölfræðingur hjá Hafrannsókna- stofnun, hefur undanfarið verið í Lowertoft, þar sem hann gaf upp- lýsingar og rökstuddi þær aðferð- ir sem stofnunin notar. Gunnar segir að John Pope hafi gert margar útfærslur á því reiknilík- ani sem Hafrannsóknastofnun notar. Upprunalegur höfundur þess er hins vegar maður að nafni Görland og það er langt siðan það var gert. í því er stuðst við aldur- saflaaðferð til að meta stofna og flestar aðrar aðferðir sem nú eru notaðar við stofnstærðarmat byggja ofan á þessu fyrsta. John Pope og félagar hans styðj- ast mest við aðferð sem notuð hefur verið innan Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins. Aðferð þeirra, að sögn Gunnars, tekur ekki tillit til gangna svo sem Grænlands- göngu. Sérþróaðar aðferðir hafa hins vegar verið notaðar hér á landi sem gera ráð fyrir göngum. Tilgangurinn með fundi Gunnars og ensku sérfræðinganna var m.a. að skýra þessar íslensku að- ferðir. -BS Landsbankinn fundar með Fiskvinnslunni á Bíldudal; Gjaldþrots er krafist Bankastjórar Landsbankans fund- uðu í gær með forráóamönnum Fiskvinnslunnar á Bfldudal og er staóan f raun óbreytt að sögn Brynjólfs Helgasonar aðstoöar- bankastjóra. „Landsbankinn hefur óskað eftir því að Fiskvinnslan i Bfldudal lýsi sig gjaldþrota," segir Brynjólfur. „Síðan verður kannað ásamt iög- fræðingum hennar með hvaða hætti hagsmunum bankans, ann- arra lánardrottna svo og fólksins á Bfldudai verð! sem best bjargað." Ekki hefur verið ákveðið hvenær næst verður fundað en Brynjólfur segir Bflddælinga eiga næsta leik. Búist er við að forráðamenn Fiskvinnslunnar muni fara að kröfúm bankans strax við fyrsta tækifæri, en hvort og með hvaða hætti atvinnustarfsemi verður tryggð á Bðdudal á næstu vikum cróráðið. —GKG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.