Tíminn - 11.07.1992, Page 2

Tíminn - 11.07.1992, Page 2
2 Tíminn Laugardagur 11. júlí 1992 íslendingar setja nýtt ut- anferðamet en erlendum ferðamönnum fækkar: Fjórðungs fækkun Frakka, Breta og Svisslendinga Miklu færri feröamenn komu hingað frá Evrópulöndum (utan Norðurlanda) núna í júní en í sama rránuði í fyrra. Þannig er fækkun Svisslendinga 30%, Frakka 26% og Breta 18% borið saman við júní í fyrra. Samtals er þetta fækkun um nær 1.200 manns. Aðeins Þjóðverjar koma hingað álíka margir í ár, um 3.800 manns í júní, sem er jafnframt langstærsti hópurinn frá einu landi. Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað töluvert milli ára en Banda- ríkjamönnum aftur á móti fækkað. Alls komu 21.650 erlendir ferða- menn hingað til lands í mánuðin- um, eða 600 færri en í íyrra. Fyrstu sex mánuði ársins er fækkunin um 1.350 manns. Nær 90% allra er- lendra ferðamanna komu frá þeim 9 löndum sem að framan er getið. Engin kreppa verður lesin úr fjölda íslenskra utanfara enn sem komið er. Að meðtöldum þeim rúmlega 16.700 sem komu til landsins í júní var fjöldi utanfara orðinn um 60.500 á fyrri helmingi ársins. Þetta er nýtt met - - um 4.500 manna fjölgun miðað við sama tímabil í fyrra og nær 1.700 umfram eldra met frá 1989. -HEI Þórarinn Stefánsson píanóleik- arí og Sólrún Bragadóttir óp- erusöngkona. Tónleikar í Hafnarborg: Norræn tónlist á efnis- skránni Hjónin Sólrún Bragadóttir óperu- söngkona og Þórarinn Stefánsson píanóleikari halda tónleika í Menn- ingarmiðstöðinni Hafnarborg í Hafnarfirði 16. júlí nk. kl.20:30. Á efnisskránni verða margar feg- urstu perlur norrænnar Ijóðatón- listar. Sólrún og Þórarinn eru búsett í Hannover í Þýskalandi þar sem Sól- rún er fastráðin við óperuna auk þess að syngja í gestasýningum m.a. í Dusseldorf, Mannheim og Múnchen. Þórarinn lauk einleikara- prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Hall- dórs Haraldssonar og stundað síðan framhaldsnám í píanóleik í Hanno- ver hjá prof. Haase. Sólrún og Þór- arinn halda reglulega tónleika hér heima sem og erlendis. —GKG. Nesstofusafn en Lækningaminjasafnið er í vesturhluta hússins. íslendingar eignast Lækningaminjasafn: Elstu munir f rá 18. öld Lækningaminjasafn í Nesstofu á Seltjamamesi var formlega opnað í gær. Safnið er í eigu Þjóðminja- safns íslands en er rekið sem sjálf- stæð eining. Stjóravöld hófu bygg- ingu Nesstofu árið 1761 og var hún ætluð sem bústaður og vinnustaður Iandlæknis. Nesstofa er eitt af fyrstu steinhúsum landsins og þar er einnig fyrsti steinkjallarinn á landinu, notaður til að hýsa lyfjabúr landlæknis. Bjarni Pálsson, fyrsti landlæknir- inn, flutti inn í húsið árið 1763. í upphafi ferils síns var hann eini læknirinn á landinu og varð því að Veita öllum sem til hans leituðu læknishjálp. Auk lækninga starf- rækti hann apótek og sá um alla lyfjaútveganir og úthlutun og sölu lyfja. Bjarna bar að hafa eftirlit með smitandi sjúkdómum sem til lands- ins bárust og gera ráðstafanir til að hefta útbreiðslu þeirra. Svo var hon- um falið að sjá um holdsveikraspít- ala sem og hegningarhúsið. Starf hans var því afar margþætt. Þegar lyfsala var aðgreind frá landlæknisembættinu árið 1772 var Björn Jónsson skipaður fyrsti lyfsali landsins og fékk hann helming Nes- stofu til sinna umráða. Þó Þjóðminjasafnið eigi nú allt húsið býr öldruö kona í austurenda hússins og veröur þar svo lengi sem ævi hennar endist. En þá verður leitast við að koma Nesstofu í það horf scm hún var í þegar Bjarni Pálsson gekk þar um gólf og velti því fyrir sér ráðum gegn sulli og lús. Lækningasafninu sjálfu verður komið fyrir í Fjósinu sem er spöl- korn frá Nesstofu. Fjósið saman- stendur af tveimur sambyggðum húsum en fyrirhugað er að rífa ann- að þeirra og hefja gerð nýrrar við- Kristinn Magnússon forstööumaöur safnsins með fótstiginn tann- bor úr eigu Högna Björnssonar læknis (1905-1989). Tímamynd: Sigursteinn. byggingar. Ætlunin er að þar verði aðalsýningarhúsnæðið og starfsað- staða en einnig á að vera þar kaffi- stofa og fólk mun geta leitað upplýs- inga um gróður og dýr sem eru á opnu svæði og í fjörunni vestast á Nesinu. Norðaustan við Nesstofu hafa lyf- salar gert upp annað útihús og byggt við það. Þar verða skrifstofur félagasamtaka þeirra og safn þar sem sjá má muni sem tengjast sögu lyfjafræðinnar. Upphaf Lækningaminjasafnsins er hægt að rekja til ársins 1940 þeg- ar kennsla læknadeildar ásamt eign- um hennar fluttist frá Alþingishús- inu í byggingu Háskóla Islands. Mikill hluti þessara eigna var þá löngu orðinn úreltur og var þeim komið fyrir í geymslu. Prófessor Jón Steffensen stofnaði Félag áhugamanna um sögu læknis- fræðinnar árið 1964 og tók hann til við að safna mununum og skrá þá allt til ársins 1991 en þá lést hann. Það er fyrst og fremst starfi hans að þakka að Lækningaminjasafnið er nú orðið að veruleika. Safnið geymir ekki aðeins lækn- ingatæki heldur má einnig finna þar ýmsa persónulega muni og afgamlar lyfjatilvísanir sem fundist hafa í dán- arbúum innan um ýmis önnur skjöl. Munirnir hafa borist frá einstakling- um, sjúkrahúsum, skólum, lyfsöl- um og rannsóknarstofum. Þeir elstu eru frá síðari hluta 18. aldar. En framkvæmdir við Lækninga- minjasafnið byggjast á því að fé fáist til framkvæmda og hefur Læknafé- lag íslands gefið loforð um að styrkja það með rausnarlegri fjár- upphæð. Vonast er til að safnið verði fullgert eftir 3-4 ár. __q^q Gigtarfélag íslands lætur gera kvikmynd: Fræðslumynd í 5 þáttum Gigtarfélag íslands hefur látiö gera 26 mínútna fræðslumynd um gigt og er henni nýlokið. Myndin skiptist í 5 þætti. f þeim fyrsta er gigt skilgreind og sagt frá helstu einkennum hennar. í öörum og þriöja þætti hafa tveir gigtarsjúkdómar veriö valdir Út og er þar fjallað um beinþynn- ingu og iktsýki. Fjórði þátturinn fjallar um sjúkra- og iðjuþjálfun og er greint frá mismunandi aðferöum við að meðhöndla bólgur og hreyflskerð- ingu. í flmmta og síðasta þættin- um er rætt um mikilvægi gigtar- rannsókna og greint frá sérstöðu ísiands á þessu sviði. Fjórir kaflar hafa verið kiipptir út úr myndinni og er miðað við að hver og einn þeirra verði sýndur sjálfstætt. Bindindismótið um verslunarmannahelgina: SLÉTTUÚLFARN- IR í GALTALÆK mitt að gefa út nýja plötu um þessar mundir. Bindindismótið hefur verið fjöl- mennasta útihátíðin síðustu árin um verslunarmannahelgina og síð- ustu tvö árin hafa um 10.000 manns sótt hátíðina. —GKG. Upplýsingamiðstöð í Hafnarfirði: Þjónusta aukin við ferðamenn Upplýsingamiðstöð fyrir ferða- menn hefur verið opnuð að Vestur- götu 8 í Hafnarfirði. Þar geta innlendir sem erlendir ferðalangar leitað upplýsinga um það sem bærinn og nágrenni hans hafa upp á að bjóða eins og t.d. Byggðasafn Hafnarfjarðar, Listamið- stöðina Háfnarborg, veitingahús og skemmtistað. Upplýsingamiðstöðin er einnig ætluð þeim Hafnfirðingum sem hyggja á ferðalög um ísland eða vilja kynnast bæ sínum betur. Opið verður milli 11 og 14 alla daga en auk þess er opið hús þegar starfsmaður er á staðnum. -GKG. Sléttuúlfamir verður aðalhljóm- sveitin á Bindindismótinu í Galta- lækjarskógi um verslunarmanna- helgina. 6 unglingahljómsveitir troða þar upp, þær Mind in Motion og Gott sem leika danstónlist (house), Blint og Mozart var ýktur spaði sem leika hart rokk og Tes og Busarnir sem eru í hefðbundnari kantinum og ættu höfða til marga. Bjartmar Guðlaugsson og Háð- flokkurinn ætla að sjá um kvöld- vöku sem fæstum mun leiðast að verða vitni að, en Bjartmar er ein- Markmiðið með gerð kvikmynd- anna er að gera fólk meðvitað um hvað gigt er og að það er í sumum tilvikum hægt að fyrirbyggja hana með skynsömum lífsstfl. Höfundar handrits eru Frosti F. Jóhannsson og Bryndís Kristjáns- dóttir, Magnús Biöndal Jóhanns- son gerði tónlistina og Valdimar Leifsson annaðist kvikmynda- stjóm. —GKG.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.