Tíminn - 11.07.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.07.1992, Blaðsíða 5
Laugardagur 11. júlí 1992 Tíminn 5 EE S - s amningurinn og stj ómarskráin Páll Pétursson skrifar íslenska stjómarskráin er grundvöll- ur að allri lagasetningu á íslandi. Alþingi er óheimilt að afgreiða nokkur lög sem ekki samrýmast stjómarskránni. Þjóð- réttarsamningar, sem brjóta í bága við stjómarskrána, em ógildir jafnvel þótt Al- þingi hefði látið hafa sig til að lögtaka þá og forseti íslands undirskrifað. Þessu til áréttingar er svo fyrir maelt í 47. gr. stjórnarskrárinnar að sérhver nýr þingmaður skuli vinna drengskaparheit að stjómarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild. Flestum þingmönnum er það minnis- stæður atburður er þeir undirrituðu drengskaparheitið. Því em þeir nú í mikl- um vanda, þegar að því kemur að taka af- stöðu til samningsins um Evrópskt efha- hagssvæði. Svo er mál með vexti að á því em mikil tormerki að hann samrýmist stjórnarskránni í veigamiklum atriðum. Kapp er best með forsjá Ríkisstjóm íslands er það mikið kappsmál að afgreiða með sem auðveld- ustum hætti EES-samninginn. Henni mætti þó vera það ljóst að til lítils er að lögtaka hann á Alþingi, ef hann yrði síðar dæmdur ógildur vegna þess að hann bryti í bág við stjómarskrána. Ekki skiptir máli hver efnisleg afstaða manna er til samn- ingsins. Öllum á að vera það kappsmál að hann sé rétt og formlega afgreiddur. Rétt aðferð er, vilji menn fullgilda samning- inn, að breyta fyrst stjómarskrá og full- gilda síðan. Stjómarskrárbreytingu verð- ur fyrst að samþykkja á Alþingi, rjúfa síð- an þing og efna til kosninga og samþykkja síðan stjómarskrárbreytinguna endan- lega á nýju þingi. Undarleg málsmeðferð Utanríkisráðherra er kappsmaður mikill og vill allt til vinna að fá samning- inn lögtekinn sem tafarlausast, án tillits til formsatriða. Augljós efi var um að samningurinn samrýmdist stjómarskrá okkar, og fram kom á Alþingi ályktun um að Iáta skipa óháða nefnd til úrlausnar þessum vafa. Þetta mátti Jón Baldvin ekki heyra. Hann rauk til og skipaði prívat og persónulega nefnd í málið. Greip hann þar með óviðeigandi hætti fram fyrir hendur Davíðs Oddssonar, sem að sjálf- sögðu var forsætisráðherra og bar að skipa nefndina, ef ríkisstjórnin á annað borð vildi gangast fyrir slíkri nefndar- stofnun. Það er fjarri lagi að slík nefndarskipun sé á verksviði utanríkisráðherra. Davíð beit á jaxlinn og þoldi Jóni þessa háðug- legu auðmýkingu og lét framferði hans óátalið opinberlega. Jón Baldvin vildi vera viss og skipaði í nefndina með óvenjulegum hætti. Hann valdi fjóra virta lögfræðinga, sem hver um sig em alls góðs maklegir. Þó er e.t.v. nokkur hængur á, vegna þess að tveir þeirra höfðu áður unnið að EES- málinu á vegum ráðherrans. Þeim væri því e.t.v. óhægt um vik að ganga fram fyrir skjöldu og upplýsa að samningurinn stangaðist á við stjómarskrána í óþökk ráðherrans. Skýrsla fjórmenninga Nú hafa fjórmenningar utanríkisráð- herrans skilað áliti til ríkisstjórnar og kynnt það utanríkismálanefnd, svo og haldið blaðamannafund. Álit þeirra var birt í heild í Mbl. 9. júlí sl. Niðurstaða þeirra kom ekki á óvart, þeir telja ekki að sinni ástæðu til að breyta stjórnar- skránni. Þó segja þeir í lokaorðum: „Þá bendum við á, að síðar megi eða beri að gera stjómarskrárbreytingu, ef fram kemur að forsendur okkar standist ekki.“ Þessi vamagli er e.t.v. skiljanlegur, þótt ekki verði hann talinn myndarlegur eða afgerandi. Nú stendur svo á tungli að Jón Bald- vin er erlendis. Ekki er þó utanríkisráðu- neytið húsbónda- laust Jón Sig- urðsson gegnir störfum utanrík- isráðherra í fjar- vem nafna síns. Hann vissi að sjálfsögðu betur en höfundar hvað stóð í skýrslu þeirra, og gaf út sverar yfirlýsingar á blaðamannafundinum. Hann segir „að álit nefndarinnar sé fullnægjandi svar við þeirri spumingu hvort EES-samningur- inn samræmist stjórnarskránni. Hún sé því afgreitt mál og sé hægt að snúa sér að lögfestingu samningsins og ákvæða, er tengjast honum, af fullum krafti“ (Mbl. 8. júlí 1992). Gassagangur ráðherrans Þessi gassagangur afleysingaráðherr- ans er mér tilefni til að skrifa þessa grein. Svar fjórmenninga utanríkisráðherra er ekki fullnægjandi. Utanríkismálanefnd hefur að undanfömu kallað fyrir ýmsa virta lögfræðinga og leitað álits þeirra um úrlausnarefnið. Það er skemmst frá að segja að sumir þeirra hafa sett fram mjög sannfærandi rök fyrir því að stjórnar- skránni verði að breyta, vilji menn lög- taka EES- samninginn. Lögfræðingafélagið og Ríkisútvarpið efndu til almenns fundar á Hótel Sögu 20. júní 1992. Þar lögðu Guðmundur Al- freðsson þjóðréttarfræðingur, Ragnar Að- alsteinsson hæstaréttarlögmaður og fundarstjórinn Eiríkur Tómasson hæsta- réttarlögmaður til að stjómarskránni yrði breytt. Niðurstaða Guðmundar Alfreðssonar Fyrirlestur Guðmundar Alfreðssonar, sem er mjög virtur þjóðréttarfræðingur á alþjóðavett- vangi, var birtur í heild í Tíman- um 24. júní og vísa ég til hans þar. Niðurstaða Guðmundar er svohljóðandi: „Það er mín nið- urstaða eftir ná- kvæma skoðun á þessum atriðum og dæmum öllum, að það þurfi að breyta stjórnarskránni og beita til þess 79. grein hennar, þegar EES-samningurinn og fylgisamningar hans koma til afgreiðslu AJþingis og forseta. Dæmin, sem ég hef nefnt, virðast meira en duga til að halda því fram, að þama séu á ferðinni árekstr- ar á milli texta. Það er enginn vafi á því í slíkum tilfellum, að þá hefur stjómar- skráin forgang og að Alþingi og forseti geta ekki staðfest samningana að óbreyttri stjórnarskrá.“ Gullkom frá Qórmenningum í skýrslu fjórmenninga utanríkisráð- herra er að vísu sagt í ályktunarorðum, að þeir telji ekki ástæðu til að breyta stjórnarskránni vegna EES-samningsins. Rökstuðningur þeirra er þó stundum langsóttur og þokukenndur. Manni kem- ur ósjálfrátt í hug við lesturinn vamar- ræða fyrir sakboming í réttarhaldi, þar sem sakbomingurinn væri samningur- inn. Ég nefni nokkur dæmi. Á bls. 16 stendur eftirfarandi, leturbreytingar em mínar: „í 2. gr. stjómarskrárinnar er talað um forseta lýðveldisins og önnur stjóm- völd samkvæmt stjórnarskránni og öðr- um landslögum. Ekki er tekið fram, að þetta skuli vera alíslensk stjórnvöld, og hugsanlegt er að alþjóðastofnanir séu stjómvöld eftir 2. gr.“ Á bls. 24: „Við teljum að reglumar um vald stofhana EFTA séu vel afmarkaðar og feli ekki í sér verulegt valdframsal sem talið verði íþyngjandi í ríkum mæli.“ Loks er á bls. 29: „Hér að framan höf- um við komist að þeirri niðurstöðu, að EES-samningurinn og fylgisamningar hans eða sú lagasetning, sem af þeim leiðir, brjóti ekki í bága við íslensk stjóm- skipunarlög, ef þetta er metið út frá ein- stökum ákvæðum samningsins. Með þessu er ekki endanlega lokið því verk- efni, sem fyrir okkur hefur verið lagt. Hugsanlegt er, að þau ákvæði, sem hér geta skipt máli, geti öll saman leitt til þess, að samningamir verði ekki taldir samrýmast stjómarskránni, þó að hvert ákvæði metið sér í lagi geri það. Við telj- um að vísu að færa megi nokkur rök gegn einstökum þáttum í því, sem hér að fram- an er rakið, en við teljum þó að niður- stöður okkar oríá ekki tvímælis í þeim mæli, að tilefni sé til að draga þá ályktun, að samningamir í heild leiði til þess að breyta þurfi stjómarskránni, ef þeir taka gildi. Þá er hugsanlegt, að reynslan leiði í ljós, að það reynist ekki rétt, sem við byggjum á um framkvæmdavaldið og dómsvaldið, þ.e. að regluraar um vald stofnana EFTA séu vel afmarkaðar, að þær feli ekki í sér verulegt valdframsal og séu ekki íþyngjandi í ríkum mæli. Einnig er hugsanlegt að í samkeppnismálum komi til meiri afskipta en hér er reiknað með. Við teljum ólíklegt að forsendur okkar að þessu leyti reynist rangar. Við teljum jafnframt að engin nauðsyn sé til þess að ráðast nú í breytingar á stjómar- skránni vegna þessa möguleika. Ef fram kemur síðar, að slíkra breytinga sé þörf, er ísland að þjóðarétti skuldbundið til að gera þær.“ Stjómarskrárbreytingu fyrst Ég tel að starfandi utanríkisráðherra dragi alltof miklar ályktanir af skýrslu fjórmenninganna. Hún svarar ekki á full- nægjandi hátt að óhætt sé að lögtaka EES-samninginn að óbreyttri stjórnar- skrá. Margar greinar stjórnarskrár geta rekist á við samninginn og sumar gera það augljóslega. 2. gr. stjómarskrár hljóðar svo: .Alþingi og forseti íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjómvöld samkvæmt stjómarskrá þess- ari fara með ffamkvæmdavaldið. Dóm- endur fara með dómsvaldið.“ Hér er skýrt kveðið á. Samkvæmt samningnum verðum við að lögleiða reglur og tilskipanir að utan. Fram- kvæmdavaldið er flutt úr landi í nokkrum atriðum og dæma verður í samræmi við EB-dóma, en ekki eingöngu eftir íslensk- um lögum. Ef lögleiða á samninginn, verður að breyta stjómarskránni, annars lenda þeir, sem ætla að samþykkja samn- inginn, í vandræðum með drengskapar- heitið. Menn og ffff malefni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.