Tíminn - 11.07.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.07.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 11. júlí 1992 Tíminn 7 „Reyndar þekki ég konu sem á tvenna tvíbura eins og viö, svo þetta er ekki neitt einsdæmi, “ segir Elln Ýrr. (Tímamynd Sigursteinn) þær Anna Rut og Asta Ýrr, fyrri tvíburamir okkar, fæddust, en það var þann 16. ágúst 1987. Þær eru því orðnar fimm ára. En ég verð að játa að okkur Kristjáni brá nokkuð í brún, þegar okkur var tilkynnt að von væri á öðmm tvíburum. Við fengum að vita það, þegar ég var komin sjö vik- ur á leið, svo þetta er nú ekki eins og áður þegar slíkt kom fyrst í ljós við fæðinguna. En þetta var samt sannarlega ekki það sem við bjuggumst við. Þó var bót í máli að við vomm betur undir það búin í seinna sinnið að fá tvíbura í fjölskylduna. Ég hafði nefnilega haldið til haga öllu því sem stelpurnar áttu. Astæðan var víst að einhvem veginn bjó sú hugsun með mér að það kynnu að koma aðrir tvíburar, og ég sagði við sjálfa mig að ef ég byggi mig nógu vel undir það, þá kæmu þeir ömgglega ekki. En kemur tilveran manni ekki alltaf í opna skjöldu á einhvem hátt, hvaða ráðstafanir sem em gerð- ar? Já, reyndar þekki ég konu sem á tvenna tvíbura eins og við, svo þetta er nú ekki neitt einsdæmi. Hún heitir Sigríður Halldóra Þorsteinsdóttir og er gömul skólasystir mín. Svo em konur sem em miklu meiri afreks- manneskjur í þessu en við tvær. Það er til dæmis alltaf verið að minna okkur á konuna í Bolung- arvík, sem eignaðist tvíbura sex sinnum.“ Liggja alltaf í sömu stellingum Við spyrjum þau Elínu og Krist- ján hvort nætumar séu ekki ónæðissamar hjá þeim, hvort ekki verði oft að vakna til bam- anna. „Nei, venjulega þurfum við ekki að vakna nema einu sinni á nóttu,“ segir Kristján. „Þau em öll ákaflega vær. Ég held satt að segja að sumt fólk, sem ekki á nema eitt bam, geti borið sig miklu verr en við að því leyti. En þegar við komum inn til þeirra á kvöldin er furðulegt að sjá hve þau hegða sér líkt. Það er víst einkenni á tvíbumm að látbragð- ið er stundum eins og þetta væri sama manneskjan. Þó em hvor- ugir tvíburanna okkar eineggja. En við tökum eftir að þegar ann- að snýr sér í svefni í rúminu, líð- ur ekki nema agnarstund þar til hitt gerir það líka. Þau liggja al- veg nákvæmlega eins, og stund- um í skrýtnum stellingum. Kynjamunurinn hefur hér ekki áhrif, en annar nýju tvíburanna er drengur. Hann heitir Halldór. Hún heitir Herdís. Þessu var eins farið með fyrri tvíburana. Þó ber á skapgerðar- mun og sú eldri hefur verið stjómsamari. En nú er sú yngri farin að spyma við fótum og ger- ast ráðrík einnig. Þær em líka báðar í ljónsmerkinu! En þótt ég segi „eldri“ og „yngri“, er varla hægt að tala um aldursmun, því öll fjögur hafa verið tekin með keisaraskurði. Þar er aðeins um einnar mínútu mun að ræða eða svo. Þjóðhagslega hag- kvæmt hlutverk Elín Ýrr er hjúkmnarfræðingur, sem áður segir, og starfar á skurðlækningadeild Landspítal- ans. Hvað segir hún um orlofs- mál tvíburamæðra? ,AHar konur eiga rétt á sex mánaða fæðingarorlofi og svo er einn mánuður aukalega fyrir „aukabarn", ef ég má kalla það svo. Það er hið almenna. Hjá mér er þetta þannig að ég held þeim tekjum, sem ég hef haft (yfir- vinna meðtalin) í fjóra mánuði, en fæ gmnnlaunin í þrjá mán- uði. En þar sem ég tek launin af aðeins hálfu starfi, get ég lengt mitt orlof um helming, þ.e. í um eitt og hálft ár. Fyrir mitt leyti verð ég að segja að mér finnst að ég og bömin hafi fúlla þörf fyrir það. En allar konur, sem eignast tvíbura, geta þetta ekki. Ég vildi því gjarna leggja þeim tvíbura- mæðmm lið, sem gengu á fund heilbrigðisráðherra á dögunum, og er nú að kynna mér málflutn- ing þeirra. Við gegnum tvímæla- laust þjóðhagslega mjög hag- kvæmu hlutverki og þar sem tví- burafæðingar em ekki svo marg- ar, aðeins 67 á síðasta ári, þá ætti það ekki að vera kerfinu ofviða að láta tvíburamæður hafa tvöfalt fæðingarorlof. Eitt og hálft orlof er það minnsta. Svo erþað hinn beini útgjalda- þáttur. Eg man að þegar stelp- urnar fæddust, varð það okkur talsvert erfitt fjárhagslega. Að vísu höfum við ekki þurft að auka við okkur húsnæði, en það getur fólk, sem búið hefur þröngt, þurft að gera. Og við höf- um orðið að kaupa okkur stærri bfi en við áttum áður.“ Nýir ferðafélagar Kristján er framkvæmdastjóri Ferðafélags íslands og hefur starfað að útivistar- og ferðamál- um um árabil. Hefur þessi skyndilega fjölgun á heimilinu ekki orðið til þess að hann er minna á ferð og flugi en vant er? Jú, en þó tókst mér að komast með eldri tvíburana í Þórsmörk á miðvikudaginn og þær vom ekki nema ársgamlar þegar við fyrst fómm með þær í ferðalag. En nú í sumar verður þó óneit- anlega minna um ferðalög en venjulega hjá fjölskyldunni. Hjá okkur í Ferðafélaginu stendur háannatíminn yfir núna, svo ég hef ekki getað tekið mér nema þriggja daga frí til þess að vera heima frá því er börnin komu af fæðingardeildinni. Og meðan svo er hyggja menn auðvitað ekki á lengri ferðir. Ég er svo mikið heima við sem mér er unnt. En ætli Halldór og Herdís hleypi ekki heimdraganum með okkur Elínu og eldri stelpunum næsta sumar. Það verður gaman að fá þama enn nýja ferðafélaga. Og þú mátt taka það fram að þótt tvennum tvíburum fylgi töluvert umstang, þá er þetta satt að segja hreint afskaplega gaman.“ AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.