Tíminn - 11.07.1992, Blaðsíða 10

Tíminn - 11.07.1992, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 11. júlí 1992 Þegar Bjarni var sýslumaður í Árnessýslu, fékk hann sýslu- búa til þess aö vinna að vega- bótum, m.a. leggja nýjan veg yfir Ólafsskarð á Hellisheiði. Einu sinni er yfirréttardómarar voru í samkvæmi hjá stiftamt- manni, bárust vegabætur í tal, og eggjaöi Bjarni á að láta Borgfirðinga og Árnesinga ryðja Kaldadalsveg, en Magn- ús Stephensen taldi á því öll tormerki. Tók Bjarni það þá til bragðs, mest af þrjósku, að kosta sjálfur ruðning á versta kaflanum, Skúlaskeiði. Kostn- aðurinn varð ekki nema 26 rdl., en þetta þótti merkileg nýbreytni og Bjarni hafði af þessu þann hagnað, að tveir sýslumenn fyrir norðan, Esp- ólín og Blöndal, þökkuðu hon- um opinberlega þessa vegar- bót fyrir hönd sýslubúa sinna, einmitt í Klausturpóstinum, sem Magnús Stephensen stýrði. Fjallvegafélagió stofnað Hinn 28. janúar 1831, á afmælis- degi konungs, gáfu þeir Bjarni Thorarensen og Þorgrímur Tómas- son á Bessastöðum út boðsbréf um stofnun félags til þess að endurbæta fjallvegi hér á landi. Tóku allir málsmetandi menn hér um slóðir vel í það, og var svo stofnfundur Fjallvegafélagsins haldinn 22. mars þá um veturinn og þar gerðar sam- þykktir fyrir félagið. í þeim segir svo um tilgang þess: „Hann er fyrst og fremst að ryðja þá fjallvegi, sem liggja landsfjórð- unga milli, taka þá þeirra fyrst fyrir, sem mest er umferð um, og einna helst fjölga vörðum á vetrarvegum og byggja á þeim sæluhús, hvar þurfa þykir, og auðkenna vörður, svo að af þeim megi þekkja áttir. Félagið byrjar fýrst á því að láta ryðja veginn yfir Sand svokallaðan til Norðurlands, og á endurbót á vörðum og bygging á sæluhúsum, ef þess gerist þörf, á Holtavörðuheiði. Síðan skal það láta endurbæta svo- kallaðan Eyfirðingaveg og setja vörður á hann — sem og einnig gjöra það frekara við aðra þjóðvegu millum Norður- og Suðurlands, sem þess stýrandi nefnd þykir þörf á þeim vegi millum Múla- og Þingeyj- arsýslna, hvar póstur skal um fara á vetrardag. Alkunnugt er, að landið fyrir norð- an Skaftafellssýslu-jökla millum Rangárvalla- og Múlasýslna er að mestu ókunnugt, en mikils umvarð- andi, ef þar yfir fyndust vegir frá Suðurlandi til nefndra sýslna. Fé- lagið vill því að fyrrnefndum vegar- uðningum afloknum, ef þess efni leyfa, láta leita uppi vegi yfir nefnd- an hluta lands vors. Eins og Bókmenntafélagið vill ár- lega kosta nokkru til landkorta yfir byggðir hér á landi, ætlar þetta fé- lag, þegar áðurnefndar vegabætur eru skénar, kosta upp á, að nefndir höfuðfjallvegir verði rétt settir á ís- landskort, ef félagsins efni þá leyfa það. Þegar þessu er aflokið og alþjóðar- vegirnir millum landsfjórðunga endurbættir, mun félagið hyggja að styttri fjallvegum sýslna á milli, sem og einnig vegum í byggð ... Og þar eð félagsins hérbúandi limir ei geta haft þekkingu á þeim miður kunnu fjalla- og byggðarvegum í landsins öðrum ömtum, svo jafnvel óskum vér, að aukafélög verði stofn- uð í þessum ömtum." Landkönnunin Eins og sjá má á þessu, sem sagt er um tilgang félagsins, ætlaði það sér að færast allmikið í fang, eigi aðeins vegabætur, vegavarðanir og sælu- húsbyggingar, heldur einnig land- könnun. En á þeim árum var það mjög erfitt fyrirtæki, því að menn voru afar tregir að fara upp um ör- Hvannalindir fann útsendari Fjallavegafélagsins fyrstur manna áriö 1883. Hann var Pétur Pétursson bóndi á Hákonarstööum. æfi. Var það þá almenn trú, að fjöldi útilegumanna héldi til á öræfunum og enginn byggðamaður kæmist lífs af, ef hann lenti í höndum þeirra. Kvað svo rammt að þessum útilegu- mannaótta, að útlendingar áttu illt með að fá fylgdarmenn yfir Kalda- dal. Og þá má nærri geta, hvort menn hafi verið fúsir að koma í ná- munda við Ódáðahraun, því að þar átti að vera stórbyggð útilegu- manna. Þessi hjátrú styrktist af því, hve illar voru heimtur mörg haust- in. Var það kennt útilegumönnum. En orsökin til þeirra var sú, að hvorki norðlenskir né sunnlenskir gangnamenn þorðu að hætta sér upp á öræfin, og varð því margt fé þar úti á hverjum vetri. En stjórnendur Fjallvegafélagsins trúðu ekki á þessar bábiljur og tóku öruggir til starfa og fengu þegar á næsta sumri hina duglegustu og kjarkmestu menn til þess að vinna að vegabótunum. Voru þeir sendir í tveimur hópum, annar norður á Holtavörðuheiði, en hinn til að ryðja veginn frá Surtshelli yfir Sand. Fyrstu fram- kvæmdir Hundrað vörður voru hlaðnar á Holtavörðuheiði, og var hleðslunni þannig hagað, að steinn, sem benti í norðurátt, var látinn skaga út úr hverri vörðu, svo að menn gæti átt- að sig á því. Áttu þessir steinar að snúa í hánorður, en verkamenn voru ekki vissari á áttum en svo, að steinarnir sneru allir til norðvest- urs. Þótti það þó ekki koma að sök, úr því að allir sneru eins. í Fornahvammi var byggt sæluhús úr grjóti og streng, hlaðið saman í topp, svo að ekkert árefti þurfti, „en með tveim körmum að innan og fyr- ir utan þá sitt gaflhlað hvoru megin innanhúss við inngöngudyrnar, sem vera áttu á hlið hússins miðri, en dyrnar á gaflhlöðum þessum inn í karmana með sama hætti upp- hvelfdar og sagt var fyrir um sjálft húsið", eins og segir í auglýsingu frá félaginu 3. mars 1832. Þessu verki var öllu lokið fyrir miðjan júlí- mánuð 1831*). Tveir menn og unglingur voru til þess ráðnir að ryðja Sand. Byrjuðu þeir hjá Surtshelli og fengu rutt um Bjarni Thoraren- sen skáld hafði mikinn áhuga fyrir vegabótum, og hann kom á lagg- irnar merkilegum félagsskap hér á landi, sem hét Fjallvegafélagið. Hefir lítið verið um það ritað nema á víð og dreif. hálfrar þingmannaleiöar kafla á því sumri, og var þar í hinn illræmdi Þorvaldsháls. Svo var fyrir mælt, aö vegurinn skyldi alls staðar vera tveggja faðma breiður, og var verkið svo af hendi Ieyst, að skeiðríða mátti þennan kafla af noröurvegi, þar sem áður var naumast hægt að komast áfram fót fyrir fót. Sumarið eftir, 1832, unnu enn þrír menn að þessum vegi og komust með hann næstum að Hólmakvísl sunnan við Sandfell á Húnvetninga- vegi. Séra Jón Jónsson á Finnastöð- um hafði tekið við fjártillögum í Eyjafjarðarsýslu 1831-32 og var því fé varið á þessu sumri til að ryðja Vatnahjallaveg. Komust vegabóta- menn með veginn fram að svo- nefndri Kerlingu og hlóðu 22 vörð- ur meðfram þeim vegi. Leit að vegi að jöklabaki Á þessu ári var leitað framlaga í Ár- nessýslu, Rangárvallasýslu og Múla- sýslum til þess að standast kostnað við að leita að vegi milli sýslnanna að jöklabaki, en ekki fékkst nóg fé til þess að fært þætti að ráðast í þá landkönnun. Viö árslok 1832 var fjárhagur fé- Tilgangurinn var „fyrst og fremst aö ryöja þá fjallvegi, sem liggja landsfjóröunga milli, taka þá þeirra fyrst fyrir sem mest umferö er um og einna helst fjölga vörö- um á vetrarvegum ..." Myndin sýnir Bjarna Thorarensen, helsta frumkvöðul Fjallvegafélagsins. lagsins ekki góður. Varð það því að ráði að byrja vegabæturnar eins snemma og unnt væri næsta sumar, en hætta þeim fyrir slátt, svo að verkamennirnir gæti farið norður í land í kaupavinnu. Var byrjað í júní að vinna á Grímstunguheiði, þar sem frá var horfið haustið áður, og unnið í 4 vikur. Varð vegurinn ekki fullruddur á þeim tíma. Tveir menn voru sendir um sama leyti til þess að byrja á því að ryðja veginn fyrir Ok. Á næsta sumri var enn unnið að báðum þessum vegum, en þó urðu þeir ekki fullgerðir. Þá var og byrjað á því að ryðja hinn svokallaða Sand- veg að sunnanverðu frá Búðará. Haustið 1833 hafði P. Melsted kammerráð fengið tvo menn úr Norður- Múlasýslu til þess að leita vegar þaðan um óbyggðir vestur í Árnessýslu. Var það Pétur Pétursson bóndi á Hákonarstöðum í Jökuldal og maður með honum. Segir í til- kynningu frá Fjallvegafélaginu, að sú för hafi tekist sæmilega og lík- legt væri, að vegur fyndist milli sýslnanna. Var í ráði, að Árnesingar færi rannsóknarför næsta sumar, en ekkert varð úr því. Ferð þeirra Múlsýslunga varð hin slörkulegasta, og er svo sagt frá henni í Landfræðisögunni: Fundnar Fivanna- lindir og Jökul- dalaflæða Pétur fór frá Hákonarstöðum í byrjun septembermánaðar á föstu- degi upp að Brú og laugardaginn upp á Grágæsadal. Sunnudags- morguninn fóru þeir yfir Kreppu, var hún þar í kvíslum og engin dýpri en í kvið. Þá fundu þeir grashaga mikla við lindir; það voru Hvanna- lindir, sem menn vissu ekki af áður. Kverkfjallarani þótti þeim illur yfir- ferðar og iilt að hitta skörðin, sem hvergi standast á. Síðan fóru þeir yf- ir Jökulsá á Fjöllum í einu lagi, var hún ei dýpri en í kvið, og hlóðu þeir þar vöröu; þeir fóru rétt fyrir neðan kvíslarnar, en þar er áin nú víst oft- ast ófær. Nokkru fyrir vestan vaðið komust þeir í þvílíkt vonskuhraun fyrir neð- an jökulinn, að þeir voru nærri bún- ir að missa hestana; þeir misstu undan þeim járnin, og hófar hest- anna tættust sundur í hraungrýt- inu. Úr hrauninu komu þeir á breið- an háls, sem þeir kölluðu Urðarháls; fóru svo enn vestur, uns þeir um kvöldið voru komnir á móts við jök- ulhorniö vestasta. Eigi vissu menn þá af Vonarskarði, og hélt Pétur að þar væri aðeins hvilft í jökulinn með smátindum upp úr. Þeir létu fyrirberast norður af jökulhorni um nóttina. Morguninn eftir héldu þeir vestur undir hæðadrög við Skjálfandafljót. Síðan sneru þeir í hánorður og komu um miðaftan í Hraunárdal móts við Áfangatorfur; þar hittu þeir menn, sem voru við fjársöfnun og vísuðu þeim á veg til Mývatns. Þeir Pétur höfðu, er þeir komu frá jökulhorninu, fundið haglendi nokkurt efst í Hraunárbotnum og vísuðu leitarmönnum þar til kinda; heitir það haglendi enn Jökuldala- flæða. Af Hraunárdal fóru þeir í Yxnadal og þaðan í Króksdal og voru undir Hafursstaðahlíð um nóttina. Á þriðjudaginn fóru þeir að Reykja- hlíð og þaðan á miðvikudag og fimmtudag heim. Pétur hafði í fyrstu ætlað að fara sömu leið til baka frá Skjálfandafljóti, en það gátu þeir eigi, því hestarnir voru orðnir svo örmagna og hófsárir, að þeir treystu þeim eigi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.