Tíminn - 11.07.1992, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.07.1992, Blaðsíða 11
Laugardagur 11. júlí 1992 Tíminn 11 Mestu fram- kvæmdirnar Fjárhagur félagsins batnaði nokk- uð á árinu 1834, vegna þess að því bárust þá ríflegar gjafir. Hinn 18. mars ánafnaði konungur því 100 ríkisdali á ári í fimm ár. Auk þess gaf Friðrik Kristján prins félaginu 50 ríkisdali og Friðrik Karl Kristján prins 100 ríkisdali, „eftir að hann næstliðið sumar hafði séð vegabæt- urnar", eins og segir í skýrslu fé- lagsins. Auk þessa bárust því 35 rík- isdalir frá öðrum útlendingum. Til- lög félagsmanna voru þetta ár 245 ríkisdalir og 64 skildingar, þar af 132 rdl. 88 sk. úr Skagafjarðarsýslu, 81 rdl. 51 sk. frá Reykjavík og Gull- bringu- og Kjósarsýslum, 20 rdl. 21 sk. úr Borgarfjarðarsýslu, 8 rdl. úr Eyjafjarðarsýslu og 3 rdl. úr Mýra- sýslu. Útgjöldin við vegabæturnar urðu á þessu ári sem hér segir: Á Sandvegi unnu tveir fullorðnir menn og léttadrengur í 4 1/2 viku. Mennirnir fengu í kaup 3 fjórðunga smjörs á viku, en drengurinn 5 rík- isdali. Auk þess fengu þeir frítt fæði, fyrir skósliti og hestleigu. Er þetta allt reiknað 129 rdl. 48 sk. Á Grímstunguheiði vann fullorð- inn karlmaður og léttadrengur í 5 vikur og fullorðinn karlmaður í 4 vikur. Mennirnir fengu sama kaup og hinir á Sandvegi, en drengurinn hafði 6 rdl. kaup á viku. AIls nam kostnaðurinn þar 137 rdl. Að Okveginum unnu tveir menn og drengur misjafnlega lengi. Voru þar kjör hin sömu og allur kostnaður 225 rdl. 48 sk. Útgjöldin og tekjurn- ar innanlands er allt miðað við vöruverð. Afskrifað var þetta ár 69 rdl. 64 sk. sem ófáanlegt af tillögum félagsmanna, en útistandandi af til- lögum fyrir árin 1831 til 1833 voru þá 176 rdl. 16 sk. Hnignun félagsins og endalok Eftir þetta fór að dofna yfir fram- kvæmdum félagsins, því að samskot rýrnuðu og guldust ekki lofuð til- lög. Ekkert varð úr því, að félagið legði fram fé til þess, að rétt yrði markaðir á uppdrátt íslands allir fjallvegir. Þessi kyrkingur, sem kom í félagið, mun þó aðallega hafa verið því að kenna, að Bjarni Thorarensen flutt- ist norður 1833. Hann hafði verið lífið og sálin í félaginu frá byrjun og jafnan formaður stjórnarinnar. „Þótti mikilsvert um hans tillögur, því hann var hinn skarpvitrasti," segir Espólín. Félagið lognaðist að lokum út af, og enginn hirti um að halda við veg- um þeim, er það hafði látið gera, allra síst fjallvegunum. Árið 1851 fór Jón Hjaltalín landlæknir frá Kal- manstungu norður yfir Arnarvatns- heiði og lýsti veginum svo: „Norð- lingavegur er nú orðinn mjög ógreiður, því ekki hefir verið við hann átt í mörg ár, síðan Fjallvega- félagið lét ryðja hann. Má ennþá sjá merki til þess, að hann hefir þó ver- ið vel ruddur, en ekki er að furða þótt hann sé nú seinfarinn og slit- róttur, þar sem ekki hefir verið kast- að steini úr götu á honum í 10 ár eða lengur. Ber þetta best vitni um, hvílík reglugerð og umsjón er með vegabótum hér á landi, er alfaraveg- ir liggja óruddir svo mörgum árum skiptir, og þykir víða samt sem áður vel fara, þegar komist verður áfram fót fyrir fót á alfaravegum fyrir fenj- um og torfærum. Um Norðlingaveg er það ennfremur að segja, að þó hann hafi einu sinni verið vel rudd- ur, þá hefir hann þó frá öndverðu verið svo afkáralega lagður, að menn mættu halda, að þeir, sem í fyrst- unni hafa lagt hann, hefðu lagt allt kapp á að gera hann svo hlykkjóttan og krókóttan sem verða mátti." Hann segir ennfremur: „Þegar dró norður undir Sand, sá ég víða rúna- steina við veginn. En með því að ég er lítt að mér í rúnum, gat ég ekki verið að fást við þá.“ Mér vitanlega hefir enginn rann- sakað rúnasteina þessa. Ég spurði Kristleif Þorsteinsson á Stóra- Kroppi um þá, en hann var allra manna kunnugastur á Arnarvatns- heiði. Sagði hann, að verkamenn Fjallvegafélagsins mundu hafa haft það sér til dundurs, er þeir voru á þessum slóðum, að höggva krot á steina, og mundu þetta því ekki vera neinir merkisgripir. En undarlegt finnst mér, að al- þýðumenn á 19. öld hafi verið svo vel að sér í rúnum, að þeir hafi get- að höggvið rúnaletur. Hitt efast ég ekki um, að Jón Hjaltalín landlækn- ir hafi verið svo vel að sér, að hann hafi þekkt rúnir, enda þótt hann gæti ekki lesið úr þeim. Má því vera, að enda þótt verkamenn Fjallvegafé- Iagsins kunni að hafa skemmt sér við að höggva eitthvert krot á steina, að þarna væri einnig rúna- steinar frá fornöld. Hér var alfara- leið allt frá landnámsöld, og Grettir hafðist einnig lengi við á Arnar- vatnsheiði. Ef til vill hefir hann haft sér til afþreyingar að klappa rúnir á steina, og ef til vill eigum vér eftir að finna þar handaverk hans. (Ámi Óla skráði) *) Það var Kristján bóndi á Hrafnhólum, sem hlóð sæluhúsið í Fornahvammi. Hann vann og að vegagerð hjá félaginu öll árin, og í elli sinni sótti hann um ríflegan styrk hjá konungi, sem viðurkenningu fyrir vegabæturnar, er hann hefði sjálfur séð. Tilokkar %FSt Og sldast HÚSGAGNA HÖLLiIN | BILDSHOFÐA 20 - S: 91-681199 - LOFTÞETT LAUSN - Teno spin er tákn íyrir gæði og endingu. Teno spin er loftþétt og verndar heyrúllurnar gegn veðri og vindum og tryggir því gæði töðunnar alla leið. Teno spin hefur plasthólk í miðri rúllu í stað pappahólks. Teno spin heyrúlluplast er endurvinnanlegL Nú bjóðum við Teno spin heyrúlluplast á mjög hagstæðu verði! Rúllan kostar 3.500,- kr. án vsk. Leitið upplýsinga í tíma íyrir heyannir - það borgar sig. —>-----—............... / PLASTCO --------- i ----------------------- Lækjaraeli 11 • Sími: 67 00 90 Einstaklega vandaö og rúmgott farþegarými. ISUZU pállbílarnir eru án efa þeir skemmtilegustu í sínum flokki á markaðnum. Komdu og kynntu þér kosti ISUZU. Verö frá kr. 1.499.ooo,- stgr. SPORTSCAB Verö frá kr. 1.560.OOO,- stgr. CREW CAB VERÐ MEÐ RIÐVÖRN OG SKRÁNINGU 1U lés o$j>ý HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91 -674300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.