Tíminn - 11.07.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.07.1992, Blaðsíða 9
Laugardagur 11. júlí 1992 Tíminn 9 RÖSE-ráðstefnu í Finnlandi lokið. Helstu málefni samkomunnar voru: Þjóöernisátök og evrópsk friðargæsla Leiðtogar 51ar þjóðar sem setið hafa tveggja daga ráðstefnu um ör- yggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) samþykktu í gær tillögur þær sem lágu fyrir fundinum um öryggi í álfunni. Þessar samþykktir skoðast í Ijósi þess að kalda stríðinu er lokið. Lestarstöð í Sarajevo. Hvernig þætti mönnum ef svona liti út á Lækjartogi? Þessi borg er talin hættulegasti staður á jarðríki þessa stundina. Leiðtogamir samþykktu einnig aðgerðir gegn Serbum sem ætlað er að stöðva blóðbaðið í Júgóslavíu. Ráðstefnunni lauk með því að leiðtogamir samþykktu að grípa til sérstakra ráðstafana er miða skulu að því að stöðva og koma í veg fyrir deiíur þjóðarbrota í Evrópu. Höfðu þeir sérstaklega í huga öll þau þjóð- arbrot og alla þá trúarhópa sem láta nú á sér kræla eftir að Sovétríkin eru liðin undir lok. Boris Yeltzin forseti Rússlands sagði við þetta tækifæri: „Rússar em sér þess mjög meðvitaðir hversu hættuleg þjóðernishyggjan er. Hin árásargjarna þjóðernishyggja virðist nú ætla að taka við af þeim hug- myndafræðilegu deilum sem áður ríktu. Þessi sjúkdómur (þ.e. þjóð- ernishyggjan) getur auðveldlega breiðst út og orðið óviðráðanlegur. Hann leggst jafnt á einstaklinga sem heilu þjóðimar," sagði Yeltzin. Leiðtogarnir vom þungorðir gagnvart Serbum og sögðu að yfir- völd í Belgrade bæm alla ábyrgð á blóðbaðinu í Júgóslavíu. Það hefur nú kostað a.m.k. 14.000 manns lífið frá því um áramót. í áætlunum þeim sem samþykkt- ar vom á ráðstefnunni er gert ráð fyrir al-evrópskri samvinnu á sviði öryggismála, afvopnunarviðræðum, friðargæslu sem kostuð yrði af RÖSE og sérstökum embættis- manni sem hefði málefni þjóðernis- brota og minnihlutahópa á sinni könnu. Þessum embættismanni er ætlað að reyna að hindra átök eins og þau sem nú geisa í lýðveldum Sovétríkjanna gömlu. „RÖSE hefur verið mjög gagnlegt og leitt til breytinga. Nú þurfa menn hins vegar að taka höndum saman svo hægt verði að hafa stjórn á at- burðarásinni," sögðu leiðtogarnir. Ráðstefnan um öryggi og sam- vinnu í Evrópu var haldin í Helsinki, höfuðborg Finnlands, og var það gert til þess að undirstrika táknræna merkingu ráðstefnunnar. En eins og kunnugt er var sáttmáli um mann- réttindi undirritaður þar árið 1975. Þann atburð túlkuðu sumir sem vitnisburð um og viðurkenningu á algjörum yfirráðum Sovétríkjanna yfir Austur-Evrópuþjóðum. Meðan á ráðstefnunni stóð hittust utanríkisráðherrar þeirra þjóða sem standa að Vestur-Evrópubandalag- inu og utanríkisráðherrar NATO ríkja. Á þessum fundum komust menn að samkomulagi um sameig- inlegar hernaðaraðgerðir sem stuðla eiga að friði á Balkanskaga. Ætlunin er að senda herskip og flug- vélamóðurskip inn á Adríahafið og fylgjast grannt með öllum skipa- ferðum um Otranto sundið. Þá verða herþyrlur einnig í liðssöfnuð- inum. Með þessu er ætlunin að fylgja betur eftir samþykktum S.Þ. um frið á þessum slóðum. Þetta er í fyrsta skipti sem hinar níu þjóðir sem standa að Vestur- Evrópubandalaginu takast á hendur slíkar hernaðaraðgerðir. Þetta bandalag hefur verið tilnefnt sem sá aðili er sjá muni um hermál á veg- um EB. Þjóðverjar íhuga nú að taka þátt í þessum aðgerðum en samkvæmt stjórnarskrá þeirra mega þeir ekki taka þátt í neinum hernaðaraðgerð- um utan NATO svæðisins. Ekki tókst mönnum að setja á fót friðarsendinefndir þrátt fyrir mik- inn vilja. Áætlanir um 100 manna óvopnaða eftirlitssveit sem senda átti til Nagorno-Karabakh runnu út í sandinn vegna mismunandi skoð- ana deiluaðila, þ.e. Azera og Ar- mena. Yeltzin, forseti Rússa, lagðist á sveif með þeim sem flutt höfðu til- Iögur um að stofnað yrði sam- evr- ópskt herlið sem beita mætti til skyndiaðgerða. Slíkt lið yrði notað til þess að koma í veg fyrir blóðbað á viðkvæmum svæðum. „Ef slíkar lið- sveitir yrðu stofnaðar verður að styðjast við reynslu S.Þ.,“ sagði Yeltzin. Þessi orð hans voru eins og berg- mál af orðum Bush Bandaríkjafor- seta sem lagði áherslu á svipaða hluti þegar hann talaði um hlut NATO og Evrópu-Atlantshafs friðar- gæslu í ræðu sinni við setningu þingsins á fimmtudag. —Reuter/Krás. Margt Ijótt að finna í skýrslu Amnesty International: Ríkisstjórnir víða um heim uppvísar að morðum og aftökum án dóms og laga mannréttindum lítilsvirðingu með því að láta herí sína komast upp með mannrán, morð og misþyrmingar, segir í árlegrí skýrslu Am- nesty International sem birt var sl. þriðjudag. í skýrslu samtakanna segir jafnframt að „svo Iengi sem pyntingameistarar, böðlar stjóm- valda og þeir, sem skipanimar gefa, þurfa ekki að óttast um sinn hag og mega gera það sem þeim sýnist, mun ofbeldi aldrei linna. Margar ríkisstjómir segjast styðja mannréttindi. Oftar en ekki hirða þær þó ekki um eigin brot, en setja á svið rannsóknir, sem em til þess eins að hvítþvo þær og hreinsa af öllum áburði um mannrétt- indabrot. Mannréttindi eru víða brotin. Myndin sýnir inn í líkhús í Sarajevo, en mörg þeirra eru nú yfirfull. N Ríkisstjórnir víða um heim sýna Þessar stjórnir setja lög um mannréttindi og sakaruppgjöf eins og þeim sjálfum hentar hverju sinni.“ í úttekt samtakanna á stöðu mannréttindamála í heiminum seg- ir að af 142 löndum, sem skýrsla þeirra nær til, hafi fangar verið pyntaðir af stjórnvöldum í yfir eitt hundrað löndum. í 26 löndum „hvarf' fólk og í 45 löndum voru menn teknir af tífi án dóms og laga. I fréttatilkynningu, sem samtök- in hafa sent fjölmiðlum, kemur fram að stjórnvöld víða um heim ali á lítilsvirðingu manna fyrir mann- réttindum. Þetta geri stjórnvöld með því að sækja ekki til saka pynt- ingameistara eða jafnvel beinlínis með því að sjá til þess að böðlar geti verið frjálsir ferða sinna. „Það er til lítils að fylgja mann- réttindum í orði en ekki á borði með setningu laga og alþjóðlegum yfirlýsingum, sem síðan er ekki fylgt eftir," segir í tilkynningu frá Amnesty International. Breytingar, sem orðið hafa í lýð- ræðisátt bæði í Austur-Evrópu og Afríku, hafa sem betur fer orðið til þess að dregið hefur úr mannrétt- indabrotum, sem virtust vera orðin rótföst á þessum svæðum. Nefnd eru lönd eins og Zambía, Eþíópía, Albanía og Litháen sem dæmi um lönd þar sem ástand mannréttinda- mála hefur færst til betri vegar. Annars staðar hafa þjóðernisátök orðið til þess að ástand hefur síst batnað, jafnvel versnað. Samtökin nefna hörmungarnar í Júgóslavíu sem dæmi og segja að allir þeir aðil- ar, sem þar takast á, hafi gerst sekir um misþyrmingar og morð á óbreyttum borgurum. írak, Búrma og Kína eru nefnd sem dæmi um Iönd þar sem mann- réttindi eru fótum troðin og ekki örli á neinum tilraunum til þess að færa málin til betri vegar. í ársskýrslu alþjóðasamtakanna segir að árið 1991 hafi mjög gróf mannréttindabrot verið framin á eftirfarandi stöðum, svo aðeins fá- ein dæmi séu tekin: • Meira en 1000 manns teknir af lífi án dóms og laga í Búrúndí þar sem þjóðernisdeilur geisa. • í Perú hurfu a.m.k. 360 manns á árinu. • í Kína hafa a.m.k. 1000 manns verið teknir af lífi. • í írak og Kúvæt hefur fjöldi manns horfið sporlaust og/eða verið teknir af lífi eftir að Persa- flóastríðinu lauk. Amnesty samtökin segjast hafa nákvæma vitneskju um meira en 500 einstaklinga víðsvegar um heiminn sem látist hafa vegna pynt- inga, slæms aðbúnaðar í fangelsi eða vegna grunsamlegra aðstæðna árið 1991. Einnig er vitað um a.m.k. 1270 manns, sem horfið hafa í kjöl- far handtöku. Ríki s.s. Argentína, Chile, Benín og Kongó eru nefnd fýrir að hafa ekki gert upp við fortíð sína, en þess í stað sett lög til verndar gömlum böðlum. Samtökin segja að ríkisstjórnir hvarvetna í heiminum noti ofbeldi andstæðinga sinna oftar en ekki sem afsökun fýrir því að þeirra eigin hermenn beiti ofbeldi. Málefni samviskufanga er nokkuð til umfjöllunar í skýrslu samtak- anna, en fram kemur að eitthvað um 3200 samviskufangar eru í fang- elsum í 65 löndum. Sumir þeirra hafa verið hnepptir í varðhald án þess að þeim hafi nokkurn tíma ver- ið birt ákæra. Amnesty International er alfarið á móti öllum dauðarefsingum. Sam- tökin sjá sérstaka ástæðu til þess að draga athygli manna að því að opin- berum aftökum hefur fjölgað í Bandaríkjunum, en hvorki fleiri né færri en 19 aftökur fóru þar fram á tímabilinu frá janúar fram í maí á þessu ári, samanborið við 14 aftök- ur á öllu árinu 1991. Fjögur fylki Bandaríkjanna hafa nú tekið upp dauðarefsingar eftir meira en 20 ára

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.