Tíminn - 11.07.1992, Blaðsíða 20

Tíminn - 11.07.1992, Blaðsíða 20
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 Áskriftarsími Tímans er 686300 AUOVITAf) Suðurlandsbraut 12 Oðruvísi bílasala BÍLAR • HJÓL • BÁTAR • VARA- HLUTIR. MYND HJÁ OKKUR - BlLL HJÁ ÞÉR SÍMI 679225 HOGG- * DEYFAR Verslið hjá fagmönnum varahlutir . HamarshöfAa 1 - s. 67-67-44 LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ1992 Kvennaþing á írlandi hefur verið sett: Ræða Vig- dísar vek- ur athygli ísland, íslenskar konur og verk þeirra eru nú í brennidepli á Irlandi en þar fer nú fram kvennarþingið Gloþal Forum of Women, sem upp- haflega átti að fara fram á íslandi. Yfir 400 konur frá 53 löndum hafa sótt ráðstefnuna en verndarar henn- ar eru frú Vigdís Finnbogadóttir for- seti íslands og frú Mary Robinson forseti írlands. Hafa þær hlotið mikla athygli í írskum blöðum. Átta íslenskar konur sitja þingið auk Vigdísar og tóku þær einnig þátt í undirbúningi þess. I gær voru forsetarnir við setningu þingsins í Abbey- leikhúsinum og að því loknu ávarpaði Vigdís þingheim. Góður rómur var gerður að ræðu hennar og var sérstaklega sagt frá henni í dagblaöinu „The Irish Tim- es“. Vigdís benti m.a. á að ef ein kona væri gagnrýnd félli sú gagnrýni á allar konur en þegar slíkt henti karl- mann væri það frekar rakið til þjóð- ernis hans. —GKG. Ekki veröur ekiö á þessum bílum í bráð. Timamynd Sigursteinn U Slys á Reykjanesbrautinni: Ok á röngum vegarhelmingi Fólksbíll og sendiferðarbíll lentu saman á Reykjanesbraut- inni á móts við Hnoðraholt um hádegisleytið í gær. Ökumaður fólksbílsins ók á röngum vegarhelmingi með fyrr- greindum afleiðingum. Kalla þurfti slökkvilið til hjálpar til að klippa hann úr flaki bílsins. Þrátt fyrir að bíllinn sé algerlega eyði- lagður, eins og myndin sýnir, er ökumaðurinn ekki talinn vera al- varlega meiddur. Ökumaður sendiferðabílsins og farþegi sluppu án teljandi meiðsla. —GKG. Nokkur kurr hefur staðið um það álit ríkislögmanns að óbein eignaraðild út- lendinga í útgerðarfélögum sé ólögmæt. Viðskiptaráðuneytið hefur í fram- haldi af því lagt fram þá kröfu að þau fyrirtæki sem að hluta til eru í eigu er- lendra aðila losi sig við hlutabréf í útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum, en eftir er að ákveða hve mikinn frest þessi fyrirtæki fá til þess. Stjómarmenn margra fyrirtækja hafa talið niðurstöðuna fráleita, en Krístján Ragnarsson, formaður LÍÚ, fagnar henni. „Þessi úrskurður kemur mér ekki á óvart með hliðsjón af þessum lög- um, hann er í mjög góðu samræmi við lögin. Það sem mér finnst kostur við úrskurðinn, er það að hann fríar útgerðina sjálfa af ábyrgð á þessu máli, útgerðin mun ekki missa veiðirétt þótt einhver úlendingur eigi í einhverju öðru fyrirtæki sem á í útgerðinni, en það höfðu menn ótt- ast.“ Kristján segir að ábyrgðin sé nú lögð á viðskiptaráðuneytið að það tryggi að viðkomandi aðili, sem er í einhverjum hlut í erlendri eigu og á í útgerðarfyrirtæki, verður að hreinsa það út öðru hvorum megin. „Við getum tekið sem dæmi að ein- hver 10 prósent eignaraðild útlend- ings í einhverju fýrirtæki sem á aft- ur í útgerðarfyrirtæki einhvern hlut, að auðvitað mun það ekki hafa nein áhrif á rekstur útgerðarfyrirtækisins og engin erlend áhrif hafa á það. Ég hef reynt að mynda mér skoðun um hvar eigi að setja mörk og hvernig ætti að fylgja þeim mörkum eftir. Ég hef ekki fundið lausn á því og fagna því þessum úrskurði og tel að hann hreinsi þetta upp og geri fram- kvæmanlegt. Ég sé ekki annað en þetta tryggi það sem við ætluðum og vildum og við viljum ekki að útlend- ingar eignist hér ráðstöfunarrétt á fiskveiðum íslendinga." Stjórnarmenn fyrirtækja telja að erfitt verði að finna kaupendur að bréfum í sjávarútvegsfyrirtækjum og að viðskipti með hlutabréf verði nær ómöguleg. Albert Jónsson hjá Landsbréfum telur að það fari mikið eftir því hve fyrirtækjum verði veitt- ur langur frestur til að losa sig við bréf sín. Ef fresturinn verði mjög stuttur geti bréfin lækkað verulega í verði. -BS Halldór Ásgrímsson. Halldór Ásgrímsson, fyrrum sjávarútvegsráðherra segir að sjónarmiðið sem verði að ríkja: Útlendingar ekki í ísl. sjávarútvegi Lögin sem banna beina sem óbeina eignaraðild útlendinga í íslenskum sjávarútvegsfyrírtækjum voru sam- þykkt í apríl í fyrra, í sjávarútvegs- ráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar. Hann segist nú á engan hátt tilbú- inn að breyta þeim lögum. „Þegar við vorum að undirbúa samningana við Efnahagsbandalag- ið var það meginmál að útiloka er- lenda aðila frá þátttöku í íslenskum fiskveiðum með beinum og óbein- um hætti. Það þýðir það að fyrirtæki sem er að einhverju leyti í eigu er- lendra aðila geti ekki átt í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Það eru ís- lensk lög og þar með er það bannað. Ég er ekki tilbúinn til að breyta þeim lögum, því að ef menn ætla að fara að setja einhver önnur mörk í það, þá er spurningin hvar á að enda. Þannig að mínu mati er þetta sjónarmið sem verður að ríkja og er ekki hægt að komast framhjá." Hall- dór segist vera algjörlega sammála ríkislögmanni og telur að þetta hafi verið vilji laganna og það hefði öll- um mátt vera Ijóst. -BS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.