Tíminn - 11.07.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Laugardagur 11. júlí 1992
Elín og Kristján meö tvlburana fjóra á heimilinu aö Blönduhlíö 29. Börnin eru, taliö frá vinstri: Anna Rut, Herdís, Halldór og Ásta Ýrr.
(Tímamynd Sigursteinn)
í
r
Elín Yrr Halldórsdóttir, sem tvívegis hefur eignast tvíbura:
„Eg bjó mig undir að fá aðra
tvíbura - svo
þeir kæmu ör-
ugglega ekki!“
Flestu er misskipt í heimi hér.
Sumt fólk leggur mikið á sig til
þess aó eignast barn eða börn, en
án árangurs. Vegna þessa fólks
er m.a. gervifrjóvgunardeild tek-
in til starfa við Landspítalann og
aðsókn er mikil. En samt er ár-
angur ekki vís og margir taka
kjörbörn. En þau eru ekki auð-
fengin og fólk ferðast stundum
til fjarlægra heimshluta að leita
þeirra. — En svo eru þær fjöl-
skyldur, og þær eru sem betur
fer fleiri, þar sem allt hefur sinn
hamingjusamlega framgang.
Stundum fæðast meira að segja
tvíburar og þá er sagt að mörgum
þyki nóg um barnalán sitt. En
hvað þá þegar fólk eignast tvenna
tvíbura! Þess gerast dæmi og þar
á meðal eru viðmælendur okkar
hér, þau Elín Ýrr Halldórsdóttir
hjúknmarfræöingur og Kristján
E. Baldursson framkvæmda-
stjóri, sem eignuðust tvíbura 27.
apríl sl. og áttu fyrir aðra tvíbura.
Nýlega hefur málefni foreldra
tvíbura einmitt boríð á góma og
er fróðlegt að heyra hvað þau El-
ín Ýrr og Kristján hafa til þeirra
mála aö leggja.
Jú, það er eitthvað um tvíbura
í ættum okkar beggja foreldr-
anna,“ svarar Elín Yrr fyrstu
spurningu okkar. „Því kom það
ekki sérstaklega á óvart, þegar
Þær eru í Ijónsmerkinu og þau I nautsmerkinu. Anna Rut (t.v) og Ásta
Ýrr með Halldór (t. v.) og Herdísi.