Tíminn - 25.07.1992, Blaðsíða 3
Laugardagur 25. júlí 1992
Tíminn 3
Flugslysið á Sandskeiði á miðvikudag:
Flugvélin var í lagi
Athuganir, sem geröar hafa verið
á flaki svifflugvélarinnar sem brot-
lenti á Sandskeiði á miðvikudaginn,
benda ekki til að neitt hafl verið að
flugvélinni sjálfri, að sögn Bjöms
Bjömssonar hjá Loftferðaeftirlit-
inu.
Beðið verður með frekari rann-
sóknir þangað til flugmaður vélar-
innar hefur náð sér nógu vel til að
hægt verði að tala við hann um at-
burðinn. Búist er við að það verði á
sunnudag eða mánudag.
Maðurinn liggur enn á gjörgæslu-
deild Borgarspítalans og verður
fluttur þaðan í dag eða á morgun.
Hann varð að gangast undir aðgerð
vegna þeirra meiðsla sem hann varð
fyrir við brotlendinguna og er líðan
hans er eftir atvikum.
—GKG.
SEM BER SAMAN KJÖR, REYNSLU OG ÞJÓNUSTU
Það er engin tilviljun að Stúdentaráð Háskóla íslands og Samband íslenskra námsmanna erlendis gengu til samstarfs
við Búnaðarbankann!
Allt að 100% lánshlutfall af væntanlegu láni frá LÍN.
1 % lægri vextir, ekkert lántökugjald eða annar kostnaður.
Gengið frá lánveitingu fyrir allt árið, með einni ferð í bankann.
Sveigjanlegar endurgreiðslur.
Alþjóðiegt hraðbankakort fyrir námsmenn erlendis.
Gjaldeyrisþjónusta á námsmannakjörum.
Námsstyrkir á hverju ári.
Lán vegna búslóðaflutninga að loknu námi erlendis.
5% afsláttur af flutningsgjaldi búslóða með Samskipum hf.
0 Lánsumsóknir og gögn frá LÍN fyrirliggjandi i útibúum bankans.
0 Námslokalán, yfirdráttaheimild, skipulagsbók,
sparnaðarþjónusta, greiðsluþjónusta, innheimtuþjónusta,
fjármálaráðgjöf og fleira.
0 Námsmannalínan er fyrir
alla námsmenn +
18 ára og eldri. NAMS ■
BUNAÐARBANKINN
-svarar kröfum námsmanna
LINAN A
IfTÍÉÍlf
...og tæma póstkassann.
Oryggisverðir VARA
vökva blómin...
tylgjast með gluggum og
hurðum...
...svara simanum þar sem simtals-
flutningur er mögulegur...
ORLOFSVOKTUN
VISA ÍSLAND býður í samvinnu við Öryggisþjónustu VARA nýja þjónustu við
korthafa - ORLOFSVÖKTUN.
Orlofsvöktun er samofíð húsgæslukerfí og framkvæmd reglulegra nauðsynjaverka með
farandgæslu. Orlofsvöktun er fyrst og fremst hugsuð fyrir þá er hyggja á ferðalög eða
verða fjarverandi frá heimili sínu um lengri eða skemmri tíma af öðrum ástæðum.
Orlofsvöktun felur í sér þjófa-, vatns- og reykviðvörun, með bestu fáanlegum tækjum,
einnig eftirlit með rafmagni. Húsgæslukerfi þetta tengist öryggismiðstöð VARA og
vakir yfir heimili þínu allan sólarhringinn. Mönnuð farandgæsla tvisvar í viku er
innifalin í orlofsvöktun, en hægt er að fá fleiri eftirlitsferðir gegn aukagjaldi. Með
orlofsvöktun getur þú áhyggjulaust farið frá heimilinu því að öryggismiðstöð VARA
gerir strax viðeigandi ráðstafanir ef óboðinn gestur fer um heimili þitt, eldur kemur upp
eða vatn flæðir um gólf. Einnig sinna öryggisverðir VARA ýmsum nauðsynjaverkum á
heimilinu, svo sem að vökva blóm, tæma póstkassa, gefa gæludýrum, skipta um spólu í
símsvara eða annast símsvörun með símtalsflutningi þar sem því verður við komið.
Þegar orlofsvöktun lýkur stendur þér til boða að kaupa húsgæslukerfið með 10%
afslætti.
Sérverö fyrir korthafa VISA með 20% afslætti
frá aðeins kr. 7.000,-
miöaé viö tveggja vikna vöktun.
Hafðu samband við öryggisráðgjafa VARA og
fáðu frekari upplýsingar um orlofsvöktunina.
UPPLY SINGASIMI91-29399
g