Tíminn - 25.07.1992, Síða 4

Tíminn - 25.07.1992, Síða 4
4 Tfminn Laugardagur 25. júlí 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYHDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tíminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjórí: Steingrímur Gislason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verö I lausasölu kr. 110,- Gmnnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Stálin stinn Þorsteinn Pálsson entist fjórtán mánuði í stóli forsæt- isráðherra. Þá stefndi allt orðið í óefni um stjórn landsins og hrökklaðist hann frá og flokkur hans varð áhrifalaus það sem eftir lifði kjörtímabilsins. Allt það gæfuleysi varð til þess að landsfundur felldi hann í formannskjöri og Davíð Oddsson hófst til æðstu metorða og er öll sú saga mönnum fersk í minni. Nú er eftir að sjá hvort Davíð tekst að þrauka lengur í forsætisráðuneytinu, en réttir fjórtán mánuðir eru síðan Jón Baldvin dubbaði hann upp í forsætisráðherra úti í Viðey. í ríkisstjórninni eru veður öil válynd og í gær varð að fresta boðuðum fundi þar sem ræða átti ríkisfjármálin, en ekkert samkomulag er um þau fremur en annað. Það er ekki aðeins að stjórnarsamstarfið sé stirt heldur eru deilur flokksbræðranna Davíðs og Þorsteins komnar á það stig að annar hvor þeirra hlýtur að traðka yfir hinn. Fjórða daginn í röð fjallar aðalfrétt málgagns Jóns Bald- vins um deilur þeirra og í gær var stóra fyrirsögnin „Stál í stál um kvóta“. Heimild og höfundur þessara frétta er þingflokksformaður Alþýðuflokksins og sannar það með öðru að þær eru ekki úr lausu lofti gripnar. Eftir helgina mun sjávarútvegsráðherra gefa út reglu- gerð um hámarksveiði þorsks næsta kvótaár. Hann kveðst beita því valdi sínu samkvæmt sannfæringu og hafa að engu kröfur forsætisráðherra um 40 þúsund tonnum meiri þorskkvóta. Þar með verður Davíð niður- lægður svo að hann á vart annarra kosta völ en að víkja Þorsteini úr ríkisstjórninni eftir allar þær yfirlýsingar sem hann hefur gefið um málið. En svo virðist sem Þorsteinn sé búinn að fá megnið af þingflokknum á sitt band og flesta af forystumönnum sjávarútvegsins. Allt er því stál í stál eins og málgagnið segir og valdadögum í ráðherrastólum fækkar. Þá er að koma upp á yfirborðið annað mál sem varðar stjórnarsamstarfið og sýnist óleysanlegt með öllu. Hall- dór Blöndal landbúnaðarráðherra hótar afsögn ef hann verður neyddur til að verða við kröfum krata um að ekki verði staðið við búvörusamninginn við bændur sem síð- asta ríkisstjórn gerði. Þar sem forsætisráðherra er ekki einu sinni fær um að halda frið í eigin flokki og beygja samráðherra sína und- ir eigin vilja, er ekki von til að hann geti greitt úr málum sem geta haft úrslitaáhrif á stjórnarsamstarfið við Al- þýðuflokkinn, sem aldrei þykist geta komið neinu af sín- um málum fram í stjórninni, nema þeim sem líka eru forgangsverkefni íhaldsins en þar fellur samstarfið líka eins og flís við rass. Vandamálin sem að steðja eru mörg og úrræðin fá. Einvígi þeirra Davíðs og Þorsteins um fylgi þingmanna og annarra áhrifamanna innan Sjálfstæðisflokksins um sitt hvora sjávarútvegsstefnuna ber þó hæst þessa dagana og strákslegar yfirlýsingar þeirra beggja benda ekki til að hvorugur vægi og er því ekki spurt um hvor vitið hafi meira eða minna. En fjórtán mánuðirnir eru Iiðnir, sem virðist vera það kvótatímabil sem framagjarnir piltar í Sjálfstæðisflokkn- um endast í forsætisráðuneytinu. Nú er eftir að vita hvort Davíð tekst að slá Þorstein út og sitja í heila fimmtán mánuði. En þá mun líka einhver snýta rauðu í stjórnarráðinu fyrir mánaðarlok. Atli Magnússon: V í sindi verða að vera Vísindin eru ótti og vöndur nútímamannsins. Þau hafa teygt sig inn á öll svið tilveru manna með upplýsingavopna- búr sitt í bakhöndinni. Hinn almenni maður hefur vita- skuld að jafnaði mjög litla þekkinu á hverju hin þúsund fræðilegu álit eru grundvölluð, en hann heillast til að veita þeim tiltrúnað sinn eigi að síð- ur. Sjálfur hefur hann líka ekk- ert sambærilegt í borðið að leggja á móti. Reyni hann að tortryggja vísindin verður hann sjáifkrafa hlægilegur. Sí- fellt er verið að sannfæra fjöld- ann um að allt vanalegt hyggjuvit sé á sandi byggt og fjöldinn verður æ óöruggari um stað sinn í tilverunni. Hon- um er sagt það aftur og aftur að það sem hann, afar hans og ömmur tóku sem gefið sé markleysa og hann fær að sjá tölur og súlurit sem sanna það. Á hverju tölurnar og súluritin hafa verið grundvölluð kemur honum ekki við, og hann sam- sinnir greiðlega að þótt reynt væri að skýra það fyrir honum þá væri það líklega ofvaxið skilningi hans. Hlutskipti hans verður ekki annað en það að taka við — og trúa. Geri hann það ekki verður hann líka oft- ast kjánalegur, sem áður segir. Talað um fisk Nú er talað um fiskinn í haf- inu. Þeir sem geyma lyklana að vopnabúrum vísindanna segja að það sé ekki nema svona og svona mikið af fiski í djúpun- um. En þá kemur upp ein fárra undantekninga frá reglunni. „Ómenntaður maður“ hættir á að gera sig hlægilegan og maldar í móinn. Þetta er skip- stjóri á fiskiskipi og hann segir að það kunni að vera miklu meira af fiski en vísindin vilja hafa fyrir satt að sé. Hann segir að vísindin séu á rangri braut og gefi sér of takmarkaðar for- sendur. Fiskurinn hagi sér eftir fleiri lögmálum en þeim er þau noti til útreikninganna. Hvorir hafa rétt? Hér má þó spyrja hvorir hafi rétt fyrir sér, vísindin eða sjó- arinn. Fiskifræðingarnir eru nefnilega á ýmsan hátt í verri stöðu en margir aðrir sem geyma vísindaþekkingu. Það er vegna þess hve hafið er stórt og því illrannsakanlegt. Spádóm- ar þeirra hafa enda oft reynst marklitlir og þeir eru eins og lús milli tveggja nagla —■ stjórnvalda landsins og sjóar- anna. Sjóararnir eru ekki auð- veldir viðureignar, stóryrtir og vanir því úr starfi sínu að kalla hlutina sínum „réttu nöfnum“. Aftur á móti verða stjórnvöldin að látast hlusta á vísindin fremur en óvalda sjódóna, en vita vel um leið að þau verða að hafa dónana „góða“ líka. Ann- ars geta þeir gert sig erfiða á ýmsa lund. En til allrar hamingju fyrir stjórnvöldin og fiskifræðing- ana þá hefur farið svo að búið er að sá frækornum efans í brjóst dónanna um hið gamla hyggjuvit sem þeir og afar þeirra treystu á. Þótt þeir reyni að andæfa þá láta þeir um síðir skurfóttar og saltstorknar krumlurnar falla sem í angist í skaut sér þegar þeim eru sýnd súluritin og skyggnurnar á stopulum fundum með fræð- ingum og ráðherrum úti um landið. Reynsluvitið bíður lægra hlut eins og alltaf. Komi svo á daginn að það var reynsluvitið sem átti réttu til- gátuna, mun það engu meira virt fyrir það. Reynsluvitið er súluritalaust og því marklaust. Talinn maðkur Allt er þetta þó skiljanlegt. Of miklum fjármunum hefur verið varið til vísindaiðkan- anna til þess að ekki sé íyllsta mark á þeim tekið. Og það ríð- ur svo mikið á að vita hve mik- ill fiskurinn er í sjónum að mældur skal hann verða, hvort sem hann er mælanlegur eður ei. Setji menn sér fyrir sjónir að líf lægi við að vita hve mikill fjöldi af ánamöðkum leynist í húsagörðum á höfuðborgar- svæðinu, þá er augljóst að stofnun yrði komið á fót til þess að telja þá. Rannsókna- menn yrðu sendir út með skjólur á rigningardögum að tína og telja maðka í Norður- mýrinni, á Seltjarnarnesinu, í Hlíðunum og í Laugarnesinu og viti menn: Fyrr en varði væru komin upp súlurit þar sem meðalþyngd þeirra væri tilgreind, svo og fjöldi. Hundr- aðshluti ungviðis í „aflanum" yrði reiknaður út og misjafn- lega sterkir árgangar, sem senn yrði augljóst að stæðu í sambandi við úrkomu og sól- far. Gríðarmikil tölvugögn söfnuðust upp sem frá mundi stafa siíkur lærdómur að eng- inn þyrði að láta liggja nærri að ekki geymdu sannleikann eins og hann legði sig. Samt hlytu fræðin að verða hæpin, því sannleikurinn um mergð ánamaðkanna yrði áfram graf- inn í moldinni, rétt eins og hafdjúpið felur alla sína fiska. Moldin mun aldrei gefa það upp hvert maðkar hennar skríða né hafið hvert fiskar þess synda. En öllum er frjálst að leika sér að því að giska. En vísindi verða að vera, eins og hinn blindi þarf að hafa eitt- hvað til að þreifa sig meðfram. Það er ekki nýtt að menn haldi að verið sé að veiða upp allan fisk við ísland. Hannes gamli Hafstein hafði svo mikið íyrir því að reka lítinn gufutogara úr landhelgi á Dýrafirði fyrir aldamótin að hann drap tvo eða þrjá menn af bátnum sem hann var á og var næstum bú- inn að drepa sjálfan sig að auki. Þetta var á sig lagt vegna þess að um þær mundir töldu ís- lendingar að útlendingar á nokkrum litlum og ófullkomn- um skipum væru að gera fiski- mið þeirra að ördeyðu. Skipti þá engu þótt mið þessi hefðu í reynd verið alfriðuð frá land- námi. En svona er trúin. Og þegar öllu er á botninn hvolft er það enn trúin sem er leiðar- ljósið. Nú er hún þó að því leyti betur stödd en á dögum Hann- esar að hún hefur „vísindi" að styðjast við. „Guð láti gott á vita,“ sagði gamla fólkið.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.