Tíminn - 25.07.1992, Page 5

Tíminn - 25.07.1992, Page 5
Laugardagur 25. júlí 1992 Tíminn 5 : . Efst í fuglabj arginu Halldór Asgrímsson skrifar Hraustir menn Það var eitt sinn sagt um mann, sem talaði og skrifaði mikið um þorskinn, að hann hlyti að hafa verið þorskur í fyrra lífi. Það er eðlilegt að þjóð, sem byggir afkomu sína að mestu leyti á nýtingu auðlinda hafsins, taki ríkan þátt í umræðu um sjáv- arútveg. Það eru því alltaf margir sem eru tilbúnir að tjá sig um það, hvemig staðið skuli að veiðunum. Rekstur sjávarútvegs- ins hefúr áhrif á líf hvers og eins og því er þorskurinn áhrifevaldur um framtíð ein- staklinga, byggðarlaga og þjóðarinnar allr- ar. Flestir efast um að núlifandi menn hafi verið þorskar eða séu verðandi þorskar, en féir em í vafa um gildi þessarar skepnu fyr- ir þá sem lifa og starfa í dag, ákveðnir í að skapa afkomendunum lífvænleg skilyrði. Vonandi sannast það aldrei um Islendinga að þeir séu þorskar á þurru landi. Það, sem gerir ákvörðun um veiðar erfiðari en oft áður, er að fiskifræðingar færa rök fyrir hættuástandi. Dr. John G. Pope, sem hefúr verið fenginn til að fara yfir niðurstöður Hafrannsóknastofnunar, hefur orðað það svo, að við séum komin fram á bjargbrún og ekki sé rétt að ganga fólmandi í myrkri og þoku og taka áhætt- una af því að detta fram af. Ríkisstjóm íslands er nú stödd efst í þessu fúglabjargi. Heilbrigðisráðherrann og forsætisráðherrann em hraustir menn sem ekki hræðast myrkrið. Þeir virðast ætla að treysta því að halda sér í lundahol- umar fremst í bjarginu, ef illa fer. Á bjarg- brúninni dugir ekki að horfa aftur fyrir sig og tala um fortíðina. Áræðnir og vaskir menn hljóta að horfa fram fyrir sig og reyna að horfast í augu við brimið, sem brotnar á kfettunum fyrir neðan. Ef þeir gera það, munu þeir án efa fara aftur yfir sannfærandi og þungvæg rök Popes og annarra fiskifræðinga og halda sér utan við áhrifasvæði iundans. Fortíð — framtíð Nú dugir ekki lengur fyrir núverandi ríkisstjóm að tala um fortíðarvanda. Það þarf að taka ákvarðanir um framtíðina og byggja þær á reynslu og þekkingu. Fortíð- in hefur verið þeim hugleikin og allt illt á sér uppsprettu þar í þeirra huga. Væntan- lega kemur hið góða og uppbyggilega frá þeim og þeirra verkum. Það eina sem vantar er að sýna það, sanna og fé aðra til að trúa því. Það er hins vegar sjávarútvegsráðherr- ann, sem nú þarf að taka veigamikla ákvörðun sem er afdrifarík fyrir framtíð- ina. Það vald verður ekki tekið af honum nema með lagabreytingu eða honum verði vísað úr ríkisstjóm. Hann hefur skyldur sem aðrir ráðherrar geta ekki tekist á hendur fyrir hans hönd. Það er hart sótt að honum og kratam- ir láta það leka út, að forsætisráðherra hafi snuprað hann ítrekað á ríkisstjómarfúndi. Hér er um svo alvarlegt mál að ræða, að það má ekki verða bardagaefni í áfram- haldandi bræðravígum í Sjálfstæðis- flokknum. Þar hafa verið illdeil- ur um margra ára skeið og mörg sár ógróin. Allir, sem fylgjast með, sjá að enn eiga sér stað átök milli Davíðs og Þorsteins. Það em jafnframt átök um fiskveiðistefhuna og þá grundvallarspumingu, hvort treysta eigi afkomu sjávarútvegsins með aðgerð- um stjómvalda. Kvótakerfíð Margir benda á, að nú hafi sannast að kvótakerfið hafi ekki dugað og því þurfi að breyta fiskveiðistefnunni. Það væri óðs manns æði að grípa til þeirra ráða, að taka upp gjörbreytta stjómunarhætti. Flotinn er mjög stór og því má alls ekki nota sókn- armark og aukið frjálsræði við þessar að- stæður. Það er þó eðlilegt að huga að lag- færingum þegar minnka þarf þorskaflann jafnmikið og raun ber vitni. Þá þarf fyrst og fremst að athuga hvað gefur mestan arð, þannig að þjóðarbúið verði fyrir sem minnstum hnekki. Sem dæmi má nefna að mun betri af- koma er í karfafrystingu úti á sjó en í landi. Það er því eðlilegt að endurskoða rekstur frystiskipanna í því ljósi, ekki sérstaklega til að skerða þeirra hag heldur til að auka rekstraröryggi sjávarútvegsins í heild. Við þurfum á því að halda að vinna þorskinn og ýsuna í sem verðmætastar pakkningar, m.a. í þeim tilgangi að viðhalda mikilvæg- um mörkuðum. Ymsir viðskiptavinir hafa getað treyst á afúrðir frá íslandi og við verðum að leggja okkur fram um að sinna þörfum þeirra. Þorskurinn og ýsan eru mikilvægustu tegundimar fyrir landfryst- inguna og því eðlilegt að vinnslu þeirra sé beint í meira mæli þangað. Útflutningur á óunnu hráefni hlýtur jafnframt að verða afgangsstærð. Rekstrarvandi í núverandi ríkisstjóm hefúr verið mikil tregða til að koma til móts við erfiða stöðu sjávarút- vegsins. Engin rök vom til þess að taka veiðiheimildir Hagræðingar- sjóðs í ríkis- sjóð, eins og nú hefúr verið gert Það er engin leið að komast fram úr fyrirhuguð- um samdrætti nema að nota þessi 12 þús. þorskígildi til jöfnunar. Það var gert á sín- um tíma þegar við urðum fyrir áfalli í loðnuveiðunum. Það reyndist vel og varð til þess að hægt var að komast í gegnum þann samdrátt án meiri háttar áfalla. Þessa ákvörðun getur ríkisstjómin tekið strax og leitað síðar eftir staðfestingu Alþingis. Ekki mun stjómarandstaðan tefja fyrir því í ljósi andstöðu við óskynsamlegar breyt- ingar, sem gerðar vom af stjómarliðinu á síðasta Alþingi. Það er því rangt hjá forsæt- isráðherra að bíða verði með ákvarðanir þar til Alþingi kemur saman. Slíkar leiðir má ræða nú þegar við sjávarútvegsnefhd þingsins, sem er að störfum. Líklegt er að hann og Alþýðuflokkurinn séu að kokka nýja þvælu um veiðileyfagjald, ef marka má fyrri reynslu. Það verður ekki búið við það mikla tap, sem nú er í fiskvinnslunni, og ríkisstjóm- in stendur frammi fyrir því hvort mæta eigi þeim staðreyndum með aðgerðum eða afskiptaleysi. Fram að þessu hefur af- skiptaleysið verið allsráðandi. Alvaran blasir við og má því segja að nú reyni fyrst á hvort núverandi ríkisstjóm getur ráðið við verkefni sín og tryggt framleiðslustarf- semina. Fleira til en þorskur Fiskifræðingar telja að hrygningar- stofninn megi alls ekki minnka. Ef hann minnkar, getur skapast mikið hættu- ástand sem gæti leitt af sér hrun stofhsins. Við höfum því ekki efhi á mikilli áhættu á því sviði, en það er fleira til en þorskur. Það leynast víða matarholur í hafinu, ef tæki- færin em nýtt. Aðrir fiskistofhar fó meira svigrúm, ekki síst loðna og rækja, eins og dæmin sanna. Við verðum því að nýta aðra möguleika og hika ekki við að gera meira úr því sem á land kemur. Þar þarf að beita stjómvaldsaðgerðum í mörgum tilvikum, en á því er fúllur skilningur meðal lands- manna. Þeir, sem hafa réttinn til að nýta fiskimiðin, geta ekki skorast undan því að bera þær skyldur, sem skapa sem mest verðmæti. Krafan og þörfin er svo rík nú að ekki verður undan því vikisL Bjargbrúnin Núverandi sjávarútvegsráðherra hefur reynt að fá sem bestar leiðbeiningar frá ýmsum aðilum. Nú hefur honum verið sagt af hlutlausum aðilum að við séum komin fram á bjargbrún. Hann hefur ekki heimild frá þjóðinni til að fara fremst á bjargbrúnina. Forsætisráðherra og heil- brigðisráðherra geta ekki leyft sér að leiða hann á milli sín þangað. Nú verða þeir að sýna hvort þeir geta horft fram á veg og tekið erfiðar ákvarðanir. Þeir verða jafnframt að gera margvís- legar ráðstafanir, sem tryggja rekstrar- stöðu sjávarútvegsins og byggðarinnar í landinu. Þeir þurfa að kyngja miklu af því, sem þeir hafa áður sagt, og leita meiri samstöðu en þeir hafa talið sig þurfa hing- að til. Þeir verða að gera sér grein fyrir því, að þeir eru með alla þjóðina með sér efst í fuglabjarginu, og vonandi rata þeir rétta leið áður en það verður um seinan. Það, sem er þorskinum fyrir bestu, er þjóðinni fyrir bestu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.