Tíminn - 25.07.1992, Síða 8

Tíminn - 25.07.1992, Síða 8
8 Tíminn Laugardagur 25 júlí. 1992 Dagana 15.-22. júní átti ég þess kost aö heimsækja Tai- wan. Það var í boöi stjórn- valda þar. Þau leggja á þaö mikla áherslu að kynna land sitt og þjóð. Meö mér í ferð- Inni voru eiginkona mín, Edda Guömundsdóttir, og Heimir Hannesson og eiginkona hans Oddný Björgvinsdóttir. Á Tai- wan átti ég viðræður viö fjölda manns, m.a. forsætisráöherra landsins. Mér þykir ýmislegt af þvi, sem ég kynntist, eiga erindi til okkar Tslendinga. Svo er ekki síst nú á tímum ráð- og dáð- lausrar ríkisstjórnar, sem elur á vonleysi og svartsýni með þjóðinni. Segja má að á Taiwan sé það sem nefna mætti „skipulögð markaðshyggja". Árangurinn hefur veriö afar mikill. Saga og stjórnarfar Eyjan er 36.000 km2 að stærð og liggur skammt undan meginlandi Kína. Síðustu aldir hefur hún oftast verið hluti af Kína. Chiang Kai- shek flúði þangað árið 1949 ásamt her sínum og u.þ.b. tveimur millj- ónum Kínverja undan kommúnist- um Maós, sem þá höfðu lagt undir sig meginlandið. Chiang Kai-shek viðurkenndi aldrei ósigur sinn, og skýrt er tekið fram í stjórnarskrá landsins að Taiwan sé hluti af Kína og þeir gera tilkall til meginlands- ins. Eyjuna nefna þeir reyndar Lýð- veldið Kína. Kommúnistarnir á meginlandinu telja Taiwan sömu- leiðis hluta af Kína og gera einnig tilkall til eyjunnar. Þetta veldur nokkrum erfiðleikum í alþjóðaviðskiptum. Ríkisstjórnin í Peking mótmælir harðlega öllu því sem líta má á sem viðurkenningu á sjálfstæði Taiwan. Þess vegna hafa fáar þjóðir opinbert stjórnmálasam- band við landið. Chiang Kai-shek stjórnaði landinu sem einræðisherra á meðan hann lifði. Sá stjórnmálaflokkur, sem hann studdist við, ræður í raun enn lögum og lofum. Að vísu á að heita stjórnmálafrelsi og stjórnmála- flokkarnir eru orðnir 60, en aðeins einn andstöðuflokkur hefur náð umtalsverðu fylgi, um 25 af hundr- aði kjósenda. Það er frjálslyndur miðflokkur. íbúar Taiwan eru orðnir um 22 milljónir og er eyjan sú næstþétt- býlasta í heimi. íbúarnir eru að langmestu leyti Kínverjar, aðeins örfáir ættbálkar frumbyggja finnast þar enn. Byggðin er langsamlega mest á vesturströnd eyjunnar. Nyrst er höfuðborgin láipei. íbúar henn- ar eru um 2,5 milljónir, en sunnar- lega er hafnarborgin Kaohsiung með um 1,3 milljón íbúa. Efnahagur Kfnverjar á Taiwan hófu strax Hinir vísindalegu iöngaröar. Steingrímur Hermannsson: TAIWAN skipulega að byggja upp efnahag landsins. Flestir kannast við fatnað og fleira með merkinu „Made in Tai- wan“ (framleitt á Taiwan). Með ódýru vinnuafli, en eljusemi og vandvirkni, juku þeir framleiðsluna og útflutninginn jafnt og þétt, og gera reyndar enn. Vöxturinn hefur að jafnaði verið um 7-8 af hundraði á ári. Þjóðartekjurnar eru nú orðn- ar um 10 þús. dollarar á hvern mann, sem er tæplega helmingur þjóðartekna íslendinga. Taiwan-bú- ar eiga nú stærsta gjaldeyrisvara- sjóð í heimi. Verðlag og laun hafa jafnt og þétt hækkað, svo þeir eru ekki lengur samkeppnisfærir með ódýra, vinnu- aflsfreka framleiðslu. Þetta hefur engum verið betur ljóst en þeim sjáifum. Þeir hafa því skipulega flutt þá framleiðslu úr landi þangað sem vinnuaflið er ódýrara, en um leið skipulega byggt upp verðmeiri framleiðslu heima, ekki síst á sviði hátæknibúnaðar. Verðlag og laun hafa jafnt og þétt hækkað, svo þeir eru ekki lengur samkeppnisfærir með ódýra, vinnu- aflsfreka framleiðslu. Þetta hefur engum verið betur ljóst en þeim sjálfum. Þeir hafa því skipulega flutt þá framleiðslu úr landi þangað sem vinnuaflið er ódýrara, en um leið skipulega byggt upp verðmeiri framleiðslu heima, ekki síst á sviði hátæknibúnaðar. Kínverjar á Tai- wan hafa á undanförnum árum fjár- fest um 4 milljarða dollara hjá erki- óvinum sínum, kommúnistunum á meginlandi Kína. Þar eru laun u.þ.b. 1/10 af launum á Taiwan. Þar framleiða þeir nú ódýran klæðnað undir merkinu „Made in China" (framleitt í Kína). Atvinnurekstur- inn er að langmestu leyti í höndum einkaaðila. Fyrir utan nokkur stór fyrirtæki, einkum í flutningum og olíuiðnaði, eru framleiðslufyrirtæk- in yfirleitt smá. En þótt samkeppni sé mikil, ekki síst í útflutningi, er samstarf þó talið sjálfsagt og fram- leiðslunet algeng. Samstarf í út- flutningi og efnahagsmálum al- mennt á milli stjórnvalda og at- vinnuveganna er mikið. Þetta samstarf stjórnvalda og einkafram- taksins í atvinnu- og efnahagsmál- um mætti nefna skipulagða mark- aðshyggju. Þáttur stjórnvalda Á Taiwan telja stjórnvöld ekki að atvinnulífið sé þeim óviðkomandi. Þvert á móti virðast þau telja það sína skyldu að skapa nauðsynlegan grundvöll og ramma um atvinnulíf og hagvöxt. Markmiðið er og hefur ætíð verið: Full atvinna og mikill hagvöxtur. Þetta hefur tekist. Atvinnuleysi er nánast óþekkt og hagvöxtur hefur verið 7-8 af hundraði flest ár. Til þess að ná þessum markmiðum eru áætlanir taldar sjálfsagðar og reyndar nauðsynlegar. í tengslum við hvert ráðuneyti atvinnuveganna starfa ráð sem vinna að gerð áætl- ana á viðkomandi sviði. í þessum ráðum sitja háttsettir fulltrúar at- vinnulífs og ríkisstjórnar, jafnvel ráðherrarnir sjálfir. Formenn ráð- anna eru ekki ráðherrar, en sitja þó ríkisstjórnarfundi, eru eins konar aðstoðarráðherrar og valdamiklir. Undir forustu ráðanna vinna stjórn- völd síðan markvisst að þeim fram- kvæmdum sem þeim tilheyra. Menntun Þegar ákveðið var að þróa hátækni og aðra hálaunaframleiðslu var Tai- wan-búum að sjálfsögðu ljóst að leggja yrði mikla áherslu á mennt- un. Til menntunar hefur fátt verið sparað. Skyldunám er 9 ár og er fullyrt að það sé mjög vandað. Þessi menntun er að sjálfsögðu öll greidd af opin- beru fé. Háskólar eru orðnir yfir 20 í land- inu. Þeir eru margir á sviði tækni og vísinda og þykja góðir. Skóla- gjöld eru nokkur, en styrkir miklir, einkum til efnilegra námsmanna. Taiwan-búar leggja jafnframt mikla áherslu á að senda námsmenn til æðri menntunar erlendis, einkum til Bandaríkjanna. Þangað fara yfir 3000 námsmenn á ári hverju og heim koma á hverju ári nokkur hundruð með doktorsgráður. All- margir námsmenn setjast að sjálf- sögðu að erlendis, en hins vegar er mikil áhersla lögð á að laða þá heim, meðal annars eru mjög góð laun og kjör að öðru leyti í boði. Hátækni og vísinda- iónaóur Eins og fyrr segir hafa Taiwan-bú- ar undanfarin ár skipulega þróað hátækni-, vísinda- og hálaunaiðn- að. Athyglisverðasta framtakið á því sviði sá ég þegar ég heimsótti hina svonefndu Vísindalegu iðngarða. Þar hefur á undanförnum ellefu ár- um verið skipulagt og byggt upp iðnaðarsvæði í tengslum við einn helsta tækniháskóla Iandsins. Svæðið er um 2000 hektarar. Þar hefur Rannsóknaráð Taiwan skipu- lagt og lagt götur, byggt höfuð- stöðvar, sett upp fullkomnustu fjar- Viöræöur viö aöstoöarutanrlkisráöherra Taiwan dr. Fang Chin Yen, sem er lengst til hægri á myndinni. Aörir eru taliö frá vinstri: Oddný, Edda, Heimir og Steingrlmur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.