Tíminn - 25.07.1992, Side 11

Tíminn - 25.07.1992, Side 11
Laugardagur 25. júlí 1992 Tíminn 11 Bjartsýni ríkir hjá forsvarsmönnum Þjóðhátíðar í Eyjum: Búist er við yfir 9 þúsund manns til Eyja Frá fyrri þjóöhátíö. Dagskrá Þjóðhátíðar Þjóðhátíð í Eyjum verður haldin að venju um þessa verslunarmanna- helgi, en Þjóðhátíð hefur verið fast- ur punktur í þessari stærstu ferða- helgi ársins um margra ára skeið. Forráðamenn hátíðarinnar búast ekki við færri en níu þúsund manns í ár og segja að öll viðbrögð enn sem komið er gefi ekki annað til kynna. Allt stefnir í metflutninga hjá Flug- leiðum og þá hefur flutningsgeta Herjólfs margfaldast með tilkomu nýrrar ferju. Þess utan er íslands- flug með áætlun og leiguflug Vals Andersen flýgur frá Bakka í Landeyj- um, en þaðan er einungis fimm mínútna flug í Eyjar. Að sögn Sigmars Georgssonar, framkvæmdarstjóra íþróttafélagsins Þórs í Vestmannaeyjum, sem er framkvæmdaraðili Þjóðahátíðar í ár, hefur undirbúningur undir hátíðina gengið eins og best verður á kosið og hefur veðrið leikið þar aðalhlut- verkið. Hann segir mikinn fjölda manna hafa starfað að undirbúningi í Herjólfsdalnum og það sé afskap- lega létt hljóð í mannskapnum. „Eg held að ég sé ekki að ýkja þegar ég segi að við finnum strauminn liggja hér út í Eyjar. Við heyrum góðar fréttir frá Flugleiðum og Herjólfi hf.,“ sagði Sigmar Georgsson í sam- tali við Tímann. Á þjóðhátíð í Eyjum verða það Sál- in hans Jóns míns og Todmobile, sem að auki hafa sér til fulltingis þá Pétur Kristjánsson og Geira Sæm, en þessar tvær hljómsveitir bera hit- ann og þungann af dansleikjunum. Þess utan er helgin þéttskipulögð af skemmtiatriðum við allra hæfi, allt frá skemmtunum fyrir yngstu ald- urshópana upp í skemmtanir sem þóknast foreldrum. Þá verður Bylgj- an með svæðisútvarp auk þess sem komið verður inn í almenna dagskrá útvarpsstöðvarinnar. Að venju verður boðið upp á viða- mikla flugeldasýningu, brennu á Fjósakletti, brekkusöng og varðeld. Þetta segir Sigmar vera það sem hæst ber á Þjóðhátíðum og á þess- um stundum sjáist alltaf best hve margir eru í dalnum því þá séu allir úti við. Á Þjóðhátíð í fyrra voru um níu þúsund manns í dalnum þegar best lét og sagði Sigmar að menn ætluðu sér ekki minna í ár. „Okkur finnst þetta vera betri viðtökur en við þekkjum áður og ég held að menn séu búnir að fá nóg af útihátíðum sem hafa leyst upp í ekki neitt. Jafn- vel þó að veður sé ekki eins og best verður á kosið í Vestmannaeyjum, þá eru aðstæður þess eðlis að Þjóð- hátíðin rennur ekki út í sandinn, þar sem dalurinn er svo lokaður. Þá stöndum við vel að vígi hvað dag- skrána varðar, þar sem hún er mjög fjölbreytt og eitthvað er fyrir alla, böm sem fullorðna," sagði Sigmar. Hann sagði ennfremur að Þjóðhátíð væri orðin svo rótgróin og stöðluð að menn vissu alltaf að hverju þeir gengju þegar farið væri út í Eyjar. Bæði Flugleiðir og Herjólfur skipu- leggja pakkaferðir á Þjóðhátíð auk þess sem íslandsflug og leiguflug Vals Andersen munu fljúga með far- þega. Sigmar segist hafa fengið upp- lýsingar frá þessum aðilum sem eru allar á sömu lund og segja að mikil eftirspurn sé eftir ferðum til Eyja. Sigmar Georgsson sagði að flutn- ingsgeta flugfélaganna og Herjólfs væri mikil í ár. Flugfélögin væm stöðugt að bæta við ferðum og þá hefði bæst við nýr og stærri Herjól- fur sem margfaldaði flutningsgetu á sjó. Þá væri alltaf hægt að leita á náðir gamla Herjólfs sem væri til taks í Vestmannaeyjahöfn. Að sögn Gunnars Más Sigurfinnsonar, blaða- fulltrúa Flugleiða í Vestmannaeyj- um, stefnir allt í metflutninga í ár og sagðist hann búast við að félagið myndi flytja um 1200 farþega í ár. Búið væri að fylla allar þær ferðir sem áætlaðar væru á fimmtudegi og föstudegi og væri unnið í því að fjölga ferðum. Til marks um það hve aðsóknin væri góð væru einnig að fyllast þær vélar sem væru áætlaðar á þriðjudegi og miðvikudegi. Það er Ijóst að það er mikilvægt fyr- ir allt íþróttalíf í Vestmannaeyjum að Þjóðhátíð í Eyjum gangi vel. Það eru íþóttafélögin tvö Þór og Týr sem halda mótin sitt hvort árið og segir Sigmar að vel heppnuð Þjóðhátíð haldi hvoru félagi um sig gangandi í þau tvö ár. Sérstaklega er það mikil- vægt nú á síðari árum þar sem erfið- ara hefur verið að fá styrk fyrirtækja, en það væri þó alltaf leitað til þeirra ef Þjóðhátíð gengi ekki nógu vel. Miðaverð er það sama á Þjóðhátíð nú og í fyrra, eða 6500 kr en 6000 ef keypt er í forsölu. Þá hafa forráða- menn hátíðarinnar fengið bæði Flugleiðir og Herjólf til að halda flugfargjöldum einnig á sama verði og í fyrra. Hjá Flugleiðum kostar pakkinn 10.990 en ef farið er með Herjólfi og rúta tekin frá Umferðar- miðstöðinni í Reykjavík kostar pakkinn 9.000.- -PS Föstudagur 31. júlí 13.00 Létt lög í Dalnum 15.00 Lúðrasveit Vestmannaeyja Þjóðhátíðin sett: Formaður Þórs, Þór I. Vilhjálmsson Hátíðarræða Lúðrasveit Vestmannaeyja Hugvekja: Séra Bjarni Karlsson Lúðrasveit Vestmannaeyja 16.20 Barnagaman: Vertu til hóp- urinn Leikir, látbragð, trúðar og drauma- spuni 17.00 Bjargsig af Fiskhellisnefi 17.15 Knattspyma á Þórsvelli íslm.ÍBV ‘79 og Islm. ÍBV 2.fl. ‘80 17.30 Söngvarakeppni barna í umsjá hljómsveitarinnar Sálin hans Jóns míns Barnadansleikur: Sálin hans Jóns míns 20.00 Létt lög í dalnum 20.30 Kvöldvaka á Brekkusviði Hljómsveitin TúrbóEftirhermur: Jó- hannes Kristjánsson Harmonikuleikur: Örvar Kristjáns- son Þjóðhátíðarlagið kynnt: Hljómsveit- in Sálin hans Jóns míns, Stefán Hilmarsson og Bryndís Ólafsdóttir Dixie Bandið, „Vinir Óla“ Geiri Sæm Todmobile Richard Scobie og Siggi Kristins Brekkusniglarnir ásamt hljómsveit- inni Prestó 23.00 Dansleikir á báðum pöllum til kl. 5.00 Á Brekkusviði leika hljómsveitirnar Todmobile og Sálin hans Jóns míns. Á Tjamarsviði leikur hljómsveitin Prestó 24.00 Þjóðhátíðarbrenna á Fjósa- kletti. Laugardagur 1. ágúst 00.00 Létt lög í Dalnum 14.00 Barnaskemmtun á Brekku- sviði: Vertu til hópurinn sýnir leikrit: Froskurinn sem vildi fljúga. Stóru börnin leika sér, með Þorvaldi B. Þorvaldssyni, Eyþóri Arnalds, Andreu Gylfadóttur, Geira Sæm og Stefáni Hilmarssyni. Tveir með öllu, Jón Axel og Gulli Helga bregða á leik með börnunum og útbýta Tópas og grilla SS pylsur ofan í börnin. 16.00 Kaffihlé 17.00 Barnadansleikur með Sál- inni hans Jóns míns 20.00 Létt lög í Dalnum 20.30 Kvöldvaka á Brekkusviði: Hljómsveitin Túrbó, Jóhannes Kristjánsson með eftirhermur, Pét- ur Kristjánsson, Sálin hans Jóns míns, Örvar Kristjánsson leikur á harmoniku, Bluesmobile, Richard Scobie og Siggi Kristins, Todmobile, Brekkusniglarnir og Hljómsveitin Prestó. 23.00 Dansleikir á báðum pöllum til kl. 5.00 Brekkusvið: Sálin og Todmobile Tjarnarsvið: Prestó 24.00 Flugeldasýning á Fjósa- kletti. Sunnudagur2.ágúst 10.00 Létt lög í Dalnum 14.00 Tveir með öllu, Jón Axel og Gulli Helga bregða á leik með börn- unum. 16.00 Með allt í botni. Stórhljóm- sveitirnar Sálin hans Jóns míns og Todmobile fá ærlega útrás á útihá- tíð. 17.00 Barnadansleikur í umsjá Todmobile. 20.00 Létt lög í Dalnum. 20.30 Oddgeirssyrpa. Hljómsveitin Prestó og Brekkusniglarnir rifja upp gömlu Oddgeirslögin. 23.00 Brekkusöngur og varðeldur. Árni Johnsen verður á sínum stað með gítarinn. 24.00 Flugeldasýning á hægu nót- unum. 24.15 Dansleikur á báðum pöllum til kl. 5.00 Brekkusvið: Todmobile og Sálin Tjarnarsvið: Prestó. kaupfélag Skagfirðinga VARMAHLÍÐ selur allar almennar neysluvörur ásamtýmsum feröavörum og smáréttum „ ' Z'-íT'' ■ ’-'C. 3 þjónusta

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.