Tíminn - 25.07.1992, Qupperneq 21
Laugardagur 25. júlí 1992
Tíminn 21
ur að sögn Alfreðs eins og best verður á
kosið og tjaldstæðin sömuleiðis. Sömu
sögu er að segja um aðstöðu til dans-
leikjahalds, en UÍA fékk til liðs við sig
verkfræðing til að hanna 150 fermetra
svið, sem hefur þar verið reist og kost-
ar á þriðju milljón. Það er ætlun þeirra
Austanmanna að svæðið verði framtíð-
arútihátíðarsvæði á Héraði og því var
sviðið byggt með það fyrir augum að
það væri komið til að vera og sagði Al-
freð að þetta væri lýsandi dæmi um
það að það væri ekki verið að tjalda til
einnar nætur, eins og oft væri um að
ræða hjá aðstandendum útihátíða.
Skemmtiatriðin á Eiðum eru ekki af
verri endanum, en þar koma fram
hljómsveitimar Stjómin, GCD með þá
Bubba Morthens og Rúnar Júlíusson
fremsta í flokki, Undir Tunglinu, Af lífi
og sál, Ozon frá Norðfirði og Víkinga-
sveitin frá Djúpavogi. Að auki skipa
meðlimir Stjómarinnar að mestum
hluta hljómsveitina Maggi og Grað-
naglamir. Tvennir hljómleikar verða
haldnir og em það þeir Pálmi Gunn-
arsson og Bubbi Morthens sem þá
halda. Það er margt annað til skemmt-
unar á Eiðum um verslunarmanna-
helgina, haldin verður blautbols-
keppni, þar sem keppendur klæðast
bikinibuxum og bol, Magnús Ver,
Eldborg ‘92 á Kaldármelum um verslunar-
mannahelgina:
Útihátíö í tilefni
70 ára afmælis HSH
Um næstkomandi verslunar-
mannahelgi verður í fyrsta sinn
haldin útihátíð á Kaldármelum á
Snæfellsnesi, Eldborg ‘92, sem
dregur nafnið af nærliggjandi fjalli.
Það er Héraðssamband Snæfells-
og Hnappadalssýslu sem stendur
fyrir hátíðinni, en sambandið er 70
ára um þessar mundir.
Dagskrá mótsins er vegleg og er
listi hljómsveita sem sjá um fjörið
bæði langur og áhugaverður. Það
verða hljómsveitimar Síðan skein
sól, Ný dönsk, Júpiters og KK
bandið sem bera hitann og þung-
ann af skemmtuninni, en þeim til
aðstoðar verða Blues brothers,
Kolrassa krókríðandi og lipstick lo-
vers og í svokölluð Rave-tjaldi leika
hljómsveitimar Ajax, Insane, Mind
in motion og T-world. Einnig mæta
þeir Ómar Ragnarsson og Her-
mann Gunnarsson sem munu gera
sitt besta til að létta lund sam-
komugesta, en sá síðamefndi er
skemmtanastjóri. Hermann mun
sjá um hæfileikakeppni, stjömulið
Ómars Ragnarssonar og Rokk-
landsliðið í knattspymu taka leik,
aflraunir og vítaspymukeppni í
knattspyrnu verða einnig meðal
skemmtiatriða.
Aðgangseyrir er krónur 5.900, en
unglingar á aldrinum 12-16 ára
greiða 4.900 og yngri en 12 ára fá
frítt inn.
Dulbúnar stjörnur
Það er ekki sældarlíf að vera
frægur í hinum stóra heimi. Sem
dæmi um það er meðfylgjandi
mynd af þeim Robert De Niro og
stórfyrirsætunni Naomi Camp-
beli, sem gerðu allt til að þekkjast
ekki né sjást á meðan þau eyddu
rómantískri viku í París. Líklega
átti dvöl þeirra saman ekki að fara
hátt þar sem Robert hefur átt í
sambandi við annan kvenmann,
Toukie Smith, um nokkurn tíma.
Til að komast hjá því að þekkjast
þegar þau vom að fara inn á Ritz
hótelið í París, þar sem þau
dvöldu svítunni, hafði Robert rak-
að af sér hárið að mestu og Naomi
var með hatt, sólgleraugu og
gerviyfirvaraskegg, sem sést á
myndinni ef vel er að gáð. Þetta
laumuspil ástarfúglanna tókst nú
ekki þar sem það náðist að festa
flug þeirra á filmu.
Dagskrá útihátíðarinnar á
Eiðum 1992
sterkasti maður heims, stjómar krafta-
jötnakeppni í anda keppninnar um
sterkasta mann heims og einnig verður
haldin söngvarakeppni. Þar gefst kepp-
endum kostur á að syngja með einni af
vinsælustu hljómsveitum landsins,
Stjóminni, og einnig er um gott tæki-
færi að ræða til að koma góðum söngv-
umm á framfæri.
UÍA hefur leigt hljóðkerfi Reykjavík-
urborgar til hátíðarinnar og þá er teflt
fram mjög öflugu ljósakerfi.
Það kostar 6.000 krónur fyrir fúll-
orðna inn á útihátíðina á Eiðum, en
frítt er fyrir 14 ára og yngri. Ef komið
er á svæðið eftir klukkan 8.00 að
morgni sunnudags kostar 3.000 krón-
ur inn. Flugleiðir bjóða upp á svokall-
aðar pakkaferðir frá Reykjavík á hátíð-
ína og kostar það 15.900, þar sem inni-
falið er flug báðar leiðir auk miða á
svæðið.
Föstudagur 31. júlí
kl 20.00 Pálmi Gunnarsson
21.00 Af iífi og sál
22.00 Víkingasveitin
23.00 JetBIackJoe
24.00 GCD
02.00 Stjómin
Laugardagur 1. ágúst
ld. 13.00 Magnús Ver og Eiðajöt-
unn ‘92
16.00 Söngvakeppnin Eiða
barkinn
20.00 Bubbi Morthens hljóm-
leikar
kl. 21.00 Ozon
22.00 Undir Túnglinu
23.00 Maggi og Graðnaglamir
24.00 Stjómin
02.00 GCD
Sunnudagur 2. ágúst
Kl. 14.00 Blautbolskeppni
16.00 Söngvakeppni úrslit
20.00 Víkingasveitin
21.00 Undir Túnglinu
22.00 Ozon
23.00 Aflífiogsál
24.00 JetBlackJoe
01.00 GCD
02.00 Stjómin -PS
ER EKKILIFHIDASAMLEGT?
'O
Þeaar konan skammast í framsætinu, kallinn gleymdi heymarhlífunum,
uppahalds liðið að spila í beinni útsendingu, krakkamir snarvitlausir aftur
í, kærulausar rollur við þjóðveainn og gamall kall með hatt búinn að vera
ó undan þér á sínum Moscovits síðustu 100 kílórpetranna.
Hvað er þá betra en að stoppa í Veitingaskálanum BRÚ, teygja úr sér,
nærast og hlaða rafhlöðurnar. Munau svo bara að vera a undan
Moskovitseigandanum út.
'4
VERIB VELKOMIN 4
AfCIÐ VARLEGA MEÐ BELTIN SPENNT OG
SYNIÐ TILITSEMII UMFERÐINNI.
VÖRUHÚS KÁ
Selfossi
ALLAR VORUR A EINUM STAÐ
Opið: Mánudaga-fimmtudaga kl. 9-18.00. Föstudagakl. 9-19.00. Laugardaga kl. 10-16.00.
STÓRMARKAÐUR Á RÉTTUM STAÐ