Tíminn - 08.08.1992, Side 4

Tíminn - 08.08.1992, Side 4
4 Tíminn Laugardagur 8. ágúst 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Timinn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verö (lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Fíllinn er enn í glervörubúðinni Miðað við þann fyrirgang sem verið hefur varð- andi heilbrigðismál síðan núverandi heilbrigðis- ráðherra tók við völdum mætti ætla að stórar upphæðir hefðu sparast í þeim málaflokki. Sú er ekki raunin. Sérfræðikostnaður hefur stórhækk- að, lyfjakostnaður hefur ekki lækkað. Þjónusta sjúkrahúsanna ekki heldur. Þegar grannt er skoðað rekur eitt sig á annars horn í aðgerðum í heilbrigðismálum og bægslagangurinn og stríðs- yfirlýsingarnar skila engum árangri. Hár sérfræðikostnaður er ekki ný bóla. Á árun- um 1983-1988 hækkaði þessi kostnaður um 900 milljónir króna á föstu verðlagi. Þegar Guð- mundur Bjarnason tók við embætti heilbrigðis- ráðherra tókst með samningum við sérfræðinga, sem sæmileg sátt var um, að lækka þennan kostnað um 150 milljónir á einu ári. Árið 1991 var svo farið í frekari aðgerðir til þess að stuðla að lækkun þessa kostnaðar. Þær voru í því fólgnar að lækka gjöld til heimilislækna og heilsugæslu- lækna, en hækka gjöld til sérfræðinga. Með þessu jókst eftirspurnin eftir ódýrari þjónustunni og hún var í mjög mörgum tilfellum nægjanleg. Á þennan hátt spöruðust 100 milljónir króna á einu ári. Nú hefur hins vegar verið söðlað um í þessum efnum. Gjöld fyrir heimsóknir til heimilis- og heilsugæslulækna hafa verið hækkuð, þannig að aukin aðsókn er til sérfræðinganna á ný og kostnaður ríkissjóðs vegna sérfræðiþjónustu hef- ur þotið upp á við. Jafnframt hefur deildum sjúkrahúsa verið lokað í sparnaðarskyni, en sér- fræðingum er ekki sagt upp, þannig að þeir taka á móti sjúklingum í auknum mæli á sínum lækn- ingastofum. Heilbrigðisráðherra sparar ekki stríðsyfirlýsing- arnar fremur en fyrri daginn á hendur sérfræð- ingum og nú er allt komið í bál og brand. Til- gangurinn er skiljanlegur, að spara fé. Auðvitað þarf að stilla þessum kostnaði í hóf, en fyrirgang- urinn leysir ekki þetta mál fremur en önnur í heilbrigðiskerfinu. Aðgerðir sem ekki eru undir- búnar sem skyldi skila ekki neinum árangri og síst af öllu þegar vaðið er í málin án yfirsýnar yfir heildaráhrifin. Heilbrigðismálin eru viðkvæmur málaflokkur og það er höfuðnauðsyn að allar aðgerðir séu vel grundaðar. Það skyldu ráðherrann og hans að- stoðarmenn hafa í huga. Það er alveg ótækt að ganga fram eins og fíll í glervörubúð í viðkvæm- um málum. Atli Magnússon Hættan við það að vera til Fyrir skemmstu var farið að keyra nýja auglýsingasyrpu í sjónvarpinu um hin og þessi ólánleg atvik sem ekki sé ólík- legt að beri að höndum vorum í dagsins önn á morgun og ef ekki á morgun þá nær áreiðan- lega áður en vikan er liðin. Þótt auglýsingunum sé ekki annað ætlað en að hvetja vinsamlega til aukinnar aðgátar við störf og leik þá eru þær svo í stílinn færðar að þær eru sjálfar bein lífshætta, til dæmis ef áhorf- endur eru veilir fyrir hjarta; menn blána í framan og finnst þeir þurfa að grípa um eitthvað sér til stuðnings, svo ógnvekj- andi eru þessar góðu og hollu ábendingar: Tækni fremstu framleiðenda hryllingsmynda er óspart beitt, svo í nærsenum sem hljóðtækni. Að þessu slepptu gerir auglýs- ingasyrpan samt ekki annað en að árétta að það hefur alltaf verið hættulegt að vera til. Enginn veit í verunni hvort hann snýr heill heim til húsa að kvöldi, sem gengur út að morgni. Kannske verður ekið yfir hann og hann blátt áfram drepinn eða eitthvert annað slys hendir hann — skekkir, brýtur og örkumlar. Menn upp- götva einhverja misfellu á heilsufari sínu eitthvert kvöld- ið eða morguninn og það kem- ur innan skamms í ljós að end- irinn er í vændum fyrir til- verknað hrað- eða seindrep- andi sjúkdóms. Það þótti hnyttin fyndni hér einu sinni að hættulegasti staöur sem um gæti væri rúmið manns, því þar dæju flestir. Svipað er um eignir manna. Bruna eða flóð ber að höndum, þjófur hverfur út með búslóðina og áralangur sviti hefur runnið til lítils, nema menn séu svo lánsamir að hafa tryggt sig fynr einmitt þeirri tegund af skaða sem hendir þá. „Öryggi!“ Nákvæmlega og eðlilega er þetta það sem menn óttast mest — heilsutjón og eigna- missi og fátt er það sem setur meiri svip á daglegt líf manna nú um stundir en reyna að vernda sig gegn þessu. Fyrir vikið er það orð sem einna oft- ast bregður fyrir í daglega líf- inu, en þó sérstaklega hver- skyns auglýsingum — „ör- yggi!“. Tryggingafélög, lána- stofnanir, heilsuræktarstöðvar og pólitíkusar hafa löngu gert sér grein fyrir að á ótta almúg- ans við skakkaföll er hægt að reka blómleg þjónustufyrir- tæki, safna upp gífurlegum fjármunum eða fleyta sér upp til hæstu metorða. Trygginga- félögin leiða mönnum fyrir sjónir að ekkert sé vísara en að heimili þeirra fuðri upp í eldi og neistakófi á næsta andartaki og bíllinn hangi skakkur og skældur á ljósastaur eða brúar- i Timans fás handriði. Lánastofnanir hóta elliárum í öreigð á gamal- mennaheimili, þar sem bjarg- arlaus skör híma skælandi af einstæðingsskap, séu ekki hin einu sönnu arðbæru verðbréf og gullbækur keyptar hið óð- asta. Heilsuræktarstöðvarnar eru síreiðubúnar að kenna fólki allra handa glennur og fettur til þess að verjast blóðtappan- um, liðagigtinni og heilablóð- föllunum. Pólitfkusar trana fram félagsmálapökkum sem lausninni gegn hungrinu og dauðanum og heimta ekki ann- að en atkvæðið fyrir. í kjölfar alls þessa sigla svo smærri aðilar. Ekki verður þverfótað fyrir reykskynjurum, þjófabjöllum, handbókum um sjálfslækningar og mataræði, einkennisbúinni eftirlitsvörslu, kvöldvorrósarolíu, barnabíl- beltum og yfirleitt öllu því sem hugvitssömum mönnum hefur dottið í hug að skelfingu lost- inn nútímamaðurinn telji sig þurfa með í hinni óvissu tilveru sinni. Löggjafinn leggur sitt af mörkum og reyrir allan lands- lýðinn í bílbelti, stórfé er veitt til tóbaks- og annarra fíkni- efnavarna. Eftir sem áður... Ekki skal efast um að margur uppsker laun allrar þessarar aðgátar og fær firrt sig ýmsum óskunda sem ella hefði hent hann. En svo margbrotið er líf- ið að eftir sem áður má hann búast við að hvenær sem er geti eitthvað það að höndum borið sem ekki einu sinni allra hug- kvæmustu kaupahéðnum gat dottið í hug að bjóða vörn gegn. Eða þá að það var blátt áfram ekki framkvæmanlegt. Eftir sem áður er það þess vegna í gildi sem áður segir: Það er stórhættulegt að vera til. Þar á meðal er einn áhættu- þáttur sem efalaust á við um margan nútímamanninn, en ekki er oft á minnst. Það er ótvíræð aukning áhættu á hjartaslagi eða heilablóðfalli vegna hlaupa og annríkis við að auka öryggi sitt. Himinháir tryggingareikningar halda vöku fyrir mörgum manninum sem í nóg horn hefur að líta fyrir. Hlaup, símhringingar og eftirgrennslanir um heilsufar tryggingabréfa eða verðbréfa á peningamarkaði sem býr við í mesta máta óstöðugt heilsufar tekur á taugarnar. Það getur líka verið strekkjandi að fmna aerobik- tímanum stað í yfir- fullu prógrammi dagsins og áraunin við að halda staðfestu á heilsufæðiskúrnum er vís til að færa „systóluna" á blóðþrýst- ingsmælinum upp um nokkur stig. Svo er það beiskt að verða vitni að hinu er þeir hirðuiausu sem reykja tvo pakka fram und- ir átrætt kenna sér varla nokkru sinni meins. Þeir sem aldrei tryggja en sofa sem hrút- ar við galopna glugga og dettur ekki þjófur í hug verða aldrei fyrir minnsta skakkafalli. Ak- feitir silakeppir sem forsóma alla hreyfingu virðast við fyrir- taks líðan, meðan aðrir ganga næstum úr augnakörlunum við eða útvega sér hrygg- skekkju til frambúðar undir orkubótarlóðunum. Því er best að taka allt þetta öryggistal hóflega alvarlega. Lífið verður áhætta hvernig sem að er farið og henni er skárst mætt með því að lifa líf- inu með rósamri og einfaldri almennri skynsemi. Njóta þess vel sem fáir hérvistardagar mannsins hafa upp á að bjóða, en lofa þessu annars að ráðast í stórum dráttum. Þess skulum við minnast þegar einhver þátt- ur hrollvekjusyrpunnar birtist í auglýsingatíma sjónvarpsins næst.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.