Tíminn - 08.08.1992, Page 10
10 Tíminn
Laugardagur 8. ágúst 1992
Bretar rifja
upp sögu
tveggja
óhamingju-
samra
drottninga
sinna
Stöðugt er rætt um hjóna-
bandsmálin innan bresku
konungsfjölskyldunnar og
velt upp nýjum og nýjum hlið-
um á þeim. Þar á meðal hafa
menn bent á að það er ekki
nýtt að sitthvað hafí gengið á
innan hallarveggjanna og að
lafði Diana prinsessa af Wales
sé ekki sú fyrsta í þeirri stöðu
sem lifað hafí í óhamingju-
samri sambúð.
Alexandra
prinsessa
Því er nú rifjuð upp saga dönsku
prinsessunnar Alexöndru sem var
eiginkona Játvarðar prins af Wales
sem síðar varð Játvarður VII. Hún
giftist prinsinum árið 1863 og var
hún þá aðeins 18 ára gömul, orð-
lögð íyrir fágun sína, siðprýði og
ekki síst fegurð. En maður hennar
var útsláttarsamur og kunni vel
að meta hið ljúfa líf—vín, spil og
ekki síst fagrar konur. Svo var
komið árið 1867 að móðir Ját-
varðar, Viktoría drottning, harð-
bannaði að hann tæki þátt í nokk-
urri opinberri athöfn. Það bann
var við lýði uns hún lést 1901 og
Játvarður varð konungur, þá orð-
inn roskinn. En 1867 ritaði
drottningin forsætisráðherra sín-
um á þessa leið. „Drottningin
væntir að Derby lávarður geri
bæði prinsinum og prinsessunni
af Wales það ljóst að þau mega
undir engum kringumstæðum
láta persónuleg málefni bitna á
opinberum skyldum... Drottning-
in mun vaka náið yfir þessu fram-
vegis.“
Samtímaskopmynd af Georg IV. er hann rís úr rekkju frú Fitzhebert eftir hiö leynilega brúökaup þeirra.
Diana ekki eina ein-
mana prinsessan
einni þeirra, Mary Anne Fitzhe-
bert, á laun árið 1784. Þau Karo-
lína af Brunswick og Georg eign-
uðust þó eina dóttur, en hún dó
ung. Skömmu eftir brúðkaupið
skildu þau að borði og sæng og
bjó drottningin með hirð um sig á
Ítalíu í mörg ár eftir það. Kvittur
kom upp um að hún héldi ekki
hjúskaparheitið sem best þar
syðra og var efnt til réttarhalda í
London yfir henni af þeim sökum.
Hún var þó sýknuð og fagnaði
borgarlýðurinn í London því
óspart, því hann studdi drottning-
una en fyrirleit konung.
Það atvik er geymt í sögu Eng-
lands að þegar Georg IV. var
krýndur árið 1820 var sjálfri
drottningunni ekki hleypt inn í
Westminster Abbey þar sem krýn-
ingin fór fram. Slík var andúð
konungsins á henni að hann
bannaði það. Var henni snúið við
af vörðunum við dymar.
Nei, víst hefur margt farið úr-
skeiðis í konunglegum hjóna-
böndum á Englandi fyrr en nú.
V-'TT' :
Glaumgosinn
Játvarður lifði hinu ljúfa lífi sínu
alla tíð og var viðriðinn ýmis
hneyksli —varð meðal annars tví-
vegis að mæta fyrir rétti vegna
skilnaðarmála vina hans. Skilnuð-
um þessum tengdist það hneyksl-
anlega líferni sem viðgekkst í
höllum þeim þar sem prinsinn
hélt samkvæmi sín. Sjálfur átti
hann sér eftirlætishjákonu, Alice
Keppel.
En Alexandra sat ein heima og
gætti hinnar konunglegu siðprýði
og virðingar alveg uns hún lést ár-
ið 1925, þá orðin 81 árs gömul.
Karólína af
Brunswick
Fyrr á 19. öldinni bjuggu Bretar
við það að hjónaband konungs
þeirra var hneykslisefni um heim
allan. Konungurinn var Georg IV.
sem kvæntist þýskri prinsessu,
Karolínu af Brunswick, árið 1795.
Hún hafði ekki fegurð Alexöndru
til að bera, var ófríð, lítil og feit-
lagin. Átti Georg, sem þá var prins
af Wales, að hafa sagt skelfingu
lostinn er hann sá konuefni sitt
fyrst: „Gefið mér glas af koníaki!"
Georg IV. var mikill glaumgosi að
ekki sé sagt saurlífisseggur. Hann
hélt ýmsar hjákonur og giftist
Karólína af Brunswick: Ófríö og feitlagin og ástundaöi frjálsar ástir,
rétt eins og konungurinn, maöur hennar.
Alexandra er efst til vinstri á myndinni, en fyrir neöan hjákona Ját-
varöar VII, Alice Keppel. Til hægri má svo líta konunginn sjálfan.