Tíminn - 10.09.1992, Page 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 10. september 1992
Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir að breyta verði lögum um
Hagræðingarsjóð sem allra fyrst:
Stjórnin neitar að
horfa á staðreyndir
„Ummæli forsætisráðherra, um
aö vandi sjávarútvegs sé tiltölu-
lega h'till og það þurfi nánast ekk-
ert aö gera, valda miklum áhyggj-
um. Ég er undrandi aö fínna slíkt
skilningsleysi hjá stjórnvöldum á
stööu sjávarútvegsins. Ég held aö
það væru mikil mistök af ríkis-
stjórninni að senda fiskiskipum
gíróseöla núna viö þessar aðstæð-
ur. Ég trúi að þaö muni vekja
mjög hörð viðbrögð almennt í
landinu. Ég satt að segja trúi því
varla að stjómin ætliað spila slíka
glæfrapólitík," sagði Halldór Ás-
grímsson, fyrrverandi sjávarút-
vegsráðherra.
Eins og Tíminn greindi frá í gær
er stjórn Hagræðingarsjóðs í sam-
vinnu við sjávarútvegsráðuneytið
að undirbúa að innheimta af fiski-
skipum gjald vegna kaupa þeirra á
aflaheimildum Hagræðingarsjóðs.
Eigendum skipa verða sendir gíró-
seðlar og þeim gert að borga þá
fyrir miðjan október.
Halldór hefur ásamt fleiri þing-
mönnum Framsóknarflokksins
lagt fram frumvarp um að afla-
heimildum Hagræðingarsjóðs
verði úthlutað til fiskiskipa endur-
gjaldslaust. Halldór sagðist vonast
Halldór Ásgrímsson.
eftir að frumvarpið verði tekið á
dagskrá fljótlega í næstu viku.
Hann sagði að við umræðu um
frumvarpið muni koma í ljós
hversu víðtæks stuðnings það
njóti. Jafnframt hljóti ríkisstjómin
að gefa svör um hvað hún ætlist
fyrir með aflaheimildir sjóðsins og
á hvern hátt skerðing á þorskveið-
um verði jöfnuð milli byggðarlaga.
Halldór sagði nauðsynlegt að
breyta lögum um Hagræðingar-
sjóð og það sé vel hægt að gera fyr-
ir miðjan október.
,ddér finnst að í ríkisstjórninni
ríki skilningsleysi á vanda sjávar-
útvegs og uppgjafartónn. Ég er
ekki að segja að það sé auðvelt að
ráða við vandann eða að það séu til
einhverjar töfralausnir. Fyrsta at-
riðið hlýtur hins vegar að vera að
viðurkenna ákveðnar staðreyndir.
Það gerir ríkisstjórnin ekki. Menn
sem neita að horfast í augu við
staðreyndir eru ekki líklegir til
stórra ákvarðana," sagði Halldór.
Halldór sagði að vandinn í sjávar-
útvegi og atvinnumálum almennt
verði alltaf erfiðari viðfangs eftir
því sem lengri tími líði án þess að
nokkuð sé gert til að takast á við
hann. -EÓ
Heimdellingar óánægðir
með frammistöðu fjár-
málaráðherra:
Ganga
má miklu
lengra í
niður-
skurði
ríkisút-
gjalda
Stjóm Heimdallar, félags ungra
sjálfstæðismanna í Reykjavík, telur
að ríkisstjómin eigi að ganga miklu
lengra í niðurskurði ríkisútgjalda
en gert hefur verið og hvetur hana
til frekarí athafna á því sviði. Þá
harmar stjómin þau ummæli fjár-
málaráðherra að ekki verði komist
hjá halla á fjárlögum 1993.
Þetta kemur m.a. fram í ályktun
sem samþykkt var á stjórnarfundi
Heimdallar á dögunum. í ályktun-
inni er Friðrik Sophusson fjármála-
ráðherra hvattur til að endurskoða
afstöðu sína til komandi fjárlaga-
halla. Að mati stjórnar Heimdallar
hefur sjaldan verið brýnni þörf en
nú til að minnka umsvif hins opin-
bera, þegar efnahagur er bágborinn
og athafnalífið þarf sárlega á hvatn-
ingu að halda. Stjórn Heimdallar
telur að það verði helst gert með
skattalækkunum, en forsenda þeirra
sé lækkun ríkisútgjalda. -grh
Þungt hljóð í sumum sóknarprestum:
Krefjast aðskilnaðar
rikis og kirkju
Söfnunin „Hjálpum þeim“:
FRAMLOG ÞOKKUÐ
Sumir prestar vilja aðskönað ríkis
og káiju. Biskup segist ekki ganga í
slíkt og álítur að óánægja meö
kjaramál vegi þungt í þessari um-
ræðu.
Það er þungt hijóðið í mörgum
prestum þessa dagana út af kjara-
málum og frumvarpi um að launa-
kjör þeirra eigi að heyra undir kjara-
nefnd fjármálaráðuneytisins en ekki
kjaradóm. Þeir viðra þá skoðun sína
m.a. að krefjast aðskilnaðar ríkis og
kirkju. Nýlega lét séra SigurðurÆg-
isson, sóknarprestur í Bolungarvík,
þessa skoðun sína í ljós í blaðagrein
og sagði að tilvist kirkjunnar í land-
inu væri undir því komin að skilið
verði á milli hennar og ríkisins. Jafn-
framt segir Sigurður: „Furðuleg yrði
sú uppákoma og reyndar einsdæmi
ef prestar fyndu þá sig knúna til að
boða söfnuðunum þau tíðindi að
einu ráðin til bjargar væru að koma
þessari ríkisstjóm frá.“
„Það er naumast. Ég mun ekki
ganga í slíkt," varð herra Ólafi Skúla-
syni biskupi að orði þegar þessi um-
mæli voru borin undir hann. „Ég tel
það enga allsherjarlausn á vanda
presta að skilja á milli ríkis og
kirkju. Ég get ekki séð að kirkjan
geti komið betur til móts við þarfir
íslenskrar þjóðar með því að skera á
þetta fyrirkomulag," segir Ólafúr.
Hann telur sig þurfa að vita mjög
glöggt hvað þeir sem eru að mót-
mæla sambandi ríkis og kirkju vilji
fá í staðinn.
„Það fer ekkert á milli mála að
bráðabirgðalögin á kjaradóm urðu
prestum mikil vonbrigði," segir Ól-
afur. Hann segir að gremja hafi svo
magnast þegar frumvarp var lagt
fram um kjaradóm og kjaranefnd.
„Ég hef aftur á móti ekki heyrt radd-
Biskupinn yfir islandi
sr. Ólafur Skúlason.
ir sem krefjast aðskilnaðar ríkis og
kirkju í alvöru," segir Ólafúr. Hann
segir að það hafi verið bent á að
kirkjan þurfi að athuga sinn gang.
„Prestar hafa kvartað mjög undan af-
komu sinni og kjörum en þeir eru
svo sem ekkert einir um það í land-
inu. Þeir verða að horfast í augu við
raunveruleikann eins og allir aðrir,"
bætir Ólafur við.
„Ég hef mótmælt því mjög ákveðið
að prestar séu teknir undan kjara-
dómi og settir undir kjaranefnd.
Kirkjumálaráðherra kom með mála-
miðlun um að prestar fengju að til-
nefna einn mann í kjaranefnd. Mér
þykir það skárri kostur en að fjár-
málaráðherra skipi tvo án tilnefning-
ar,“ sagði Ólafur að lokum. -HÞ
Rauði kross íslands og Hjálparstofn-
un kirkjunnar hafa sent frá sér til-
kynningu þar sem landsmönnum öll-
um eru þökkuð rausnarleg framlög í
söfnunina „Hjálpum þeim“ hinn 3.
sept sl.
Alls hafa borist loforð fyrir um 23
milljónum króna sem koma hinum
bágstöddu í Sómalíu og á Balkan-
skaga til hjálpar á neyðarstundu.
Af þessum íjármunum eru 9 milljón-
ir þegar komnar inn á söfnunarreikn-
inga en gíróseðlar eru að fara í póst
um þessar mundir og endanlegt upp-
gjör ætti að liggja fyrir strax eftir
næstu mánaðamót.
Ákveðið verður næstu daga hvemig
söfnunarfénu verður endanlega skipt
á einstök verkefni í löndunum. Verða
keypt hjálpargögn og komið upp að-
stöðu fyrir flóttamenn. Hluta söfnun-
arfjárins verður hægt að senda strax í
þessari viku en afganginn þegar
greidd hafa verið framlög með gíró-
seðlum eða greiðslukortum.
Aðstandendur söfnunarinnar þakka
öllum sem lögðu hönd á plóginn til að
gera hana mögulega, ekki síst fjöl-
miðlunum sem studdu hana sérstak-
lega.
Fullorðinsfræðsla
um kristindóminn
Leikmannaskóli kirkjunnar er að
hefja sitt annað skólaár þann 23.
september og stendur innritun yfír
á Biskupsstofu.
Helstu kennslugreinar skólans eru
Biblíufræði, eða inngangsfræði
gamla og nýja testamentisins, helgi-
siðafræði og táknmál krikjunnar,
trúfræði, siðfræði, sálgæsla og þjón-
usta leikmanna. Skólinn starfar í
samvinnu við guðfræðideild Há-
skólans og fer kennslan fram í húsa-
kynnum hennar á miðvikudags-
kvöldum. —sá
Kostnaður við að ná kvótanum hefur hækkað um tjórðung að mati ÚA:
Verðmæti fiskimiðanna hefur rýrnað
Afli á hvern úthaldsdag hjá togurum Útgerðarfélags Akureyringa
á Akureyri hefur minnkað úr 18 tonn árið 1988 í aðeins 12 tonn
á fyrri helmingi þessa árs. Að mati forráðamanna fyrirtækisins
hefur kostnaðurinn við ná kvótanum hækkað um fjórðung og því
telja þeir að fiskimiðin séu fjórðungi verðminni auðlind en þau
voru fyrir fjórum árum.
Þetta kemur ffam í fréttabréfi fyrir-
tæksins frá síðasta mánuði.
Eins og hjá öðrum sjávarútvegsfyrir-
tækjum kemur kvótaskerðingin hart
niður á fyrirtækinu en aflaheimildir
þess í þorski minnka um rúmlega
1900 tonn. Til að milda þennan skell
hefur félagið fengið auknar veiði-
heimildir úr öðrum fiskistofnum, s.s.
ýsu, ufsa, karfa, grálúðu og skarkola.
Samtals er hér um að ræða 1955
tonn eða 1300 þorskígildistonn.
Skerðingin er því um 600 þorskígild-
istonn sem samsvarar um 60 miljón-
um í framleiðsluverðmæti. Hins veg-
ar er það mat forráðamanna fyrir-
tæksins að þessar auknu veiðiheim-
ildir í öðrum fiskistofnum séu sýnd
veiði en ekki gefin. Af þeim sökum
líta þeir á þær sem fræðilega stærð
sem reynslan verði að skera úr um
hvemig til tekst Samtals munu afla-
heimildir fyrirtæksins á nýbyijuðu
fiskiveiðiári verða um 21.500 tonn og
er þá reiknað með að flutt hafi verið
rúmlega eitt þúsund tonn af þorsk-
veiðiheimildum frá síðasta ári, sem
ekki náðist að veiða, yfir á núverandi
fiskveiðiár.
Á fyrri helmingi þessa árs nam hagn-
aður fyrirtæksins af reglulegri starf-
semi 24 milljónum króna samanbor-
ið við 74,8 milljónir króna á sama
tímabili á síðasta ári. FVrstu sex mán-
uði þessa árs numu heildartekjur fé-
lagsins 1.187,7 milljónum króna á
móti 1214,8 milljónum á sama tíma-
bili sl. árs. Rekstrargjöld námu 950,9
milljónum en þau voru 983,9 millj-
ónir í fyrra. Rekstrartekjur fyrirtæks-
ins hafa því minnkað um 2,2% en
rekstrargjöld um 3,4%. Þá hafa af-
skriftir hækkað úr 110,6 milljónum á
sl. ári í 145,2 miljónir króna auk þess
sem fjármagnskostnaður nettó hefúr
hækkað úr 44,5 milljónum króna í 68
milljónir. Þetta stafar m.a. af fjárfest-
ingum í skipum og aflaheimildum á
síðustu misserum. Aftur á móti hefúr
eigið fé Útgerðarfélagsins aukist um
7,7% frá áramótum sem er um 6,6%
raunaukning og er nú eigið fé nú
45,6% af heildareignum. Nettóskuld-
ir, það er heildarskuldir að frádregnu
veltufé, er 1.123,5 milljónir en voru
1239,1 milljónir um síðustu áramóL
Nettóskuldir hafa því lækkað um
115,6 milljónir króna. -grh