Tíminn - 10.10.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.10.1992, Blaðsíða 1
Eyjólfur Konráð og Ingi Björn styðja tillögu stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæði um EES-samninginn: Allsheijamefnd styður þjóðaratkvæði um EES Horfur eru á að tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í allshetjarnefnd Alþingis, Eyjólfur Konráð Jónsson og Ingi Björn Albertsson, muni styðja þingsályktunartillögu stjórnarandstöðunnar um þjóðarat- kvæði um samninginn um Evrópskt efnahagssvæði (EES). Eyjólfur Konráð segist búast við að niðurstaðan verði að efnt verði til þjóðar- atkvæðagreiðslu um samninginn. „Menn eru að tala saman í nefnd- inni og ég get ekki heyrt betur en að þessir sex séu sammála um megin- atriðin, og ég hygg að niðurstaðan muni verða sú að fára í þjóðarat- kvæði,“ sagði Eyjólfur Konráð í samtali við Tímann. Þessir sex, sem Eyjólfúr Konráð talar um, eru hann sjálfur, Ingi Bjöm og fulltrúar Framsóknar- flokks, Alþýðubandalags og Kvenna- lista í allsherjamefnd. Samkvæmt því, sem Eyjólfur Konráð segir, em horfur á að þessir sex myndi meiri- hluta í allsherjamefrid og skili nefndaráliti þar sem lýst verður yfir stuðningi við þingsályktunartillögu stjómarandstöðunnar um þjóðarat- kvæðagreiðslu um EES- samning- inn. Þetta þýðir að andstæðingar þjóðaratkvæðis í nefndinni, Sólveig Pétursdóttir, Bjöm Bjamason og Össur Skarphéðinsson, verða í minnihluta. „Ég mun sennilega samþykkja til- löguna," sagði Ingi Bjöm. „Ég hef alla tíð verið þeirrar skoðunar að þetta ætti að bera undir þjóðarat- kvæði. Ég sé ekkert í dag sem breyt- ir þeirri skoðun rninni." Ingi Björn sagði ekki fullljóst hvort hann muni skila nefndaráliti með fulltrúum stjómarandstöðunnar í allsherjamefnd. Það ráðist m.a. af þeim rökstuðningi, sem þeir munu setja fram fyrir stuðningi við tillög- una. Alþingi samþykkti snemma í síð- asta mánuði að vísa tillögu um þjóð- aratkvæði til allsherjarnefndar, en ríkisstjórnin lagði áherslu á að til- lagan færi til utanríkismálanefndar. Tcilið er víst að ef tillagan hefði farið til utanríkismálanefndar, hefði hún verið svæfð í nefndinni, þ.e. hefði ekki komið til atkvæðagreiðslu á Al- þingi. Ömggt er hins vegar að alls- herjarnefnd mun afgreiða tillöguna. Stuðningur Eyjólfs Konráðs og Inga Björns við hana tryggir það. Efnisleg umræða um tillöguna í allsherjar- nefnd er ekki hafin, en hún verður til umræðu í nefndinni í næstu viku. Ekki er ljóst hvort fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins styðja þjóðarat- kvæði um EES-samninginn. Ekki þurfa nema þrír stjórnarþingmenn til viðbótar að ganga til liðs við stjórnarandstöðuna til að meirihluti sé fyrir tillögunni á Alþingi, þ.e.a.s. ef allir þingmenn em viðstaddir at- kvæðagreiðsluna. Það em því horfur á spennandi atkvæðagreiðslu á Al- þingi síðar í haust. Ef stefna ríkisstjórnarinnar í þessu máli verður brotin á bak aftur, gæti það haft gríðarlega mikil áhrif á pól- itíska framvindu á íslandi á næstu misserum. -EÓ Kirkjan leitar leiða til að hjálpa fórnarlömbum atvinnuleysis: Verkefni sem blasa við í auknum mæli „Við verðum varir við afleiðingar atvinnuleysis m.a. í brotnum heimilum og hvernig það brýtur niður lífslöngunina hjá fólki. Það að verða atvinnulaus á besta aldri og hafa ekkert annað að gera en að ganga um göturnar, er mikil niðuriæging fyrir viðkomandi einstaklinga. Þetta hefur vissulega mikil áhrif á sálarlíf fólksins og andleg líðan þess verður svo hrikalega langt niðri," segir sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, sóknarprestur í Laugameskirkju og pró- fastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Á héraðsfundi Reykjavíkurpró- fastsdæmis vestra fyrir skömmu mælti sr. Jón Dalbú fyrir ályktun þar sem fjallað var um kirkjuna og vax- andi atvinnuleysi í landinu. Á fund- inum kom fram mikill vilji hjá prestunum að það væri hlutverk kirkjunnar að taka á því máli. Gert er ráð fyrir því að samskonar álykt- un komi frá héraðsfundi Reykjavík- urprófastsdæmis eystra um helgina. Jafnframt er viðbúið að fjallað verði um þetta mál á Kirkjuþingi, sem hefst von bráðar. Talsvert um innbrot í Reykjavík síðustu nætur Brotist var inn í Iðnskólann í Reykjavik í fyrrinótt og talsverðum verðmætum stolið. Brotist var inn í mötuneyti og verslun nemenda. Skiptimynt var stolið, reiknivélum og einhverju fleira. Málið er í rannsókn. Þá var útvarpstæki stolið í fyrrinótt úr ólæstri bifreið við Eskihlíð. Þá var annað innbrot í Hlíðunum, því brot- ist var inn í hárgreiðslustofu á Miklubraut 68. Þaðan hafði þjófur- inn á brott með sér talsvert fé og eitthvað af rafmagnstækjum. Sr. Jón Dalbú segir að kirkjan vilji leita leiða í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins til að leggja sitt af mörkum til að hjálpa fómarlömb- um atvinnuleysis. „Þetta er verkefni sem blasir við í auknum mæli.“ Meðal annars er hugmyndin að opna stað þar sem atvinnulaust fólk getur leitað leiðsagnar og aðstoðar kirkj- unnar, fengið sér kaffi og spjallað. Hugmyndin að baki þessu er fengin frá Finnlandi, en þangað fóru fjórir prestar ekki alls fyrir löngu og urðu mjög hrifnir af þeirri starfsemi, sem þar fer fram til hjálpar þarlendum atvinnuleysingjum. Þar er atvinnu- lausu fólki veitt fagleg ráðgjöf í sam- vinnu við félagsmálastofanir bæjar- félaga og þar er starfsmaður kirkj- unnar. Meðal annars er fólkinu boð- ið uppá aðstoð frá lækni, lögfræðingi, sálfræðingi og fleimm. Auk þess er reynt að hafa ofan af fyr- ir hinum atvinnulausu með allskyns verkefnum í stað þess að þeir gangi um og mæli göturnar. Þar er atvinnuleysið að vísu mun meira en hérlendis og afleiðingamar einnig sýnu verri og mikið um sjálfsmorð. -grh KÚADELLULOTTERÍ JC. I gær fór fram svokallað Kúad- ellulotterí í Húsdýragarðinum í Laugardal á vegum JC-hreyfingar- innar til styrktar fþróttasaambandi fatlaðra. Afmarkaöir voru 40 reit- ir í Húsdýragarðinum og kostaði hver reitur allt aö 100 þúsund krón- ur, sem seldur var fyrirtækjum. Það fyrirtæki, sem átti þann reit sem dellan frá kúnni féll á, var síðan útnefnt Kúadellufyrirtæki ársins 1992. Eitthvað brösulega gekk að fá kúna til að gera stykki sín og mun hún hafa þjófstartað áður en blásið var til leiks. Timamynd: sigurateinn Ríkið sker niður hjá SÁÁ: „OSKILJANLEGUR NIÐURSKURÐUR" Á stjórnarfundi Samtaka áhuga- fólks um áfengis- og vímuefna- vandann, SÁÁ, í fyrrakvöld, var skorað á stjórnvöld að falla frá fyrirhuguðum niðurskurði á framlögum til samtakanna. Að öðrum kosti verður að loka ann- að hvort Víkinni eða Staðarfelli. í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórn- arinnar er gert ráð fyrir að fram- lög til SÁÁ verði minnkuð um 35 milljónir króna, eða 17%. Á fjár- lögum yfirstandandi árs mun framlag ríksins til samtakanna hafa minnkað um 30 miljónir króna, eða um 13%. í ályktun frá stjórnarfundinum kemur fram að þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar kemur sam- tökunum algjörlega í opna skjöldu og er í raun óskiljanleg í ljósi fyrri niðurskurðar. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.