Tíminn - 10.10.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.10.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 10. október 1992 Viðtal við Steingrím Hermannsson um ráðstefnu á Prince Edward-eyju og erindi, sem hann flutti um það hvað felst í því að vera sjálfstæð þjóð: Dagana 17.-28. september sl. var haldin ráð- stefna á Prince Edward- eyju við austurströnd Kanada, sem fjallaði um líf á eylöndum, eink- um í Norður-Atlantshafi og í Miðjarðarhafinu. Samtals voru þarna mættir fulltrúar frá 22 eyj- um, sem eru á mjög mismunandi stigum sjálfsstjórnar og sjálfstæðis. Þrjú sjálfstæð eylönd áttu fulltrúa: ísland, Malta og Kýpur. Af eylöndum með heimastjórn, sem fulltrúa áttu, má nefna Grænland, Færeyjar, Álandseyjar, Bermúda, og bresku eyjarnar Mön, Jersey og Guernsey. Einnig voru þátttakendur frá eyjum, sem njóta nokkurrar heimastjórnar sem fylki í sambandsríkjum eins og Nýfundnaland og Prince Edward-eyja eða eru sem eins konar „hreppar“ í þjóðríkjum, eins og Azoreyjar, Kor- síka, Madeira, Vega i Á ráðstefnu þessari voru sam- tals flutt um 50 erindi og fjöll- uðu þau um sögu, þróun og framtíðarhorfur hinna ýmsu flokka eylanda og þá ekki síst hvernig íbúar þeirra gætu tryggt sinn sjálfsákvörðunarrétt í eigin málum í heimi sem er að renna saman í stærri efnahags- einingar. Frá Islandi voru mættir Stein- grímur Hermannsson, Guð- mundur Magnússon prófessor, Ragnar Árnason prófessor, Sig- fús Jónsson og Gunnar Helgi Kristinsson. Tíminn ræddi við Steingrím Hermannsson um ráðstefnuna og fékk heimild til að birta kafla úr erindi sem hann flutti. Eftirsóknarvert líf Steingrímur kvað erfitt að draga viðfangsefni ráðstefnunn- ar saman í fáeinum orðum, enda má segja að eyjarnar séu eins breytilegar og þær eru margar. Þó var áberandi að langflestir virtust telja líf á ey- löndum mjög eftirsóknarvert og að það væri í raun sífellt að verða eftirsóknarverðara. Eru fyrir því mörg rök að lífsgæði þar séu í raun betri en í hinum fjölmennu stórborgum að minnsta kosti. Jafnframt sagði Steingrímur að komið hafi fram áhyggjur af framtíð eyjanna í þessum heimi, sem er stöðugt að renna meira saman. Þótt engin samþykkt hafi verið gerð eða opinberar niðurstöður kom- i og ymsar fleiri. ið fram, var áberandi að mjög eindreginn vilji er til þess að ey- löndin vinni saman og þá ekki síst að því að tryggja sjálfstæði sitt eða sjálfræði. Aðild að EB? Jafnframt segir Steingrímur að hjá sumum hafi komið fram nokkur uppgjöf og verulegar áhyggjur, eins og t.d. hjá þeim Færeyingum sem þarna voru mættir. Þeir virtust óttast að hinir miklu fjárhagslegu erfið- leikar eyjanna drægju svo kjark úr fólki að það sæi ekki annan kost en að sækja um aðild að Evrópubandalaginu í þeirri von að eyjarnar fengju þaðan styrki eins og Danir hafa veitt þeim til þessa. Með öðrum orðum, það er minnkandi trú á því að eyj- arnar geti staðið efnahagslega á eigin fótum. Hjá ýmsum öðrum virtist hins vegar síður en svo uppgjöf. Þarna var mættur fyrr- verandi forsætisráðherra Möltu, Dom Mintoff, sem lagðist mjög hart gegn aðild að Evrópu- bandalaginu og taldi það óþarft. Hjá fulltrúum ýmissa sjálfs- stjórnarhéraða, eins og t.d. Ný- fundnalands, kom fram mikil gagnrýni á fjarstýringu á nýt- ingu náttúruauðlinda eylanda, t.d. fiskimiða. Víti til að varast Ýmis fróðleikur, sem er Iær- dómsríkur fyrir okkur íslend- inga, kom fram á ráðstefnunni, að dómi Steingríms. „Til dæmis er það athyglisvert að þýsk fyrir- tæki kaupa nú óðum eyjar við austurströnd Kanada og reisa þar sumardvalarstaði fyrir Þjóð- verja. Eru dæmi um það að land, sérstaklega þar sem fátt fólk er, verður stöðugt eftir- sóknarverðara fyrir íbúa hinna stóru ríkja. Kyrrðin er að verða að auðlind," segir Steingrímur. Þá benti hann á að áberandi sé að þar sem alþjóðleg fyrirtæki hafa komist í auðlindirnar, t.d. fiskimiðin, hafa hagsmunir heimalandsins gleymst. Þau væru mörg vítin til að varast fyrir okkur íslendinga í nánu samstarfi við Evrópuþjóðirnar. Steingrímur Hermannsson flutti erindi á ráðstefnunni, sem var það fyrsta í umræðuhópnum sem fjallaði um málefni sjálf- stæðra, lítilla eylanda. Með hon- um í þeim hópi voru meðal ann- ars Dom Mintoff, fyrrverandi forsætisráðherra Möltu, og pró- fessor Pahcheli frá Kýpur, enda voru þetta einu fullkomlega sjálfstæðu eylöndin sem þarna áttu fulltrúa. Hér á eftir birtum við kafla úr erindi Steingríms, m.a. um það hvað hann telur helstu forsendur fyrir fullveldi íslendinga og sjálfstæði. Erindi Steingríms er ætlað útlending- um, en er fróðlegt fyrir fslend- inga og gagnlegt einmitt vegna þess að þar eru dregnir saman þættir sem flestir telja sig þekkja, en eru settir í nýtt sam- hengi og greindir þannig að er- indið verður til þess að við átt- um okkur betur á því hvar við stöndum í samfélagi þjóðanna. í upphafi ræddi Steingrímur nokkuð um það hvernig skil- greina bæri lítil eylönd og komst að þeirri niðurstöðu að skynsamlegra væri að líta á fólksfjölda en stærð lands. Þannig féllu bæði ísland og jafnvel Grænland innan marka lítilla eylanda. Steingrímur rakti síðan sögu fslands allt frá landnámi, m.a. hvernig þjóðin smám saman glataði undir danskri stjórn sínu fyrra stolti og dugnaði, jafnvel málinu að vissu leyti, og var algjörlega háð erlendum kaupmönnum um sínar nauðsynjar. í framhaldi af þessu komum við inní ræðu Steingríms þar sem hann segir í lauslegri þýðingu eftirfarandi: ÍSLAND — lífsgæði á litlu eylandi ,Á 18. og 19. öld hófst mjög mikilvæg endurreisn. Skáld og aðrir menntaðir menn hófu að lofa hina gömlu tíma, fegurð landsins og hina íslensku tungu, sem var orðin mjög menguð af dönsku, einkum meðal opinberra starfsmanna. Þjóðemisljóð urðu mjög vinsæl og þjóðarstolt af eigin sögu og trúin á eigin mátt til að standa á eigin fótum varsmám saman endurvakin. Hin íslenska tunga var hreinsuð af erlendum áhrif- um og — staðregndin er — því er haldið áfram enn í dag. Við finnum íslenskt orð yfir allt. Við notum jafhvel ekki alþjóðleg orð eins og „electricity“ eða „computer“. Það er mjög ákveðin sannfær- ing mín, að sú staðreynd að við eigum okkar eigin sögu og eigin tungu eigi afarstóran þátt í því að landið varð fullvalda og sjálfstætt og hefur verið sjálf- stætt. Án endurreisnar þessara grundvallarverðmæta efa ég mjög að við værum sjálfstæð þjóð í dag. ísland er ekki land ríkt af olíu eða málmum. Náttúruauðlind- imar eru fyrst og fremst hin auðugu fiskimið, vatns- og jarð- hitaorka og jarðvegur landsins. Landnámsmenn fluttu sauðfé og nautgripi til landsins og landið var fyrst og fremst land- búnaðarland þar til á þessari öld. Nokkur fiskveiði varstund- uð með ströndum, en varð ekki mjög mikilvæg fyrir íslendinga sjálfa fyrr en á 19. öld. Hin auð- ugu fiskimið voru hins vegar mjög nýtt, einkum afbreskum og frönskum fiskimönnum í aldir. “ Efnahagslegt sjálfstæði Steingrímur rakti síðan þróun eigin sjávarútvegs okkar íslend- inga, útfærslu fiskveiðilögsög- unnar, þorskastríðin, sem lauk með algerum sigri okkar og 200 mflna efnahagslögsögu. Hann sagði síðan: Jdag er hinn íslenski fisk- veiðifloti og fiskvinnslustöðvar meðal þeirra fullkomnustu í heimi og sjávarútvegurinn er grundvöllur okkar efnahags- sjálfstæðis. Vissulega hafa okk- ur orðið á ýmis mistök íþessari þróun. Fiskveiðiflotinn er til dæmis ofstór og við höfum orð- ið að innleiða mjög harða stjóm fiskveiða með kvóta á hvem bát og hvert skip og fyrir næstum hverja fisktegund. Afar mikilvæg fyrir alla þróun efnahagsmála og sjálfstæðis var sú staðreynd að við tókum markaðssetningu sjávarafurða í eigin hendur. Þegar fyrirsíð- ustu heimsstyrjöld mynduðu hinir mörgu litlu íslensku salt- fiskframleiðendur sín eigin út- flutningssamtök og urðu þcmn- ig sameinaðir sterkir á erlend- um mörkuðum. Þegarfram- leiðsla á frystum fiski hófst, vom svipuð sölusamvinnusam- tök stofnuð. Þetta tel ég að hafi verið afar mikilvægt. Það er erf- itt fyrir lítil einstök fyrirtæki að ná fótfestu og keppa á alþjóð- legum markaði. Hins vegar er þjóð ekki fullvalda, efhún þarf að treysta á erlend fyrirtæki til að selja afurðir. Önnur mjög mikilvæg þróun á leið okkar til sjálfstæðis var að okkur tókst að ná viðskiptum við önnur lönd og smásölu á ís- landi í eigin hendur. Á nýlendu- tímanum komust allir flutning- ar til og frá landinu í hendur danskra aðila og því allur út- flutningur og innflutningur, og reyndar vom flestar verslanir l landinu í eigu danskra kaup- manna. Á seinni hluta 19. aldar risu íslenskir bændur upp gegn þessu og stofnuðu sín eigin samvinnufélög til þess að flytja

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.