Tíminn - 10.10.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.10.1992, Blaðsíða 9
Laugardagur 10. október 1992 Tíminn 9 Prost! Dansað á borðum og bekkjum undlr drynjandi Bæjaramúsík. Tíminn á Oktoberfest í Munchen í Þýskalandi: Þar drekka menn ekki úr minna en líterskönnum Fyrirmynd íslensku októberbjórhá- tíðarinnar er sótt til Miinchen í Þýskalandi, en þar fer árlega fram staersta og skrautlegasta bjórhátíð í heiminum. Þrátt fyrir naftiið Ckto- berfest, fer þessi hátið fram í lok september og byrjun október. í ár stóð hún frá 19. sept. til 4. okt Blaðamaður Tímans átti leið um Múnchen á öðrum degi hennar. Þama koma árlega um sex milljón gestir í eins konar pflagrímsferð, til þess að njóta ógleymanlegrar stemningar. Það er erfitt að lýsa þessari stemn- ingu í orðum; saman mynda Bæjar- ar í skrautlegum þjóðbúningum með fjaðrahatta, fjörugar hljóm- sveitir, götusalar og þúsundir bjór- þyrstra gesta í risatjöldum ógleym- anlega heild, sem gaman er að njóta. Og bjórinn, hann er ekki framreiddur í minni flátum en lít- erskönnum. Bjórinn á Oktoberfest í ár kostaði á bilinu 8-10 þýsk mörk hver lítri, en það er verð sem menn gætu verið ánægðir með hér heima. Myndlr og texti: Ámi Gunnarsson Eggert Þorleifsson i hlutverki sínu. Sódóma Reykjavík Sódóma Reykjavlk HHH Framlelöandl: Jón Ólafsaon Kvlkmyndataka: Slguröur Sverrlr Pálsson Kllpplng: Valdls Óskarsdóttlr Tónllst: Sigurjón KJartansson Handrlt og lelkstjóm: Óskar Jónasson Aöalhlutverk: BJöm J. Friöbjömsson, Eggert Þorielfsson, Sóley Elfasdóttlr, Helgl BJðrnsson, Stefán Sturla Slgurjóns- son, Þröstur Guðbjartsson, Þóra Frlörlks- dóttlr o.fl. Regnboglnn, Stjömubíó og Háskólabíó Bönnuö Innan 12 ára. Moli (Helgi Björnsson) selur Agga flinka (Eggert Þorleifsson) gallaðan landa og veldur honum miklum vandræðum. Aggi, sem rekur skemmtistaðinn Sódómu, hyggst ná sér niðri á Mola og kemst fljótlega að því hvar hann heldur sig með bruggtækin sín. Aggi rænir Unni (Sóley Elías- dóttir), systur Mola, og lokar hana inni í Sódómu. Inn í þessi átök blandast hinn sakleysislegi Axel (Björn J. Friðbjörnsson), sem vildi bara fá aftur sjónvarps- fjarstýringu mömmu sinnar. Ax- el og Moli fara í Sódómu til þess að reyna að bjarga Unni og er skemmtistaðurinn sögusviðið mestan hluta myndarinnar. Það er talsverður hraði í þess- ari mynd og strax í byrjun er áhorfandinn tekinn með í ferða- lag um undirheima Reykjavíkur (og Hafnarfjarðar) og honum gefinn lítill tími til vangaveltna. Persónur eru kynntar til sög- unnar fljótt og örugglega og óhætt er að segja að myndin verður aldrei langdregin. Ymsar aukapersónur koma við sögu, sem hafa mismikil áhrif á fram- vindu mála, en hafa þeim mun meira skemmtigildi. Húmorinn er oftast af kaldhæðnislegri gerðinni og kemur það ekki síst fram í uppátækjum og fram- komu hárprúðra hljómsveitar- meðlima, sem eru þátttakendur í atburðarásinni. Tónlist er áberandi þáttur í myndinni, sem leiðir okkur að mikilvægum hluta kvikmynda þar sem hljóðið er. Það verður nú að viðurkennast að oft hefur hljóðvinnsla verið léleg í ís- lenskum kvikmyndum, þótt hún hafi batnað á síðustu árum. Það er því sönn ánægja að tilkynna að hljóðvinnsla er öll til fyrir- myndar í Sódómu Reykjavík. Það mæðir mikið á Birni J. Friðbjörnssyni í myndinni. Hann leikur ekkert alltof skarp- an náunga, sem virðist ekki hafa verið mikið úti meðal fólks. Það er skemmst frá því að segja að Björn leikur þetta af miklu ör- yggi og í raun ótrúlegt að hér sé um óvanan leikara að ræða. Eggert Þorleifsson á góðan dag í hlutverki Agga og það eiga líka þeir Stefán Sturla Sigurjónsson og Þröstur Guðbjartsson, sem leika hina nautheimsku aðstoð- armenn Agga, þá Brjánsa sýru og Ella glussa. Helgi Björnsson fer ágætlega með hlutverk sitt, en Sóley Elíasdóttir, sem leikur Unni, nær sér ekki á strik. Það er ljóst að Óskar Jónasson hefur ekki ætlað sér að færast of mikið í fang með þessari mynd, heldur fyrst og fremst að skemmta fólki. Það hefur hon- um tekist. Handritið er með fullt af hnitmiðuðum bröndur- um og þótt myndin gerist í und- irheimum Reykjavíkurborgar og fjalli um glæpamenn, þá er ekki að sjá að neinn sérstakur siða- boðskapur komi fram. Þetta er fyrst og fremst spennu- og gam- anmynd, sem allir geta haft gaman af, þótt mig gruni að hún eigi eftir að höfða meira til yngri aldurshópa. Leikstjórinn og handritshöf- undurinn Óskar Jónasson má vera ánægður með þessa fyrstu mynd sína í fullri Iengd. Góð leikstjórn og klipping gera at- burðarásina hraða og skemmti- lega og þar erum við komin að kjarna málsins. Sódóma Reykja- vík er skemmtileg mynd. Örn Markússon I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.