Tíminn - 10.10.1992, Blaðsíða 17

Tíminn - 10.10.1992, Blaðsíða 17
Laugardagur 10. október 1992 Tíminn 17 Aui m mmMzi J ELFA-LVI Einfaldir eða tvöfaldir olíufylltir rafmagnsofnar350 - 2000w. Hæð 30, 50 eða 59 cm. ELFA-OSO Hitakútar úr ryðfríu stáli. Stærðir 30- 300 lítra, útvegum aðrar stærðir frá 400-10.000 lítra. ELFA-VARMEBARONEN Hitatúba / rafketill 12kw, 230v. 1 fasa. Útvegum aðrar stærðir allt að 1200kw. ELFA-VORTICE Rafmagnsþilofnar, 600 - 2000w. Elfa rafhitunarbúnaðurinn er þraut- reyndurvið íslenskaraðstæður. HAGSTÆTT VERÐ OG ■ ffmgm GREIÐSLUSKILMÁLAR. utmM' Einar Farestvett & Co.hf. Borgartúni 28-3 622901 og 622900 Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1991 Innlausnardagur 15. október 1992 Nafnverð Innlausnarverð 1.000.000 1.206.561 100.000 120.656 10.000 12.066 Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka Islands Suðurlandsbraut 24. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFAOEILD SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK SÍMI 91-696900 Fjórhjól til afgreiðslu strax: HONDA Fourtrax (nýtt)........4x4 HONDA Odyssey Buggy..........2x4 POLARIS Trail Boss......:.....2x4 POLARIS Trail Boss...........4x4 YAMAHA FWA 350 ..............2x4 SUZUKI Quadracek .............2x4 Eigum mikið úrval vélsleða. Tækjamiðlun íslands Bíldshöfða 8. Sími 91-674727 Varanleg lausn á vatnsbrettum, sterk, rakaþétt og viðhaldsfri. Margir litir. Staðgreiðsluafsláttur. Einnig sólbekkir og borðplötur i mörgum litum. Ótrúlega lágt verð á legsteinum með rafbrenndum álplötum. Sterkt og fallegt. Marmaraiðjan, Höfðatúni 12. Sími 629955. Fax 629956. 80 ára í dag: Sigurður Gunnarsson fyrrverandi skólastjóri Fyrir stuttu var gamla Kennaraskóla- húsið við Laufésveg opnað með við- höfn eftir gagngerðar breytingar. Kennarar og fjöldi annarra gesta fögnuðu að þetta sögufræga hús skyldi varðveitt og Kennarasamband íslands tekið það í notkun. Ég vil nota tækifærið og óska Kennarasamtök- unum til hamingju með húsið. Við opnunarhátíð hitti ég nokkur gömul skólasystkini og við rifjuðum upp ánægjulegar stundir frá námsár- unum. Má með sanni segja að eftir- launakennarar væru nú komnir heim. Einn starfsbræðra sem ég hitti var Sigurður Gunnarsson, fyrrverandi skólastjóri á Húsavík. Nú riQaðist upp fyrir mér að hann átti áttræðisafmæli efdr nokkra daga eða þann 10. októ- ber. Ég get ekki látið hjá líða að senda þessum starfsbróður og vini stutta af- mæliskveðju. En ævistarf okkar beggja hefúr mjög fallið í sama far- veg, þ.e.a^. kennsla og ritstörf. Sigurður Iauk kennaraprófi 1936. En þar með er ekki sagt að námi hans væri lokið. Hann hefur sífellt aukið menntun sína og starfshæfhi á fjölda námskeiða bæði heima og erlendis. Framhaldsnám heftir hann mæ stundað í Bretlandi og á Norðurlönd- unum. Kennslustarf Sigurðar er orðið langt og margþætt. Lengst var hann skóla- stjóri á Húsavík eða í 20 ár og síðar var hann æfinga- og kennslufræði- kennari við Kennaraskóla íslands í nærfellt tvo áratugi. Hann var braut- ryðjandi hér á landi í starfrænni kennslu. Sigurður er einkar háttvís maður og ljúflyndur. Aldrei hef ég heyrt hann segja hnjóðsyrði um nokkum mann. Samviskusemi hans og dugnaði er viðbrugðið. Félagshyggja er Sigurði í blóð borin. Ekki ætla ég mér þá dul að telja upp allar þær nefhdir og félög sem Sig- urður hefur starfað í, og þá langoftast sem formaður. Þar get ég nefnt að hann hefur verið formaður Kennara- félags Suður-Þingeyinga og Kennara- sambands Norðurlands. Einnig hefur hann verið í stjóm skógræktarfélags, skátafélags, bamavemdarfélags, og formaður stjómar Kirkjukórasam- bands Reykjavíkurprófastsdæmis. En síðast en ekki síst hefur Sigurður helgað bindindishreyfingunni krafta sína. Hann hefur verið æðstitemplar og stórgæslumaður unglingastarfs IOGT. Stofnaði hann margar stúkur á erindrekaárum sínum. Oft hefur Sig- urður verið fulltrúi á þingum kenn- ara og bindindismanna bæði heima og erlendis. Hin síðari ár hefúr Sigurður lengi verið í stjóm Samtaka aldraðra og unnið þar mikið og gifturíkt starf. Þá á Sigurður sæti í stjóm Múlabæjar og Hlíðabæjar, og hefúr unnið að mál- efnum þessara þörfu stofnana af sín- um alkunna dugnaði og skyldu- rækni. Kennslan og hin miklu félagsmála- störf, sem hér hefúr verið stiklað á, hefðu reynst hverjum manni ærið ævistarf. En Sigurður hefur ekki látið þar við sitja. Hann hefúr einnig verið afkastamikill þýðandi og rithöfundur. Sigurður hefúr þýtt úr ensku, en þó aðallega úr Norðurlandamálum. Telst mér til að hann hafi þýtt hátt í sjötta tug bama- og unglingabóka. í því ftölbreytta safni eru bækur margra frægra höfúnda, td. Enid Blyton, Robert Fisker, Alf Pröysen og Astrid Lindgren. Eins og alþjóð er kunnugt er Sigurð- ur afbragðs útvarpsmaður. Margir hafa hlustað með óblandinni ánægju á framhaldssögur sem hann hefur þýtt og lesið f útvarp. Má þar nefna Saga um ástina og dauðann eftir Knut Hauge, Sonur himins og jarðar eftir Káre Holt og Örlagasteinninn eftir Sigbjöm Hölmebakk. Þá hefur Sigurður þýtt nokkur leik- rit fyrir böm og unglinga, sem flutt hafa verið í útvarp og náð miklum vinsældum. Enn er ótalið að Sigurður hefúr flutt frumsamdar sögur, fjölmarga ferða- þætti og erindi í útvarp. Þrátt fyrir mikil afköst Sigurðar hef- ur það ekki komið niður á verkum hans. Hann skrifar gott og vandað mál, stílsmáti hans er lipur og laus við að vera stirður eða tyrfinn. Rit- störf hans öll bera vott um vandvirkni og smekkvísi. Geta má þess að Sigurður er vel skáldmæltur, þótt hann flíki lítið ljóðagerð sinni. Hver þekkir ekki skólasönginn alkunnæ í skólanum, í skólanum er skemmtilegt að vera. Fmmsamið efni eftir Sigurð er mik- ið að vöxtum og af margvíslegum toga spunnið. Er þar fyrst að nefna ýmsar kennslubækur, sem hann hef- ur ýmist samið einn, í félagi með öðr- ARNAÐ HEILLA um eða þýtt og staðfært Má þar nefna Leiðsögn í átthagafræði, og Kennslufræði. Hvers vegna fer það svona? Fræðslubók fyrir unglinga um áfengismál. Þá hefur Sigurður skrifað þrjár at- hyglisverðar bama- og unglingabæk- ur, sem ísafold gaf út á árunum 1978- ’84. Þær heita Ævintýrin allt um kring.Ævintýraheimar og Lífið allt er ævintýr. Bækumar bera undirtitil- inn: Frændi segir frá. Þessar bama- bækur sameina mjög vel fræðslu- og skemmtilestur. Langstærsti hluti ritverka Sigurðar er ritsafn hans, alls 4 bindi og er hvert þeirra um og yfir 300 bls. að stærð, þéttprentaðar. Bækumar heita: Or- lofsför, Á flugi og ferð, í önnum dags- ins og í önnum dagsins 2. Efni þessa mikla ritsafns em ferðaþættir, erindi, greinar, ávörp og ljóð við ýmis tæki- færi. Að enduðum löngum og farsælum starfsdegi hefur Sigurður brugðið á það ráð að safna saman fyrmefndu efrii, sem birst hafði í ýmsum blöðum og tímaritum um langt árabil. En höfúndurinn lét ekki þar við sitja. Til þess að draumurinn yrði að vem- leika stofnaði hann sitt eigið forlag, sem ber nafh æskuheimilis hans, Skógar. Ritsafnið kom út 1984-1992. í síðasta bindinu í önnum dagsins 2, sem er nýlega komið út, er efnið enn mjög ftölbreytt og forvitnilegt eins og í fyrri bókunum. Má þar neftia ferða- þætti frá Noregi, Kanada, Mexíkó og víðar. Þá em mjög fróðlegar greinar, Skóg- ar í Öxarfirði, Lónaengið góða, Hugs- að til Homstranda o.m.fl. í þriðja kafla bókarinnar er minnst nokkurra samstarfsmanna og vina, lífs og liðinna. Má þar Ld. neftia Jón Kr. Kristjánsson skólastjóra og Bjama M. Gíslason skáld og hugsjónamann. Síðasti kafli bókarinnar hefúr að geyma ljóð og stökur. Þar er að finna þessa hugljúfú ferskeytlu: Þegar sól í heiði hlcer og himnesk vorljóð óma, engirm betra yndi íær en óstir vors og blóma. Ef að Iíkum lætur ber ekki mikið á þessari nýju bók Sigurðar í önnum dagsins 2 í bókaverslunum. Samt á þessi athyglisverða bók erindi við marga. Ekki verður dregið í efa sögulegt gildi ritsafris Sigurðar Gunnarssonar. Þar er að finna margar skemmtilegar og fróðlegar svipmyndir frá skólastarfi og menningarlífi um og upp úr mið- biki þessarar aldar, sem nú er senn að kveðja. Sigurður er kvæntur Guðrúnu Karlsdóttur frá Seyðisfirði, hinni ágætustu konu. Hún átti einnig merkisafmæli á þessu ári. Þau hjón eiga þrjá syni. Að lokum vil ég geta þess, að nú hafa þessi merkishjón ákveðið að gefa Bókasafhi Suður-Þingeyinga á Húsa- vík sitt stóra og dýrmæta einkabóka- safn. Sigurður mun sjálfúr hafe bund- ið inn stóran hluta bókanna sem safn hans hefur að geyma. Handbragðið er svo fallegt að engum dettur annað í hug en verkið sé unnið af fagmanni. Bókagjöf þeirra hjóna verður varð- veitt sem sérstök deild í Bókasafni S- Þingeyinga. Einnig hefúr Sigurður gefið Borgarhólsskólanum fögætar gamlar námsbækur og auk þess veg- legt safn bama- og unglingabóka. A þessum tímamótum sendi ég Sig- urði og fjölskyldu hans innilegustu ámaðaróskir í tilefhi dagsins. Vona ég að þeim hjónum verði ævikvöldið bjart og ánægjulegL Besta afmælisósk Sigurði, vini mín- um, til handa er sú, að hann megi enn um ókomin ár halda starfekröftum til að sinna áhugamálum sínum og Ieggja góðum málefnum lið. Að síðustu skal þess getið að þau hjónin eru að heiman í dag. Ármann Kr. Einarsson Er napurt haustkul strýkur vanga og vör það vekur tíðum ugg og nokkum kvíða. Samt einn ég þekki, árum hlaðinn bör, sem alltaf kann á vorsins rödd að hlýða. Og því er bjart í hugarheimi hans og hátt til lofts í andans frœða sölum. Þótt vítt sé starfssvið þessa mceta manns, er málið hreint sem blær í frónskum dölum. Með viljastyrk og vinnuþrek í hönd hann verkin skapar, færir þau í letur, og kynnir gjaman ókunn undralönd með eigin penna, fáum tekst það betur. Það er svo margt, sem mœtti segja frá um manninn Sigurð, Þingeyinginn kunna, og ísland er í þakkarskuld við þá, sem þekkja list og mannlífsgróðri unna. Ég veit þú heldur áfram langa leið og Ijóssins dísir megi hjá þér vaka. Þú ruddir braut, svo gangan verður greið og getur nú með stolti horft til baka. Lóa Þorkelsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.