Tíminn - 10.10.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.10.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 10. október 1992 Tíminn 7 Steingrímur Hermannsson segir m.a. aö „kyrröin sé oröin aö auölind". út sína framleiðslu og inn sínar nauðsynjar. Samvinnuhreyfing- in óx hratt og átti afar mikil- vægan þátt í því að ná erlend- um viðskiptum ogsmásölunni aftur inn t landið. Einnig var, með sameiginlegu átaki margra einstaklinga, stofnað íslenskt skipafélag árið 1917. Síðan hafa íslensk skipafélög í áratugi að langmestu leyti séð um flutn- inga til og frá landinu. Loft- flutningar eru einnig í höndum íslensks flugfélags í einkaeigu. Án eigin flutninga til og frá landinu værum við ekki sjálf- stæð þjóð. Aföðrum mjög mikilvægum þáttum í okkar fullveldi og raunar fullveldi sérhvers lands vil ég nefna menntun. Að lesa og skrifa hefur ætíð verið mikið áhugamál íslendinga. Þegar landið varð fullvalda var bætt almermingsmenntun því mjög ofarlega á forgangslistanum. Jafnvel á hinum afar erfiðu ár- um fyrirsíðustu heimsstyrjöld var lögð áhersla á menntun. Ekkert land getur verið full- valda án vel menntaðrar þjóðar. Landbúnaður hefur ekki sama mikilvægi í efnahag landsins og áður var. Við erum þó sjálfum okkur nóg um framleiðslu á mjólkurafurðum og kjöti og það er að sjálfsögðu mikilvægt. Hins vegar er útflutningur á land- búnaðarafurðum ekki lengur hagkvæmur, meðal annars vegna mikilla styrkja til land- búnaðarins í öðrum löndum. “ Þjóðleg gildi í alþjóð- legum heimi Steingrímur rakti síðan mikil- vægi orkulindanna, bæði til upphitunar og raforkufram- leiðslu og til orkufreks iðnaðar, og sagði síðan: J>etta er í fáum orðum saga ís- lands. ístuttu máli tel ég eftir- greinda þætti hvað mikilvæg- asta í baráttu þjóðarinnar fyrir fullveldi og sjálfstæði: 1. Eigin tunga og saga. 2. Full yfirráð yfir náttúruauð- lindum landsins. 3. Sjó- og loftflutningar í eigin höndum. 4. Eiginsterk, alþjóðleg sölu- samtök. 5. Góð almenningsmenntun. 6. Eigin landbúnaðarfram- leiðsla eins og aðstæður leyfa. Ég er jafnframt þeirrar skoð- unar að sömu skilyrði hljóti að vera mikilvæg fyrir hvert það eyland sem vill vera fullvalda og sjálfstætt. Nú er það spumingin hvað verður um lítið eyland eins og ísland í hinum hraðbreytilega heimi nútímans. Kalda stríðinu á milli risaherveldanna er lokið. En það er ört vaxandi efnahags- stríð á milli risaefnahagsveld- anna. Einnig, ef mannkyn á að komast afá þessum hnetti okk- ar, munu alþjóðlegar, yfirþjóð- legar stofnanir reynast nauð- synlegar til þess að ákveða hegðan okkar á sviðum eins og í umhverfismálum og mann- réttindamálum. Hvemig á lítið eyland að ráða sínum málum í slíku andrúmslofti skefjalausrar efnáhagsstyrjaldar og vaxandi alheimsundirgefni? Getur lítið land verið fullvalda og sjálfstætt eða erþað í raun ekki lengur eftirsóknarvert? Þetta eru erfið- ar spumingar, sem ég get að- eins svarað fyrir mig sjálfan. Að sjálfsögðu verða allarþjóð- ir, einnig lítil eylönd, að taka þátt íþví að leysa hin alvarlegu vandamál sem að mannkyni steðja. Það er afar mikilvægt. Við höfum ekki efni á því að bíða lengur eftir óvefengjan- legri sönnun á áhrifum upphit- unar andrúmsloftsins eða eyð- ingar ósonlagsins eða mengun sjávar. Hin skaðlegu efni, sem sleppt er út í andrúmsloftið í dag, munu hafa áhrifá mann- kyn 50 árum síðar. Þessari hættu verður að bægja frá nú. Það er vissulega alvarlegt ef efnahagsátökin koma í veg fyrir að þjóðimar horíist í augu við þessa staðreynd. Allar þjóðir munu verða að gefa upp nokk- uð af sínu fullveldi til yfirþjóð- legra stofnana til þess að stöðva þessa þróun. Satt að segja er lítið eyland mjög háð því að þetta megi takast. Gott eylands- líferafar mikið háð því að and- rúmsloftið og hafið sé hreint. Það er mjög stór hluti afokkar lífsgæðum. Neyðumst við einnig tilþess að sameinast einhverju af efna- hagsveldunum eða efnahags- bandalögunum? Svar mitt er nei. Vissulega verðum við í öll- um viðskiptum mjög háðirslík- um mörkuðum og skiyrðin verða að meira eða minna leyti ákveðin af hinum öflugu efna- hagsblokkum. En eflítið eyland sameinast einum afþessum stóru efhahagsmörkuðum, til dæmis ísland Evrópubandalag- inu, verðum við ekkert annað en lítill útkjálki og við munum aldrei hafa mikil, ef nokkur, áhrífá ákvarðanir teknar í hin- um miðstýrðu stjómstöðvum embættismannanna. Ákvarðan- ir yrðu teknar með hag fjöldans í huga, sem er í raun mjög skiljanlegt. Náttúruauðlindir landsins yrðu nýttar til hags- bóta fyrir heildina. Vissulega mætti veita 260 þúsund íslend- ingum sæmileg lífskjör. Það væri engin byrði fyrir 400 millj- ón manna samfélag. Satt að segja gæti það talist hagkvæmt að hafa fólk búandi á íslandi til að nýta þær auðlindir, sem ekki er unnt að flytja til markaðar- ins. Ýmsum ykkar kann að þykja þetta mikil svartsýni. En sann- animar höfum við. Við höfum þær til dæmis í sögu íslands, Grænlands og Nýfundnalands. Lausnin er að mínu mati tví- hliða samningar við eins mörg af efhahagsveldunum og unnt er. Við erum vel staðsettir á milli Evrópu og Norður-Amer- íku og í raun ekki langt frá Jap- an. Slíkir viðskiptasamningar mundu tryggja aðgang okkar að mörkuðum og auðvelda okk- ur að nálgast fjármagn til að nýta náttúruauðlindir okkar.“ Eigingjamar ástæður Jmínum huga eru jafnframt aðrar, eigingjamar ástæður fyr- ir litla þjóð að vera fullvalda og sjálfráð eins og frekast er unnt. Lífið er meira en þjóðarfram- leiðsla á mann. Hagvöxtur hef- ur yfirgnæft alla þróun síðustu tvær aldimar og sérstaklega síðustu áratugina. Ég tel að það hafí. farið úr böndum. Þetta hef- ur leitt til heimserfíðleika sem ég hefáður nefnt. íþessu kapp- hlaupi höfum við einnig gleymt að lífsgæði eru meira en góður efnahagur. Að sjálfsögðu þarf fólk að hafa vinnu og tekjur til að fullnægja nútíma þörfum. En við lærum smám saman að ýmislegt annað í lífínu er ekki síður mikilvægt, eins og t.d. fjölskyldan og hreint umhverfí. Fyrir fáum dögum var ég í Frankfurt í Þyskalandi. Eins og ætíð þegar ég heimsæki þessar stóm borgir, er ég afar ánœgður að komast aftur heim. Á160 km hraða á hraðbrautunum, sem hlykkjast eins og Ijótur kóngulóarvefur um landið, kom mér í hug amma mín á íslandi, sem ég heyrði einu sinni segja eftir að bifreiðamar hófu að aka framhjá bóndabæ hennar: „Hvers vegna em allir í slíkum flýti? Hafa þeir ekki tíma til að koma við og fá sér kaffíbolla?!“ Hvílíkur léttir að koma hingað til þessarar friðsælu eyju. Hví- líkur munur á stóra flugvellin- um við Frankfurt með hinum gífurlega mannfjölda og hinni þægilegu flugstöð hér á Prince Edward-eyju. Þar sem ég bý í útjaðri Reykja- víkur, er ég fímm mínútur að komast út í náttúmna og vera einn, ef ég kýs. Þögnin og kyrrðin í hreinu lofti og um- hverfí hins litla eylands em auðæfí sem aðeins fáir hafa efni á nú orðið. Ég er eigingjam og vil halda slíkum auðæfum fyrir mig og mína þjóð. “ Séö yfir ráðstefnusalinn á Prince Edward-eyju.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.