Tíminn - 10.10.1992, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.10.1992, Blaðsíða 10
10 Tlmirw Laugardagur 10. október 1992 Atímum dapurleika í efnahagsmálum Vesturlanda er Austur-Asía í sókn: í austanverðri Evrópu er ástandið í efnahagsmálum slæmt og fer versnandi. Á Vesturlöndum eru menn frekar svartsýnir í þeim efn- um, hvað þann heimshluta varðar. Jafnvel Japan hefur átt við viss vandræði í fjár- og efnahagsmálum að etja allra síðustu árin. ar með verulegan kaupmátt og mikinn neysluáhuga. Efnahags- legar undirstöður þjóðfélaganna verða þar með öruggari, þau eru ekki á sama hátt og áður háð mörkuðum fyrsta heimsins. Menn sérfróðir um efnahagsmál og hagvöxt segja að mikið atriði í velgengni ríkjanna sjö sé að hjá þeim fari saman tiltölulega mikill og útbreiddur kaupmáttur og að tiltölulega margir íbúa þeirra séu ungir. Samanlagður íbúafjöldi ríkjanna er liðlega 330 miljónir, og um 70% þeirra eru undir þrí- tugu. Ungar manneskjur eru gjarnan ötulir neytendur á það sem nýjast er og í tísku, ef þær hafa peninga. Framsókn Japana í efnahagsmál- um varð mikilvæg forsenda þensl- unnar hjá Super Seven. Japanski markaðurinn varð þeim mikil- vægur og sérstaklega síðan á s.l. áratug hafa japönsk fyrirtæki fjár- fest í mörgum landanna sjö í stór- Eitt er þó það svæði í heiminum, sem nýtur efnahagslegs viðgangs um þessar mundir, og það svo um munar. Þar er fyrst og fremst um að ræða Austur-Asíuríkin Suður- Kóreu, Taívan, Hongkong og Sin- gapúr, „litlu drekana fjóra“, eins og þau eru gjarnan kölluð þar. Sú þensla er farin að breiðast út til Malasíu, Indónesíu, Taflands, Ví- etnams og Suður-Kína. Super Seven Spáð er að aukning vergrar þjóð- arframleiðslu þetta árið verði um 8,5% í Malasíu og Taílandi og um 6,5-7,5% í Indónesíu, Suður-Kór- eu, Singapúr og á Taívan. Síðast- nefnda ríkið á í handraðanum meiri gjaldeyrisforða en flestöll önnur, og síðan 1951 hefur hag- vöxtur þar að meðaltali verið 10% á ári. „Litlu drekarnir fjórir" fóru fyrst að láta í stórum stíl að sér kveða á heimsmarkaðnum á áttunda ára- tugnum og á s.l. áratug voru Mal- asía, Indónesía og Taíland farin að magnast svo mjög í efnahagsmál- um að farið var á ensku að flokka ríki þessi öll saman sem „Super Seven". Af vörum, sem þaðan komu, voru framan af þekktastir skartgripir af ómerkilegra taginu og ódýr og endingarlítil leikföng. Þar fyrir utan var það mesta af út- flutningnum þaðan hráefni. Nú er útflutningur ríkja þessara aftur á móti iðnaðarvörur mikið til og ekki síður hátæknivarning- ur. Frá Malasíu kemur nú meira af örgjörvum en nokkru öðru ríki í heimi. Helsta útflutningsvara Ta- flands er rafeindavarningur í stað vefnaðarvöru áður. Lífskjör og neysla hafa risið svo í löndum þessum að „Iitlu drekarnir fjórir" a.m.k. eru farnir að nálgast fyrsta heiminn (Vesturlönd, Japan, Eyjaálfu) í þeim efnum. Að telja þau til fátæklinganna í þriðja heiminum er a.m.k. orðið nokkuð úrelt. Þensla út frá Japan Efnahagsundur Super Seven byggðist framan af einkum á út- flutningi til Vesturlanda og Jap- ans, enda atvinnulíf þeirra þá skipulagt með það fyrir augum. Nú er helmingur af utanríkis- verslun ríkjanna sjö á milli þeirra innbyrðis og auk þess selst mikill hluti framleiðslunnar á heima- markaði. Batnandi lífskjör hafa hér eins og annarsstaðar haft í för með sér mikla stækkun millistétt- Hermenn I Seúl, höfuöborg Suöur- Kóreu, á veröi gegn stúdentum: lýöræöishefðin er ekki sterk. um stfl. Sumt af því þekktasta af japönskum varningi á Vestur- landamarkaði, Sony- sjónvarps- tæki t.d., kemur nú þangað frá t.d. Malasíu og Taflandi. Ennfrem- ur hefur fjármagnsflótti frá Hong- kong, þar sem menn horfa með kvíða fram til fyrirhugaðrar sam- einingar við Kína eftir fímm ár, orðið efnahagslífi hinna ríkjanna sex meðal Super Seven lyftistöng. „Áður en ég fer til himnaríkis Þar að auki eru smádrekarnir fjórir orðnir það þróaðir að þeir eru á þeim grundvelli farnir að flytja út fjármagn til hinna þriggja. Þriðjungur erlendrar fjárfestingar í Malasíu, Taflandi og Indónesíu er nú frá „drekunum". Taívan fjárfestir nú allra erlendra ríkja mest í Malasíu. Sumir efnahagsmálasérfræðing- ar tala f þessu sambandi um þenslu og útþenslu í bylgjum. Fyrsta „bylgjan" hafi komið frá Japan einkum til „litlu drekanna fjögurra", önnur í röðinni frá þeim til hinna þriggja í Super Se- ven og nú rísi sú þriðja og falli inn í Víetnam og Suður-Kína. Shenzhen, efnahagslegt sérsvæöi viö iandamæri Hongkong og eftirmynd hennar: Fyrirmyndin aö Kfna framtíöarinnar, segir Deng Xiaoping. Ofmælt væri að segja að kalda stríðið hefði á þessum slóðum dottið jafn gersamlega niður og í Evrópu, en úr kulda þess hefur eigi að síður mikið dregið. Óvild milli kommúnista og andkomm- únista er samskiptum því miklu minni þrándur í götu en var fyrir skömmu. Enda fjárfesta nú fyrir- tæki frá Super Seven í Víetnam, sem hefur iðinn og fremur vel skólaðan verkalýð og þar sem ströng miðstýring í atvinnulífi er á undanhaldi. í Kína segist Deng Xiaoping, landsfaðir þar sem kominn er undir nírætt, ætla að koma efna- hag landsins á traustan grundvöll „áður en ég fer til himnaríkis, þar sem Marx tekur á móti mér“, eins og hann hefur orðað það. Það hyggst hann gera með efnahags- legum sérsvæðum, þar sem einka- framtak ríkir og opið er fyrir fjár- magnsinnflutningi. Þetta hefur þegar leitt til mikils efnahagsvaxt- ar í Guangdong, grannfylki Hong- kong. Súper-Taívan Deng Xiaoping: Þessi vopnabróöir Maós formanns býöur fjármagn frá eftirmönnum erkióvinar hans, Chiangs Kai-shek, velkomiö til suðurkínversku strandfylkjanna. Af Super Seven er það Taívan, sem athafnasömust er í Kína, enda sumra mál að efnahagslega séð sé eyríki þetta kröftugast um- ræddra sjö ríkja um þessar mund- ir. Taívanskir atvinnurekendur hafa vaxandi áhuga á kínverska meginlandinu, vegna lægri launa þar en á Taívan og kostnaðar- samra ráðstafana til umhverfis- verndar sem taívönsk stjórnvöld eru farin að krefja fyrirtækin um. Þegar eru starfandi í Suður-Kína um 5000 fyrirtæki sem Kínverjar og Taívanar eiga saman. Taívansk- ir stóratvinnurekendur og Kína- banki vinna í sameiningu að sam- runa efnahagslífs Taívan, Hong- kong og strandfylkja Suður- Kína. „Draumur minn er suðurkín- verskt Evrópubandalag," segir Ge- orge Wang, taívanskur þingmaður sem á stáliðjuver og banka. „Við höfum peninga og reynslu, Kína- markað og vinnuafl." Áratugum saman lifðu menn á Taívan (íbúar um 21 milljón) í ótta við hugsan- lega hernaðarinnrás frá Kína (íbú- ar um 1160 millj.). Nú segja sum- ir að í staðinn sé Taívan byrjað að leggja undir sig Kína með fjár- magni. Skýringar á árangri umræddra ríkja eru orðnar þó nokkrar. Litlu drekarnir eru ekki hráefnaauðug- ir. En nálægð þeirra við ríki undir stjórn kommúnista — Kína, Norður- Kóreu og Víetnam — +

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.