Tíminn - 10.10.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.10.1992, Blaðsíða 5
Laugardagur 10. október 1992 Tíminn 5 Jón Kristjánsson skrifar: Fj árlagafrumvarpið 1993 — er það bjargráð? Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1993 hefur verið lagt fram á Alþingi. Frumvarpið er einn af homsteinum eftiahagsstefriu ríkis- stjómarinnar og veigamikill leiðarvísir um hvernig hún hyggst bregðast við í efnahags- málum á næsta ári. í fjárlagafrumvarpinu, sem er mikil bók, er að finna miklar upplýs- ingar um þróun efnahagsmála. Fmmvarpið sjálft er byggt á ákveðnum forsendum, sem ekki er sýnt hvort munu standast þegar það er lagt fram. Atvinnuleysið Það fyrsta, sem maður staðnæmist við í fjárlagafrumvarpinu, er forsenda þess um at- vinnuleysisprósentu á næsta ári. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi verði 3,4%. Þetta er mjög varlega áætlað og langt fyrir neðan þær tölur, sem heyrst hafa frá forsvarsmönn- um atvinnulífsins í landinu, sem spá 5-6% atvinnuleysi. Fjárlagafrumvarpið ætti að miðast við það íyrst og fremst að bregðast við þessari ugg- vænlegu staðreynd. Forgangsverkefni ríkis- fjármálanna ætti að vera að skapa þau skil- yrði, sem í valdi ríkissjóðs standa til þess að hjól atvinnulífsins snúist. Bresturinn í tekjuhlið fjárlaganna á yfirstandandi ári staf- ar meðal annars af samdrætti í tekjum ein- staklinga og almennum samdrætti í þjóðfé- laginu. Hið sama verður auðvitað uppi á ten- ingnum á næsta ári, ef spár um atvinnuleysi ganga eftir eða fara fram úr þeim forsend- um, sem fjárlagafrumvarpið byggir á. Bjargráð ríkisstjómarinnar Ríkisstjómin skýtur sér einkum á bak við tvö atriði í umræðum um atvinnumálin og skilyrði atvinnuveganna. Það fyrra er að lægri verðbólga en í helstu viðskiptalöndum okkar sé nægileg sérstaða fyrir íslenskt at- vinnulíf til þess að halda genginu stöðugu, hvað sem á gengur. Hið síðara er að í fjár- lagafrumvarpinu sé gert ráð fyrir að verja 2.1 milljarði króna til sérstakra aðgerða í at- vinnumálum. Því miður verður að segja að þetta er ekki ríándar nærri nóg til þess að mæta því ástandi, sem fyrirsjáanlegt er í atvinnuveg- um landsmanna. Nýjar spár um afkomu sjávarútvegsins á næsta ári eru enn verri heldur en áður, og reiknað er með að halla- rekstur í greininni í heild verði 8.5% á næsta ári. Veldur þar auðvitað um minnkun afla- heimilda og gengisþróunin. Eitt til tvö pró- sent munur í verðbólgu miðað við helstu viðskiptalöndin er auðvitað langt frá því að vega upp þessar aðstæður. Vegagerðin Síst ætti ég að hafa á móti aukinni vegagerð og ekki ætla ég að leggjast gegn þeim verk- efnum, sem ákveðin hafa verið í þeim efn- um. Hitt er eigi að síður mjög ein- kennilegt að ekki skuli farið að vega- lögum við skipt- ingu þessa fjár- magns og reynt að halda því samstarfi, sem verið hefur meðal þingmanna- hópa kjördæ- manna um skiptingu vegafjár. Það er sér- stakt mál, sem ég ætla ekki að gera að um- ræðuefni hér. Hinu vil ég vara við að álíta þessa vegagerð töfralausn í atvinnumálum. Vegagerð er ekki orðinn eins mannfrekur at- vinnuvegur og var. Því vinnur hún ekki bug á því fjöldaatvinnuleysi, sem hætta er á. Sldlyrði atvinnuveganna Forgangsverkefnið þarf að vera að koma hjólum atvinnulífsins til þess að snúast á ný. Til þess að svo megi verða þarf að laga skil- yrði atvinnuveganna, og stuðla að því að áhættufjármagn fáist til þess að styrkja eig- infjárstöðu fyrirtækjanna. Fjárlagafrum- varpið gerir ráð fyrir því að tekjuskattur fyr- irtækja verði lækkaður. Það kann að vera spor í rétta átt, en það kemur þó fyrirtækj- um, sem eru í hallarekstri, engan veginn til góða. Veltuskattur fyrirtækjanna verður ívið hærri að raungildi samkvæmt frumvarpinu, en það er hann sem skiptir mestu máli í skattlagningu atvinnulífsins, ásamt að- stöðugjöldunum sem eru tekjustofn sveitar- félaga. Áhættufjármagn Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir því að tekna upp á 1,5 milljarð verði aflað með sölu ríkisfyrirtækja á næsta ári. Þessi upphæð er fugl í skógi, og þá um leið þær 300 milljónir, sem verja á til rannsókna í þágu atvinnuveg- anna af þessu fjármagni. Ljóst er að til að þessar sölur skili þeim tekjum, sem til er ætlast, verður að selja rfkisbankana. Þá vaknar sú spuming hverjir eigi að kaupa. Gefum okkur að kaupendur finnist, annað hvort innan fjölskyldnanna 14 eða utan þeirra. Þeim peningum, sem þessir fjár- magnseigendur verja til þess að kaupa Bún- aðarbankann, sem er vel rekið fyrirtæki sem skilar ríkissjóði arði, verður ekki varið til þess að þróa nýjungar í atvinnulífi eða leggja áhættufjár- magn í ný fyr- irtæki. Með þessum við- skiptum er verið að beina þessu fjár- magni inn í ríkissjóð. Sú breyting á skattalegri meðferð hlutabréfakaupa, sem samþykkt var við síðustu fjárlagagerð, er ekki heldur til þess fallin að örva eða hvetja til kaupa á hlutabréfum eða fá fólk til að leggja fjár- magn í atvinnulífið. Virðisaukaskatturinn Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir að afla aukinna tekna af virðisaukaskatti, en það er fullkomlega óljóst með hverjum hætti það verður gert. Það uppnám, sem samskipti rík- is og sveitarfélaga eru í eftir þær tillögur sem eru í fjárlagafrumvarpinu um virðis- aukaskattinn, hefur orðið til þess að stjórn- arflokkamir eru komnir á flótta í málinu, og farnir að huga að tveggja þrepa virðisauka- skatti. Það er auðvitað alveg ljóst að breyting á skattalegri meðferð atvinnuvega eins og dæmis ferðaþjónustu er þungt högg fyrir þessa atvinnugrein, og auðvitað alveg úti- lokað að slíkar reglur geti gengið í gildi fyr- irvaralaust, þegar búið er að gera samninga með föstu verði fram á næsta ár. Það ber því allt að sama brunni. Það, sem einkennir fjárlagafrumvarpið, er það að tekjuhlið þess er í uppnámi. Nægir að geta til viðbótar algjörrar óvissu um sölu afla- heimilda Hagræðingarsjóðs, en það er undir hælinn lagt að þær tekjur, sem áætlaðar voru á þessu ári, náist inn, hvað þá þær 537 milljónir sem þessar sölur eiga að gefa á næstaári. Útgjaldahliðin Hvað útgjöldin snertir, þá er alveg ljóst að það markmið hefur ekki náðst að ráða við útgjaldavanda ríkissjóðs. Svo virðist sem út- gjöld ríkissjóðs liggi nú á bilinu 110- 115 milljarðar króna, og hallinn fari eftir því hvað tekjurnar sveiflast eftir árferði og at- vinnuástandi. Það er alveg Ijóst að skyndiað- gerðir duga ekki til þess að ráða hér bót á. Raunar er ljóst að það verður að takast víð- tæk samstaða um forgangsröð verkefna og þjónustu til þess að frambúðarlausnir náist á þessum vanda. Aðgerðir í anda þjóðarsáttar kæmu mjög til greina, ef ríkisstjórnin væri yfirleitt á þeim buxunum að vinna í þeim anda. Nú bendir ekkert til að svo sé, þvert á móti. Samskipti framkvæmdavaldsins, þ.e. ríkisstjórnarinnar, við löggjafarvaldið, Al- þingi, hafa aldrei verið verri en það sem af er kjörtímabilinu, og síðasta dæmið af mörg- um er meðhöndlunin á sérstöku viðbótar- fjármagni til vegagerðar vegna atvinnumála. Hvers vegna víðtækt samráð? Það er alveg útilokað að það náist samstaða um niðurskurð ríkisútgjalda, nema um þann niðurskurð sé gerð áætlun til lengri tíma en eins til tveggja ára. Slík áætlun verður ekki gerð nema með víðtækri sam- stöðu. Hún næst ekki nema tekið sé tillit til sem flestra sjónarmiða, í atvinnulífinu, í verkalýðshreyfingunni og að stjórnarand- staðan sé kvödd til verka í meira mæli held- ur en gert hefur verið. Það er ástandið í at- vinnumálum sem réttlætir slíkar hugleið- ingar, Við íslendingar eigum ekki með nokkru móti að sætta okkur við það að at- vinnuleysi þúsunda manna sé álitið náttúru- lögmál, meðan þeir, sem hafa einhverra hluta vegna hagnast í þjóðfélaginu, njóta skattfrelsis á fjármagnstekjum og launa- munur eykst hröðum skrefum. Slíkt er ávís- un á þjóðfélag mismununar og stéttaskipt- ingar og ástand í stjórnmálum sem er óþekkt á síðustu áratugum. Hinar uggvænlegu staðreyndir dagsins í dag eru hraðvaxandi atvinnuleysi, halla- rekstur í sjávarútvegi og vaxandi erlend skuldasöfnun. Fjárlagafrumvarpið 1993 er ekki svar við þeim vanda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.