Tíminn - 13.10.1992, Qupperneq 5
Þriðjudagur 13. október 1992
Tíminn 5
Stræti
Stræti eftir Jim Cartwright er nú
sýnt á sviði Smíðaverkstæðis
Þjóðleikhússins. f leikritinu er 24
persónum brugðið upp og búa
þær allar í sömu stórborginni við
sama strætið. Fátækt og atvinnu-
leysi hefur sett mark sitt á þær og
aðeins lífsleiðinn er eftir. Unga
fólkið hefur aldrei kynnst neinu
öðru og reynir hvað það getur að
finna sér eitthvað til skemmtunar
til að gleyma örbirgðinni. Það
eldra man aftur á móti bjartari tíð
og lítur með söknuði til baka.
Leikritið er þó ekki eins alvarlegt
og þessi lýsing gæti hljómað, þvf
gamanið er ekki langt undan.
Útigangsmaðurinn Scullery
leiðir áhorfendur f gegnum verk-
ið og er hlutverk hans í traustum
höndum Ingvars E. Sigurðssonar.
Ingvar sýnir góðan leik og veldur
hlutverki sfnu fullkomlega.
Aðrir leikarar fara allir með fleiri
en eitt hlutverk. Þór Tulinius og
Baltasar Kormákur eru feikigóðir
og skiptir þá engu f hvaða gervi
þeir bregða sér.
Leikur Eddu Heiðrúnar Back-
man og Halldóru Bjömsdóttur er
líka frábær. Þær eru blátt áfram
yndislegar í hlutverkum óöruggu
unglingspíanna og háværu gleði-
konumar verða skemmtilegar f
meðfömm þeirra. Kristbjörg
Kjeld og Róbert Amfinnsson sýna
jafnframt stórgóðan leik og er
engin ástæða til þess að tilgreina
einhver einstök hlutverk þeirra
umfram önnur. Guðjón Pedersen
leikstjóri getur verið stoltur af
starfi sínu með þessum hópi.
Bjöm B. Guðmundsson sér um
lýsingu og útfærir hana vel. Með-
al annars er lýsing frá kveikjara
og vasaljósi notuð og kemur það
einkar vel út.
Gretar Reynisson er höfundur
leikmyndar og er hún að mörgu
ieyti afar vel gerð. Ég kunni þvf
þó illa að leikurum væri bolað á
bak við súlu nokkra á sviðinu.
Þeir, sem ekki fengu bestu sætin
(þar á meðal ég), misstu um leið
af því sem þar fór fram og heyrðu
aðra leikhúsgesti hlæja að ein-
hverju sem súlan huldi. Einnig
varð ég þess vör að Ieikurinn fór
of lengi fram öðmm megin á
sviðinu, svo undir lokin var háls-
rígur farinn að segj'a til sín.
Helga Stefánsdóttir á hrós skilið
fyrir smekklega búninga, sem og
förðunarfólk, sem breytir leikur-
um úr einni persónunni í aðra á
undurskömmum tíma. Þýðing
Áma Ibsen er jafnframt vönduð
og ekkert út á hana að setja.
Þrátt fyrir góða frammistöðu
leikara og annarra aðstandenda
sýningarinnar þótti mér erfitt að
sitja undir Stræti og er megin-
ástæðan leikritið sjálft. Það er
byggt upp á stuttum þáttum, þar
sem Iitið er inn til hverrar per-
sónunnar á fætur annarri og
dvalið misjafnlega lengi. Stund-
um em þetta hreinustu örheim-
sóknir og verður leikritið slitrótt
fyrir vikið. Sum atriðin em þó
býsna langdregin, eins og þegar
par nokkurt sveltir sig til bana í
mótmælaskyni gegn atvinnuleys-
inu. Halldóra og Þór leika parið
mjög vel, en það dugir bara ekki
til. Textinn heillar heldur ekki í
þessu tilviki og örvænting parsins
kemst ekki til skila.
Stræti sýnir vissulega að heim-
urinn, sem við búum í, einkenn-
ist ekki af sama stöðugleikanum
og Múmíndalurinn, en það er
vandi að skrifa um atvinnuleysi
og ömurleika svo áhugavert sé á
að horfa. Þekking höfundar á við-
fangsefninu og húmorinn verða
sterkustu hlekkir Strætis. Góður
leikur lyftir svo sýningunni upp,
sem og að áhorfendur fá að taka
þátt í henni. Persónur verksins
tala beint til þeirra og klöngrast
jafnvel upp í fangið á þeim. Hléið
var jafnframt mjög skemmtilegt
og vel til fundið að bjóða leikhús-
gestum upp á karaoke- söng til að
vekja athygli á þessum innihalds-
lausu dægurskemmtunum, sem
alþýðu Bretlands sem íslands er
boðið upp á — til að gleyma.
Gerður Kristný
Guðmundur P. Valgeirsson:
Ný von —
Ljósblik á lofti
Alþingi er komið saman á ný. Stór verkefni bíða afgreiðslu þess. Sum það
stór að þau varða framhaldslíf núverandi ríkisstjómar, eða faU hennar. Og
jafnframt sjálfstæði þjóðarinnar. Svo virðist mega ráða af fréttum að ráð-
herrar ríkisstjómarinnar séu farnir að máta handjámin á þá fylgismenn
flokka sinna, sem sýndu henni óþægð við atkvæðagreiðslu og afstöðu í lok
þess tímabils sem Alþingi sat á rökstólum áður en það tók sér frí og um-
hugsunarfresL
Stór hluti íslensku þjóðarinnar
hefur beðið í ofvæni afstöðu Al-
þingis og staðið höggdofa yfír af-
stöðu ýmissa alþingismanna sinna
gagnvart því augljósa valdaafsali
íslensku þjóðarinnar, sem núver-
andi ríkisstjórn stefnir að með
EES- samningi þeim, sem Jón
Baldvin hefur undirritað í Brussel
fyrir hennar hönd og bíður nú
samþykkis eða synjunar Alþingis á
næstu vikum og dögum.
Orð Jóns Baldvins um að almenn-
ingur sé svo heimskur, að hann
hafí hreinlega ekki vit á svo flóknu
máli, hafa orðið mörgum að um-
ræðuefni. Yfir hinu hefur verið
meira þagað, sem hann sagði um
að þeim sem verið hefðu að and-
mæla þessum Nýja sáttmála hans,
væri engin alvara með það. Þar
væri aðeins um sýndarmennsku að
ræða og því einskonar Pflatusar-
þvottur. Þau orð hans virðast hafa í
sér meira sannleiksgildi en mörg
önnur ummæli hans um þau mál
og önnur, sem hann fjallar um. Þar
í liggur þjóðarvoðinn og þjóðaró-
gæfan.
Lögfræðingar og aðrir spekingar
gaspra um stjómarskrá íslenska
lýðveldisins sem einskisvert plagg,
sem hver og einn geti teygt og tog-
að eins og hrátt hundskinn að vild
hvers og eins. Slík er virðing
þeirra fyrir því plaggi. Og þeir
kasta hæðnisorðum að öðrum
kollegum sínum og einstakling-
um, sem ekki eru sama sinnis.
Undir þennan málflutning og tví-
skinnung taka alþingismenn sum-
ir hverjir.
Stór hópur alþingismanna telur
sig ekki geta gert upp hug sinn til
langhalasamnings Jóns Baldvins
og ríkisstjómarinnar fyrr en fyrir
liggi úrskurður um hvort um
stjómarskrárbrot sé að ræða eða
ekki! Slík umræða er þeim mönn-
um sjálfum til háðungar, því hver
maður, sem orðinn er læs og með
heilbrigða dómgreind, getur sagt
sér sjálfur að jafn mikið afsal þjóð-
réttinda og löggjafar- og dóms-
valds og þessi samningur felur í
sér er skýlaust stjórnarskrárbrot.
Slíkt mas virðist því haft í frammi
til að komast hjá að ræða kjama
málsins, þ.e. það afsal sjálfsákvörð-
unarréttar Alþingis og ríkisstjórn-
ar með fleiru, sem þjóðinni er ætl-
að að gangast undir með þessari
samningsgerð. Á það hafa margir
mætir bent á með sterkum rökum,
sem ekki verða hrakin, síst með
haldlausum slagorðum og öfug-
mælum, svo sem reynt er að gera
af ráðherrum ríkisstjórnarinnar og
skósveinum hennar.
íslensk tunga á aðeins eitt orð yf-
ir þær athafnir sem fylgja í kjölfar
þessa samnings. Það veit hvert
mannsbarn „innst í hjarta sínu“,
sem komið er til vits og ára og eitt-
hvað þekkir til sögu sinnar, þó það
hagi sér á annan hátt (sbr. ummæli
D.O. á dögunum).
f öllu þessu svartnætti koma orð
Eyjólfs Konráðs Jónssonar, sem
höfð voru eftir honum f sjónvarps-
fréttum í gærkvöld, eins og leiftr-
andi Ijósglampa væri brugðið á
loft. Nýr lífsneisti, ný von um að
komið verði í veg fyrir þá niður-
1
Slíkum samningi er i
raun og veru ekki hœgt
að svara nerna með eirtu
orði: NEI! og aftur NEI.
Það eitt er islenskum al-
þingismönnum samboðið.
En það eru ekki líkur til
að sjálfsvitund og sjálf-
stœðiskennd alþingis-
manna sé það sterk að
slikt komi til greina. Þvi
eru orð Eyjólfs Konráðs
meira virði en flest annað
sem sagt hefur verið um
þessi mál á AlþingL Und-
ir þau œttu þeir alþingis-
menn, sem vilja og meta
sóma sinn nokkurs, að
taka heilum rómu
lægingu og smán ófrelsis og yfir-
drottnunar erlendra þjóða og
stofnana þeirra, sem misvitrir
menn stjórna að eigin geðþótta
með sína eiginhagsmuni að leiðar-
ljósi, í stað þess að reka hér góð-
gerðastarfsemi eins og látið er í
veðri vaka af talsmönnum þessa
Nýja sáttmála, sem um allt líkist
hinum Gamla sáttmála, sem þjóð-
in hafði langa reynslu af. Reynslu
sem ekki má gleymast.
Slíkum samningi er í raun og
veru ekki hægt að svara nema með
einu orði: NEI! og aftur NEI. Það
eitt er íslenskum alþingismönnum
samboðið. En það eru ekki líkur til
að sjálfsvitund og sjálfstæðiskennd
alþingismanna sé það sterk að slíkt
komi til greina. Því eru orð Eyjólfs
Konráðs meira virði en flest annað
sem sagt hefur verið um þessi mál
á Alþingi. Undir þau ættu þeir al-
þingismenn, sem vilja og meta
sóma sinn nokkurs, að taka heil-
um rómi.
Við þig, Eyjólfúr Konráð Jónsson
alþingismaður, vil ég segja þetta:
Hafðu guðs og þjóðar þökk fyrir
orð þín á Alþingi í gær. Vonandi
fylgja fleiri flokksmenn þínir þínu
fordæmi.
Þetta eru þau orð sem hrutu mér
af munni í gær er ég heyrði þau.
Og þau eru hvati þess að ég set
þessi orð mín á blað. Verum þess
minnug, að þrátt fyrir allar ræður
forráðamanna núverandi ríkis-
stjórnar um fortíðarvanda og böl-
móð, þá er það víst að þjóðin á enn
vor í vændum, ef fólkið þorir.
Látum nýfengið fordæmi frá Fær-
eyjum verða okkur víti til vamað-
ar. Þjóðin var búin að fá þá reynslu
af áþján undir stjórn erlendra vald-
hafa og stofnana að hún láti það
ekki henda sig að lenda í því sama
aftur — og það að eigin ósk.
Bæ, 7. október 1992
Höfundur er bóndi f Bæ f Trékyllisvfk.
Verksvið
sálfræði-
þjónustu
Komin er út bókin Sálfírœöiþjón-
usta skóla, þáttur hagnýtrar sál-
fíaeöi, eftir Kristin Bjömsson sál-
fræðing. Útgefandi er Háskólaút-
gáfan og Frœösluskrifstofa
Reykjavíkurumdcemis.
Bókin lýsir verksviði sálfræðiþjón-
ustunnar, starfsaðferðum, uppbygg-
ingu og þróun hennar í öllum
ffæðsluhéruðum landsins undanfar-
in ár. Höfundur starfaði við sálfræði-
deild skóla í Reykjavík í 30 ár og
þekkir því vel þessa starfsemi. í for-
mála segir m.a.: „Fyrst og fremst er
Iýst á einfaldan hátt því sem verið er
að gera í hinu daglega starfi. Þetta er
hvorki fræðileg greinargerð né um-
ræða um stefnur, heldur hlutlaus
frásögn og skýring á staðreyndum."
Bókin er 94 bls., skipt í 10 kafla.
Lýst er m.a. vanda nemenda og þörf
fyrir aðstoð, greiningu á vanda, ráð-
Kristinn Björnsson.
gjöf og meðferð, starfi sálfræðings í
skóla, sérkennslu, samvinnu stofn-
ana, þróun og sögu sálfræðiþjónust-
unnar og framtíðarhorfum. Henni
Bsekur
er ætlað að vera gagnlegt lesefni fyr-
ir kennara, foreldra og aðra, sem
áhuga hafa á sálfræðilegu efni, og er
vel skiljanleg öllum almenningi. Þá
hentar hún sem náms- og ítarefni
fyrir nema í sálfræði, uppeldisfræði,
félagsfræði og skyldum greinum.
Bókin fæst í Bóksölu stúdenta, Há-
skóla íslands og kostar kr. 900.
(Fréttatilkynning)
„Kæra Jelena “ ársgömul:
Vinsælt
leikrit
í gær var liðið eitt ár
ftá því að Ieikritið
Kæra Jelena var
frumsýnt, en það
hefur verið mjög vin-
sælt og yfirleitt sýnt
fyrir fullu húsi.
Þetta kemur fram í
fréttatilkynningu frá
Þjóðleikhúsinu. Þar
segir og að naestkom-
andi sunnudag verði
sýningamar orðnar
140. Leikritið var
fyrst sýnt á Litla sviði
Þjóðleikhússins, en
hefur nú verið flutt á
Stóra sviðið vegna
hinnar óhemju
miklu aðsóknar. Þá
segir að enn sé ekk-
ert lát á aðsókninni
og að nær uppselt sé
á allar aýningar f
þessum mánuði.