Tíminn - 13.10.1992, Side 7

Tíminn - 13.10.1992, Side 7
Þriðjudagur 13. október 1992 Tíminn 7 Útdráttur úr stefnuræðu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi: Enn skal herða sultarólina áður en skárri tímar koma Davíð Oddsson forsætisráðherra hélt stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöldi og að flutningi loknum fóru fram umræður um hana. Forsætisráðherra fjallaði í ræðunni um Evrópumál, öryggis- og varnarmál, fjármál ríkisins, efnahags- og atvinnumál og bar ástand- ið heimafyrir saman við gang mála í nágrannalöndunum. Hér á eft- ir fer útdráttur úr stefnuræðunni: EES og Evrópu- bandalag í upphafi stefnuræðunnar gerði forsætisráðherra að umtalsefni Evr- ópumálin og EES samningana. Hann sagði að flest benti til að önn- ur ríki en ísiand verði sameinuð í einu Evrópubandalagi innan tíu ára. ísland hefði þó ákveðið að standa ut- an þess sökum þess að ýmsir ann- markar séu fyrir ísland á slíkum samruna og vegi þeir þyngra en hugsanlegur ávinningur. EES samningur sé eins konar millileið fyrir Islendinga. Þannig útilokist þeir ekki frá þeim þjóðum sem þeir eiga mestra viðskiptahags- muna að gæta og eru auk þess skyldastir að uppruna, menningu og þjóðfélagsskipan. Með EES samn- ingi verði okkur tryggð þau við- skiptalegu skilyrði og kjör sem við getum ekki verið án. Jafnframt felist ekki í samningnum afsal fullveldis eins og óneitanlega sé raunin með aðild að EB. Síðan sagði forsætis- ráðherra: „Tíminn líður hratt og 1. janúar 1993 er skammt undan. Berum við gæfu til þess að staðfesta þá samn- ingsgjörð, sem lengi hefur verið unnið að, munu okkur opnast ýmsir möguleikar á nýju ári? Óumdeilan- legt er að þau tækifæri sem þá bjóð- ast íslensku atvinnulífi eru mikil og einnig sá ávinningur sem íslenskir neytendur munu njóta. Tollar af mikilvægum sjávarafurðum falla niður, sem mun á afgerandi hátt bæta samkeppnisaðstöðu innlendr- ar fiskvinnslu gagnvart erlendum keppinautum. Þetta mun því treysta atvinnu f íslenskum sjávarútvegi. Samningurinn tryggir að íslensk- um fyrirtækjum verður ekki mis- munað á Evrópumarkaði og hann opnar fyrirtækjunum möguleika á víðtæku samstarfi við erlend fýrir- tæki. Þetta mun styrkja stöðu ís- lenskra fyrirtækja í harðnandi er- lendri samkeppni. Síðast en ekki síst mun samkeppni í þjónustustarfsemi leiða til aukinnar hagkvæmni og verðlækkunar á þjónustu sem mun koma íslenskum neytendum og ís- lensku atvinnulífi til góða. Allt þetta mun skila sér í auknum hagvexti, lægri verðbólgu og vöxtum og aukn- um kaupmætti á næstu árum. Það væri ótrúlegt lánleysi og afglöp að láta slík tækifæri úr greipum sér ganga. Það er vissulega ósannfær- andi að þeir tveir stjórnmálaflokkar, Alþýðubandalag og Framsóknar- flokkur, sem áður unnu, að því er virtist af fullum heilindum, að því að koma á samningi um hið Evr- ópska efnahagssvæði, skuli nú, við lokaafgreiðslu málsins, telja rétt að snúa við blaðinu og reyna að fiska í því pólitíska gruggi sem af þeim mikla viðsnúningi hlýst. Þessir flokkar skulda þjóðinni skýringar, skiljanlegar skýringar, á þessum miklu sinnaskiptum. Engar slíkar skýringar hafa komið fram, enda vandfundnar." Öryggis- og vamarmál Forsætisráðherra gerði því næst varnarmálin og aðild að NATO að umtalsefni. Sérstök nefnd um ör- yggis- og varnarmál starfaði nú við að meta þróun mála og stöðu ís- lands í ljósi breyttra aðstæðna í al- þjóðamálum. Fundir nefndarinnar með fulltrúum bandarískra stjóm- valda hefðu leitt í ljós sterkan sam- hljóm í mati beggja ríkja á breyttum aðstæðum og nauðsyn áframhald- andi samstarfs íslands og Bandaríkj- anna í varnarmálum og samstarfi NATO ríkjanna. Auk þess væru nú hafnar viðræður um aukaaðild ís- lands og annarra Evrópuríkja utan EB að Vestur-Evrópusambandinu. Þessi ríki em auk íslands, Noregur og TVrkland. Ríkisíjármál — utan- ríkisviðskipti Forsætisráðherra sagði að íslend- ingar væm flestum þjóðum háðari heilbrigðu viðskiptaumhverfi. Því væm það vonbrigði hve efnahags- bati á Vesturlöndum léti á sér standa en kyrrstaðan þar hefði víðtæk áhrif á afkomu þjóðarinnar. Þannig hefði hinn mikli órói á evrópskum gjald- eyrismörkuðum haft áhrif hér og at- huganir bentu til að viðskiptakjör íslendinga hefðu versnað um 1,5% eftir hræringarnar í seinni hluta septembermánaðar sl. „En sé litið á árið í heild og breyt- ingar á gjaldeyrismörkuðum og þró- un vaxta í helstu viðskiptalöndum íslands skoðað í samhengi, þá er niðurstaðan íslensku atvinnulífi og þjóðarbúinu í hag. Lágir vextir í Bandaríkjunum og veik staða dollar- ans, en hann er fyrirferðarmestur í skuldum íslendinga, og að sama skapi sterkari staða margra evr- ópskra gjaldmiðla, sem vega þungt í okkar útflutningi er okkur fremur hagstæð." Forsætisráðherra fjallaði síðan um efnahagsástand á hinum Norður- löndununm, einkum í Svíþjóð og Finnlandi, og sagði að íslendingar stæðu um margt betur að vígi gagn- vart efnahagsóróleikanum sem yfir þjóðirnar hefur gengið, vegna þess að hér hefði fyrr verið gripið til að- gerða í ríkisfjármálum. Hann fjall- aði síðan um niðurskurð velferðar- kerfisins í Svíþjóð og um að þar í landi hefðu menn komist að því að sjálfvirkni í útgjaldaaukningu ríkis- ins verði að setja strangar skorður og sagði síðan: „Hér á fslandi gætir slíkrar sjálf- virkni í auknum mæli og löggjafar- samkoman hefur ekki verið nógu aðgætin er lög hafa verið sett, sem hafa falið í sér óviðráðanleg út- gjaldatilefni, „opna tékka", sem framtíðinni var falið að fylla út. Mik- ilvægt er að snúið verði af þeirri braut. í sjálfu sér er ekkert við því að segja, ef þingið ákveður að auka út- gjöld hins opinbera umfram það sem þjóðarframleiðslan gefur tilefni til hverju sinni. Taki menn slíkar ákvarðanir verða þeir jafnframt að hækka skattbyrðina á almenning í landinu. Ef slíkt þarf að fylgjast að í hvert sinn, má búast við ríkara að- haldi frá borgurunum gagnvart full- trúum sínum hér á hinu háa Al- þingi. Með hinni sjálfvirku útgjalda- aukningu fylgist enginn. Hver ríkis- stjórnin á fætur annarri stendur frammi fýrir gerðum hlut og á í erf- iðleikum með að vinda ofan af þeim vexti, sem orðið hefur.“ Davíð Oddsson ræddi síðan ein- staka þætti samneyslunnar, svo sem mennta- og heilbrigðiskerfið og ýmsa þætti þar sem hann taldi þarfnast endurmats. Slíkt endurmat gæti oft á tíðum leitt til árangurs- ríkari vinnubragða og jafnframt ódýrari og einmitt þetta hefði sann- ast, til að mynda í heilbrigðiskerf- inu. Þar mætti ná fram spamaði án þess að skerða nauðsynlega þjón- ustu. Þá væri sú staðrend áhyggju- efni að langur vinnutími íslendinga skilaði minni afrakstri en styttri vinnutími gerir annars staðar. í þessum efnum sé það þýðingarmik- ið að atvinnurekendur og launþegar taki höndum saman um að finna úr- lausn sem leiddi til þess að vinnu- tími gæti styst án þess að heildar- laun lækkuöu aö sama skapi. Bölvun rfldsins aflétt „Það er kominn tími til að ríkis- valdið líti í eigin barm og skoði af- skipti sín af fjölmörgum þáttum mannlífsins.og hvort þau séu ekki á stundum gagnslaus í besta falli, en til stórra trafala í versta falli. Það hefur verið venja hjá okkur að setja reglugerðir um alla skapaða hluti, auðvitað í þörfum og góðum til- gangi. Hætt er við að slíkar reglu- gerðir standi áfram þótt ástæður þeirra kunni að vera löngu á bak og burt og jafnvel þó að þær hafi frá upphafi verið ástæðulausar. Þess vegna þurfa öll ráðuneyti stöðugt að huga að því að grisja reglugerða- skóginn. Meginverkefni íslenskra stjórn- valda í efnahagsmálum um langan aldur hefur verið að stuðla að stöð- ugleika, koma böndum á verðbólgu og ná jafnvægi í utanríkisviðskipt- um. í fýrsta sinn höfum við náð raunverulegum árangri. Verðbólga er minni en nokkru sinni í íslenskri nútímasögu, og við getum ekki bara kinnroðalaust heldur stolt borið okkur saman við aðrar þjóðir í þeim efnum. Þessir sigrar gjörbreyta efnahagsforsendum á íslandi og gefa stjórnvöldum, ekki síst íslensku at- vinnulífi, tækifæri til að gera lang- tímaáætlanir til að bregðast við ut- anaðkomandi áhrifum. Ráðagerðir forsvarsmanna fýrirtækja um end- urskipulagningu og hagræðingu eiga meiri möguleika að ná fram að ganga þegar þannig er í pottinn bú- ið. Aukin hagræðing, meiri fram- leiðni og vaxandi styrkur fýrirtækja byggist einmitt á slíkum efnahags- forsendum." Enn skal herða ólamar Forsætisráðherra fór síðan orðum um horfur í atvinnulífi landsmanna til sjós og lands. Hann sagði íslensk- an landbúnað standa á tímamótum: „Sú mikla ofstjórn og miðstýring, sem einkennt hefur stjórn þessarar atvinnugreinar um áratugaskeið hefur verið henni mikil áþján. Og það verður ekki sársaukalaust að koma þeim klafa af sér. Bændastétt- in hefur brugðist vel við í þeirri bar- áttu, en ljóst er að hún þarf að fá ráðrúm til að mæta þeirri auknu samkeppni sem breyttir viðskipta- hættir munu (ýrr en síðar kalla á.“ Davíð Oddsson sagði að aflabrestur þrengdi að þjóðinni allri en kæmi fýrst niður í sjávarútvegi og hefðu fýrirtæki þurft að grípa til ráðstaf- ana vegna hans. Ríkisstjórnin hefði einnig beitt sér fyrir aðgerðum til að létta fyrirtækjunum baráttuna, en það væri ekki nóg: Flotinn og vinnslugetan væri miklu meiri en núverandi aflabrögð gæfu tilefni til og við því yrði að bregðast og yrðu meiri kröfur gerðar til forsvars- manna í sjávarútvegi á næstunni en þeir hafi til þessa þurft að mæta. Gengið ekki fellt Forsætisráðherra sagði að áríðandi væri að forsvarsmenn í sjávarútvegi vikjust ekki undan þeim kröfum sem gerðar verða til þeirra á næst- unni og sagði síðan: „Engin rök standa til þess, að breyta gengi krónunnar vegna að- stæðna í sjávarútvegi. Ástæður fýrir erfiðri stöðu hans eru margar og breytilegar í einstökum greinum. Einnig er staða einstakra fýrirtækja afar misjöfn. Sé litið á almennan mælikvarða verðlags, launa og gengis þá er staðan sú að raungengi krónunnar miðað við verðlag er nú nokkru hærra en að meðaltali á ár- unum 1980-1992 en sé miðað við launaþróun er raungengið nokkru lægra. A þessa almennu mælikvarða er samkeppnisstaðan gagnvart útlönd- um því svipuð og hér hefur verið síðasta áratuginn. Þetta sýnir best að þau vandamál sem uppi eru í sjávarútvegi og öðrum greinum eru ekki vegna þess að kostnaðarhækk- anir að undanförnu hafi verið hér með allt öðrum hætti en í sam- keppnislöndum okkar. Þótt við- skiptahalli hafi verið verulegur að undanförnu þá fer hann minnkandi vegna samdráttar í þjóðarútgjöld- um. Þrátt fýrir erfiða stöðu í sjávar- útvegi er þannig ekki hægt að sýna fram á að gengi íslensku krónunnar sé nú rangt skráð miðað við al- menna mælikvarða. Áríðandi er að menn átti sig á því að gengisfelling er alls ekki til þess fallin að leysa þann vanda sem ég áðan lýsti.“ Davíð sagði síðan að núverandi efnahagsstefna sem einkenndist af föstu gengi, harkalegum aðgerðum í ríkisfjármálum og á peninga- og vinnumarkaði væri ekki dans á ró- sum. Um annað væri þó ekki að ræða og þessari stefnu yrði fylgt áfram, enda væri hún sú eina rétta í stöðunni og nú sýndi sig að hún væri farin að bera ávöxt. Rfkisstjóm- in myndi því í engu hvika frá henni. Áfram skal haldið í Ijósi þess að framleiðsla þjóðar- búsins muni enn dragast saman á næsta ári sagði forsætisráðherra að draga yrði enn úr útgjöldum þjóðar- innar og þar með viðskiptahalla. Síðan verði að leggja áherslu á að endurreisa atvinnulífið og stuðla að nýjum hagvexti og vinna bug á vax- andi atvinnuleysi. Þá setji ríkis- stjórnin sér það meginmarkmið að tryggja stöðugleika í verðlagsmál- um og koma á jafnvægi í utanríkis- viðskiptum. Meginforsenda þess sé stöðugt gengi krónunnar. Til þess að tryggja það verði að stemma stigu við óhóflegum halla ríkissjóðs. I þessum efnum verði allir að leggj- ast á eitt og launþegar og atvinnu- rekendur verði þar með að ná kjara- samningum sem raski ekki jafnvæg- inu, sveitarfélög verði að hagræða og/eða sameinast til að geta veitt íbúum betri og ódýrari þjónustu en nú er. Þá verði, til að auka trúverð- ugleika gengisstefnunnar, að breyta á ýmsan hátt skipulagi gengis- og gjaldeyrismála þannig að áhrif markaðsafla á gengi krónunnar auk- ist, m.a. með því að koma upp gjald- eyrismarkaði. Að lokum sagði for- sætisráðherra: „Ríkisstjórnin mun í störfum sín- um byggja á þeim árangri sem náðst hefur þrátt fyrir mótdrægar ytri að- stæður. Stöðugleiki, lág verðbólga, minnkandi viðskiptahalli, heilbrigð- ara skattumhverfi og vaxta- og gengisákvarðanir á markaði munu verða þýðingarmiklir þættir í þeirri grundvallarstefnu sem á er byggt. Heilbrigt atvinnulíf byggt á traust- um grundvelli mun tryggja okkur áfram jafngóð lífskjör, og þær þjóðir búa við sem best standa. Þessi ríkis- stjórn fýlgir þeirri meginstefnu sem dugað hefur þjóðum Vesturlanda best á undanförnum árum. Hún vill forðast skammtímalausnir, þótt vel kunni á láta í eyrum um stund, full- viss þess að varanlegur árangur get- ur aðeins byggst á varanlegum lausnum." Davíð Oddsson forsætisráðherra.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.