Tíminn - 13.10.1992, Blaðsíða 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300
Áskriftarsími
Tímans er
686300
KERRUVAGNAR OG KERRUR
Bamaiþróttagallar á frábæru verði.
Umboðssala á notuðum bamavörum.
Sendum I póstkröfu um land alltl
BARKABÆR, Ármúla 34
Slmar: 685626 og 689711.
VERIÐ VELKOMIN!
Bilasala Kópavogs
Smiöjuvegi 1, 200 Kópavogi
Vantar nýlega bíla.
Mjög mikil eftirspurn.
VERIÐ VELKOMIN
Ií lllillll
ÞRIÐJUDAGUR13. OKTÓBER1992
í Ijósi þess alvarlega ástands sem er I efnahagsmálum og atvinnulifi þjóöarinnar hefur Alþýöubanda-
lagiö lagt fram tillögur um aö skapa ný störf og auka verðmætasköpun um leið og lögð er áhersla á
stööugieika og jafnvægi I efnahagslífinu. Á myndinni eru f.v. Steingrímur J. Sigfússon, Óiafur Ragn-
ar Grímsson og Ragnar Arnalds. Tímamynd Ami Bjama
Alþýðubandalagið boðar nýjar leiðir í efnahags- og atvinnumálum
sem geta skapað 1200-1800 ný störf á einu ári:
Leið samhæfingar og samvinnu
Alþýðubandalagið hefur lagt fram tillögur í efnahags- og atvinnu-
málum sem miða að því að skapa 1200-1800 ný störf á átta til tólf
mánaða tímabili. Jafnframt hefur formaður flokksins lagt fram ítar-
legan umræðugrundvöll um hinar nýju tillögur.
Þá hefur Alþýðubandalagið óskað
eftir viðræðum við forystumenn
allra flokka sem eiga fulltrúa á Al-
þingi, samtök launafólks og at-
vinnulífs og aðra um nauðsynlegar
aðgerðir í efnahags- og atvinnu-
málum og nýja stjórnarstefnu. Allt
þetta miðar að því að skapa víð-
tæka samstöðu um aðgerðir sem
duga til að forða þjóðinni frá vax-
andi atvinnuleysi jafnframt því
sem stöðugleiki í efnahagslífinu sé
festur í sessi.
Tillögur flokksins í efnahagsmál-
um og atvinnulífi voru kynntar á
blaðamannafundi í gær í húsa-
kynnum verkamannafélagsins
Dagsbrúnar. Markmiö tillagnanna
er að skapa samstöðu um nýjan
grundvöll í hagstjórninni sem er
leið samhæfingar og samvinnu í
áframhaldandi stöðugleika í stað
núverandi stjórnarstefnu sem
sækir sína fyrirmynd til Bandaríkj-
anna og Bretlands og er þekktust
hérlendis undir heitinu „kemur
mér ekki við“.
Meðal þeirra tillagna sem Alþýðu-
bandalagið leggur til er ný at-
vinnuþróunarstefna sem miðar að
því að bæta almenn rekstrarskil-
yrði atvinnulífsins, s.s. með lækk-
un vaxta, stöðugleika í verðlags-
málum, bættri samkeppnisaðstöðu
og aðgerðum til að örva atvinnu-
starfsemi, s.s. með auknum fjár-
festingum ríkis og sveitarfélaga og
aðstöðugjaldið verði afnumið.
Þessar aðgerðir verða síðan fjár-
magnaðar með hátekjuskatti og
fjármagnsskatti auk þess sem
reynt verður að ná samkomulagi
um lítt breytt almennt launastig í
landinu.
Stöðugleiki efnahagslífsins verð-
ur tryggður með því að halli ríkis-
sjóös verði ekki aukinn þótt að-
gerðirnar kunni að auka eitthvað á
viðskiptahallann tímabundið. Þá
er lagt til að aðgerðir í skattamál-
um verði samræmdar, ráðist verði
í margs konar opinberar fram-
kvæmdir, sjávarútvegurinn verði
endurskipulagður, iðnaður og
þjónusta verði efld, stuðlað verði
að arðbærri þróun í matvælafram-
leiðslu og uppstokkun verði í
banka- og sjóðakerfinu svo nokkuð
sé nefnt af þeim tillögum sem Al-
þýðubandalagið hefur lagt fram til
sóknar í efnahags- og atvinnulífi
landsmanna. -grh
Barnsrán og
tilraun til
nauðgunar
21 árs gamall maður rændi 7 ára gamalli stúlku og gerði tilraun til
að koma fram vilja sínum við hana um síðustu helgi. Lögreglunni
tókst með snarræði að koma í veg fyrir verknaðinn.
Maðurinn var á leið heim til sín úr
miðbænum er hann braust inn í hús
eitt í Suðurhlíð. Þar hugðist hann
að eigin sögn leita að peningum.
Stúlkan svaf í herbergi sínu á jarð-
hæð hússins en foreldramir voru í
svefnhergergi á þriðju hæð. Þeir
vöknuðu við hljóð frá barninu.
Ódæðismaðurinn hafði kynferðis-
lega tilburði við barnið en lagði á
flótta er hann heyrði til foreldra
bamsins.
Allt tiltækt lögreglulið var kallað út
og fannst ódæðismaðurinn með
stúlkuna í Fossvogskirkjugarðinum
eftir 45 mínútna leit. Hann mun
hafa veitt stúlkunni líkamlega
áverka en ekki tekist að misþyrma
henni kynferðislega. Maðurinn hef-
ur oft komið við sögu lögreglunnar
áður og hlotið marga fangelsis-
dóma. -HÞ
Lára Halla
kærir
ummæli
landlæknis
Lára Halla Maack hefur kært um-
mæli landlæknis í sinn garð til
siðanefndar lækna.
Þetta kemur fram í bréfi sem Lára
sendi m.a. landlækni, stjórn Lækna-
félags íslands og Siðanefnd þess. í
bréfinu segir: „Ég hafna vítum emb-
ættisins sem algjörlega ástæðulaus-
um. Ummæli mín í sjónvarpsþætti
Eiríks Jónssonar þann 8. október
voru blákaldar staðreyndir. Ég hef
kært ummæli yðar í minn garð til
siðanefndar Læknafélagsins þar sem
ég tel landlækni haf misbeitt valdi
sínu gagnvart mér.“ -HÞ
Vinningstölur laugardaginn rö)(S) 10. okt 1992
(15)
"^28)^34) faf)
i VINNINGAR FJOLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ A HVERN VINNINGSHAFA
1. 5al5 2 1.310.636
2. 4al58 r ^ 227.809
3. 4al5 105 7.485
4. 3af 5 3.411 537
Heildarvinningsupphæð þessa viku: kr. 5.694.522
upplysingarsímsvari91-681511 LUKKULÍNA991002J
...ERLENDAR FRÉTTIR...
WASHINGTON:
Bush slappastur
Greinilegt er að Bush forseti stóö sig
slst þremenninganna er keppa um
forsetaembaettiö I fyrstu sjónvarp-
skappræöulotunni af þrem I fyrra-
kvöld. Honum heppnaöist ekki aö tala
til hjarta áheyrenda og veröur aö
snúa viö blaðinu eigi hann aö vinna
kosningamar sem fram fara f næsta
mánuöi. Óháöa frambjóöandanum
Ross Perot og frambjóöanda demó-
krata Bill Clinton tókst mun betur upp
aö þvl er skoöanakannanir sýna.
PEKING:
Aftur bylting
Kommúnistaflokkur Klna sem þessa
dagana heldur fyrsta flokksþing sitt
eftir hrun Sovétrlkjanna hét aö nýta
sér „töfravopn" kapitalismans til þess
aö halda áfram völdunum yfir þeim
1,1 milljaröi manna sem byggir Klna-
veldi. Jiang Zemin, aöalritari flokks-
ins, sagöi I ræöu slnni: „Viö getum
meö sanni sagt aö viö höfum hafiö
nýja byltingu.*
STOKKHÓLMUR:
Tveir kanar fá
Nóbel í læknisfræði
Tveir bandarlskir llfefnafræöingar
hlutu Nóbelsverölaunin I læknisfræöi
I gær. Verölaunin hiutu þeir fyrir rann-
sóknir á eggjahvituefnum I fmmum
mannslikamans, sem geta oröiö
áfangi í leitinni aö lyfi gegn krabba-
meini. Verölaunahafamir eru Edwin
Krebs, 74 ára, og Edmond Fischer,
72 ára. Verölaunaféö nemur 6,5 millj-
ónum sænskra króna.
MOSKVA:
Skotið á Græn-
friðunga
Rússneskt varöskip skaut þrem
skotum yfir stafninn á skipi Green-
peace-samtakanna í gær og her-
menn komu um borö i skipiö. Skip
samtakanna var aö kanna geisla-
mengun I hafinu að sögn talsmanns
Greenpeace. Rússar kváöu skipiö
hafa fariö inn I rússneska landhelgi I
heimildarleysi.
LUANDA:
Unita og MPLA
takast á
Hermenn og lögregla hafa komiö
upp vegatálmum vlöa á götum höfuö-
borg Angóla, Luanda. Fjöldi fólks
heldur sig stöðugt innandyra af ótta
viö aö skotbardagar sem I borginni
uröu á sunnudag séu fyrirboöi um
nýtt borgarastrfö. Óeiröalögregla
baröist viö vopnaöa liösmenn UNITA
samtakanna sem segja MPLA-flokk-
inn hafa viðhaft svik I kosningunum I
landinu fyrir skömmu.
KAÍRÓ:
Jarðskjálfti í
Egyptalandi
Jaröskjálfti skók Kairó I gærdag og
hristust stórhýsi í miöborginni tals-
vert. Rykský myndaöist yfir borginni
sem 12 milljónir manna byggja, en
ekki var vitaö til aö verulegt tjón eöa
dauösföll heföu átt sér staö. Skjálftinn
varöi I um þrjár mínútur og flykktist
fólk út á götumar. Skjálftans varö vart
á stóru svæöi viö Miöjarðarhafsbotn
allt til israels.
LONDON:
Sprengja sprakk
á bjórstofu
Um hádegisbil i gær sprakk
sprengja á bar I miöborg Lundúna.
Minnst fjórir særðust og þar af einn
alvarlega. Lögreglan kannar máliö en
sprengingin varð á Sussex- bjórstof-
unni sem er á Govent Garden- svæö-
inu. Þar er fjöldi veitingastaöa og leik-
húsa.
DENNI DÆMALAUSI