Fréttablaðið - 02.03.2009, Page 12

Fréttablaðið - 02.03.2009, Page 12
12 2. mars 2009 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, sonar, föður, tengdaföður og afa Sigbjörns Gunnarssonar sveitarstjóra. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki lyflækninga- deilda Sjúkrahússins á Akureyri fyrir einstaka umönn- un og Valgerði Valgarðsdóttur djákna fyrir elskusemi í okkar garð. Guð veri með ykkur öllum. Guðbjörg Þorvaldsdóttir Guðrún Sigbjörnsdóttir Hildur Björk Sigbjörnsdóttir Stefán Geir Árnason Guðrún Ýr Sigbjörnsdóttir Magnús Jónsson Þorvaldur Makan Sigbjörnsson Katrín Jónsdóttir Rósa María Sigbjörnsdóttir Björn Þór Sigbjörnsson Ástríður Þórðardóttir Jökull Starri, Sölvi, Egill Darri, Hrafnhildur Ýr, Eva María og Auður Ýr. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Laufey Torfadóttir andaðist á Hjúkrunarheimilinu Grund, Landakotsdeild aðfaranótt 27. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Guðrún G. Bergmann Guðni Guðjónsson Hrafnhildur Steingrímsdóttir Hermann Guðjónsson Guðný Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ólöf Jóhannsdóttir áður til heimilis Álfaskeiði 64, sem lést á Sólvangi 23. febrúar sl., verður jarðsett frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 3. mars kl. 13.00. Ingi J. Marinósson Erla Eiríksdóttir Sigurður Hallgrímsson Eiríkur Sigurðsson Elva Guðmundsdóttir Guðríður S. Weiss Manfred Weiss Ólöf Sigurðardóttir Már Sigurðsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar Kristján Björnsson efnaverkfræðingur, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, lést á Landspítalanum Hringbraut fimmtudaginn 26. febrúar. Lovísa H. Björnsson Árni Gunnarsson Daniela Ilea Gunnarsson Rannveig Gunnarsdóttir Tryggvi Pálsson Sigurjón Gunnarsson Sigríður Olgeisdóttir Gunnar Örn Gunnarsson Olga Bergljót Þorleifsdóttir Halldór Gunnarsson Anna Persson Þórarinn Gunnarsson Berglind Garðarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Regína Jónsdóttir Lilla, Merkigili 26, Akureyri, sem lést mánudaginn 23. febrúar á Sjúkrahúsinu á Akureyri verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 3. mars kl. 13.30. Regína Hákonardóttir Gunnar Sveinarsson Ingibjörg Fanney Hákonar. Óli Rúnar Ólafsson Helga María Stefánsdóttir Ásmundur Guðjónsson barnabörn og langömmubörn. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettab- ladid.is eða hringja í síma 512 5000. MERKISATBURÐIR 1825 Fyrsta óperan sungin op- inberlega á ensku í New York. 1923 Tímaritið Time gefið út í fyrsta sinn. 1927 Babe Ruth verður hæst launaði hafnaboltaspilari sögunnar. 1956 Bandarísk herflutninga- vél með sautján mönn- um hrapar í sjóinn út af Reykjanesi. 1957 Heilsuverndarstöðin í Reykjavík vígð. 1970 Ródesía verður sjálfstætt ríki. 1977 Jay Leno birtist í fyrsta sinn í Tonight Show, með stjórnandanum Johnny Carson. 1982 Bíóhöllin í Mjódd hefur starfsemi, með sex sýn- ingarsali. JON BON JOVI ER 47 ÁRA „Trúðu á ástina. Trúðu á töfra. Trúðu líka á jólasvein- inn. Hafðu trú á öðrum og trú á sjálfum þér. Trúðu á drauma þína. Því hver annar ætti að gera það ef ekki þú sjálfur?“ Ítalsk-ameríski rokkarinn Jon Bon Jovi sló í gegn með hljómsveitinni Bon Jovi í kjölfar plötunnar Slipp- ery When Wet árið 1986. Fyrsta loftárásin á íslenskt skip í seinni heims- styrjöldinni var gerð 2. mars fyrir 69 árum. Þá var togarinn Sku- tull frá Ísafirði á siglingu í Norðursjó, skammt á undan breskri skipalest. Þótt togarinn væri með fullum siglingaljós- um, til merkis um að hann væri frá hlutlausri þjóð, varpaði þýsk flugvél að honum sprengju, og skaut hún einnig úr vél- byssum í átt til hans. Ekkert af þessu hæfði þó Skutul og þegar þýska herflugvélin bjó sig undir aðra árás á ísfirsku sjómennina komu tvær breskar orrustuvélar úr háloftunum og hröktu Þjóðverjana á brott. Skemmdir urðu því engar á togaranum Skutli og ekki varð heldur manntjón um borð. Þetta var fyrsta loft- árásin af mörgum á ís- lensk skip á stríðsárun- um, en einnig var ráð- ist að þeim úr kafbátum í undirdjúpunum. Í síð- ari heimsstyrjöldinni felldu Þjóðverjar tugi ís- lenskra sjómanna á hafi úti með árásum sínum, þótt fólk í landi yrði ekki fyrir miklum skakkaföll- um af þeirra hendi. Á sama tíma fórst fjöldi út- lenskra skipa við Ísland, bæði eftir loftárásir sem og í hrakningum og fárviðrum. ÞETTA GERÐIST: 2. MARS 1940 Herflugvél ræðst á ísfirskan togara „Ég er algjör gæfumanneskja og þótt stundum fari eitthvað úrskeiðis hef ég valið að fara brosandi í gegn- um lífið,“ segir afmælisbarn dags- ins, Ilmur María Stefánsdóttir mynd- listarkona. Ilmur er fædd í bítlabæn- um Keflavík veturinn 1969, en segist skorta almennan íþróttaáhuga Kefl- víkinga til að vera sönn sem slík, auk þess sem hún átti aldrei bleikan jogg- inggalla eins og jafnöldrur hennar á þeim árum. „Ellefu ára flutti ég til Reykjavíkur og féll þá betur í fjöldann,“ segir Ilmur og minnist dagsins þegar hún stóð á tvítugu. „Þá fékk ég gamaldags, svart- hvíta og ógnarstóra ljósmynd af vinum mínum Evu Maríu Jónsdóttur, Nönnu Hlíf Ingvadóttur og Jóni Gauta Jóns- syni í Charleston-kjólum og smóking við fornan flygil, alveg ægilega flott. Ég hafði frekar átt von á mynd af sjálfri mér, en með gjöfinni tryggðu þau að ég skyldi muna hverjir væru bestir vina,“ segir Ilmur brosmild, en árum saman dröslaðist hún með mynd- ina á milli heimila sinna. „Mér þótti vænt um þessa mynd þótt baklandið væri spaugilegt, en seinna hvarf hún á dularfullan hátt og hefur ekki sést síðan.“ Ilmur segist samviskusamlega hafa haldið upp á afmælisdag sinn, þar til fyrir sjö árum að hún eignaðist dreng tveimur dögum fyrr. „Síðan hef ég leyft honum að njóta síns afmælis- dags, staðráðin í að halda mitt tveim- ur dögum síðar, en þá er helst að ég skelli í lummur og láti boð út ganga að ég standi við stóna. Það er einfalt, utan hvað maður þarf sífellt að hræra í nýtt deig og baka meira, en mér finnst það persónulegra en að láta stjana við mig á veitingahúsi og vil miklu frekar vera þræll míns eigin afmælis,“ segir Ilmur kát í bragði. Hún segir góða tilfinningu að standa á fertugu. „Mér finnst það góð áminn- ing um að halda áfram á sömu braut og halda mínu striki. Ég hef því tekið tímamótaákvörðun um að halda áfram að mæta of seint alls staðar, brjóta ekki saman þvottinn, búa áfram til myndlist og leikhús, og vera ég sjálf með kostum og göllum. Ég gerði það sem mig dreymdi að gera, að læra myndlist, og var seinna með afbrigð- um dugleg að hlaða niður börnum, sem ég er ótrúlega hamingjusöm með, því nú á ég fjögur. Það hefði verið gaman að læra meira á hljóðfæri, en ég svala tónlistarþránni með frumstæðri hljóð- færasmíð, eins og físibelgjum og orgel- pípum sem mér tekst að ná lagstúf úr,“ segir Ilmur og þvertekur fyrir að nú taki seinni helmingur lífsins við. „Ég sé rosalega möguleika í fram- tíðinni og finnst ég eiga óskaplega mikið og langt eftir. Ég er ánægð að geta haldið áfram að vera barn og upp- lifi lífið æ skemmtilegra eftir því sem ég verð eldri. Ég legg mig fram um að njóta hvers dags, bæði í starfi sem og heima, því það er svo óviðjafnanlega gaman er að vera svona mörg. Ég er galsafull og líður vel þar sem er erill og líf, og finnst gott að eiga barnunga dansfélaga í stofunni, þótt vitaskuld sé fjölskyldustreðið á köflum erfitt líka, eins og lífið sjálft. Ég finn bara að ég á mér yndislegar kringumstæður.“ Aðspurð, og bjartsýn um að þre- menningarnir úr tvítugsafmælinu lesi greinina, segist Ilmur óska sér gjafa- ferðar á myndlistartvíæringinn í Fen- eyjum með sínum heittelskaða. „Í framtíðinni ætla ég svo að gera enn meira af því sem ég kann ekki, þori ekki og veit ekkert um, því þannig held ég áfram að bæta við sjálfa mig. Það upplifi ég sem sterk- asta framvinduaflið og mest spenn- andi ögrunina.“ thordis@frettabladid.is ILMUR MARÍA STEFÁNSDÓTTIR MYNDLISTARKONA: FÆDD FYRIR FJÖRUTÍU ÁRUM Er þræll síns eigin afmælis FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA GALSAFULL GÆFUMANNESKJA Ilmur framan við listaverk á vegg húss hennar eftir graffítilistamenn úr nágrenninu. Í augum Ilmar sýnir verkið eiginmann hennar, Val Frey Einarsson leikara, orðinn gamlan mann á veiðum í baðkari.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.