Tíminn - 08.01.1993, Page 12

Tíminn - 08.01.1993, Page 12
AIIAI VCIMftACIMAD Lb ■ wI iMI MAn 686300 Áskríftarsím Tímans er 686300 NYTTOG FERSKT DAGLEGA 88 reiðholtsbakarí VÖLVUFELL113 - SÍMI73655 Bílasala Kópavogs Smiðjuvegi 1, 200 Kópavogi 642190 Vantar nýlega bíla. Mjög mikil eftirspurn. VERIÐ VELKOMIN Ií llli llll FÖSTUDAGUR 8. JANUAR 1993 Grunnskólalog i fullu gildi Snúið að breyta kerfinu í vetur Tvær greinar laga um grunnskóla, sem frestað var á síðasta ári, tóku að fullu gildi um áramót. Þær fjalla um að nemendur skuli eiga kost á skólamáltíðum, lengingu kennslu- tíma og fækkun nemenda í bekkj- um. „Eg hygg að það væri snúið að breyta nokkuð kerfinu í vetur,“ seg- ir Helgi Jónasson fræðslustjóri á Reykjanesi. „Það er aldrei brotin upp stunda- skrá um áramót og ætli þetta breyti nokkrum sköpuðum hlut. Við höf- um ekki gert ráðstafanir til að gera neinar breytingar og ég á ekki von á því að þær verði gerðar," segir Helgi. Á síðasta ári frestaði menntamála- ráðherra, með sérstöku frumvarpi, gildistöku tveggja greina grunn- skólafrumvarpsins í eitt ár í sparnað- arskyni. Ráðherra lagði þetta frum- varp aftur fram fyrir jólaleyfi þingsins en það náði ekki afgreiðslu og öðlast því lagagreinamar gildi á ný. í umsögn með frumvarpinu stendur að með því að fresta gildistöku grein- anna sé ætlunin að spara 100 milljón- ir króna. Sagt er að ógerlegt sé að segja til um hugsanlegan kostnað viö málsverði í skólunum. Þá er gert ráð fyrir að með því að fresta fjölgun á vikustundum um fimm, sparist 45 milljónir króna á þessu ári. Með því að fresta að fækka nemendum í 18 í 1. bekk og 22 í 3. bekk á að spara 55 milljónir kr. ASÍ, VSÍ og þjóðkirkjan undirbúa aðstoð við atvinnulausa: Mun aðallega felast í ýmiskonar ráðgiöf Að fhimkvæði Þjóðkirkjunnar og í samvinnu við aðila vinnumark- aðarins, er verið að undirbúa aðstoð við atvinnulausa á höfuðborg- arsvæðinu. Stefnt er að, að undirbúningsvinnu verði að mestu lok- ið um helgina en rætt hefur verið um að ráðgjöf atvinnulausra hafí aðsetur í safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Undanfarnar sex vikur hefur nefnd, skipuð fulltrúum ASÍ, VSÍ og kirkjunnar, unnið að þessu máli og hefur hún m.a. leitað lið- sinnis sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu. Þórunn Sveinbjömsdóttir, for- maður Starfsmannafélagsins Sóknar, segir að aðstoð við at- vinnulausa verði aðallega í formi ýmiskonar ráðgjafar, svo sem á sviði sálarfræði, fjármála-, félags- og fjölsky'duráðgjafar svo nokkuð sé nefnt. Hún segir að atvinnu- leysið sé orðið það umfangsmikið að stéttarfélög almennt ráði ekki við að sinna þeim ljölmörgu sem leita þar aðstoðar og ráðgjafar til lausnar á sínum vandamálum, nema kannski stærstu félög launa- fólks. Formaður Sóknar segir að vanda- mál heimila og einstaklinga vegna atvinnuleysis, séu fjölmörg og dæmi em um að fyrirvinnur heimila séu samtíms án atvinnu. Sýnu verst sé það þegar fólk dettur út af atvinnuleysiskrá og er án bóta í nokkrar vikur. Þá er í mörg- um tilfellum ekki um annað að ræða en að leita ásjár félagsmála- stofnunar en þar getur biðtími eft- ir viðtali orðið allt að þrjár vikur auk þess sem margir eiga erfitt með að sætta sig við það hlutskipti að þurfa að leita opinberrar að- stoðar. Hugmyndin UM aðstoð við at- vinnulausa með ýmiskonar ráð- gjöf, kom fyrst fram meðal presta í Reykjavíkurprófastdæmi í haust og var fyrirmyndin sótt til Finn- lands. Atvinnuleysið var síðan rætt ítarlega á Kirkjuþingi í haust. Þar var m.a. samþykkt tillaga þar sem þingið hvetur presta og söfn- uði þjóðkirkjunnar til að leita leiða til að veita atvinnulausum aukna sálgæslu og leiðsögn. Jafn- framt hvatti þingið héraðsnefndir og kirkjuyfirvöld til að hefja við- ræður við samtök atvinnurek- enda, launafólks og stjórnvalda um leiðir til úrlausna, aðstoðar, fræðslu og handleiðslu. -grh Samband- ið seiur 3 deildir Jötuns Stjórn Sambands íslenskra sam- vinnufélaga hefur lýst sig fylgjandi áformum stjórnar Jötuns hf. um sölu á þremur deildum Jötuns. Samningar eru að komast á loka- stig um sölu á bíladeild og búvéla- deild til Ingvars Helgasonar hf. Einnig er gert ráð fyrir að fljótlega verði gengið frá sölu raftækjadeild- ar til Fálkans hf. Fyrirhugað er að Úr sýningarsal bíladeildar Jötuns viö Höfðabakka. Timamynd Ami Bjama. fóðurvörudeild verði starfrækt aðilar að rekstri hennar. Gert er ráð fyrir að meirihluti áfram á vegum Jötuns, en til tals Starfsfólki Jötuns var sagt upp frá starfsmanna verði endurráðinn hjá hefur komið að kaupfélög gerist og með 1. desember síðastliðnum. nýjum rekstraraðila. -EO ...ERLENDAR FRÉTTIR... BAGDAD írak vísar úrslitakostum á bug Irakar vísuöu á bug I gær úrslitakost- um vestrænna bandamanna um aö fjarlægja eldflaugar frá flugbann- svæöi I suöurhluta Iraks. Þeir sögð- ust hafa rétt til aö setja niöur gagn- flugvélaflugskeyti hvar sem er I land- inu. I LONDON héldu bresk stjórn- völd áfram aö beita Iraka þrýstingi og kölluöu Iraskan stjórnarerindreka á sinn fund til aö vara viö alvarlegum afleiöingum þess aö úrslitakostirnir vegna flugbannssvæöisins væru ekki virtir. MOGADISHU Kanar tóku vopn í árás Bandarískir landgönguliöar réöust á tvennar búöir stríösherra I Mogadishu I dagrenningu I gærmorgun meö eld- sprengjum og náöu á sitt vald miklu magni skriödreka, brynvaröra farar- tækja og stórskotavopna. ADDIS ABABA II stríðsherrar vilja af- vopnun Ellefu strlöandi fylkingar I Sómaliu fóru fram á aö hermenn undir forystu Bandarikjamanna, afvopnuöu allar vopnaöar sveitir I sveltandi landi þeirra. SUMBURGH, Skotlandi 12 mílna olíubrák færist norðar Háar öldur af völdum ofsaroks og úr- hellisrigningar lömdust á flaki oliu- skipsins Braer I gær, ráku 12 mílna oliuflekk noröur eftir strönd Hjalt- landseyja og geröu björgunaraögeröir erfiöar. Ásakanir gengu á víxl um hverjum væri um aö kenna ollumeng- unin, þar sem bálreiöir Hjaltlandsey- ingar sögöu aö afstýra heföi mátt þessu stórslysi I náttúrunni. SARAJEVO Stórárás á Serba Talsmenn serbnesks herliös umhverf- is Sarajevo, sögöu í gær aö menn þess heföu legiö undir stööugum árásum I fymnótt og snemma aö morgni gærdagsins — jóladags rétt- trúaöra Serba. GENF Sáttasemjarar vilja Mi- losevic á fund Alþjóölegir sáttasemjarar hófu I gær tilraun til aö fá Slobodan Milosevic Serbíuforseta, sem leikur eitt aöal- hlutverkiö I júgóslavneska harmleikn- um, til aö koma til úrslitaviðræöna um helgina um frið I striöshrjáöri Bosníu. LÚANDA Yfir 1000 fallnir Meira en 1.000 manns hafa veriö drepn- ir I orrustum um borgina Benguela I An- góla. Stjómarliöar viröast hafa náö vigi UNITA uppreisnarmanna i Lobito á sitt vald, aö sögn stjómarerindreka í gær. SOPORE, Indlandi Hefndaraðgerðir indverskra Indversk lögregluyfirvöld viöurkenndu I gær aö vopnaöar öryggissveitir heföu drepiö 53 og kveikt I fjölmörg- um byggingum I bænum Sopore I Kashmír I hefndarskyni fyrir árás her- skárra aöskilnaöarsinna. JERÚSALEM ísraelar leyfa heimsókn R.k. Israelar, sem eru undir þrýstingi Sam- einuöu þjóöanna um aö flytja aftur heim 415 Palestinumenn sem þeir ráku til Líbanon, sögöust I gær ætla aö leyfa tveim starfsmönnum Rauöa krossins aö heimsækja þá I vosbúö- inni á einskismannslandi. MARJ AZ-ZOHOUR, Líbanon Palestínumennirnir vilja heim Palestinumennirnir sem Israelar ráku úr landi gera lítiö úr ákvöröun Israela um aö leyfa tveim Rauða kross starfsmönnum aö heimsækja þá, og sögöu aö þaö gæti dregiö athyglina frá kröfu þeirra um aö komast heim. D E N N I D Æ M ALAUSl „Skrýtið að fólk skuli hafa áhyggjur af hvar maður ætlar að grafa næstu holu. “

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.