Tíminn - 17.04.1993, Side 4
4 Tíminn
Laugardagur 17. apríl 1993
Tíminn
MÁLSVARI FRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Tlminn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aðstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjóran Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrfmsson
Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavfk Sfml: 686300.
Auglýsingasíml: 680001. Kvöldslmar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og iimbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,-
Gmnnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Jöfnuður og
siðferði
Eitt af þeim málum sem liggja fyrir Alþingi um þess-
ar mundir er frumvarp um breytingu á lögum um
verslun ríkisins með tóbak. Þetta frumvarp er einn
þátturinn í því að framkvæma einkavæðingarstefnu
ríkisstjórnarinnar, og afnema einkarétt ríkisins á
verslun með tóbak. Greinargerð frumvarpsins er eink-
ar athyglisverð en þar kemur í ljós hugarheimur frjáls-
hyggjunnar.
Þar segir meðal annars: „Eins og kunnungt er þá á sér
stað verðjöfnun á tóbaki. Verði frumvarp þetta að lög-
um fellur hún að mestu niður, enda verður ekki séð
hvaða sjónarmið það eru sem réttlæta verðjöfnun á
tóbaki umfram aðrar vörur.“ Þar segir einnig: „Loks er
rétt að hafa í huga að landlæknir fullyrðir að árlega
deyi hundruð íslendinga af völdum tóbaksreykinga. í
ljósi þessa má því áætla að það sé í raun siðferðislega
ámælisvert af ríkinu að stunda verslun með tóbak.“
Afnám verðjöfnunar á tóbaki er einn þátturinn í þeirri
stefnu ríkisstjómarinnar og stuðningsmanna hennar
að afnema jöfnuð á öllum sviðum. Tilhlaup var gert á
síðasta ári til að að afnema jöfnuð á bensínverði en það
náði ekki fram að ganga. Hins vegar er gengið hart
fram í því að afnema allan jöfnuð milli þjóðfélagsþegn-
anna hvar sem því verður við komið, og er afnám verð-
jöfnunar á tóbaki einn þátturinn í þeirri viðleitni að
viðhalda misjöfnu vöruverði eftir byggðarlögum og
landshlutum.
Vangaveltur í greinargerð þessa stjómarfrumvarps
um siðferðislegar skyldur ríkisvaldsins em einkar at-
hyglisverðar. Ekki verður annað lesið út úr greinar-
gerðinni og fmmvarpinu en það að ríkisvaldið eigi að
uppfylla vissar siðferðiskröfur í sínum athöfnum sem
einkareksturinn er undanþeginn. Fmmvarpið fjallar
um að auka frelsi til þess að selja og auglýsa fíkniefni
að nafni tóbak, sem ályktað er að sé siðferðislega rangt
af ríkinu að selja. Það er útilokað að álykta annað en
það sé réttlætanlegt fyrir einkaaðila að selja eitur sem
leiðir hundmð íslendinga til dauða á ári ef hægt er að
græða á því. Þetta er nú mórall í lagi, og þessi stutta
setning sýnir betur en mörg orð inn í hugarheim
frjálshyggjunnar. Þegar markaðsöflin og einkarekstur
er annars vegar á ekki að gera siðferðiskröfur.
Með öðmm orðum, það er í verkahring ríkisvaldsins
að uppfylla kröfur um siðferði og jöfnuð, en það á ekki
að koma nálægt rekstri nema sem allra minnst.
Einkavæðingarstefna ríkisstjórnarinnar birtist í
mörgum myndum, m.a. í áformum um að bjóða út
rekstur fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Sá rekstur
gengur mjög vel og skilaði fríhöfnin 510 milljónum
króna í ríkissjóð á síðasta ári, eða 50 milljón krónum
meira en fjárlög gerðu ráð fyrir. Það verður áreiðan-
lega tekið vel eftir því hverjum verður afhentur þessi
gullmoli. Þama er selt áfengi og tóbak sem talið er sið-
ferðislega rangt af ríkinu að selja. Einkaframtakið þarf
ekki að hafa áhyggjur af þeirri hlið málsins. Með þenn-
an stórfenglega siðferðismóral í farteskinu er auðvitað
hægt að ganga í það verk að einkavæða áfengissöluna í
landinu, bæði í fríhöfninni og annars staðar.
Oddur Ólafsson skrifar:
„Frjálslyndið“
reynir skoðana-
kúgun
Málfrelsið er skrýtin skepna sem
tryggast er að umgangast með gát.
Sá sem eina stundina þykist vera
boðberi sannleikans er kannski allt
í einu orðinn dæmdur óbótamað-
ur og er rukkaður um stórar upp-
hæðir fyrir ærumeiðingar. Suma
menn má svrvirða ljóst og leynt án
þess að það teljist saknæmt en um
aðra má ekki segja sannleikskorn
því þá eru það taldar ærumeiðing-
ar og jafnvel sitthvað þaðan af
verra.
Fræg er klásúlan um að ekki megi
láta í sér heyra niðrandi ummæli
um opinberan starfsmanna þótt
sönn séu, því það er brot á Iands-
lögum. Dæmi er um harða dóma
þegar út af var brugðið.
Einnig er dæmi um að Ieitað hafi
verið til fjölþjóðlegs mannrétt-
indadómstóls til að hnekkja ís-
lenskum úrskurði um bann á slíku
málfrelsi.
Hömlur
Margir vilja afnema allar hömlur
á prentfrelsi og hvers konar fjöl-
miðlun. Þeir telja sig frjálslynda og
skáka með nokkrum rétti í því
skjólinu, að fólki sér frjálst að velja
hvaða prentefni það vill lesa og
skoða eða hlusta og horfa á í loft-
miðlum.
En frjálslyndið getur sem best
snúist í andhverfu sína á svip-
stundu ef „íhaldssamar" skoðanir á
frjálslyndinu eru settar fram. Það
skeði um nýliðna bænadaga þegar
kristilega þenkjandi prédikari taldi
texta og myndbirtingar tímaritsins
Bleikt og blátt vera í klúrara lagi
og slæman páskaboðskap. Sama
var að segja um annað tímarit sem
helgað er duldum heimum og
djöfladýrkun að dómi prédikara.
Skylt er að geta þess að ritin voru
auglýst sem gott lesefni um páska.
Prédikarinn bað útgefendur þess
efnis sem hann taldi klám og sat-
ansdýrkun hvergi þrífast enda væri
boðskapurinn kominn úr neðra og
útgefendur þar með á bandi æð-
stráðanda þar.
Nú brá svo við að formælendur
prentfrelsisins hóta málssókn til
að ógilda skoðanir prédikarans,
sem þýðir að hann hefur ekkert
leyfi til að koma sínum skoðunum
á framfæri þar sem þær brjóta í
bága við tjáningarfrelsi annarra.
Fleiri söfriuðir stóðu að samkomu
þeirri sem prédikarinn var svo
djarfur að segja sína skoðun á til-
greindu málefni og voru fyrstu við-
brögð tjáningarstofu ríkisins að
reyna að fá dómkirkjuprest til að
fordæma skelegga framsetningu
prédikara á eigin sannfæringu.
Eins hefur verið reynt að fá bisk-
upinn yfir íslandi til að afheita
kristilegri samstarfsnefnd vegna
ræðu Snorra kalda úr Eyjum, sem
segir það sem hann meinar.
Hafi einhver reynt að bera í bæti-
fláka fyrir prédikarann og sann-
færingu hans er það ekki gert á
áberandi hátt.
Dæmdar skoðanir
Útgefendur þeirra rita sem Snorri
segir útbreiða klám og guðlast
brugðu þegar í stað fýrir sig lands-
frægum lögmanni, sem væntan-
lega verður ekki skotaskuld úr því
að sanna að ritstjórn tímaritanna
taki ekki við beinum fyrirmælum
úr undirheimum um efnistökin í
Bleiku og bláu eða málgagni
djöfladýrkenda. Sá hefur þegar
gert lýðnum ljóst að hann ætlar að
fá prédikara dæmdan.
Allir þeir sem um málið fjalla á
opinberum vettvangi eru frjáls-
lyndir með afbrigðum og þykir
sjálfsagt að menn fái að prenta og
selja hvað sem þeim sýnist. Vel og
gott. En þegar að því kemur að
einhverjum þyki ekki sjálfsagt að
auglýst sé klámfengið efni og
svartar messur sem sérstök páska-
lesning og lætur þá skoðun í ljósi
er heimtað að hann svari til saka
fyrir meiðyrði og atvinnuróg.
Hvar er frjálslyndið og hvar er
virðingin fyrir skoðunum annarra?
Hverjir mega segja það sem þeim
býr í brjósti og hverjir ekki?
Leyfist aðeins hinum „frjáls-
lyndu“ að láta skoðanir sínar uppi
og á að hefta tjáningarfrelsi hinna
„þröngsýnu“?
Ærsl
Það er eins og allar spaugstofur
landsins hafi sameinast um að
skrifa handrit að ærslaleiknum
sem yfirstjóm útvarps og mennta-
mála tryllast í þessa daganna.
Flestir eru búnir að gleyma upp-
hafinu, ef það hefúr nokkru sinni
verið á almanna vitorði hvað
hleypti allri aurskriðunni af stað.
Það voru ummæli þáverandi dag-
skrárstjóra sjónvarps um undir-
menn sína. Hann efaðist um hæfrii
þeirra til að sinna störfum sínum
og allt varð sjóðvitlaust.
Enginn spyr um hvort hann hafði
rétt fyrir sér eða ekki. Staðreyndin
er sú að hann mátti ekki tjá sig um
málið og var rekinn. Eftirleikurinn
tilheyrir öðrum þætti og er ekki til
umræðu hér.
Tjáningarfrelsið og hömlur á því
fara eftir vissum reglum sem
hvergi eru skráðar og geta verið
breytilegar eftir tímabilum og
samfélagshópum. Þeir sem skrifa í
blöð eða segja hug sinn opinber-
lega vita oftast nær hvað má og
hvað ekki án þess að nokkur segi
þeim það eða að það sé neins stað-
ar skráð, nema auðvitað það sem
hegningarlögin ná yfir.
Tabúin eru mörg og er eins gott
að þekkja þau ef maður á ekki að
Ienda í vandræðum. Karlar mega
ekki segja nema gott eitt um kon-
ur hvorki einstaklinga né kven-
þjóðina yfirleitt Konum leyfist aft-
ur á móti að segja hvaðeina sem
þeim býr í brjósti um karla og ekk-
ert er athugavert um alhæfingar
þeirra um efnið.
Sama er uppi á teningnum þegar
fjallað er um kynþætti eða þjóðir.
Þar er allt umtal bannað nema
Iofsvert og allt annað kallað kyn-
þáttahatur. Undantekningin er ef
fjallað er um karla sem hafa til-
hneigingu til að vera íreknóttir.
Þeim má úthúða að vild og kenna
allar vammir og skammir mann-
kyns frá upphafi vega og þykir lofs-
vert.
Kjósendum leyfist að kalla stjóm-
málamenn öllum illum nöfnum og
bera upp á þá nánast hvaða sakir
sem þeim dettur í hug. Þetta þykir
öllum sjálfsagt og enginn hreyfir
mótmælum. En vei þeim pólitík-
usi sem ekki talar af tilhlýðanlegri
virðingu og jafnvel undirlægju-
hætti um háttvirta kjósendur. Ef
einhver brygði út af þeirri reglu
þyrfti sá hinn sami ekki að kemba
hærurnar sem kjörinn fulltrúi.
Útlendingar mega aðeins hafa
eina skoðun á íslandi og þjóðinni
sem það byggir og höfðingja henn-
ar. Ef út af er brugðið em það for-
dómar og yfirlæti og ekki er hlust-
að á rövl.
Margt mætti fleira upp telja sem
bannað er að fjalla um nema á einn
veg að viðlögðum mannorðsmissi.
Óskráð lög
Óskráðar siðareglur tabúanna
bera oft keim af dulbúinni ritskoð-
un, sem sannast að segja er álita-
mál hvort er holl þegar til lengdar
lætur. Umræðan staðnar og skoð-
anakúgunin nær yfirhöndinni.
Rétt skoðun drepur niður gagn-
rýna hugsun því stóri bróðir og
stóra systir vita alltaf betur hvað
manni finnst heldur en manni
sjálfum.
Þegar „frjálslyndið" er farið að
kúga „þröngsýnina" og meina
henni að tjá sig um prentfrelsi
þeirra sem leyfist allt, þá fer skörin
að færast upp á bekkinn og er tími
til kominn að fara að staldra við og
athuga okkar gang.
Margþvæld er tilvitnunin í Vol-
taire þar sem hann segir um and-
stæðing sinn, að hann sé á móti
öllum hans skoðunum en að hann
væri reiðubúinn að láta lífið til að
verja frelsi hans til að láta þær í
ljósi.
Þessa hugsun þekkja ekki þeir
sem skilja ekki að Snorri prédikari
hefur ekkert síður rétt á að viðra
sínar skoðanir eins og útgefendur
umdeildra rita eiga að njóta prent-
frelsis.
Tabúin í nútímanum og skoðana-
kúgunin er yfrið nóg þótt frjáls-
lyndið fari eldíi að meina kristnum
prédikurum að segja meiningu
sína.