Tíminn - 17.04.1993, Side 8

Tíminn - 17.04.1993, Side 8
8 Tíminn Laugardagur 17. apríl 1993 RÚMT ÁR er síð- an stríðið í Bos- níu-Hersegóv- ínu hófst. Giskað er á að um 25.000 mann- eskjur, en e.t.v. miklu fleiri, hafi verið drepn- ar í því. Og ekki verður séð fyrir endann á því ennþá. Flugherir Natóríkja eru í umboði banda- lagsins nýfamir á stúf- ana að gæta þess að stríðsaðilar beiti ekki herflugvélum. Ljóst er að þessu er einkum beint gegn Serbum. Þar með aukast líkurn- ar á því að Nató dragist inn í ófríðinn og yrði það í fyrsta sinn sem bandalag þetta sem slíkt lenti í stríði. Þaö læra börnin sem fyrir þeim er haft. Myndin er tekin á götu I Sarajevo. Kveikjan að Bosníustríði: Ötímabær viðurkenning? Örlög Dónár-Sváfa Bosníustríð hófst snemma í apr- fl s.l. ár með mótmælagöngum, skothríð og sprengjukasti f höf- uðborg landsins, Sarajevo. í þessu þríhliða borgarastríði eru aðalandstæðingarnir íslamskir og serbneskir Bosníumenn. Króatískir Bosníumenn eru bandamenn múslíma a.m.k. í orði kveðnu en berjast stundum gegn þeim. Mikið hefur verið um dráp á óbreyttum borgurum og önnur hryðjuverk í strfði þessu. Fréttir af því hafa vakið undrun ásamt með hryllingi. Sú undrun yrði kannski minni ef fólk almennt kynnti sér hvernig Júgóslavar fóru hverjir með aðra fyrir að- eins hálfri öld. Þá hrannmyrtu Króatar og Bosníumúslímar Serba og Serbar Bosníumúsl- íma, Króata, Slóvena o.fl. Aðfar- irnar voru a.m.k. eins hroðaleg- ar og nú og afköstin slík að nú- verandi ófriður þar er ekki mikið hjá því, enn sem komið er. „Þjóðarhreinsun" er nýyrði sem margir taka sér í munn út frá Bosníustríði og saka gjarnan um leið Serba um að reyna að „hreinsa" Bosníu af múslímum. Það yrði þá ekki í fyrsta sinn á þessari öld að svoleiðis nokkuð gerðist á vestanverðum Balkan- skaga. Enn eru ekki liðin 50 ár frá því að Dónár-Sváfar, sem bjuggu í Vojvódínu, og aðrir Júgóslavíu-Þjóðverjar, alls lík- lega um hálf milljón í byrjun heimsstyrjaldarinnar síðari, lutu þeim öríögum. í stríðslokin voru um 200.000 af þeim drepnir, hinir flestir reknir slyppir og snauðir til Austurríkis og Þýska- Dagur Þorleifsson skrifar lands. Þjóðarmorðið á Dónár- Sváfum frömdu serbneskir grannar og sambýlingar þeirra, sem höfðu Tito sem leiðtoga. Illmennska og samviskuleysi Ekki leikur sem sé vafi á því að illmennska og samviskuleysi hafa verið ofarlega á baugi í ófriði þessum. Serbar eru í því sambandi gjarnan hafðir fyrir sökinni öðrum fremur. Því við- víkjandi er vissara að hafa í huga einskonar heimssamkomulag um að gera Serba að syndahöfr- um stríðsins. Sé litið á fréttirnar af vettvangi sem heild verður ekki séð að múslímar og Króatar hafi dregið af sér við hryðjuverk- in heldur. Vera kann að Serbar hafi þó verið afkastamestir stríðsaðila við þetta, líklega þá einkum vegna þess að þeir hafa yfirleitt haft undirtökin í stríð- inu og þar með meiri möguleika til illvirkja. Serbar unnu þegar í upphafi stríðsins allstór svæði af Bosníu- stjórn múslíma og Króata. Músl- ímar, sem voru er stríðið hófst yfir 40% landsmanna, búa til- tölulega margir í borgunum. Serbar, yfir 30% Bosníumanna, eru hinsvegar fremur dreifbýl- ingar. Víða kvað það hafa verið þannig í stríðsbyrjun að um- hverfis mikið til íslamska borg voru mestanpart serbnesk sveitaþorp. Gangur stríðsins hef- ur að nokkru verið í samræmi við þetta búsetumunstur. Auð- veldað mun hafa Serbum að ná sveitunum á sitt vald að íbúar þeirra eru mikið til serbneskir. Erfiðlegar hefur þeim gengið að vinna mikið til íslamskar borgir. Hefur hernaðurinn því lengst af verið kyrrstæður og gjarnan á þá leið að Serbar sitja um borgir sem enn eru á valdi múslíma, enda þótt landið allt um kring sé löngu komið á vald Serba. Engin í meirihluta Bosníustríð braust út sem eins- konar framhald stríðs Króata og Serba sem háð var í Króatíu. í Bosníu var velvildin þjóða á milli eitthvað álíka mikil og milli Kró- izetbegovic, leiötogi Bosnfumúslíma: vonast til aö Vesturlönd fari í strlö honum til hjálpar. ata og serbneska þjóðernism- innihlutans í Króatíu og vanda- mál út frá því enn illviðráðan- legri í Bosníu, þar eð hún er ekki þjóðland, heldur búa þar þrjár þjóðir, engin þeirra er í meiri- hluta og málin flækir að þær búa eða bjuggu mikið til hver innan um aðra. í fyrsta sinn sem Bosníumenn höfðu frjálsar kosningar, haustið 1990, skiptist þorri atkvæða á milli þriggja flokka. Studdust þeir hver við sína þjóð og fengu atkvæði samkvæmt því. Króataflokkurinn vildi helst sameiningu við Króatíu og serbaflokkurinn sameiningu eða áframhaldandi náin tengsl við Serbíu. Múslímar, fjölmennasta Bosníuþjóðin, gerðu sér út frá því vonir um að fá sig samþykkta sem ríkisþjóð landsins, hliðstætt Serbum í Serbíu, Króötum í Króatíu o.s.frv. í augum Bosníu- múslíma, sem ráðið höfðu mestu í landinu í aldaraðir með- an það heyrði undir T\rkjaveldi, hafa kringumstæðurnar líklega boðið upp á tækifæri til að end- urheimta þau völd. Kantónutillaga vakti von Formleg orsök þess að Júgóslav- ía leystist upp var að Króatía og Slóvenía vildu draga mjög úr völdum miðstjórnar sambands- lýðveldisins eða jafnvel breyta því í ríkjabandalag, en Serbía vildi hafa valdamikla miðstjórn áfram. Ekki tókst að jafna þann ágreining, með þeim afleiðing- um að Slóvenía og Króatía sögðu sig úr sambandslýðveld- inu. Alija Izetbegovic, leiðtogi Bosníumúslíma, var einn þeirra sem lengst hélt í vonina um valdalitla miðstjórn eða ríkja- bandalag. Því hefur verið haldið fram að Izetbegovic hafi talið að undir þeim kringumstæðum yrði Bosnía sjálfstætt ríki í raun og kristnir landsmenn frekar sætta sig við að mestu íslamska stjórn, ef Júgóslavía yrði áfram sambandsríki að forminu til og Bosnía hluti þess. Evrópubandalagið sem heild vildi ekki að Júgóslavía leystist upp, en almenn samúð með sjálfstæðisbaráttu Króata og Slóvena í Austurrfki, Ítalíu og Þýskalandi réð að líkindum úr- slitum um að EB viðurkenndi Króatíu og Slóveníu sem sjálf- stæð ríki í janúar 1992. Serbar, bæði í Serbíu og Bosníu, vildu að Bosnía yrði áfram í því sem þá var eftir af Júgóslavíu, en það tóku íslamskir og króatískir Bos- níumenn ekki í mál. Bosníu- stjórn, þar sem múslímar og Króatar voru í meirihluta, létu fara fram almenna atkvæða- greiðslu um framtíð lýðveldis- ins. Meirihluti greiddra atkvæða var með því að Bosnía gengi úr Júgóslavíu og gerðist sjálfstæð. Bosníu-Serbar hunsuðu þá at- kvæðagreiðslu. Að niðurstöðum hennar fengnum lýstu forustu- menn Bosníumúslíma og Bos- níu-Króata Bosníu sjálfstæða og fóru fram á alþjóðlega viður- kenningu í febrúar 1992. Það var raunar stjórnarskrárbrot, þar eð samkvæmt stjórnarskrá lýðveld- isins skyldu engar meiriháttar ákvarðanir teljast gildar nema allar þrjár þjóðir samþykktu þær. Og sjálfstæðisyfirlýsingin var þvert gegn vilja Bosníu- Serba. Evrópubandalag reyndi að miðla málum og kom þá þegar fram með tillögu um að skipta landinu í „kantónur" (með Sviss í huga sem fyrirmynd að vissu marki) eftir þjóðernum. Skyldu „kantónurnar" hafa allmikla sjálfstjórn en miðstjórnin að þvf skapi takmörkuð völd. Sumra mál er að á því stigi málsins hefði verið hægt að fá alla deilu- aðila til að samþykkja tillögu þessa og þar með koma í veg fyr- ir stríð. En ýmsum þykir að þá hafi EB og Vesturlöndum í heild farist heldur óhönduglega. Áður en samningaumleitunum út frá kantónutillögunni var lokið létu EB og Bandaríkin fréttast að þau væru reiðubúin að viðurkenna Bosníu sem sjálfstætt ríki og þar með stjórn múslíma og Króata sem löglega ríkisstjórn þar. Fjölmenningar- hyggju til varnar Þar með höfðu Vesturlönd í raun tekið afstöðu með íslömsk- um og króatískum landsmönn- um gegn serbneskum. Þetta virðist hafa orðið úrslitaástæðan fyrir því að Bosníustríðið braust út. A.m.k. hófust skothríðin og sprengingarnar í Sarajevo svo að segja jafnskjótt og þessi ákvörð- un vesturlandaríkja varð kunn. Eitthvað hefur verið bollalagt um hvað valdið hafi þessari við- urkenningu vesturlandaríkja á miður heppilegum tíma. Vera kann að meðal orsaka hafi verið allt að því ósjálfráð sjálfsvarnar-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.