Tíminn - 17.04.1993, Side 11

Tíminn - 17.04.1993, Side 11
Laugardagur 17. apríl 1993 Tíminn 11 Vinir Péturs Peter’s Friends ★★★ Handrit: Rita Rudner og Martin Berg- man. Framleiðandi og lelkstjóri: Kenneth Branagh. Aðalhlutverk: Kenneth Branagh, Emma Thompson, Stephen Fry, Hugh Laurie, Rita Rudner, Tony Slattery, Alphonsia Emmanuel, Phyllida Law, Imelda Staun- ton og Alex Lowe. Háskólabió. Öllum leyfð. Það liggur beinast við að hugsa til hinnar bandarísku The Big Chill, þegar efnið er skoðað í Vinum Pét- urs. í þeim báðum er það gamall vinahópur frá háskólaárunum, sem hittist aftur eftir langan að- skilnað, en mismunurinn liggur í að á meðan vinimir í The Big Chill voru fyrrum hippar þá eru vinimir í Vinum Péturs fyrrum skólafélag- ar úr Cambridge, sem léku þar saman í revíu. Það er hinn ungi snillingur Kenneth Branagh (Henry V og Dead Again) sem leik- stýrir hér sinni þriðju mynd og honum tekst vel upp líkt og áður. Myndin gerist á sveitasetri sem Peter (Fry) hefur nýlega erft eftir föður sinn. Hann býður vinum sín- um að dvelja hjá sér um áramót, en þeir em mishamingjusamt fólk, öll með sinn djöful að draga. Andrew (Branagh) er vel stæður en ósáttur handritshöfundur í Holly- wood sem skrifar fyrir sjónvarps- þætti, sem bandarísk eiginkona hans, hin léttklikkaða Carol (Rudner), leikur aðalhlutverkið í. Maggie (Thompson) býr ein með kettinum sínum og fátt getur komið í veg fyrir að hún pipri, en hún huggar sig með því að lesa sjálfshjálparbækur sem hún starf- innvuvuniD skwiwksn ¥ 8v SIBBt ar við að gefa út. Hjónin Roger (Laurie) og Mary (Staunton) hafa komið sér nokkuð vel fyrir í lífinu, en dauðsfall f fjölskyldunni er að eyðileggja hjónabandið. Þegar hópurinn hittist rifjast upp gömul ástarævintýri þeirra í millum og sum hver fara að hugsa til stórra drauma sem þau áttu á háskólaár- unum. í handriti Ritu Rudner og Martins Bergman er nokkuð bróðurleg skipting milli gamans og alvöru, en gamanþátturinn hefur þó tekist sýnu betur. Það kemur stundum fyrir að vandamálin verða einum of yfirdrifin líkt og í íslenskum sjón- varpsleikritum. Glensið er hins vegar frábært og Branagh kemur skemmtilega á óvart í gamanleikn- um, en það er dálítið skrítið að þeir leikarar í myndinni, sem þekktast- ir eru fyrir gamanleik, Stephen Fry og Hugh Laurie (Jeeves og Woost- er), eru í raun í alvarlegustu rull- unum og gera þeim mjög góð skil. Hollywood fær sinn skammt af háðsglósum sem kemur fram í persónu Carol, sem er skrítið ein- tak af konu, að minnsta kosti í augum þeirra sem ekki búa í kvik- myndaborginni. í breskum myndum eru leikar- amir yfirleitt alltaf mjög góðir og þeir valda engum vonbrigðum hér. Kenneth Branagh er frábær leikari og eiginkona hans Emma Thomp- son, nýkrýndur Óskarsverðlauna- hafi, er ekki síðri. En það er eng- inn sem skarar fram úr í góðum leikarahópi; allir koma sínum per- sónum vel til skila. Branagh hefur hér gert ágætt verk og tryggir sig fyllilega í sessi sem afbragðs kvik- myndagerðarmaður og saman- burðurinn við The Big Chill er myndinni síður en svo í óhag. Örn Markússon Umsóknir um sumardvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum V.R. Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum V.R. sumariö 1993. Umsóknir á þar til geröum eyöublööum sem fást á skrifstofu V.R. þurfa aö berast skrifstofu V.R., Húsi verslunarinnar 8. hæö, í síðasta lagi föstudaginn 30. apríl 1993. Orlofshúsin eru á eftirtöldum stööum: Akureyri Bifröst í Borgarfirði Einarstöðum, Suður-Múlasýslu Flúðum, Hrunamannahreppi Húsafelli í Borgarfirði lllugastöðum í Fnjóskadal Kirkjubæjarklaustri Miöhúsaskógi í Biskupstungum Stykkishólmi Ölfusborgum við Hveragerði Húsin eru laus til umsóknar á tímabilinu 28. maí til og meö 10. september 1993, nema Bifröst í Borgarfirði sem leigist frá 18. júní til og meö 13. ágúst 1993. Nýjung: Tjaldvagnar veröa nú leigðirtil félagsmanna í fyrsta sinn og leigutíminn erfrá 28. maítil og með 13. ágúst 1993. Úthlutunarregiur: Viö þessa úthlutun byggist réttur til úthlutunar á félagsaldri í V.R. aö frádregnum fyrri úthlutunum orlofshúsa. Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur fást á skrifstofu V.R. og er reglunum dreift meö umsóknareyöublaöinu. Leigugjald: kr. 9.000.- til kr. 10.000.- á viku í orlofshúsi. kr. 6.000.- í tjaldvagni. Sérstök athygli er vakin á því að umsóknir verða að berast skrifstofu V.R. í síöasta lagi 30. apríl n.k. Upplýsingar um hverjir hafa fengið úthlutaö munu liggja fyrir 10. maí n.k.. Umsóknareyöublöö ásamt reglum um úthlutun eru afhent áskrifstofu V.R., Húsi verslunarinnar 8. hæö. Ekki verðurtekið á móti umsóknum símleiðis, en senda má útfyllt umsóknareyðublöö í myndrita nr. 678356. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur J FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI Framkvæmdastjóri Staöa framkvæmdastjóra við Fjóröungssjúkrahúsið á Isafirði er laus til umsóknar með umsóknarffesti til 30. apríl nk. Viðskipta- fræði eöa sambæríleg menntun æskileg ásamt þekkingu á rekstrí sjúkrastofríana. Umsóknir berist fomnanni stjómar, Fylki Ágústssyni, Fjarðarstræti 15, 400 ísafirði, sem einnig veitir nánari upplýsingar, sími 94- 3745. A if&A KÓPAV OGSBÆR Útboð — frágangur lóðar Húsnæðisnefnd Kópavogs óskar hér með eftir tilboðum í frágang lóðar vegna 50 íbúða við Lautasmára 25-41, Kópavogi. Verkið felst í að grófjafna lóð, malbika bílastæði og gang- stíga, steypa kantsteina, helluleggja gangstiga og ganga frá tyrfðum svæðum og gróðurbeðum. Verklok eru 15. júlí 1993. Útboðsgögn eru afhent á Verkfræðistofu Guðmundar Magnússonar, Hamraborg 7, Kópavogi, 3. hæð, gegn 15.000 kr. skilatryggingu. T!,‘joð verða opnuð fimmtudaginn 29. apríl 1993 kl. 15.00 i . élagsheimili Kópavogs, 2. hæð. &JEPSWW/ VerkfræÓistofa WXJMtwt/Guðmundar Magnússonar j Vofktrmdiráögiatar Hamraborg 7,200Kópavogi. S. (91) 42200. Eigum fyrirliggjandi mykjudæludreifara 4000 og 5000 lítra á mjög hagstæðu verði. fslensk framleiðsla. Einnig hina sívinsælu 5 tonna sturtuvagna. Eigum keðjukastdreifara í framleiðslu. Verða til afgreiðslu eftir páska. KAUPFÉLAG ÁRNESINGA BIFREIÐASMIÐJUR S ga-asooo Heyhleðsluvagn óskast Óska eftir að kaupa nýlegan vel með farinn heyhleðsluvagn. Upplýsingar i síma 96-61437 eftir kl. 20 og i hádegi. Tökum að Komum, okkur að skoðum'og. slá garða gerum verðtilboð Kantklippum og Upplýsingar fjarlægjum í síma heyið 41224 eftir kl. 18 Vanirmenn - Geymið auglýsinguna

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.