Tíminn - 17.04.1993, Síða 15

Tíminn - 17.04.1993, Síða 15
Laugardagur 17. apríl 1993 Tíminn 15 90 ára á morgun: Dagbj ört Gí sladóttir Laugafelli Tengdamóðir mín, Dagbjört Gísla- dóttir, er 90 ára á morgun, 18. apríl. Dagbjört er fædd á Hofi í Svarfaðar- dal, dóttir hjónanna Gfsla Jónsson- ar, bónda þar og brúarsmiðs, og konu hans Ingibjargar Þórðardótt- ur. Ung að árum hleypti Dagbjört heimdraganum og dreif sig til mennta til Danmerkur. Áður hafði hún unnið við ræktunarstörf, bæði á Akureyri og einnig á Reykjum í Mosfellssveit. Ræktunarstörfin hafa heillað hana frá fyrstu tíð til þessa dags. í Danmörku var hún fyrst á íþróttaskólanum í Ollerup og síðan á húsmæðraskólanum í Sorö. Á þeim tíma var erfitt að komast þar að, því skólinn var mjög eftirsóttur. En svo góð meðmæli fékk hún eftir dvöl sína í Ollerup að henni var greiður gangur í þennan þekkta skóla. Eftir þetta dvaldist Dagbjört nokk- um tíma við saumaskap í Kaup- mannahöfn. Þegar hún kom heim var hún fengin til að halda nám- skeið víða um land í húsmæðra- fræðum. Flest voru þessi námskeið á vegum kvenfélaga. Haustið 1929 ræðst Dagbjört sem kennari við Húsmæðraskóla Þingeyinga á Laug- um í Reykjadal. Halldóra Sigurjóns- dóttir, er síðar varð mágkona Dag- bjartar, var við nám í'Svíþjóð og Dagbjört gegndi hennar stöðu. Haustið eftir gerðist hún ráðskona við mötuneyti Héraðsskólans á Laugum og var þar í tvo vetur. Þar kynntist hún Áskeli Sigurjónssyni frá Litlu-Laugum, sem þá var bryti og kennari við skólann. Þau voru gefin saman 1931 og hcfu þá búskap á Litlu-Laugum, en 1943 byggja þau nýbýlið Laugafell og hafa búið þar síðan. Dagbjört gerðist strax félagi í Kvenfélagi Reykdæla og starfaði þar í 60 ár. Hún hefur alla tíð látið fé- lagsmál kvenna mikið til sín taka og verið ötul baráttukona fyrir mennt- un húsfreyjunnar. í fjöldamörg ár var hún í stjóm Kvenfélagasam- bands Suður- Þingeyjarsýslu og lengst af varaformaður. Hún bar hag Húsmæðraskólans fyrir brjósti, var í skólanefnd og um langt skeið próf- dómari við skólann. Áskell lagði skólanum einnig mikið lið, en hann var reikningshaldari skólans í ára- tugi. Dagbjörtu fórst mjög vel úr hendi að tala fyrir þeim málstað, er hún studdi, enda góður ræðumað- ur, prúð í framsetningu og hrein- skilin. Dagbjört hefur alla tíð haft mikinn metnað fyrir hönd bænda, hvort heldur þeir em karlar eða konur. Bændamenninguna drakk hún með móðurmjólkinni og áhugann fyrir félagsstörfum, sem hún taldi horfa til heilla, þó því fylgdi minni hávaði en oft tíðkast með Þingeyingum. í ættir fram er Dagbjört Svarfdæling- ur og hefúr mikla ást á dalnum sín- um, enda frændrækin vel og fróð um sitt fólk. Það var mikill vinskap- ur milli þeirra systkina og reyndar finnst mér alltaf í tali hennar um Svarfdælinga, eins og þeir hljóti all- ir að vera náfrændur hennar, svo vel talar hún um þá. Það er reyndar svo um Dagbjörtu að hún talar ekki illa um nokkum mann, en líkar auðvit- að mennimir misvel. Ef henni finnst einhverjir fara rangt að eða skemma fyrir, þá er miklu frekar að hún vorkenni þeim en hún tali illa um þá. Það versta, sem hún segir um mann ef henni líka ekki störfin eða framkoman, er að hann eða hún sé ekki heppilegur til þessara verka. Dagbjört hefur unnið sveit sinni af- skaplega vel í hógværð sinni. Hún er sanngjöm, en föst fyrir, og rök- styður mál sitt vel. Á sínum áhuga- sviðum fylgist hún vel með. Rækt- unaráhuginn er mikill og þar slakar hún ekki á klónni. Fyrir nokkrum árum eignaðist hún lítið gróðurhús og þar er hún sívinnandi í þeim tómstundum sem gefast frá heimil- isverkunum, en hún stýrir ennþá heimilinu innanstokks í Laugafelli. Hún sagði mér fyrir fáum dögum að bæði gúrkumar og tómatarnir væm komnir út í gróðurhús og hún væri búin að sá miklu af sumarblómum. Hún hefði líka fengið pilta sína til að moka snjónum ofan af gulrótarbeð- unum, svo hún gæti farið að vinna beðin og koma fræjunum niður. Þetta er lýsandi fyrir lífsviðhorf Dagbjartar og lífskraft. Garðurinn í ' ÁRNAÐ HEILLA ' Laugafelli lýsir þessu líka vel. Fyrir fáum ámm dreif hún í því að láta endurbyggja íbúðarhúsið og áhugi hennar fyrir því að standa í fram- kvæmdum er óbilaður. Það em for- réttindi að fá að vera samvistum við það heilbrigða hugarfar sem lýsir sér í hugsun og athöfnum Dagbjart- ar. Þessa hef ég notið skamman tíma á hverju ári síðastliðin 40 ár. Þegar ég kom fyrst á heimili Dag- bjartar og Áskels sem tilvonandi tengdasonur, var mér tekið af mik- illi hlýju og þannig hefur það verið allar götur síðan. Það, sem vakti hvað mest athygli mína, var að allir veggir vom þar þaktir bókum. Reyndar rak Áskell bókaverslun á þessum tíma og ég setti þessa miklu bókaeign í sambandi við það. En ég kynntist því seinna að það var ekki síður Dagbjört sem var iðin við lest- urinn og er það enn í dag. Það var næsta ótrúlegt hvað hún kemst yfir að lesa með öðmm verkum, en vetr- arkvöldin em drýgst til þeirra hluta. Á hverju ári les hún drýgstan hluta þeirra bóka, sem út koma, og metur sem klassískar bókmenntir. Þar em yngri höfundar ekki undanskildir. Hún fylgist vel með þjóðmálum og hefur á þeim ákveðnar skoðanir, þó hún sé ekki að ota þeim að öðmm. Eins og fyrr segir er hún frænd- rækin og fylgist vel með afkomend- um sínum, sem nú em orðnir fjöl- margir, börnin 6, bamabömin 19 og barnabamabömin 23. Þau eiga mik- ið að þakka afa og ömmu, svo mörg sem búin em að vera í skjóli þeirra. Langa lífdaga hefur Dagbjört mest þakkað reglusömu lífemi í fæðuvali og hvfld og trú á almættið. Kirkju sinni hefur hún þjónað sem ritari sóknamefndar til fjölda ára. Með þeim hjónum er mikið jafn- ræði og gagnkvæm virðing. Þau eiga margt sameiginlegt, bæði mjög bókelsk, leggja áherslu á trygga af- komu sem undirstöðu farsældar í störfúm, hjálpfús og greiðvikin. í fá- um orðum sagt, skynsöm í athöfn- um sínum. Dagbjört hefúr alltaf lit- ið á hjón sem tvo sjálfstæða einstak- linga, sem hefðu samvinnu um rekstur heimilis og bús, þó hefð- bundin verkaskipting væri á milli þeirra, enda tillit tekið til þess að hvor aðili gæti sinnt sínum áhuga- málum. í Laugafelli hefur alla tíð verið mikill gestagangur, enda húsbónd- inn um langa tíð forystumaður sveitar sinnar í félagsmálum, m.a. oddviti hreppsins í 20 ár og þá voru hreppsnefndarfundir yfirleitt haldn- ir heima í Laugafelli. Á sumri kom- anda kemur trúlega margt gesta í Laugafell, ef að líkum lætur. Dag- björt mun taka á móti þeim með því besta kaffi sem nokkurs staðar er lagað á íslandi. Tilhlökkunin verður ekki minni en endranær að renna norður í Laugafell og hitta bessi öldnu heiðurshjón við störf, Áskel úti á túni og Dagbjörtu í gróðurhús- inu. Lífshlaup þeirra er skemmtileg saga og lærdómsrík og á eftir að vara lengi enn. Þetta er aðeins lítil kveðja frá mér og minni fjölskyldu og þakkir fyrir allt sem við höfúm notið og lært í Laugafelli. Ég veit að tengdamóðir mín verður ekki yfir sig hrifin af því að ég skuli vera að segja frá lífs- hlaupi hennar á þessum tímamót- um, slíkt finnst henni ekki í frásög- ur færandi. En í þetta skipti verðum við bara að vera ósammála. Innileg- ar hamingjuóskir. Dagbjört verður að heiman á af- mælisdaginn. Kári Arnórsson Með sínu nefi í þættinum í dag verðum við á vor- og sumarnótunum eins og síðast, þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki verið mjög blíðir á manninn þessa vikuna. Fyrsta lagið í þættinum í dag er „Fröken Reykjavík" úr söng- leiknum „Rjúkandi ráð“, en lagið er eftir Jón Múla Árnason. Seinna lag- ið er „Litla flugan" eftir Sigfús Halldórsson við ljóð Sigurðar Elíassonar. Þessi tvö Iög, þó ólík séu að mörgu leyti, hafa nokkuð svipaða griparöð, þó vissulega sé hún ekki alveg eins. Hvað um það, bæði eru lögin vinsæl sönglög. Við óskum ykkur góðrar söngskemmtunar. FRÖKEN REYKJAVÍK G Am Hver gengur þarna eftir Austurstræti D7 G og ilmar eins og vorsins blóm, G Am með djarfan svip og ögn af yfirlæti D7 G á ótrúlega rauðum skóm? G Am D7 G Ó, það er stúlka engum öðrum lík, Am D7 G D7 það er hún fröken Reykjavík, G Am sem gengur þarna eftir Austurstræti D7 G á ótrúlega rauðum skóm. G Am G Og því er eins og hafi vaxið vorsins blóm D7G á stræti. Hver situr þar með glóð í gullnum lokkum í grasinu á Arnarhól, svo ung og djörf í ekta nælonsokkum, en ofurlítið flegnum kjól? Ó, það er stúlka engum öðrum lík, það er hún fröken Reykjavík, sem situr þarna ung í ekta sokkum, en ofurlítið flegnum kjól. Á meðan skín hin bjarta heita sumarsól af lokkum. Hver svífúr þarna suður Tjarnarbakka til samfundar við ungan mann, sem bíður einn á brúnum sumarjakka hjá björkunum við Hljómskálann? Ó, það er stúlka engum öðrum lík, það er hún fröken Reykjavík, sem svífur þarna suður Tjarnarbakka til samfundar við ungan mann, sem bíður einn hjá björkunum við Hljómskálann, Hljómskálann. G < > < > 4 > X O 2 3 1 0 A E 0 2 3 10 0 D7 X 0 O 2 1 3 LITLA FLUGAN G Lækur tifar létt um máða steina. D7 Am Lítil fjóla grær við skriðufót. D7 Bláskel liggur brotin milli hleina, Am D7 G í bænum hvflir íturvaxin snót. G Ef ég væri orðin lítil fluga, E A ég inn um gluggann þreytti flugið mitt, D7 og þó ég ei til annars mætti duga, Am D7 G ég eflaust gæti kitlað nefið þitt.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.