Tíminn - 17.04.1993, Qupperneq 19

Tíminn - 17.04.1993, Qupperneq 19
Laugardagur 17. apríl 1993 Tíminn 19 Ida G. Þorgeirsdóttir Fædd 15. febrúar 1929 Dáin 10. apríl 1993 Stundum kemur dauðinn sem líknsamur gjafari, leysir frá þraut- um og þjáning, þegar lífsþróttur er þorrinn og hörð örlög hafa lengi hrjáð. Nú hefur hann lokað brám okkar kæru og mætu vinkonu, Idu Þor- geirsdóttur, sem hafði undangengin ár átt við þann óvin að stríða, er við Alzheimer er kenndur og enginn fær þar vömum við komið. Það er hart og sárt til þess að hugsa, þegar svo skjótt sól bregður sumri í lífi fólks og enginn mannlegur máttur fær rönd við reist. Þessi harðduglega, lífsglaða kona hlaut þessi örlög enn á besta aldri í fullu lífsstarfi erils og anna á sínu mikla myndarheimili. Hjá henni fóru saman þeir mannkostir, er mætastir teljast: Bjartsýni vongleð- innar, hlýja umhyggjunnar og elja lífsorkunnar ásamt afar góðri greind og skarpskyggni á menn og málefni. Okkur hjónum er hún minnisstæð- ust fyrir þann gefandi hlýleika, sem umvafði okkur allt frá íyrstu kynn- um, þá einlægni alúðarinnar sem allt einkenndi, ekki síst annasöm störf hennar, glettnin góð og hlý, hláturinn geislandi léttur. Að leiðarlokum er svo vörm vinátta dýrmæt í bjartri endurminning um góða og sanna konu. Kynni okkar spanna hálfan annan áratug, aldur sonardóttur okkar, Jó- hönnu, og dótturdóttur Idu. Við komum fyrst að Laxárbakka, heimili þeirra Idu og Áma manns hennar, við skím Jóhönnu og fengum þar hinar elskulegustu móttökur hjá heimilisfólkinu öllu, en Idu þó allra helst. Það var eins og við væmm að gista góðvini kæra um árafjöld og nafnið á sonardótturinni gladdi ömmuna alveg sérstaklega. Sú nafngift var í góðu samræmi við þann hlýja hug er okkur mætti og við nutum svo vel og njótum hjá þessu mæta vinafólki okkar. Sonur okkar og dóttir Idu áttu þessa litlu stúlku saman, en síðan ekki meir varðandi samband þeirra. En mikil og góð vinátta hefur verið á milli þeirra og fjölskyldna þeirra. Jóhanna — eða Hanna, svo sem hún er jafnan kölluð — ólst svo upp á Laxárbakka hjá ömmu sinni og afa og varð þeim lýsandi sólargeisli sem lífið snerist um, bæði hjá þeim og Gísla, móðurbróður hennar. Uppeldi Hönnu bar mannkostum Idu og kærleiksríkri fómarlund hennar fagurt vitni. Aldrei höfum við kynnst konu sem gladdist svo gestakomum, ekki síst góðs frændfólks og vina, enda þótt um hreina gestanauð væri oft að ræða. Tekið var í mót öllum af einlægni hjartans og ekki voru veitingamar við nögl skomar. Þar giltu rausn og reisn hinna samvöldu hjóna og þess nutum við og okkar fólk ríkulega. Laxárbakki er í þjóðbraut og þegar samdráttur hefðbundins búskapar bitnaði á þeim hjónum sem öðmm, var brugðið á ráð bændagistingar, enda húsakynni góð og hjartarúm ekki síðra. í miðjum þeim önnum veiktist Ida og varð frá að hverfa sínum daglegu störfum og gefandi lífsorku og á sjúkrahúsinu á Húsavfk dvaldi hún hin síðustu ár. Ida verður okkur afar minnisstæð og um hana ljómar og lýsir í mer- landi minning mikillar sæmdar- konu. Ida Guðríður, eins og hún hét fullu nafni, var austfirskrar ættar. Hún fæddist á Vopnafirði 15. febr. 1929, dóttir hjónanna Ingiríðar Sigurðar- dóttur og Þorgeirs Lúðvíkssonar smiðs. Móðir hennar dó er Ida var á öðm ári og ólst hún upp hjá móður- systur sinni á Vopnafirði, Margréti Sigurðardóttur, fram til 17 ára ald- urs, en þá dó Margrét. Þá fer Ida norður til Húsavíkur og er þar í Laxárbakka vinnu og í Mývatnssveit næstu árin. Á Húsmæðraskólanum á Laugum er hún svo veturinn 1949-50, en svo liggur leiðin aftur í Mývatnssveitina. Þáttaskil urðu þar í lífi hennar þeg- ar hún kynntist þeim mikla sæmd- ardreng, Áma Gíslasyni frá Hellu- vaði í Mývatnssveit. Þau gengu í hjónaband 26. okt. 1950, bjuggu fyrstu árin á Hellu- vaði, en reistu sér svo nýbýlið Laxár- bakka í landi Helluvaðs og bjuggu þar góðu búi og heimilið annálað fyrir gestrisni og myndarskap. Þau hjónin eignuðust tvö börn: Gísla, sem býr með föður sínum að Laxár- bakka og er starfsmaður sparisjóðs- ins í sveitinni, og Ingu Margréti bókasafnsfræðing, sem býr nú að Þórisstöðum á Svalbarðsströnd með manni sínum, Stefáni Tryggvasyni frá Skrauthólum á Kjalamesi, og eiga þau þrjá syni, en áður átti Inga Margrét Jóhönnu með Þóroddi syni okkar. Barnalán þeirra Idu og Áma er því ótvírætt, svo ágætlega gerð sem þau systkin em bæði tvö. Komið er að kveðjustund og svo ótalmargt sem okkur ber að þakka á þeirri samleið, sem þó var alltof stutt. Kvödd er mikil höfðingskona í sjón og raun, sem veitti hlýju hjarta síns óspart til samferðafólksins, sem gaf af kærleik sínum allt sem hún mátti. Við hinstu lífshvörf er í huga mikill söknuður. Við hjónin sendum þeim góðu vin- um okkar, Árna, Gísla, Ingu Margr- éti og hennar fólki og ekki síst Hönnu okkar, sem elskaði ömmu sína svo undurheitt, okkar hlýjustu samúðarkveðjur. Við vonum að hin- ar björtu, fögm minningar um svo góða konu eigi eftir að létta þeim öllum sáran harm. í einlægni hjartans er hún Ida kvödd með alúðarþökk fyrir ógleym- anleg kynni, sem bregða skærri birtu á brautina fram. Megi hún yndis njóta á því ódáins- landi eilífðarinnar sem hún trúði svo staðfastlega á. Blessuð sé mæt minning Idu Þor- geirsdóttur. Jóhanna Þóroddsdóttir, Helgi Seljan ^JRARIK lllfoi RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Útboð 93003 Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í að byggja aðveitustöðvarhús á Neskaupstað. Útboðsgögn verða afhent á umdæmisskrifstofu Raf- magnsveitna ríkisins, Þverklettum 2, Egilsstöðum, og Laugavegi 118, Reykjavík, frá og með þriöjudeginum 20. apríl 1993, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Egilsstöðum, fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 5. maí 1993 og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda, sem þess óska. Tilboðin séu í lokuðu umslagi merktu: RARIK-93003 Nes- kaupstaður — aðveitustöð. Raffnagnsveitur ríkisins Laugavegi118, 105 Reykjavík Vamarliðið: Tölvunarfræðingur/ kerfisfræðingur Stofnun verklegra framkvæmda Varnarliðsins á Kefiavík- urflugvelli óskar að ráða tölvunar- eða kerfisfræðing til starfa. Starfið felst í viðbótaruppsetningu tölvubúnaðar, gerð til- lagna um breytingar ásamt því að annast daglegan rekst- ur þeirra tölvukerfa er undir starfið heyra. Um er að ræða Novell-nettengd kerfi. Einnig að annast kennslu og þjón- ustu við starfsfólk eftir því sem við á. Forritun og greining er einnig hluti starfsins. Kröfur Umsækjandi sé tölvunar- eða kerfisfræðingur með sem víðtækasta reynslu á sviði vél- og hugbúnaðar. Þarf að geta unnið sjálfstætt og eiga gott með samskipti við annað fólk. Góðrar enskukunnáttu er krafist, bæði á talað mál og skrifaö. Umsóknir skulu berast til ráðningardeildar vamarmála- skrifstofu, Brekkustíg 39, Njarðvík, sími: 92-11973, ekki síðar en 29. apríl n.k. Umsóknareyðublöð fást á sama stað. FUNDIR OG FÉLAGSSTÖRF Steingrímur Guðmundur Valgerður Jóhannes Almennur stjómmálafundur verður haldinn I Alþýðuhúsinu við Skipagötu, Akureyri, þriðjudaginn 20. april. Fundurinn hefst klukkan 20.30. Fnjmmælandi: Steingrimur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins. Átak til endurreisnar er heitið á tillögum flokksins I efnahags- og atvinnumálum. Þessar tillögur verða ræddar á fundinum, en sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikil þörf á að fjalla um málefni lands og þjóðar. Sýnum samstöðu og mætum I Alþýðuhúsið. Þingmenn Framsóknarflokksins I kjördæminu sitja fyrir svörum ásamt frummælanda. Framsóknarfíokkurinn Framsóknarfélögin í Hafnarfirði Opið hús að Hverfisgötu 25 alla þriðjudaga kl. 20.30. Komiö og fáið ykkur kaffisopa og spjallið. Framsóknarfélögin Guðni Jóhannes Þjórsárver Verðum til viðtals og ræðum þjóðmálin I Þjórsárveri mánudaginn 19. april kl. 21.00. Gestur fundarins veröur Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Sumarfagnaður Framsóknar- félaganna í Keflavík verður haldinn I Félagsheimilinu miövikudaginn 21. april og hefst kl. 20.30. Framsóknarf&ögin Sumarfagnaður framsóknar- manna í Reykjavík verður haldinn ( hinum glæsilegu húsakynnum á Hótel Borg miövikudaginn 21. april (siðasta vetrardag) og hefst kl. 19.30. Gimilegur kvöldverður, skemmtidagskrá og dansleikur á eftir. Miðaverð kr. 3000. Miðapantanir og sala fer fram á skrifstofu Framsóknarflokks- ins, Hafnarstræti 18, slmi 624480. Hátföarræða: Steingrimur Hermannsson. Veislustjóri: Það er hið skemmtilega leyndarmál. Góðir framsóknarmenn, kveðjum vetur með kurt og pi og fögnum sumri í góðra vina hópi. Og hana núl Skemmtilega nefndin Umboðsmenn Tímans: Kaupstaður Nafn umboðsmanns Heimili Sími Keflavík Guörlöur Waage Austurbraut 1 92-12883 Njarövik Katrín Sigurðardóttir Hóiagata 7 92-12169 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut 55 93-14261 Borgames Soffia Óskarsdóttir Hrafnarkletti 8 93-71642 StykWshóImur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410 Grundarfiörður Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604 Heflissandur Lilja Guömundsdóttir Gufuskálum 93-66864 Búðardalur Siguriaug Jónsdóttir Gunnarsbraut 5 93-41222 fsafjörður Petrlna Georgsdóttir Hrannargötu 2 94-3543 Hólmavík Elísabet Pálsdóttir Borgarbraut 5 95-13132 Hvammstangi Hólmfriður Guömundsd. Fifusundi 12 95-12485 Blönduós Snorri Bjamason Uröarbraut 20 95-24581 Skagaströnd Ólafur Bemódusson Bogabraut 27 95-22772 Sauöárknókur Guöain Kristófersdóttir Barmahllö 13 95-35311 SigluQöröur Guörtin Auöunsdóttir Hverfisgötu 28 96-71841 Akureyri Baldur Hauksson Drekagili 19 96-27494 Svalbarðseyri Þröstur Kolbeinsson Svalbaröseyri 96-25016 Húsavik Sævar Salómonsson Vallholtsvegi 11 96-41559 Ólafsflörður Helga Jónsdóttir Hrannarbvoaö 8 96-62308 Raufarhöfn Erla Guömundsdóttir Aöalbraut 60 96-51258 Vopnafjöröur Svanborg Viglundsdóttir Kolbeinsgötu 44 97-31289 Egllsstaölr Páll Pétursson Árskógum 13 97-11350 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir Múlavegi 7 97-21136 Neskaupstaður Bryndfs Helgadóttir Blómsturvellir 46 97-71682 Reyðarfjörður Ólöf Pálsdóttir Mánagötu 31 97-41167 Eskifjörður Björg Siguröardóttir Strandgötu 3B 97-61336 Fáskrúðsfjönður Ásdls Jóhannesdóttir. Skólavegi 8 97-51339 Djúprvogur Ingibjörg Ólafsdóttir Borgariandi 21 97-88962 Höfn Sigurbjörg Einarsdóttir Vlkurbraut 11 97-81274 Setfoss Margrét Þorvaldsdóttir Engjavegi 5 98-22317 Hveragerði Þóröur Snæbjamarson Heiðmörk 61 98-34191 Þoriákshöfri Halldóra S. Sveinsdóttir Egiisbraut 22 98-33627 Eyrarbakki Bjami Þór Eriingsson Túngötu 28 98-31198 Laugarvatn Margrét Lárusdóttir Miöey 98-61236 Hvolsvöllur Lárus og Ottó Jónssynir Króktúni 18 98-78399 Vfk Sigurbjörg Bjömsdóttir Mánabraut 4 98-71133 Vestmannaeyjar Marta Jónsdóttir Helgafellsbraut 29 98-12192

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.