Tíminn - 17.04.1993, Qupperneq 24

Tíminn - 17.04.1993, Qupperneq 24
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 NÝTTOG FERSKT DAGLEGA 98 reiðholtsbakarí ^'VÖLVUFELL113- SÍMI73655 HOGG- jy DEYFAR erslid hjá fagmönnum varahlut Hamarsbofda l - s. 67-67 1 TVÖFALDUR1. vinningur Iíniinn LA’JGARDAGUR 17. APRÍL 1993 Frá ársfundi LandsvirKjunar sem var haldinn i gær. Jóhannes Nordal, stjómarformaður Landsvirkjunar, er í ræðustól. Hmamynd Ámi Bjama Árið 1992 var versta rekstrarár í sögu Landsvirkjunar: Tap Landsvirkjunar tveir milljarðar Landsvirkjun var rekin með um 2,2 milljarða kr. halla á síðasta árí. Þetta er versta afkoma í sögu fýrirtækisins, en reksturínn skilaði hagnaði síöustu átta ár á undan. Ástæðan er óhagstæð gengisþróun og viðbótarútgjöld vegna rekstrar Blönduvirkjunar. Áætlanir fyrir áríð 1993 gera einnig ráð fýr- ir halla, en vonast er efb'r aö hann veröi ekki meiri en 250 milljónir. Eru vegir Borgarskipu- lagsins órannsakanlegir? Fjörugt næturlíf í nágrenni við aldraða Stærsta bflasjoppa landsins mun rísa í nágrenni við íbúða- byggð aldraðra við Skúlagötu í Reykjavík. íbúarair eru áhyggjufullir vegna ónæðis sem kann að stafa frá sjopp- unni en þar verður nætursala um helgar. í götunni er þegar vinsæll skemmtistaður ungs fólks. Bygginganefnd borgarinnar samþykkti nýlega teikningar af 220 ftn veitingahúsnæði aust- an við bensínstöð Olís á miili Skúlagötu og Sæbrautar. Þar er gert ráð fýrir fjórum lúgum fyrir bflasölu ásamt inniað- stöðu fyrir allt að 40 manns í sæti. Fyrir utan er gert ráð fyr- ir um 20 bflastæðum og er áætlað að opna staðinn um miðjan ágúst n.k. Fjölmenn íbúðabyggð aldr- aðra hefur verið að rísa við Skúlagötu að undanfömu. íbú- ar, sem rætt var við og búa á austast í götunni, eru áhyggju- fullir vegna þess ónæðis sem þeir telja að fylgja muni þess- um rekstri. Þá er ekki víst að 94 íbúðir aldraðra við Lindargötu á vegum borgarinnar verði jafn eftirsóttar og búist var við. Hætt er við að mörgum öldr- uðum íbúum á þessum slóðum verði lítt svefnsamt um helgar því fyrir er skemmtistaður í götunni sem margir hafa oft kvartað yfir. -HÞ Ekkert lífsmark með for- sætisráðherra í þyrlu- kaupamálinu: Ekkert bólar á efndunum „Ég hef ekki orðið var við nokkurt lífsmark með forsæt- isráðherra í þessu máli,“ segir Ingi Björa Albertsson viðvíkj- andi „þyrlukaupamálinu" svo- kölluðu. Eins og kunnugt er óskaði Ingi Bjöm eftir frestun á at- kvæðagreiðslu um kaup á björgunarþyrlu. Með því vildi hann láta reyna á orð forsætis- ráðherra um að ákvörðun um kaup á björgunarþyrlu yrði tekin innan nokkurra vikna. Þetta var í febrúarmánuði. „Mér sýnist að það sé farið að líða vel á þær vikur og sá tími sem gefinn var sé í raun úti. Það fer að líða að því að at- kvæði verði greidd um frum- varpið. Ég býst við að það verði eftir næstu viku,“ segir Ingi Bjöm. Hann bendir á að nú sé farið að styttast í þinglok og því verði atkvæðagreiðsla að fara fram í tæka tíð. -HÞ Rekstrartekjur Landsvirkjunar í fyrra námu 5.966 milljónum og rekstrarútgjöld 8.085 milljónum. Vextir og afskriftir voru sem fyrr stærstu gjaldaliðimir, alls 6.162 milljónir. Þó að árið 1992 hafi verið Lands- virkjun erfitt eru þó ljósir puríktar. Rafmagnssala jókst þannig um 2,8% í fyrra miðað við árið 1991, en rafmagnssala hafði minnkaði árið 1990 og 1991. Söluaukningin varð einungis hjá almenningsraf- veitum, en sala til stóriðju dróst eilítið saman. Landsvirkjun seldi 1.889 GWst til almenningsraf- veitna fyrir 4.383 milljónir króna og 2.125 GWst til stóriðju fyrir 1.544 milljónir. Árið 1991 var hagnaður af rekstri Landsvirkjunar 484 milljónir og 1.020 milljónir árið 1990. í fyrra varð hins vegar 2.119 milljóna kr. tap á rekstrinum. Ástæðan fyrir verri afkomu er tvíþætt. Blöndu- virkjun var að fullu tekin í rekstur á árinu og voru heildarútgjöld vegna hennar rúmlega 1.000 milljónir án þess að tekjuaukning hafi komið á móti. Gengisþróun var fyrirtækinu afar óhagstæð á árinu. Við 6% gengisfellingu í lok nóv- ember jókst rekstrarkostnaður Landsvirkjunar um 740 milljónir. Gengisþróunin leiddi til þess að Landsvirkjun þurfti að greiða 8,6% vexti í fyrra, en vextirnir voru 3% árið 1991 og 5% að með- altali á tímabilinu 1988-1992. Þá er verð á rafmagni til stóriðju lágt um þessar mundir vegna lágs verð á áli og kísiljámi á heimsmarkaði. Skuldir Landsvirkjunar vom tæpir 47 milljarðar í árslok og hækkuðu um 3,5 milljarða á ár- inu. í árslok 1990 vom skuldir fyr- irtækisins rúmar 39 milljarðar á verðlagi þess árs. Eigið fé Landsvirkjunar var rúm- ar 27 milljarðar sem er 36,7% af heildareign. Skuldir og eigið fé vom samtals 74 milljarðar. -EÓ LÉST í SLYSI Á JÖKULDAL Maður um fertugt lést í fyrradag en ökumaður og annar farþegi er jeppi valt niður í gil á Jökul- slösuðust lítillega. Óvíst er um dal. tildrög slyssins en maðurinn Maðurinn var farþegi í bflnum mun hafa kastast út úr bflnum. DENNI DÆMALAUSI \n l j _ 1(q © NAS/Dislr. BULLS „Kálfskinnshanskar? Væri ekki nær að kálfurinn fengi sjáifur aö vera í sínu eigin skinni?“

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.