Tíminn - 01.05.1993, Síða 2

Tíminn - 01.05.1993, Síða 2
2 Tfminn Laugardagur 1. maí 1993 -f Vinnuveitendur vilja gera heildarkjarasamninga: Vísa kjara- deilunni til sátta- semjara Vinnuveitendasamband fs- lands og Vinnumálasamband samvinnufélaganna tóku ákvöröun um það í gær að vísa kjaradeilu vinnuveitenda og ASÍ til ríkissáttasemjara. f bréfi vinnuveitenda til sátta- semjara segir að kjarasamn- ingar hafi verið lausir í tvo mánuði og engar tilraunir til samkomulags hafi leitt til niðurstöðu. Því fari vinnu- veitendur fram á að sátta- semjari reyni sáttameðferð hið allra fyrsta með það að markmiði að ná fram heildar- lausn. Nokkur óvissa ríkir um í hvaða farveg samningavið- ræður fara á næstunni. Vinnuveitendur vilja helst semja við öll ASÍ-félögin sam- eiginlega en innan ASÍ er vilji til þess að félögin eða sam- böndin reyni að knýja fram samning hvert fyrir sig. Nokkur félög hafa aflað sér verkfallsheimildar, nú síðast Verkalýðsfélag Keflavíkur. -EÓ Heildarskuldir Kaupfélags Borgfirðinga lækkuðu í fyrra um nær 300 milljónir: Betri afkoma þrátt fyrir 50 milljóna tap Rekstur Kaupfélags Borgfirðinga batnaði verulega á síðasta ári frá fyrra ári. Hagnaður fýrir fiármagnsllöi varð 53 milljónir eða helm- ingi meiri en árið 1991. Tap varö á reglulegri starfsemi félagsins um 13 milljónir samanborið viö 62 milljónir árið áður. Vegna af- skrifta og niðurfærslu á hlutabréfaeign var félagið gert upp með tæplega 50 milljón króna tapi. Á árinu tókst að lækka nettóskuldir féiagsins um 66 milljónir. Þórir Páll Guðjónsson kaupfé- lagsstjóri sagði að greinileg bata- merki væru í rekstrinum þrátt fyr- ir 50 milljóna króna tap. Tekist hefði að lækka skuldir mikið. Heildarskuldir lækkuðu um 300 milljónir og nettóskuldir um 66 milljónir. Birgðir lækkuðu og þar með afurðalán. Auk þess voru eignir seldar og andvirðið notað til að lækka skuldir. Þórir Páll sagði ákaflega mikilvægt fyrir félagið að halda áfram að lækka skuldir og þar með fjármagnskostnað. Fjár- magnskostnaður lækkaði f fyrra um 22 milljónir nettó. Halli á fiár- magnsliðum var 88 milljónir árið 1991 en hann fór niður í 66 millj- ónir f fyrra. Þórir Páll sagði félagið áforma að selja meira af eignum í ár. Það ætti enn nokkuð af eignum sem nýttust ekki í rekstrinum og þær yrðu því seldar. Þórir Páll sagði að rekstraráætl- anir kaupfélagsins gerðu ráð fyrir umtalsverðum samdrætti f veltu á þessu ári en þrátt fyrir það væri gert ráð fyrir að félagið yrði rekið með hagnaði. Hann sagði að rekstrartölur fyrir fyrstu mánuði ársins gæfú til kynna að þetta gæti tekist Þær væru í samræmi við áætlun. Sauðfjármerki Sauðfjármerkin frá Plast- iðjunni BJARGI eru unnin í samráði við bændur og sauðfjárveikivarnir ríkisins. Kostir merkjanna: * Samræmt litakerfi * Bæjar- hrepps- og sýslunúmer áprentað á aðra hlið * Ný og stærri raðnúmer - að óskum bænda - áprentað á hina hlið * Skáskurður sem tryggir betri festingu * íslensk framleiðsla Vinsamlegast pantið skriflega og í tíma, til að tryggja afgreiðslu fyrir sauðburð. Þórlr Páll Guðjónsson, kaupfélags- stjórl Kaupfélags Borgfirólnga. Þórir sagði að hinar efnahagslegu kringumstæður væru að vísu ákaf- lega erfiðar um þessar mundir. Samdrátturinn í kjötffamleiðsl- unni væri kaupfélaginu til dæmis erfiður. Hann sagðist hins vegar vera tiltölulega bjartsýnn á rekst- urinn á þessu ári ef aðstæður í þjóðfélaginu versnuðu ekki frá því sem þær eru nú. Kaupfélagið afskrifaði útistand- andi skuldir og færði niður hluta- bréfaeign fyrir samtals 35,5 millj- ónir í fyrra. Þórir Páll sagði að segja mætti að hér væri á ferðinni fortíðarvandi sem nú væri verið að taka á í bókhaldi félagsins. Heildar rekstrartekjur kaupfé- lagsins samkvæmt rekstrarreikn- ingi voru 2.811 milljónir og höfðu aukist um 0,5% milli ára. Lítils- háttar samdráttur varð í verslun og afkoma verslunarrekstursins var lakari en árið áður. Nokkur aukn- ing varð í öðrum þáttum starfsem- innar og afkoma þar batnaði til muna. Eigið fé félagsins í árslok var um 457 milljónir og hlutfall eigin fiár af heildamiðurstöðu efnahagsreiknings var 26% í lok ársins. Aðalfundur kaupfélagsins var haldinn í vikunni. Engin breyt- ing var gerð á stjórn fyrirtækisins. Stjómarformaður er Davíð Aðal- steinsson, bóndi áAmbjargarlæk. -EÓ Alvarleg slys Tveir ungir menn slösuðust alvar- lega í hörðum árekstri sem varð á Grindavíkurafleggjara við Reykja- nesbraut í gærmorgun. Fólksbíll rann í hálku og í veg fyrir rútu sem var að koma frá Reykjavík. Fólksbíll- inn festist við rútuna og dróst með henni talsverða vegalengd. Tækjabíl slökkviliðs þurfti til að ná öðmm slösuðu mannanna út úr bílnum. Ekki urðu slys á fólki í rútunni. Fólksbfllinn er talinn ónýtur. Þá lenti einn nýjasti sjúkrabfll Rauða krossins í hörðum árekstri við fólksbfl á mótum Háteigsvegar og Lönguhlíðar í gær. Bifreiðamar skemmdust mjög mikið. ökumaður fólksbflsins var fluttur á slysadeild. Sjúkrabfllinn skemmdist mjög mik- ið að framan en tæki og búnaður í bflnum skemmdust þó ekkerL -HÞ $ PLASTIÐJAN BJARG Bugöusíöu 1 603 Akureyri Sími 96- 12578 VELJUM ÍSLENSKT UTBOÐ lllugastaöavegur 1993 Vegagerö rlkisins óskar eftir tilboðum I lagningu 3,7 km. kafla á lllugastaöavegi á Noröurlandi eystra. Helstu magntölur Fylling 81.000 m’ og burðar- lag 10.000 mJ. Verki skal lokiö 15. október 1993. Útboðsgögn veröa afhent hjá Vegagerð rlkisins á Akureyri og I Borgartúni 5 Reykjavlk (aöal- gjaldkera) frá og meö 5. mal nk. Skila skal tilboöum á sömu stööum fyrir kl. 14.00 þann 17. mal 1993.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.