Tíminn - 01.05.1993, Síða 5

Tíminn - 01.05.1993, Síða 5
Laugardagur 1. maí 1993 Tíminn 5 NÚ í DAG, þegar íslenskur landbúnað- ur stendur frammi fyrir bæði fjölþjóð- legri og alþjóðlegri samningagerð varðandi viðskipti með landbúnaðarafurðir, getur verið fróðlegt að líta til baka. Virða fyr- ir sér þá þróun sem átt hefur sér stað á þess- ari öld. Þá kemur í Ijós að á þeim tíma voru viðskipti með matvöru á íslandi sáralítil. Þá byggðist afkoma okkar fyrst og fremst á sjálfsþurftarbúskap. í fæstum tilfellum var framleiðsluferillinn Iengri en frá fjósi eða blóðvelli í búr og eldhús. Fjármunum fyrir þeim nauðþurftunum, sem ekki var hægt að framleiða heima, var fyrst og fremst aflað með tóvinnu úr heimafengnu hráefni, ull- inni. Sú mikla sérhæfing, sem fyrir löngu var hafin annarsstaðar í Evrópu, hafði einungis borist til fslands af frásögnum sigldra Is- lendinga og blaðafregnum. Það er að vísu álitamál hvort framfarir og framleiðniaukn- ing í sveitum er orsök eða afleiðing aukinn- ar sérhæfingar og framleiðni. Það má færa að því rök að forsenda iðnvæðingar sé að losni um vinnuafl með tæknivæðingu í sveitunum. Það þurfi ekki lengur flestallar vinnandi hendur til þess að brauðfæða okk- ur. Bylting í landbúnaði Okkar „iðnbylting" fólst í nýtingu fiskimið- anna við strendur landsins. Ungir bænda- synir mönnuðu ört vaxandi skipastól lands- manna og í kjölfárið fylgdi uppbygging fisk- vinnslu, sem lagði grunninn að aukinni milliríkjaverslun okkar. Enda höfum við haldið því fram að fiskvinnslan væri okkar iðnaður og ætti að njóta kjara sem slík í samningum um milliríkjaviðskipti. Á þessum grunni byggist síðan aukin bú- vöruframleiðsla til sölumeðferðar. Smám saman vex það hlutfall af framleiðslunni sem fer til neyslu í ört vaxandi bæjum og þorpum. Til þess að við gerum okkur örlitla grein fyrir tímaþættinum, þá er það ekki fyrr en laust fyrir 1930 sem fyrstu eiginlegu af- urðastöðvamar rísa hér á landi og fyrst eftir miðja öldina sem stórstígar framfarir verða bæði í frumframleiðslunni og úrvinnslunni. Ég nefni þetta hér til þess að undirstrika tvennL Annars vegar hve hratt við íslend- ingar höfum tileinkað okkur tækni og gæða- kröfur nágrannaþjóða okkar í búvörufram- leiðslu, því að ég vil leyfa mér að fullyrða að í dag stöndum við öðrum jafnfætis hvað þetta snertir á mjög mörgum sviðum fram- leiðslu og úrvinnslu búvara. Hins vegar til þess að leggja áherslu á hve ógnarstutt er á milli þess að við vorum sjálfsþurftarbændur, sem nutum fullkominnar fjarlægðarvemd- ar, og þess að horfast í augu við kröfu um sem frjálsust viðskipti með búvörur í heim- inum. Þörfin fyrir búvömr í ört stækkandi þétt- býli um miðja öldina gerði það að verkum að gripið var til margs konar örvandi aðgerða til þess að auka búvömframleiðsluna. Sett vom sérstök lög um jarðræktarstyrki, um stofnun nýbýla og verðlagningu og sölumál. Um 1960 em síðan, til þess að tryggja ætíð nægjanlegt framboð, sett lög þess efnis að sem nemur 10% af andvirði allrar búvöm- framleiðslu í landinu mætti renna af opin- bem fé til þess að verðbæta útflutning. Þá var unnið að menntun ráðunauta í landbún- aði og byggð upp öflug leiðbeiningaþjónusta um allt land. Á þessum gmnni var landbúnaði á íslandi síðan gjörbylt á örfáum áratugum. Það var ekki einungis um tæknibyltingu að ræða. Einnig varð að aðlaga ræktunarhefðir ná- grannalandanna að okkar loftslagi og bæta verkun og fóðmn þannig að stæðist nútíma- kröfur um afurðir. Þar hefur verið byggt á grasrækt, en það er einmitt verkun grass í hey sem hefur verið undirstaða fæðuöflunar hér á landi í gegnum aldimar. í dag emm við komin það langt að okkar fremstu bændur ná toppafurðum nánast eingöngu af inn- lendu fóðri. Þessir bændur hafa í raun skap- að gmndvöll fyrir nýtt tímabil framleiðni- aukningar í íslenskum landbúnaði. Pólitísk staða sveitanna Á því tímabili, sem hér um ræðir, vom sveitir landsins einnig sá jarðvegur þar sem hin pólitíska þróun fór að miklu leyti fram. Eðli málsins samkvæmt vegna þess að þétt- býlismyndun var svo stutt á veg komin. Sú þróun, sem ég nefndi hér áður, átti því vísan pólitískan stuðning. Sömuleiðis vom náin pólitísk tengsl á milli afurðastöðvanna, sem byggðust að mestu upp á samvinnufyrir- komulagi, sem aðlagað hafði verið íslensk- um aðstæðum, og pólitískra afla. Á þeim tíma, sem þessi þróun átti sér stað, var lítill gaumur gefinn að þróun alþjóðlegra viðskipta með búvömr. Umfram framleiðsla var flutt út með útflutningsbótum og þegar best lét fengust upp í 70% af innlendum framleiðslukostnaði í útflutningi. Bændur horfðu til framtíðar fullir bjartsýni og upp- bygging í sveitum landsins var mjög mikil. Það er síðan á áttunda áratugnum, sem upp koma raddir meðal forystumanna bænda þess efnis að ástæða sé til þess að staldra við og skoða sinn gang. Með sama áframhaldi myndi stefna í ffamleiðslu sem yrði allt að tvöföld miðað við innanlandsneyslu. Löggjöfín 1979 í framhaldi af þessu kemur síðan löggjöf á árinu 1979 sem var ætlað að draga úr fram- leiðsluaukningunni. Því miður tókst fram- kvæmdin ekki sem skyldi og það var ekki fyrr en með búvörulögunum ffá 1985 að tök náðust á búvöruframleiðslunni. Það er síðan á grunni kjarasamninganna 1990, þjóðar- sáttarsamninganna svokölluðu, sem gerður er nýr búvörusamningur 1991. Þar er gerð sú grundvallarbreyting að útflutningsbætur eru endanlega aflagðar og bændur og af- urðastöðvar bera alfarið ábyrgð á framleiðsl- unni. Samningar 1990 í tengslum við kjarasamningana 1990 var gert samkomulag þess efiiis að á samnings- tímanum hækkaði búvöruverð ekkert. Sömuleiðis var samið um framleiðniaukn- ingu bæði hjá bændum og afurðastöðvum í búvörusamningunum 1991. Hér var bæði verið að koma til móts við kröfu neytenda um lægra matvælaverð og einnig að nokkru leyti að gera bændur og vinnslustöðvarnar Staða landbúnaðar í alþjóð- legu viðskiptaumhverfí Jóhannes Geir Sigurgeirsson skrifar betur í stakk búin til þess að takast á við einhvem innflutning á búvörum á næst- unni. fslenskur landbún- aður hefur haft stutt- an tíma til þess að þróa sig sem tækni- vædd nútíma at- vinnugrein, sem byggir á rannsóknum og stöðugri vöruþróun. Islenskir bændur, bú- vísindamenn og forsvarsmenn afurðastöðva hafa verið mjög fljótir að aðlaga sig breytt- um aðstæðum, bæði hvað varðar þróun framleiðslunnar og nú á síðustu árum breyttum markaðsaðstæðum. En þrátt fyrir þetta tel ég að það sé skoðun flestra bænda og annarra í atvinnugreininni að við þurfum enn nokkum tíma til þess að verða í stakk búnir til þess að takast á við aukna samkeppni við innflutning. Þann tíma, sem til þess þarf, hafa bændur álitið að þeir hafi verið að kaupa með samningum um verðlækkun nú síðustu árin. Til þess að nefna dæmi um verðþróun á síðustu ámm get ég nefnt að frá árinu 1989 hefur fram- færsluvísitalan hækkað um 20%, verð á mjólk til bænda um 8,5% og vinnslu- og dreifingarkostnaður um 5,3%. Þá má nefna að á örfáum árum hefur mjólkurframleið- endum fækkað úr 2000 í 1400. Fríverslunarsamningar í þeim umræðum, sem farið hafa fram á al- þjóðavettvangi um viðskipti með búvörur á síðustu árum, þ.e. GATT-viðræðunum sem hófust í Uruguay árið 1988, hefur verið lögð mikil áhersla á frjálsari verslun með búvörur í heiminum. Á sama tíma hafa verið í gangi innan ramma viðræðnanna um hið Evr- ópska efnahagssvæði áætlanir um að auka viðskipti með búvörur innbyrðis milli EFTA og EB. Ég hef sem fulltrúi í landbúnaðarnefnd Al- þingis reynt að fylgjast með þessum umræð- um síðastliðin tvö ár. Ef ég ætti að lýsa í ör- fáum orðum hvernig þær koma mér fyrir sjónir, þá er það einhvem veginn á eftirfar- andi hátt: Samninga- menn þjóðríkja og ríkjasamstæðna vinna að því á vett- vangi umræðnanna að ná fram samning- um um aukin við- skipti og niðurfell- ingu styrkja, og hafa til þess ákveðið um- boð að heiman. Síðan er fjöldi manns, sem starfar að því að finna út hvemig viðkom- andi þjóð geti vikið sér undan þeim ákvæð- um sem verið er að semja um. Þetta á sér að mínu mati á margan hátt eðlilegar orsakir. í þessum viðræðum virðist eingöngu fjallað um landbúnaðinn á mjög þröngan, viðskiptalegan hátt. Það er horft framhjá því að hvarvetna gegnir landbúnað- urinn mjög fjölþættu hlutverki í þjóðlífinu. Það virðist stundum gleymast að landbún- aðurinn gegnir lykilhlutverki í umhverfis- málum, í félagslegu tilliti og tengist einnig beint og óbeint atvinnumálum á margvís- legan hátt. Það þarf t.d. ekki að ferðast mik- ið um Mið-Evrópu til þess að sjá hve miklu hlutverki landbúnaðurinn gegnir þar í ferðamálum. Dökka hliðin á þessu máli er hins vegar sú að til þess að landbúnaðurinn geti uppfyllt ofangreint margþætt hlutverk sitt í alþjóð- legu viðskiptaumhverfi hafa margar þjóðir gripið til mjög flókins kerfis styrkja og út- flutningsbóta. Það er að segja, menn hafa ekki treyst sér til þess að láta verðlagningu til neytenda standa undir þeim margþættu kröfum, sem gerðar eru til landbúnaðarins, og þess í stað greitt þann kostnað á afar flók- inn hátt af opinberu fé. Það er því að mínu mati afar brýnt að sam- hliða samningum um alþjóðleg viðskipti með búvörur verði gerður sáttmáli um þær skyldur, sem búvöruframleiðslan hefur gagnvart umhverfi sínu. Það verði viður- kennt að lágt matvælaverð megi ekki skuld- færa á framtíðina með því að ganga á náttúr- una. Með öðrum orðum, sjálfbær þróun í búvöruframleiðslu fái markaðslegt gildi í þeim viðskiptasamningum sem í gangi eru. Við verðum á næstu árum að vinna hugtak- inu „umhverfisvæn markaðshyggja" sess í viðskiptasamningum. Ég ætla mér ekki þá dul hér að útfæra hvernig þetta væri framkvæmt. Þar kæmi margt til greina. Þar má nefria lágmarksverð til þess að unnt sé að mæta kröfum um- hverfisins, umhverfisskatta o.fl. Eitt get ég þó sagt með fúllri vissu: Til þess að ná þess- um markmiðum verður að koma til mjög víðtæk fjöl- og alþjóðleg samvinna. í því opna viðskiptakerfi, sem er í heiminum í dag, verða þessi mál, til lengri tíma Iitið, ekki leyst með lokun landamæra og við- skiptahöftum. Því miður er langt frá því að þær viðræður, sem nú eru í gangi, séu í þessum farvegi. Ef við tökum GATT-viðræðumar sem dæmi, þá virðist höfúðáherslan þar vera lögð á að ná samkomulagi sem öflugustu aðilamir innan GATT, EB og Bandaríkin, geta sætt sig við. Alþjóðasamtök búvömframleiðenda hafa að undanfömu lagt mikla áherslu á að taka verði sérstakt tillit til umhverfismála og fé- lagslega þáttarins í öllum alþjóðlegum við- ræðum um landbúnaðarmál á næstunni, en sú umræða hefur ekki nema að litlu leyti náð til þeirra sem fara með forystuna í við- skiptamálum. Að mínu mati verður að taka á þessum mál- um á mjög ákveðinn hátt á alþjóðavettvangi á næstunni. Ég tel að það verði að fara að einhverju leyti hliðstæða leið og gert var varðandi hafréttarmál með Alþjóðaráðstefri- unni um hafréttarmál, sem endaði með Haf- réttarsáttmálanum sem hefur síðan verið grunnurinn að verndun fiskistofna. Samein- uðu þjóðimar ættu að hafa frumkvæðið að alþjóðlegum sáttmála um búvörufram- leiðslu og viðskipti með þær. Vissulega eru í gangi umræður um þessi mál. Annarsvegar á vegum Alþjóða tolla- málastofnunarinnar, GATT, og hins vegar umhverfisráðstefnan í Ríó. Það er mitt mat að GATT-viðræðumar séu á allt of þröngu sviði. Varðandi umhverfisráðstefnuna hins vegar, þá tekur hún fyrir svo vítt svið og lík- ur eru á að það þurfi mjög langan tíma til þess að komast að niðurstöðu á þeim vett- vangi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.