Tíminn - 01.05.1993, Page 6
6 Tíminn
Laugardagur 1. maí 1993
Frá fyrstu kröfugöngunni I Reykjavlk, 1923.
Fyrsta kröfugangan
Hinn 1. maí 1923 var fyrst efnt
til kröfugöngu hér á landi. Eru
því liðin 70 ár 1. maí 1993 síð-
an fámennur hópur gekk um
götur Reykjavíkurbæjar með
lúðrasveit í broddi fylkingar og
hóf á loft kröfuspjöld, fána
nokkurra verkalýðsfélaga og
rauða fána, merki alþjóðlegrar
verkalýðshreyfingar.
Ahugamenn í hópi verkalýðs
og róttækra stjómmálafélaga
höfðu rætt um nauðsyn þess
að helga verkalýðsbaráttu einn
dag á hverju ári. Má nefna að
Verkamannafélagið Dagsbrún
efndi til göngu árið 1921, en
fulltrúaráð verkalýðsfélaganna
í Reykjavík gekkst fyrir skrúð-
göngu um götur bæjarins og
samkomu á Baldurshagaflöt-
um í júlí 1922.
Á fundi í Jafnaðarmannafélagi
Reykjavíkur er rætt um hátíð-
isdag verkalýðsins. í fundar-
gerð félagsins dagsettri 28.
maí 1922 er rætt um nauðsyn
þess að helga verkalýðnum
einn dag á ári hverju.
Ári síðar, 4. aprfl 1923, ber
Ólafur Friðriksson ritstjóri
fram tillögu á fundi í Jafnaðar-
mannafélagi Reykjavíkur um
að farin verði kröfuganga um
götur Reykjavíkur.
Nokkrum dögum síðar, eða
16. aprfl 1923, er haldinn
fundur í fulltrúaráði verkalýðs-
félaganna. Þar ber Ólafur fram
tillögu þess efnis að 1. maí
skyldi hátíðlegur haldinn og
fyrrverandi skrúðgöngunefnd
falið að sjá um framkvæmdina.
Eftir alllangar umræður og
nokkum kútvelting á málinu
var samþykkt að gangast fyrir
að halda hátíðlegan 1. maí og
nefnd kosin til framkvæmda.
Tillagan var samþykkt og síð-
an kosin fimm manna nefnd til
þess að undirbúa gönguna og
velja kröfur, sem síðan yrðu
letraðar á kröfuspjöld sem bor-
in yrðu í göngunni. í nefndina
vom kjörin Ólafur Friðriksson,
formaður, Þuríður Friðriks-
dóttir, Hendrik Ottósson, Felix
Guðmundsson og Erlendur
Erlendsson. Erlendur smíðaði
spjöldin og festi þau á sköft, en
Hendrik mun hafa gert áletr-
anir.
Kröfugangan fór fram eins og
áætlað hafði verið. Gangan
hófst við Bámhúsið. Mönnum
bar ekki saman um hve fjöl-
menn hún væri. Alþýðublaðið
sagði að 500 manns hafi tekið
þátt í göngunni. Morgunblaðið
taldi göngumenn hafa verið
„40 til 50, auk Héðins og
nokkurra bama“. Vísir sagði að
verkamenn hefðu verið fáir, en
margt kvenna, bama og ung-
linga.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur-
borgar gengst nú fyrir sýningu
á ljósmyndum, sem teknar
vom af fyrstu kröfugöngunni á
leið um götur Reykjavíkur og
útifundi sem haldinn var að
göngu lokinni í grjóturð við
Hverfisgötu og Ingólfsstræti,
þar sem reisa átti Alþýðuhús
Reykjavíkur. Gísli Ólafsson
bakari hafði nýlega eignast
myndavél og fylgdi göngunni
eftir. Kristinn Einarsson kaup-
maður var einnig á vettvangi.
Flestar em myndirnar úr safni
þeirra og hafa ættingjar Gísla
og Kristins góðfúslega léð
myndimar til birtingar.
Sýningin, sem verður í Geys-
ishúsinu við Aðalstræti og
Vesturgötu, verður opnuð 1.
maí og mun standa til 17. maí.
Reynt hefur verið að nafn-
greina göngumenn og þá sem
fylgdust með göngunni og
sjást á götum og stéttum.
Þeim tilmælum er beint til
sýningargesta að þeir veiti
upplýsingar ef þeir telja sig
þekkja einhvem sem þeir
kunna að sjá á myndunum.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur-
borgar kappkostar að varðveita
myndir úr lífi og starfi borgar-
búa. Sýna athafnir þeirra og
umsvif í annríki virkra daga og
fjölþætt félagsstarf, tómstund-
ir og skemmtanir.
Að sýningu þessari hafa unn-
ið starfsmenn Ljósmynda-
safnsins, Guðrún S. Haralds-
dóttir hönnuður og Pétur Pét-
ursson þulur, sem safnað hefur
upplýsingum og látið í té gögn
er varða gönguna.
VMá
> |
Benedikt Davíösson, forseti ASl.
Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, segir að
tilraunin um sameiginlegar aðgerðir
hafi mistekist:
Brýnt aö
halda uppi
varnarbar-
áttunni
— Er sú staðreynd að ekki hafa
tekist samningar ennþá og að ekki
eru horfur á að kjarasamningar
muni færa launþegum neina bót
ekki til marks um að verkalýðs-
hreyfmgin er sundruð og hefur
misst þann slagkraft sem hún
hafði á árum áður?
„Ég held að það, að samningar
hafa ekki tekist núna, sé ekki fyrst
og fremst vegna þess að það hafi
vantað samstöðu í verkalýðshreyf-
ingunni um að setja fram kröfur
og standa að framgangi þeirra.
Upp úr slitnaði fyrst og fremst
vegna þess að aðstæður í þjóðfé-
laginu voru ekki með þeim hætti
að það væri á færi hreyfingarinnar,
hvorki núna né heldur í einhverju
öðru formi fyrr, að ná fram kjara-
bótum.
Enda var kröfugerð okkar ekki
með þeim hætti, að það væri stefnt
að því að ná fram einhverjum
kjarabótum. Höfuðmarkmiðið var
fyrst og fremst að verjast áföllum
og reyna að koma f veg fyrir að
byrðunum, sem stjórnvöld eru að
deila út, væri svo óréttlátlega skipt
eins og við töldum líkur fyrir að
yrði, t.d. miðað við aðgerðir
stjómvalda í haust.
Ég viðurkenni að við höfum ekki
náð þeim árangri sem við stefnd-
um að. í fyrsta lagi komu stjóm-
völd ekki nægilega mikið á móts
við okkur og þar af leiðandi varð
ekki ásættanleg niðurstaða f mál-
inu.
Það var okkar hugsun að þvinga
þessa yfirlýsingu í gegn núna um
leið og framlengdir væm kjara-
samningar. Nú þegar þetta er úr
sögunni, þá finnst mér líklegt að
einstök félög eða sambönd verði að
reyna hvert á sínu félagssvæði að
tryggja hagsmuni sinna félags-
manna með aðgerðum á vegum
hvers félags. Það verður því á valdi
hvers félags hvernig haldið er á.
Menn vom sammála um það í vet-
ur að ganga sameiginlega til leiks-
ins, en það skilaði ekki þeim ár-
angri sem vænst var. Einstök félög
kunna að vera í betri aðstöðu til að
verja hagsmuni sinna félags-
manna."
— Hver em brýnustu mál verita-
fólks 1. maí 1993?
„Brýnustu verkefnin í dag em að
halda áfram þessari vamarbaráttu
og reyna að koma í veg fyrir að það
alvarlega atvinnuleysi, sem hér er,
verði viðvarandi, svo að ég tali ekki
um að það vaxi frá því sem nú er,
eins og horfur em á að verði.
Stjómvöld virðast vera þannig
stemmd að það þurfi þvingunarað-
gerðir af hálfu verkalýðshreyfingar
til þess að draga þau að fram-
kvæmdum af þessu tagi.“