Tíminn - 01.05.1993, Page 7

Tíminn - 01.05.1993, Page 7
Laugardagur 1. maí 1993 Tíminn 7 Verkalýðshreyfingin er máttvana og á undanhaldi frá atvinnurekendum og ríkisvaldi, n segir Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar: Omurlegt á að horfa — Er sú staða að ekki hafa tekist samningar ennþá og að ekki eru horfur á að kjarasamningar muni færa launþegum neina bót, ekki til marks um það að verkalýðshreyf- ingin er sundruð og hefur misst þann slagkraft sem hún hafði á ár- um áður? „Það er ömurlegt að þurfa að svara því játandi að hreyfingin er sundruð og hefur misst þann slagkraft sem hún hafði á árum áður, því miður. Það hafa ekki tekist samningar vegna þess að forysta ASÍ og forysta hinna ýmsu félaga hefur ekkert að- hafst þrátt fyrir að heimild til verk- fallsboðunar sé komin frá öllum hugsanlegum launþegum innan ASÍ og BSRB,“ segir Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar. „Það er þar á ofan búið að tína út hvert atriði krafnanna, svo sem lág- marksfrítekjumark, sem er nú aftur komið niður í 57 þúsund á mánuði úr 60 þúsundum á sama tíma og skattar af tekjum fyrirtækja hafa verið lækkaðir um 6%. Þær láglaunabætur og orlofsupp- bót, sem verið er að tala um, eru dæmi um ömurlega samningagerð. Samið er um þetta frá ári til árs og talað um stórkostlegan sigur ef tekst að viðhalda því sem samið var um í fyrra og hitteðfyrra. í yfirlýsingu ríkisstjómarinnar — innleggi hennar í kjarasamninga — er talað um að matarskattinum muni nú linna, sem eru nú ýkjur. Matarskattur var nú enginn á mat- vælum hér áður, en er 24,5% nú. Því er heitið að greiða hann niður í um 14% af mjólk og kjötvörum öðrum en kindakjöti, sem ekki lækkar. Unnar kjötvörur munu einnig lækka eitthvað á þessu ári og sömu- leiðis smjör og ostar. Þetta er svarið við kröfu ASÍ um að matarskattur- inn yrði afnuminn strax í sumar. Með því að koma til móts við hana með ofangreindum hætti hyggst ríkisstjómin spara sér umtalsverðar fiárhæðir. Engar tryggingar Það er einkenni á samningaviðræð- unum nú að fyrir utan að slá undan í flestu þá vill forysta ASÍ nú fara að gera kjarasamning til 18 mánaða eða jafnvel tveggja ára. Þetta vill hún á sama tíma og þrátt fyrir að fá engar tryggingar fyrir kaupmætti, þótt allt sé á hverfanda hveli í þjóð- félaginu og allt laust nema kaupið. Kaupið á að negla niður í tvö ár án þess að við höfum neina tryggingu fyrir einu eða neinu, ekkert rautt strik — ekkerL Þó er varlega áætlað að kjaraskerðing verði minnst 10- 15% á næstunni og margir tala um 25% næstu tvö árin. Þá er engin leið að fá stjómvöld til að gefa upplýsingar um hvemig rík- issjóður hyggst afla tekna á móti þeim tilslökunum sem felast í yfir- lýsingu ríkisstjómarinnar. Af hverju er það svona mikið leyndarmál? í yfirlýsingu ríkisstjómarinnar um kjarasamninga er að vísu talað um vaxtaskatt, en í skötulíki. Þá er enn verið að viðra hugmyndir um eflt skattaeftirlit, sem búið er að lofa ár- in tvenn og á að gefa ríkissjóði tekj- ur. í þriðja lagi er svo talað um gjöld á gosdrykki og sælgæti. En þegar spurt er nánar út í málið, þá kemur í Ijós að aðeins á að sleppa því að lækka á þessum vömm virðisauka- skattinn og þótt ekki verði tekjumar fyrirsjáanlega stórbrotnar, em þeir samt famir að hika í þessu. Ofannefndir þrír tekjuliðir ná aug- ljóslega aðeins upp í brot af því sem kjarasamningar fyrirsjáanlega kosta. En þegar spurt er hvort þetta þýði að lagðir verði á þyngri skattar á launþega til að borga brúsann, þá er bara vísað á vonina blíða um að það verði ekki. Engu er lofað. Varð- andi það að tryggja fólki eitthvert meira öryggi í heilbrigðismálum, þá er þar ekkert að sækja annað en ein- hverja hátíðaræðukafla frá Sighvati. Tvískinnungur — hávextir áfram Þegar beðið er um að vextir verði lækkaðir, þá virðist málið heldur betur vandast: Aðalbankastjóri ís- landsbanka hefur nýlega lýst því yfir að vaxtalækkun sé óraunhæf nú og minnsta breyting komi ekki til mála. Hvert atvinnufyrirtækið á fætur öðm er ýmist að gefast upp eða styn- ur undan hávaxtabyrði. Þrátt fýrir það spáir nú þorri hagspekinga því að vextir muni hreint ekki lækka, heldur þvert á móti hækka. í þjóðarsáttinni skrifuðu aðalbank- amir undir yfirlýsingu um að sam- ræmi yrði milli lækkunar verðbólgu og lækkunar vaxta. Hvað gerðist? Verðbólgan lækkaði úr 27% niður í 2%, en vextir hækkuðu um 0,1%. Nú lýsa þeir því yfir — enginn að vísu eins afgerandi og aðalbanka- stjóri íslandsbanka — að vaxtalækk- un komi ekki til greina. Kannski er meira að marka orð þessara manna þegar þeir segja það. Ekki er að marka undirskriftir þeirra undir yf- irlýsingar. Sem dæmi um tvískinnunginn þá er ekki komist hjá því að geta þess að það em fimm menn í vaxtanefnd ASÍ að berjast fyrir lækkuðum vöxt- um. Þrír þeirra em Guðmundur H. Garðarsson varaformaður banka- ráðs íslandsbanka, Magnús Geirsson bankaráðsmaður íslandsbanka, og Örn Friðriksson bankaráðsmaður fslandsbanka. Leiðtogi þeirra í bankanum hefur talað: Ve>rtir skulu ekki hreyfðir, þótt brýnt sé að bæði lækka þá og taka hreinlega láns- kjaravísitöluna úr sambandi, en við því síðamefnda fást engin svör frá stjómvöldum. Fámenn fagfélög sterk — heildin veik Ég sé ekki betur en ASÍ ætli að af- sala sér líka því ákvæði að kjara- samningar verði lausir ef gengisfell- ing verður. Ákvæði um þetta hefur verið í samningum sl. 25-30 ár. Sjálfsagt má deila um einhver túlk- unaratriði þar, en ég fæ ekki betur séð en að hér sé um hreint afsal að ræða. Því er ekki að leyna að hreyfingin hefur tapað þeim slagkrafti sem hún hafði áður. Sumpart má kannski segja að áður fyrr hafði fólk kannski minna að missa. Nú á það þó annað- hvort íbúð eða íbúðarhluta, sem það skuldar í og er skelfingu lostið yfir að missa. En engu að síður er ekki hægt að mótmæla því að forystan virðist bókstaflega vera að leggja í hendur ríkisstjómar alla launaþró- un. Það er allt laust nema kaupgjald verkafólks. Niðurstaða mín er sú að verkalýðs- hreyfingin er sundruð og orðin ákaf- lega léleg. Ýmis félög innan hennar standa sig þó vissulega þokkalega í sínum heimabyggðum, en í þessari baráttu við að tryggja kaupmátt og afstýra því að hægt sé að ganga yfir hreyfinguna og almennt verkafólk í heild og rýra kaupmátt þess, er hreyfingin máttvana og alveg laus við allan slagkraft. Forystan hefur kastað frá sér hverri kröfunni á fætur annarri, bæði á hendur atvinnurekendum og ríkis- valdi, og vill nú semja, bara til þess eins að losna. Því miður er það skoðun mín að hreyfingin sé máttvana og í molum. Hún er sameinuð að nafninu til, en í henni er ekki nokkur slagkraftur og því alger nauðsyn að reyna að raða brotunum eitthvað saman. Bjöm Jónsson, fyrrv. forseti ASÍ, sagði eitt sinn að verkalýðshreyfing- in væri svo sterk að hún vissi ekki sitt afl. Ég held að hún viti sitt afl í dag. Ef við fáum í samningunum nú það, sem við fengum síðast, þá er það talinn sigur, þótt við setjum með slíkum samningum í hættu all- an kaupmátt næstu tvö árin og fyrir- sjáanlegt er enn meira atvinnuleysi næsta ár.“ Brýnustu verkefnin — Hver eru brýnustu mál verka- fólks 1. maí 1993? „Brýnasta mál verkafólks 1. maí 1993 er það að kaupmáttur taxta- kaups er allt of lítill og hann verður að leiðrétta. Ríkisstjómir til margra ára hafa vaðið í þeirri villu að ef kaup hefur eitthvað hreyfst, hefur allt ætlað af göflunum að ganga. Á sama tíma hefur viðgengist ómark- viss ofijárfesting og vitlaus. Þannig má t.d. benda á að það hefur lengi verið predikað að flotinn væri of stór, en alltaf er þó verið að stækka hann. Það kippir sér enginn upp við neitt, nema ef verkamannalaun hækka um td. 5%. Þá þykir sjálfsagt að æpa um gengisfellingu, svo hægt sé að taka þessi 5% af þeim aftur og færa til forstjóranna með milljón á mánuði og hlunnindamannanna. Þá er það mjög brýnt að útrýma at- vinnuleysinu og ganga í það upp á líf og dauða. Það þarf verulegt þjóðar- átak til í því efni og stórfelldar að- gerðir. Síðan getum við athugað þennan styrkleika og slagkraft verkalýðshreyfingarinnar, sem nú virðist bara sýndaratriði. Einu sterku félögin nú eru fámenn fagfé- Iög, sem geta sett hnífinn á barkann á þjóðfélaginu. Almenn verkalýðsfé- lög liggja hins vegar úti. Það er brennandi verkefni að ná kaup- mættinum upp, útrýma atvinnu- leysinu og endurreisa slagkraft verkalýðshreyfingarinnar. Ef það mistekst, þá bíður okkar vaxandi niðurlæging og fátæk, fjöl- menn undirstétt verður einkenni ís- lands". —sá Bjöm Snæbjömsson, formaður Einingar í Eyjafirði: Sýnir styrk félaganna — Er sú staðreynd að ekki hafa tekist samningar ennþá og að ekki eru horfur á að kjarasamningar muni færa launþegum neina bót ekki til marks um að verkalýðs- hreyfmgin er sundruð og hefur misst þann slagkraft, sem hún hafði á árum áður? „Ég tel að þó svo að upp úr hafi slitnað í vikunni, sé það alls ekki merki um veikleika hjá verkalýðs- hreyfingunni. Menn verða að hafa í huga að í þessu samfloti voru mjög margir aðilar innanborðs, mörg landssambönd og ólíkir hagsmun- ir. Það sem gerist er einfaldlega að styrkur hinna einstöku félaga kem- ur í ljós. Menn komu með ákveðið umboð í þessa samninga og það fékkst ekki það sem menn ætluðu sér og þeir sem óánægðastir voru láta þá ekki rúlla yfir sig. Það má al- veg eins orða það þannig að það sé styrkleiki að Iáta ekki bjóða sér hvað sem er. Staðreyndin er að ekki hefur verið samkomulag um yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar frá 15. apríl sl. Það hefur legið lengi fyrir að félög eins og Dagsbrún og eins við hér í Ein- ingu höfum ekki verið tilbúnir til að gera tæplega tveggja ára samn- ing um þennan pakka, þó við í Ein- ingu vildum reyna til þrautar að ná fram breytingum á honum og sögðum okkur því ekki alfarið frá því. Það sem menn voru fyrst og fremst að reyna að gera í þessum samningum var að leggja alla áherslu á atvinnuskapandi aðgerðir og finna leiðir til að bæta atvinnu- ástandið. En úr því sem komið er geta menn spurt hvort það sé í rauninni hlutverk aðila vinnu- markaðarins að tryggja þetta, ríkis- stjómin sjálf verður að þekkja það hlutverk sitt — hún getur ekki set- ið aðgerðalaus hjá þegar spurning- in stendur um að búa atvinnuveg- unum skilyrði. Slíkt hlýtur hún að gera óháð kjarasamningunum, enda verður að reikna með að það sé keppikefli hverrar ríkisstjómar að það sé næg atvinna f landinu. Það er því eðlilegt að félögin sjálf snúi sér að því að semja við at- vinnurekendur um kjarabætur og hætti að eltast alltaf við ríkisvaldið. Vinnuveitendur eru auðvitað hinir raunverulegu viðsemjendur og það drepur ekki atvinnureksturinn í landinu þó laun hinna lægst laun- uðu hækki. Það fellur varla at- vinnureksturinn í landinu þó laun á milli 40 og 50 þúsund krónum á mánuði hækki.“ — Hver eru brýnustu mál verka- fólks 1. maí 1993? ,Að auka framboð vinnu og fækka þeim félögum okkar sem eru at- vinnulausir í dag. Það er engin spurning að það er okkar brýnasta verkefni."

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.