Tíminn - 01.05.1993, Síða 9

Tíminn - 01.05.1993, Síða 9
Laugardagur 1. maí 1993 Tíminn 9 Utlendingar grunaðir um glæpi í Þýskaiandi Schröder: Reynt aö láta upplýsingar um glæpi útlendinga fara lágt. virðast stjórnvöld smám saman vera að gefa þessa afstöðu upp á bátinn enda kann að vera að hún hafi þveröfug áhrif við það sem ætlast er tii. Rök eru færð að því að þessi „tabúafstaða" gefi fólki ástæðu til að ætla að stjórnmála- menn séu óheilindamenn sem reyni að leyna fólk hættu sem það sé statt í og taki hagsmuni útlend- inga fram yfir hagsmuni Þjóð- verja. Vera mætti og að ástæðan til vaxandi „opnunar" af hálfu þýskra stjórnvalda í þessum efn- um sé að innflutta glæpamennsk- an sé orðin svo snar þáttur í þýsku hversdagslífi að vonlaust sé að reyna að draga fjöður yfír hana lengur. Svipað á Vesturlönd- um yfirleitt Bannhelgin í þessum efnum er þó ekki úr sögunni. Drjúgur hluti fyrrverandi austantjaldsmanna í Þýskalandi er sígaunar og al- mannarómur, sem t.d. kemur fram í lesendabréfum í blöðum, hermir að tiltölulega margir þeirra séu afbrotamenn. Einkum er þeim kennt um auðgunarbrot af margvíslegu tagi. Um sígauna segja margir, þ.á m. fræðimenn sem reynt hafa að rannsaka siði þeirra og samfélagsmunstur, að þeir tileinki sér einkar mikla holl- ustu hverjir gagnvart öðrum, eða a.m.k. innan fjölskyldu/ættkvíslar. Hinsvegar sé algengt hjá þeim að líta á alla sem ekki eru sígaunar sem „utangarðsmenn", ef ekki óæðri kynþátt, sem ekki sé ástæða til að auðsýna tillitssemi. Rétt er í þessu samhengi að taka fram að margt er á huldu um sígauna og heimildum um þá ber oft miður vel saman í mörgu. Að fjalla um sígauna sérstaklega í sambandi við glæpi hefur verið einkar mikið feimnismál í Norður- Evrópu undanfarna áratugi og svo virðist enn vera a.m.k. í Þýska- landi. Innflytjendastraumurinn frá þriðja heimi og Austur-Evrópu hefur verið mestur til Þýskalands og vandamálin f tengslum við hann eru þar af leiðandi kannski með meira móti þar. En margt bendir til að eitthvað svipað sé það orðið á Vesturlöndum yfirleitt, þótt haldgóðar upplýsingar um það liggi ekki ailtaf á lausu, efalít- ið sumpart vegna umtalaðrar bannhelgi. Afstaða vestrænna stjórnvalda gagnvart innflytjend- um þessum, sem yfírleitt segjast vera pólitískir flóttamenn eða koma inn í löndin ólöglega, hefur verið svo frjálsleg að í sumum löndum a.m.k. fá svo að segja allir sem koma að vera, einnig þótt þeim hafi lögformlega verið neitað um landvist. Ljóst er að fólksinnflutningur þessi, sem fyrir Iöngu er orðinn svo mikill að líkja má honum við þjóðflutninga, hefur haft í för með sér margvíslegar breytingar fyrir þjóðir viðtökulandanna. Ekki síð- ur er ljóst að þær breytingar hafa ekki allar verið til batnaðar fyrir innfædda. Að almenningi fornspurðum Um innflutning þennan er það ennfremur að segja að nokkuð skortir á að viðtökuþjóðirnar hafi verið spurðar gagngert hvort þær kærðu sig um hann. Að þær hafí verið því eindregið andvígar að taka við innflytjendum yfirleitt væri ofmælt en hinsvegar er vart vafi á því að þær hafi aldrei óskað sér þess að nándar nærri svo margir kæmu, hvað þá að inn- flutningurinn yrði að flóði sem virtist óstöðvandi. Að öllu samanlögðu væri óhætt að fullyrða að þeir sem tóku ákvarðanirnar um að leyfa þennan innflutning hafi verið í hópi þeirra sem af félags- og efnahagslegum ástæðum eru þannig settir að þeir þurfa ekki að umgangast innflytj- endurna meira en þeir sjálfir vilja. Varla fer hjá því að fólki í lægri stigum þjóðfélaganna sé það nokkuð ljóst og að það eigi drjúg- an þátt í vaxandi trúnaðarbresti milli stjórnmálamanna og al- mennings. Aðspurður í viðtali við Welt am Sonntag um ástæður að hans mati á bak við hratt stígandi glæpaöldu nefndi Seiters innanríkisráðherra fjölmiðla sem sökudólga, „sérstak- lega sjónvarpið“, sem espuðu fólk til glæpa með því að sýna mikið af efni þar sem ofbeldi væri kynnt „sem einskonar lausn á vandamál- um“. Sem aðra þungvæga ástæðu nefndi ráðherra hrun í fjölskyldu- samheldni og vaxandi einmana- leika einstaklingsins sem stafaði af því að hann hefði á tilfinning- unni að hann tilheyrði engum hópi lengur (ekki fjölskyldu, stétt, þjóð, trúflokki o.s.frv.). Án efa er eitthvað til í þessu en vera kann að hér komi enn sem fyrr fram tilhneiging til að forðast að horfast í augu við vandann. Mætti í því sambandi benda á að ætla má að fjölskyldusamheldni hjá innflytjendum frá þriðja heimi og samheldni þeirra yfirleitt í eig- in hópi sé öllu meiri en Evrópu- manna. Enn er eðlilegt að spurt sé hvort ástæða sé til að ætla að innflytj- endur séu næmari fyrir meintum siðspillandi áhrifum úr sjónvarpi en innfæddir Evrópumenn. OPIÐ Opið hús hjá Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur eftir úti- fundinn á Lækjartorgi 1. mal í Húsi verslunarinnar á fyrstu hæð. Kaffiveitingar. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Sendum viðskiptavinum okkar og öllu launafólki árnaðaróskir á hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí. Prentsmiðjan Edda Sendum viðskiptavinum okkar og öllu launafólki ámaðaróskir á hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí. Sendum viðskiptavinum okkar og öllu launafólki árnaðaróskir á hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí. IKEA Kringlunni 7 Rafiðnaðarsamband íslands og aðildarfélög þess senda öllu vinnandi fólki bestu árnaðaróskir í tilefni af 1. maí. Gleðilega hátíð! Stjórnin. Trésmiðafélag Reykjavíkur hvetur félagsmenn sína til að fjöl- mertna í kröfugönguna og á fund verkalýðsfélaganna 1. maí og síðan í 1. maí kaffið að Suðurlandsbraut 30.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.