Tíminn - 01.05.1993, Qupperneq 10

Tíminn - 01.05.1993, Qupperneq 10
10 Ttminn Laugardagur 1. maí 1993 ■ Ávarp Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Iðnnemasam- bands Islands 1993 Launafólk í Reykjavík gengur fylktu liði á baráttudegi verkalýðsins í skugga mesta atvinnuskorts um áratuga skeið. Atvinnuskorturinn er hörmulegur ósigur allra íslendinga í baráttunni fyrir mannsæmandi lífi. Þetta er ósigur okkar launa- fólks, atvinnurekenda og stjórn- valda. Nú er það hlutskipti okkar að horfa upp á meira en tuttugasta hvem vinnufæran íslending án at- vinnu. Þetta gerist í landi þar sem auðlindir eru nægar og gjöfular til lands og sjávar, menntun og færni með því besta. Tæknin er með því nýjasta sem þekkist og atvinnutæk- in af fullkominni og afkastamikilli gerð. Atvinnuleysið á að vera mikil- vægasta umræðu- og úrlausnarefni dagsins. Verkalýðshreyfmgin hefur skoðun á því hvernig á að leysa vandann til skamms tíma og til langs tíma. Hreyfingin mun aldrei þola að at- vinnuleysi verði gert að eðlilegum þætti tilverunnar. Til þess eigum við að beita þeim tækjum sem við eig- um: Atvinnuleysistryggingasjóði til atvinnuskapandi verkefna til lengri og skemmri tíma og starfsmennta- sjóðum til að byggja upp og endur- hæfa launafólk sem þarf að aðlagast nýjum aðstæðum á vinnumarkaði. En mikilvægast af öllu er að hinn almenni rammi efnahagsmálanna verki til nýbreytni og nýsköpunar í atvinnulífinu. Áhrifaríkasta leiðin til þess að leysa efnahags- og at- vinnukreppu okkar er að efla kaup- getu fólks um leið og batamerki fara að sjást í efnahagslífinu. Við viljum skattleggja hina efna- meiri til að ná inn nauðsynlegum tekjum til að standa undir aukinni atvinnu. Við krefjumst þess að lagð- ur verði á fjármagnsskattur og nýtt þrep í tekjuskatti. Með því má halda nýjum erlendum lántökum í lág- marki, enda óverjandi að safna endalaust skuldum á börn okkar og bamabörn. Það er ein af dapurlegum stað- reyndum launabaráttu undanfar- inna ára, að bilið milli ríkra og fá- tækra eykst stöðugt. Ástæður þess eru með öðru mismunun stjórn- valda á tekjum fyrir vinnu og tekj- um af peningum. Tekjur af vinnu eru skattlagðar á sama tíma og fjár- magnstekjur eru með lögum undan- þegnar skatti. Virðisaukaskattur gerir engan greinarmun á nauð- þurftum eða munaðarvamingi. Þessu verður að breyta. Verkalýðs- hreyfingin ítrekar þá kröfu að virð- isaukaskattur á matvöru verði lækk- aður, enda verði fjármögnun þeirra aðgerða ekki á kostnað niðurskurð- ar á opinberri þjónustu. Þegar sverfur að í þjóðfélaginu verður ranglætið í launa- og skatta- málum enn sýnilegra en ella. Alþjóð veit að skattsvik hafa viðgengist hér í miklum mæli um áratugaskeið. Allar ríkisstjórnir undangenginna áratuga hafa staðið gersamlega van- máttugar gagnvart skattsvikurun- um. Loforð og heitstrengingar í upphafi hvers stjórnarsamstarfs um að nú eigi að taka á skattsvikunum hafa reynst orðin tóm. Skattsvikin eru alger hneisa fyrir stjórnmála- menn og stjórnmálaflokka þessa lands. Islensk verkalýðshreyfing sættir sig ekki við að skattsvikin haldi áfram. Þau verður að stöðva. Þess vegna krefjumst við þess að gripið verði til hertra aðgerða gegn skattsvikurum. Með auknu skatteft- irliti og þungum viðurlögum fyrir þjófnaðinn mætti sækja það fé sem nú vantar sárlega til að jafna ríkis- hallann. Háir útlánavextir nú eru afleiðing ótrúlega skammsýnna lánaloforða banka í byrjun níunda áratugarins. í skjóli vaxtamunarins, sem bankarn- ir þurfa til þess að borga fyrir syndir fortíðarinnar, krefjast aðrir einnig óeðlilegs verðs fyrir lánsfé. Dekur stjórnmálamanna við þá sem hafa tekjur af peningum er eins og olía á þann eld. Dekrið við fjármagnseig- endur á sér einnig aðra hlið. Til hvers eiga menn að leggja fé í at- vinnurekstur, þegar hægt er að hafa fúlgur fjár út úr peningabraski á kostnað ríkisins og skattgreiðenda, án þess að taka nokkra einustu áhættu? Er nema von að stöðnun ríki í atvinnurekstri og nýsköpun sé hverfandi, þegar ríkið sjálft býður atvinnurekstrinum og einstakling- um upp á þessar leikreglur? íslensk verkalýðshreyfing hefur verið raunsæ í kröfu- og samninga- gerð undanfarinna ára. Með hófleg- um launa- og verðhækkunum og víðtæku samkomulagi öflugustu samtaka launafólks og atvinnurek- enda í þjóðfélaginu hefur tekist að ná verðbólgu niður á áður óþekkt stig í svo langan tíma. Því miður hafa atvinnurekendur og stjórnend- ur opinberra fyrirtækja alls ekki notfært sér það skjól, sem myndast hefur, til að bæta rekstur fyrirtækja sinna. Þegar kemur að hagræðingu í fyrirtækjum og stofnunum er ætíð vegið í sama knérunn. Nýlegt dæmi af því tagi er áætlaður sparnaður við ræstingu f skólum. Ráðuneyti menntamála sér þá einu leið til spamaðar að skera niður laun ræst- ingarfólks, en launakostnaður þess er um 5% af rekstrarkostnaði skól- anna. Á tímum samdráttar og kreppu er það hlutverk verkalýðshreyfingar- innar að hafa forustu um hvernig megi jafna tekjurnar. Félagsleg rétt- indi eru mikilvægir þættir í tekju- jöfnun. Þess vegna mun verkalýðs- hreyfmgin standa vörð um mikil- væg félagsleg réttindi og efla önnur. Stjómmála- og þjóðfélagsumræða undanfarinna mánaða hefur sýnt svo ekki verður um villst að mikið vantar á að eðlilegar leikreglur gildi í þjóðfélaginu. Um leið og launa- mönnum eru send uppsagnarbréf vegna spamaðar í rekstri og endur- skipulagningar, er hægt að gera milljónasamninga við gæðinga stjómkerfisins, endurráða vanhæfa stjómendur til starfa, útbýta lax- veiðileyfum sem launauppbótum til spilltra stjórnmálamanna í banka- ráðum og vildarvina þeirra og svo má lengi telja. Síðan á að telja launafólki trú um að það eitt þurfi að herða sultarólina, þegar það sér ranglætið sem við blasir allt í kring. í raun þurfa stjórnendur og yfir- menn fýrirtækja og stofnana að horfa á yfirbygginguna og stjórn- endakostnaðinn. Þar má hagræða og ná fram miklum sparnaði. Verkalýðshreyfingin hefur nú verið samningslaus við atvinnurekendur um margra mánaða skeið. Alian þennan tíma hefur af hálfu hreyf- ingarinnar verið markvisst unnið að iví að koma á nýjum kjarasamningi. haust lagði Alþýðusambandið til- lögur fyrir ríkisstjórnina um víð- tækar tekjuöflunaraðgerðir til að treysta undirstöður atvinnulífsins og hamla gegn atvinnuleysinu. Rík- isstjórnin hafnaði tillögunum. At- vinnumálanefndir Alþýðusam- bandsins og atvinnurekenda hafa síðan skilað af sér veigamiklum til- lögum í atvinnumálum. Á vettvangi opinberra starfsmanna hefur BSRB mótað kröfur og lagt fram ákveðnar tillögur í atvinnu- og velferðarmál- um og óskað viðræðna. Ríkisstjórn- in hefur í raun neitað opinberum starfsmönnum um samningavið- ræður og sýnt þeim mikla óvirð- ingu. Rauði þráðurinn í tillögum allra samtaka launamanna er að at- vinna launafólks verði tryggð og dregið úr atvinnuleysi og ríkis- stjórnin þori að leggja í tekjujöfn- unaraðgerðir svo þetta markmið ná- ist. í dag, 1. maí, hefur slitnað upp úr samningaviðræðum vegna skilyrða VSÍ um heildarsamflot ASÍ-félaga. Ekki verður lengra haldið í stóru samfloti að svo stöddu. Áframhald- Avarp Samtaka kvenna á vinnumarkaði Konur á vinnumarkaði hafa fátt til að kætast yfir í dag. Við konum á vinnumarkaði blasir óöryggi; höfum við vinnu á morgun, höfúm við vinnu hinn daginn? Margar okkar eru atvinnulausar, jafnvel búnar að missa atvinnuleysisbætur vegna 1. MAI sýnir verkalýðshreyfingin samtakamátt sinn og sigurvilja með því að fylkja einhuga liði í kröfugöngum og á fundum verkalýðsfélaganna. Höfnum sundrungu, treystum raðirnar og búumst til baráttu fyrir mannsæmandi lífskjörum. Berum kröfur samtaka okkar fram til sigurs. langvarandi atvinnuleysis. Niðurskurður í samfélagslegri þjón- ustu skapar atvinnumissi hjá konum. Launuðum störfum fækkar, en þjón- ustunnar er þörf eftir sem áður. Sjúk- lingum, gamalmennum, bömum og öðmm er aðhlynningu þurfa fækkar ekki að sama skapi og þjónusta er skor- in niður. Þau sem peninga eiga kaupa einkavædda einkaþjónustu á sínu einkaheimili, öðrum er vísað á konur í fjölskyldunni sem kauplaust skulu veita þá þjónustu sem samfélagið sinn- ir ekki, hvemig svo sem aðstæður þeirra eru. Svokallaðar samningaviðræður að undanfömu hafa ekki verið konum til góðs. Ekkert raunhæft hefur verið gert til að brjóta á bak aftur hræðsluáróður og niðurrifsstefnu ríkisstjómarinnar. Okkur er gert að trúa því að engir pen- ingar séu til, á sama tíma og einka- neysla einstakra úrvalshópa vinanna blómstrar sem aldrei fyrr. Engar kröf- ur um hækkun launa eru settar fram á hendur atvinnurekendum; jafnvel stærir varaforseti Alþýðusambandsins sig af því að ASÍ hafi boðið atvinnurek- endum upp á óbreyttan kjarasamning til tveggja ára, án nokkurra trygginga. Eina ástæðan hlýtur að vera að ríkis- stjóminni skal gefið aukið svigrúm til áframhaldandi eyðilegginga. Atvinnu- rekendum var færð niðurfelling að- stöðugjalds á silfurfati. Á sama tíma var aukin skattpíning á launafólki, sér- staklega á láglaunafólki, sjúklingum og bamafjölskyldum. Niðurfelling að- stöðugjalds átti að skila sér í lækkuðu vöruverði og aukinni atvinnu, en hvergi hefúr sést vísir af þeim árangri nema ef vera skyldi í vösum atvinnu- rekenda og vina þeirra. Ríkisstjómin hefur ekki mótað neina stefnu til aukinnar atvinnu, heldur tekið upp flausturskenndar hugmynd- ir annarra án nokkurrar úrvinnslu. Ein af þessum flausturskenndu hug- myndum er að hagræða ræstingarkon- um út af vinnustað, en hagræða vinun- um inn í stjómun. Samtök kvenna á vinnumarkaði krefj- ast raunhæfra úrlausna. Við krefjumst hækkunar lægstu launa, þannig að við getum verið ma- tvinnungar. Við krefjumst hækkunar umsamins taxtakaups. Burt með frjálshyggjupostula sem ræða um hæfilegt atvinnuleysi. Við krefjumst þeirra gmndvallarmann- réttinda að allir hafi atvinnu. Sviptum burt þeirri blekkingu að öll- um bömum séu búin ömgg uppeldis- skilyrði. í borg Ráðhúss og Perlu em úrræði fyrir böm í hróplegu ósam- ræmi við þarfir þeirra. Tæpur helm- ingur bama innan sex ára á kost á hlutavistun (!) á leikskóla. Um 1000 böm einstæðra foreldra eiga ekki kost á leikskólaplássi. f borg Kringlu og Viðeyjarstofu em innan við 300 skóla- dagheimilispláss, en í hverjum árgangi em um 1200 böm. Samtök kvenna á vinnumarkaði hafna samfélagi einkapots og dekur- vina. Samtök kvenna á vinnumarkaði hvetja til baráttu fyrir samfélagi mann- réttinda og jafnréttis og hvetja konur til að rísa upp gegn óréttlætinu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.