Tíminn - 01.05.1993, Page 18

Tíminn - 01.05.1993, Page 18
18Tíminn Laugardagur 1. maí 1993 Sendum viðskiptavinum okkar og öllu launafólki árnaðaróskir á hátíðardegi verkalýðsins Grandi hf. Verkamannasamband íslands Lindargötu 9 S taðarsí^áíi Sírútafirði Hraðfrystihús Hvals hf. 68 14 00 SAMÁBYRGÐ ÍSLANDS Á FISKISKIPUM félag bókagerðar- manna REYKJAVÍKURHÖFN Verkamannafélasið Hlíf Hafiiarfirði Haraldur Böðvarsson hf. Akranesi Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Niðursuðuverksmiðjan Vesturvör 12 G§ÐI g æðannavegna! y GOÐI hf. V/SA VtSA ÍSLAND Olíufélagiö h.f. Gloria Karpinski. Hugleiðslunámskeið Gloríu Kaipinski Gloria Karpinski er einn af fremstu leið- beinendum og heilurum í Bandaríkjun- um í dag. Frá árinu 1976 hefur hún starf- að sem kennari og andlegur leiðbeinandi víðsvegar um heim. Dagana 3.-6. júní nJc. heldur hún nám- skeið í hugleiðslu að Reykhólum í Reyk- hólasveit Á námskeiðinu mun Gloria kynna margar hugleiðsluaðferðir frá ólíkum menningarsvæðum og mismun- andi sjónarhomum. Skoðaðar verða að- ferðir með tónlist, möntrum, dansi og þögn. einnig aðferðir til að kyrra hug- ann, skoða hugsunina, opna innri sjón, miðla og auka næmi. Námskeiðsverð er kr. 29.700. Innifalið í verði er kennsla, fullt grænmetisfæði, gisting og nám- skeiðsgögn. Miðvikudaginn 26. maí kl. 20 mun Gloria Karpinski flytja fyrirlestur í sal Stjómunarskólans að Sogavegi 69 í Reykjavík. Þar fjallar hún um mátt okkar til sköpunar og heilunar, hvemig breyt- ingar í lífinu geta aukið sjálfsvitund okk- ar og leitt okkur til frekari þroska. Að- gangseyrir kr. 1000. Þeir, sem vilja taka þátt í námskeiði Gloríu, leiti upplýsinga hjá Lindu Kon- ráðsdóttur og Fannýju Jónmundsdóttur í sfmum 611025 og 671703 milli kl. 18 og 20. Hvammsvík í Kjós opnuð í dag Hvammsvík í Kjós verður formlega opn- uð 1. maí, sama dag og Veiðivötnin opna. Það er stangaveiðin sem byrjar fyrst, en þessa dagana eru 5000 fiskar í vatninu. Þeir stærstu eru 3 pund. Þeir Amór Benónýsson og Gunnar Bender hafa Ieigt staðinn næstu 5 árin og hyggjast reka hann með sama sniði og verið hefur. Þegar líður á mánuðinn opn- ar golfvöllurinn og í byrjun júní hesta- leigan. Það kostar 2000 krónur að renna fyrir fisk í Hvammsvík og má veiða 4 fiska í hvert sinn. Auk þess er hægt að skoða sig um í nágrenninu, en á þessum slóðum em margir skoðunarverðir staðir. Slysavarnadagur á Selfossi 2. maí Björgunarsveitimar í Ámessýslu standa fýrir slysavamadegi fjölskyldunnar, sem haldinn verður í og við Hótel Selfoss á morgun, sunnudag 2. maí. Þar fer fram margvísleg kynning á starfsemi deild- anna. Heiðursgestur verður Hannes Þ. Hafstein, fyrrum forstjóri Slysavamafé- lagsins. Sýndur verður björgunarbúnaður, vél- sleðar og tjaldvagnar. Sýnd verður fjalla- björgun og sig framan á suðurhlið hót- elsins með nýjum björgunargálga. Þá verður fluglfnuæfing við Ölfusá og einn- ig mun þyrla Landhelgisgæslunnar sýna björgun. Dagskráin hefst klukkan 13:30. Marfcaöur opnaAur á Hólmavík Athafnasamt fólk í Strandasýslu stefnir að því að opna í sumar markað fyrir smá- vaming, minjagripi, listmuni o.fl. Hópur fólks í sýslunni kom saman á sumardag- inn fyrsta til að ræða áhuga á opnun slfks markaðar og reyndist áhugi vera fyrir hendi. Mikið af hagleiks- og listafólki býr í sýslunni. Þann 5. maf næstkomandi ætlar þetta hagleiksfólk að standa fyrir opnu húsi í Kvenfélagshúsinu á Hólmavík kl. 20. öll- um er velkomið að lfta inn f kaffi. Afmælishátíð Listdansskólans f tilefni 40 ára afmælis Listdansskóla ís- lands (áður Listdansskóli Þjóðleikhúss- ins) verður afmælishátíð f skólanum laugardaginn 1. maf að Engjateigi 1. Nemendur skólans koma þá fram í stutt- um atriðum og einnig verður sýning á myndum frá starfsemi skólans f kjallar- anum. Afmælishátfðin hefst kl. 15.00 og stendur til kl. 19.00.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.